Tíminn - 10.04.1984, Blaðsíða 7

Tíminn - 10.04.1984, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 1984 B.st.ogK.L erlent yf irlit Virginia Mayo leikkona: ÉG VIL FÁ HLUT- VERK SEM HJEFIR MÍNUM ALDM ¦ Virginia Mayo, ('yrrum stór- stjarna í Hollywood, er nú orðin 62ja ára amma, og hefur ekki leikið í kvikmynd í 16 ár, en hún hefur fullan hug á að fara aftur að vinna við kvikmyndir og vill fá hlutverk, sem hæfir aldri hennar og útliti. Hún hreinlega neitar því að fara í megrun eða andlitslyftingu til þess að hún þyki tæk í kvikmyndir á ný. „Ég var í aðalhlutverkum aðallega í söng- og dansmyndum þar til ég var 35 ára eða fram undir fertugt. Þá breyttist allt skyndilega," segir Virginia í blaðaviðtali. Hún heldur áfram: „Þetta var dásamlegur tími, og ég iiiiut lífsins og þess að vera dáð kynbomba, - en við verðum bara að viðurkenna staðreyndir: Það eru ekki gerðar margar kvikmyndir, þar sem fullorðnar konur leika aðalhlutverkið. Það er ekki eins og í leikhúsunum, nei, ekki aldeilis." Virginia segir að vinir sínir segi sér, að hún verði að fara í megrun og losna a.m.k. við 10 kíló, og svo þurfi hún helst að fá sér andlitslyftingu, en hún er treg til þess. „Það er svo leiðin- legt að vera í ströngum megrun- arkúr, ég er hætt að nenna að standa í því. Og að láta þá fara að skera í andlitið á mér, - ég hreinlega þori það ekki, kannski yrði taug skorin í sundur, eða einhver ör yrðu eftir, og þá væri allt umstangið tilgangslaust og verra en ekkert." „Mér finnst þetta jafnréttis- ¦ Eins og hún lítur út í dag, - myndarleg og lagleg 62ja ára amiiia. sem langar til að leika aftur í kvikmyndum. mál", segir Virginía í viðtalinu, „karlmenn eru teknir góðir og gildir í kvikmyndir þó þeir séu orðnir töluvert fullorðnir. Þeir fá aðalhlutverkin og lil'a á fornri frægð og þykja bara betri fyrir reynsluna sem þeir hafa fengið gegnum árin, - en konur, nei takk, þær eru sagðar ómöguleg- ar. Miðaldra karlmenn leika oft ástfangna elskhuga ungra kvenna, en það er eins og ekki sé tekið með í reikninginn að miðaldra kona geti staðið í sögu- legu ástarsambandi, sem væri vissulega þess virði að gera um það kvikmynd." Virginia Mayo lék á móti mörgum stórstjömum hér áður fyrr, svo sem Gregory Peck, James Cagney, Danny Kaye (Dagdraumar Walters Mitty), Ronald Reagan o.fl. o.fl. ¦ Virgina Mayo þótti hafa hina fegurstu fótleggi sem sáust í Hollywood. „Nú er langt síðan ég hef dansað, - en ég get leikið", sagði leikkonan ákveðin í blaðaviðtali. ¦ STJÓRN Bandaríkjanna hefur lýst því yfir, að hún muni skerast í leikinn og halda Horm- uzsundi opnu, ef íran gerir al- vöru úr þeirri hótun að stöðva siglingar um það. Þessu hefur íranstjórn hótað, ef írakar reyna að eyðileggja hinar miklu olíu- vinnslustöðvar írana á Kargeyju. Lokun Hormuzsunds yrði mikið áfall fyrir flest þau lönd, sem þurfa að nota olíu sem orkugjafa. en um Hormuz-sund fara allir olíuflutningar frá Persa- flóa. Vestur-Evrópa, Japan og mörg lönd þriðja heimsins fá þaðan mikið af þeirri olíu, sem þau nota. Bandaríkin fá einnig allmikla olíu þaðan, en þau myndu samt geta komizt sæmi- lega af, þótt þessir flutningar stöðvuðust um skeið. Það er m.a. af þessum ástæð- um, sem Hart öldungadeildarþing- maður hefur gert það að einu helzta kosningamáli sínu, að lýsa sig andvígan þeirri fyrirætlun, að Bandaríkin reyni að halda Hormuzsundi opnu, ef íranir stöðva olíuflutninga um það. Röksemdir Harts eru þær, að hér væru Bandaríkin í þágu ann- arra að leggja út í hernaðar- ævintýri, sem yrði mjög dýrt og líklegt til að misheppnast. Hart hefur m.a. notað þetta t.il að rökstyðja þá fullyrðingu sína, að Bandaríkin láti um of stjórnast af hagsmunum Vestur-Evrópu. ¦ Reagan forscti flutti ræðu á föstudaginn var, og ræddi aðallega um utanríkismál. Hann gaf óbeint til kynna, að