Tíminn - 10.04.1984, Blaðsíða 3

Tíminn - 10.04.1984, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 1984 fréttir STJÚRNARFORMAÐURINN 0G Hardar deilur í stjórrt Lánasjóds ísl. námsmanna: ANNAR TIL HOTUÐU AFSOGN eff ekki yrdi fallist átillögu þeirra umafturvirka skerðingu á námslánum frááramótum ¦ Snarpar deilur urðu á fundi í stjóm Lánasjóðs námsmanna þar sem Sigurður Skagfjörð Sigurðsson formaður sjóðs- stjómar og Arni Vilhjálmsson varafor- maður hótuðu að segja sig úr stjóminni væri ekki farið að vilja þeirra. Tillaga frá þeim þess efnis að skerðing sú sem ákveðin er á námslánum með nýlega afgreiddum lánsfjárlögum verði gerð afturvirk tU síðustu áramóta eins og lögin gera ráð fyrir var samþykkt með atkvæðum þeirra sjálfra en Ragnar Ámason, einn ríkisfulltrúinn og Emil Bóasson fulltrúi íslenskra námsmanna erlendis sátu hjá. Á móti vora fuUtrúar stúdenta við Háskóla Islands og ís- lenskra sérskólanema. TiUagan var þvi samþykkt með tveimur atkvæðum gegn tveimur en formaður hefur oddaaðstöðu í slil.inii tUvikum. Námsmannasamtökin hafa nú boðað til formannafundar og íhuga málshöfðun á hendur rikinu á þeim forsendum að afturvirkni lánsfjár- laga og þar með að skerðing á lánum sem þegar hefur verið úthlutað standist ekki lög. „Við meintum það sem við vorum að segja. Ef ekki er hægt að fara eftir þeim lögum sem sjóðnum eru sett þá er ekki hægt að vinna þarna. Það er ekki sjóðsstjórnarinnar að skera úr um hvort þau lög sem sett eru standist. Dómstólar eiga að skera úr um það. Pó svo að við Sigurður getum vel tekið undir að ekki sé gott að það skuli vera krukkað í þessu þá verðum við að fara að lögum," sagði Árni Vilhjálmsson stjórnarmaður í LIN í stuttu spjalli við Tímann. Blaðamaður sneri sér einnig til Emils Bóassonar fulltrúa Sambands íslenskra námsmanna í stjórninni en afstaða hans hefur vakið undrun margra því svo sýnist að hann hafi haft í hendi sér að koma í veg fyrir að stjórnin samþykkti afturvirkni skerð- ingarinnar. „Við hefðum aldrei komið í veg fyrir þessa skerðingu. Starfsmenn voru langt komnir í því að reikna út lánin miðað við afturvirka skerðingu og fyrir lá yfirlýsing framkvæmdastjóra þar sem fram kom að hann taldi sér ekki stætt að vinna á móti viljayfirlýsingu frá ráðherra og í trássi viðflög. Mér þótti því ekki tímabært að skipta um æðstu valdamenn sjóðsins þó ég hefði náttúrulega kosið að menn tækju ekki svona barnalega afstöðu að bera upp tillögu og hóta afsögn um leið," sagði Emil Bóasson. Þú hefðir þá ekki setið hjá við at- kvæðagreiðsluna ef flutnignsmenn hefðu ekki hótað afsögn? „Nei. Ég gerði það einungis vegna þess að ég taldi ekki tímabært að skipta um æðstu menn í stjórn sjóðsins. Þessari skerðingu verður svo náttúrulega svarað með málshöfðun þar sem við fáum fram hvert réttmæti þessarar afturvirkni skerðingarinnar er," sagði Emil Bóas- son fulltrúi SÍNE í stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna. í lögum um námslán frá 1982 var gert ráð fyrir að hlutfallstala námslána af reiknaðir fjárþörf hækkaði úr 95% í 100% frá og með 1. janúar 1984. Eftir þessum lögum hefur sjóðurinn starfað við úthlutun lána eftir áramót. 20. mars síðastliðinn voru svo samþykkt lánsfjár- lóg frá Alþingi þar sem segir orðrétt að „þrátt fyrir 1. lið ákvæðis til bráðabirgða í lögunum nr. 72/1982, um námslán og námsstyrki, skal hlutfallstala lána af reiknaðri fjárþörf námsmanna eigi hækka í 100% fyrr en 1. janúar 1985". Þarna er með öðrum orðum ekki tekið tilllit til þess að lánin hafa þegar hækkað í 100% fyrir nær þremur mánuðum þegar lögin eru samþykkt og því eðlileg túlkun að ætla að lögin skuli vera afturvirk. Námsmenn telja aftur á móti að þessi lóg standist ekki lög og hyggja því á málshófðun. Fengur afhentur — fer innan skamms til Grænhöfðaeyja á tún- fiskveiðar ¦ A laugardaginn var afhent í Reykja- víkurhöfn fiskiskipið Fengur, sem Þró- unarsamvinnustofnun íslands hefur látið smíða tíl fískveiða á Grænhöfðaeyjum við vesturströnd Afriku. Skipið var smíðað í Slippstöðinni á Akureyri. Það er 157 brúttótonn að stærð og er sér- hannað til fiskveiða og rannsókna í hitabeltinu. Frá því á árinu 1980 hafa íslendingar veitt Grænhöfðaeyingum þróunaraðstoð á sviði fiskveiða. Var í fyrstu notaður báturinn Bjartur, 200 smálesta skip. Stundaði skipið veiðitilraunir og þjálfun sjómanna til síðari hluta árs 1981. Þá var ákveðið að selja Bjart og láta smíða skip er betur hæfði aðstæðum. Ný og aukin vitneskja hafði fengist um fiskistofna og fiskistærðir við Grænhöfðaeyjar með Gestir ganga um borð í Feng á laugardag. Skipið kostaði 49,3 milljónir króna. I imamynd Ámi Sæberg. sókna. Þrír íslenskir skipstjórnarmenn verða á' skipinu hverju sinni, og er skipstjóri Halldór Lárusson. Einn Græn- höfðaeyingur, Julio E.S. Goto, hefur lokið prófi héðan úr Vélstjóraskólanum, og mun hann verða á skipinu. Verkefnisstjóri er Jóhannes Guð- mundsson skipstjóri. -ÁDJ. Bjarti og á grundvelli þeirrar reynslu var Fengur hannaður. Fengur mun innan skamms fara til Grænhófðaeyja, og mun.það stunda túnfiskveiðar, veiðar á beitufisk til tún- fiskveiða, tilraunir með togveiðar, fiski- leit og mat á stofnstærðum, þjálfun fiskimanna og uppbyggingu fiskirann-* Nú blásum við í sönglúöra og opnum Alþjóóleg bílasýning - international motor show glæsilegustu bílasýningu sem haldin hefur verið frá því Ing- ólfur og Hjörleifur flúdu hingað undan skattrannsóknardeild Haralds hárfagra. Alþjóóleg bílasýning - international motor show Viö bjóöum öllum afkomendum þeirra og heimsbyggöinni líka, ef hún á leið framhjá, á stórsýninguna sem hefst kl. 18.00 í dag og stendur næstu 10 daga í HÚSGAGNAHÖLLINNI BÍLDSHÖFÐA OG ÁRNA GÍSLA- SONAR-HÚSINU 7000 FERM. SÝNINGARSPRENGING

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.