Tíminn - 10.04.1984, Síða 5

Tíminn - 10.04.1984, Síða 5
i Ar‘\ f 0) MM'Vo ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 1984 fréttir ■ Fermingarbömin fimm ásamt mæðram sínum. Gunnar Ásgeirsson, Silvía Bragadóttir, Kolbrún Karlsdóttir, Rúnar Óskarsson og Guðmundur Blöndal en fyrir aftan standa mæðurnar Alda, Elísabet, Fríða, Guðrún og Sólveig Guðjónsbörn frá Kjörvogi á Ströndum. Fimmföld ferming suður á Álftanesi á sunnudag Fimm systur halda sameiginlega fermingaveislu ■ Mörgum þykir nóg um allt það tilstand sem fylgir venjulegri fermingar- veislu þegar haldið er upp á eina ferm- ingu í fjölskyldunni. Tímanum þótti það því saga til næsta bæjar, þegar fimm systur norðan af Ströndumslógusaman fermingarveislu barna sinna nú um helg- ina. Eftir því sem næst verður komist er þetta einsdæmi hér á landi enda ekki algengt að fimm systur eigi ailar börn á sama árinu og hvað þá að þau séu öll fædd á sama misserinu eins og er í þessu tilfelli. Fermingarnar fóru fram í sitt hverri sókninni en að þeim afstöðnum geystust fjölskyldurnar fimm suður á Álftanes þar sem veislan var haldin í félagsheimili Garðakirkju. Afinn og amman komu úr Reykjavík þar sem þau búa í ellinni eftir að hafa brugðið búi norður á Ströndum en systurnar búa í Borgarnesi, Keflavík, Hafnarfirði, Reykjavík og Garðabæ. Skyldulið dreif svo að úr öllum áttum. Það var því fjölmennt þarna á hlaðinu á sunnudaginn, og að sögn Sólveigar Blöndal, en hún er ein þeirra systra bjóst' hún ekki við færri en 120 manns þegar allir væru komnir. Fjölskyldan er líka stór, Guðjón Magnússon fyrrum smiður og bóndi að Kjörvogi á Ströndum og kona hans Guðmunda Þorbjörg Jónsdóttir eignuð- ust 12 börn, 7 dætur og 5 syni sem nú er allt uppkomið fólk. Þau hjónin eru stolt af barnabörnunum sínum sem nú eru tekin í fullorðinna manna tölu á svo eftirminnilegan hátt. „Þetta eru allt myndarbörn og ég er því mjög ánægður með þetta. Þetta er mikill hamingjudag- ur," sagði Guðjón Magnússon, þegar Tímamaður hitti hann að máli. Guðrún Guðjónsdóttir heitir ein þeirra systra og býr í Hafnarfirði. Það er Rúnar Óskarsson sonur hennar f. 13. maí 1970 sem fermist núna. Önnur þeirra er Fríða Guðjónsdóttir í Borgar- nesi en dóttir hennar er Kolbrún Karls- dóttir f. 28. maí 1970. Sú þriðja Alda Guðjónsdóttir í Keflavík og sonur henn- ar er Gunnar Ásgeirsson f. 19. júní 1970. Fjórða í röðinni' teljum við Elísabetu Guðjónsdóttur í Garðabæ, en hennar fermingarbarn er Silvía Bragadóttir f. 26. júlí 1970. Sú fimmta er svo Sólveig Blöndál í Reykjavík en hennar sonur er Guðmundur Blöndal f. 2. september 1970. „Við systkinin höfum áður slegið sam- an fermingarveislum en aldrei svona mörgum í einu. Ég og ein systir mín vorum einu sinni saman og einu sinni hafa þrjú systkinabörn í fjölskyldunni verið saman með veislu", sagði Sólveig Blöndal en Guðmundur sonur hennar er eitt fermingarbarnanna. „Þetta hefur vakið athygli, hinum finnst þetta svoldið sérstakt", sagði Guðmundur um viðhorf fermingarsystkina sinna til þessarar veislu. Sólveig sagði líka að sér þættu svona sameiginlegar fermingarveislur af þessu tagi góð lausn á öllu því veseni sem fylgir því að halda veislur í heimahúsi. Það er líka af nógu að taka. Barnabörn þeirra Guðjóns og Guðmundu frá Kjörvogi eru orðin 28 talsins og eru búsett víðsvegar um landið. -b Utihuröir — Gluggar Fullkomin samsetning Ódýrara, sterkara og mun íallegra Þéttigrip Fúavarió í.gegn Gerum verötilboö Sendum gegn póstkröíu. TRÉSMIÐJAN MOSFELL H.F- HAMRATÚN 1 MOSFELLSSVEIT SÍMI 6 66 06 Tilboösverö jÖÍÍD I' j. J D 0 DJ m D D I ofo D I Svalahuröir úr oregonpine meö lœsingu, húnum og þéttilistum. Verö írá kr. 5.654,- Útihurðir úr oregonpine. Verö írá kr. 6.390,- Bílskúrshurðir, gluggar og gluggaíög. Gildir til 1.05.84. TRESMIÐJAN MOSFELL H.F HAMRATÚN 1 MOSFELLSSVEIT SÍMI 6 66 06 5 FYRIR FERMINGARNAR Fjölbreytt úrval af skrifborðum fyrir unglinga og fullorðna. Sérstaklega gott verð. Einnig: Svefnbekkir, 4 gerðir. Vídeobekkir. Stereobekkir. Skrifborðsstólar. Kommóður. Bókahilluro.fl. Húsgögn oa . , . Suðurlandsbraut 18 mnrettmgar simi 86 900 Aðalskoðun bifreiða 1984 í Mýra og Borgarfjarðarsýslu fer fram við Bifreiðaeftirlitið í Borgarnesi kl. 09-12 og 13-16.30 eftirtalda daga: Þriðjudaginn 10. Miðvikudaginn 11. Fimmtudaginn 12. Föstudaginn 13. Þriðjudaginn 17. Miðvikudaginn 18. Þriðjudaginn 24. Miðvikudaginn 25. Fimmtudaginn 26. Föstudaginn 27. Miðvikudaginn 2. Fimmtudaginn 3. Föstudaginn 4. Þriðjudaginn 8. LOGALAND 9. LAMBHAGI 10. OLIUSTOÐIN 11. apríl í Borgarnesi april í Borgarnesi apríl í Borgarnesi apríl í Borgarnesi apríl í Borgarnesi apríl í Borgarnesi apríl í Borgarnesi apríl í Borgarnesi apríl í Borgarnesi apríl í Borgarnesi maí í Borgarnesi maí í Borgarnesi maí í Borgarnesi maí í Borgarnesi maf maí maí kl. 9-12 og 13-16.30 kl. 9-12 og 13-16.30 kl. 9-12 og 13-16.30 kl. 9-12 og 13-16.30 kl. 9-12 og 13-16.30 kl. 9-12 og 13-16.30 kl. 9-12 og 13-16.30 kl. 9-12 og 13-16.30 kl. 9-12 og 13-16.30 kl. 9-12 og 13-16.30 kl. 9-12 og 13-16.30 kl. 9-12 og 13-16.30 kl. 9-12 og 13-16.30 kl. 9-12 og 13-16.30 kl. 10-12 og 13-16.30 kl. 10-12 og 13-16.30 kl. 10-12 og 13-16.30 Endurskoðun fer fram í Borgarnesi dagana 12-14. júní og í Lambhaga kl. 10-12 og Olíustöðinni kl. 13-16 þann 15. júní. Við skoðunina ber að framvísa kvittun fyrir greiddum bifreiða- gjöldum, tryggingaiðgjöidum og gildu ökuleyfi. Athugið að engin aðalskoðun fer fram á mánudögum. Skrifstofu Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, 28. mars 1984

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.