Bandaríkin yrðu að vera viðbúin að verja Hormuzsund. Vafasamt að Bandaríkin geti varið Hormuzsund — Þau skortir meðal annars herstöðvar við sundið ÞEIR, sem líta á þetta mál einkum frá hernaðarlegu sjónar- miði, viðurkenna að það myndi reynast Bandaríkjunum bæði dýrt og erfitt, ef þeir reyndu að halda Hormuz-sundi opnu í andstöðu við Irana. íranir myndu reyna að stöðva olíuflutninga um Hormuzsund með ýmsu móti, en þó sennilega einkum með lagningu tundur- dufla. Einnig gætu þeir reynt að gera árásir á skip, sem reyndu að rjúfa bann þeirra. Sennilega gætu þeir ekki lokað sundinu, sem er um 30 mílna breitt, til fullnustu. Þeir gætu hins vegar gert það mjög áhættu- samt að fara um sundið og því m.a. vafasamt að hægt væri að fá siglingar um það vátryggðar. Eft- ir sumum Bandaríkjamönnum er haft, að versti andstæðingur þeirra gæti orðið hið kunna vá- tryggingarfélag, Lloyd's of London. Til þess að halda sundinu opnu undir þessum kringumstæðum þurfa Bandaríkin að geta slætt tundurdufl, sem getur orðið meira en torvelt, og þó ekki sízt, ef Iranir reyndu að hindra það. Vandi Bandaríkjanna er ekki sízt mikill vegna þess, að þeir hafa hvergi herstöðvar á landi í nánd við sundið. Ekkert af þeim ríkjum, sem eru við Persaflóa, hafa viljað leyfa þeim herstöðvar á landi, þegar það er undanskilið að Oman hefur leyft þeim afnot af flugvöllum vegna flutninga, en þeim er ekki heimilt að koma upp herbækistöðvum þar og þeir mega ekki gera árásir þaðan. Allar hernaðaraðgerðir Bandaríkjanna yrðu því að fara fram af skipum. Mikill banda- rískurfloti. m.a. flugvélamóður- skip, hefur safnast saman í nám- unda við sundið og virðist reiðu- búinntilaðgerða.ef þörf krefur. Af hálfu bandarískra hernaðar- yfirvalda er viðurkennt. að hern- aðaraðgerðir verði miklum erfið- leikum háðar. ef þær eiga ein- göngu að byggjast á skipum og flugvélum frá þeim. Aðstaða á landi þurfi að fást, ef sæmilegur Gary Hart bcfur komið af stað miklum umræðum um Hormuzsund. Hér sést hann á fundi í Pennsyl 'vaníu, þar sem hann sýnir að árangur eigi að nást. Enn hefur ekkert Persaflóaríki viljað veita slíka aðstöðu af ótta við hefndar- aðgerðir Irana. í Florída er verið að þjálfa orustusveit, sem hægt er að senda á vettvang með tveggja sólarhringa fyrirvara og er þá treyst á, að leyfi fáist til milli- lendingar í Marokkó og Egypta- landi. Miklu lengri tíma mun taka, ef senda verður landher til Persaflóa. VAFALAUST mun það sæta mikilli andúð heima fyrir í Bandaríkjunum, ef Bandaríkja- stjórn ræðst til hernaðaraðgerða við Persaflóa. Forsetinn þyrfti áður að vera búinn að fá sam- þykki þingsins. Afstaða Harts bendir til, að það gæti sætt mikilli andstöðu þar. Einkum myndi þetta sæta mikilli andstöðu, ef Vestur-Evr- ópuríki tækju ekki einnig þátt í aðgerðinni, þar sem þau hefðu hér enn meiri hagsmuna að gæta en Bandaríkin. Þá myndi það ekki síður ýta undir andstöðu, ef ekkert ríkj- anna við Persaflóa fæst til að veita Bandaríkjunum formlegan stuðning og láta þau fá bæki- stöðvar á landi meðan umræddar aðgerðir stæðu yfir. Hér er ekki um að ræða ódýra og hættulitla aðgerð, eins og innrásina á Grenada. Slíkar að- gerðir við Persaflóa og hér er rætt um, yrðu ekki aðeins kostn- aðarsamar, heldur gætu orðið mannskæðar. íranir gætu t.d. vel gripið til þess að senda sjálfs- Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar morðssveitir til að grandá her- skipum Bandaríkjanna. Aðstaða Bandaríkjanna til að heyja styrjöld í Víetnam reyndist erfið, en aðstaða þeirra til að halda Hormuzsundi opnu í and- stöðu eða jafnvel stríði við Irana, er á flestan hátt erfiðari. Þess vegna er sehnilegt, að Banda- ríkjastjórn hugsi sig um oftar en tvisvar áður en hún ræðst í að halda Hormuz-sundi opnu undir áðurnefndum kringumstæðum. Sú hætta, að íranir loki Horm- uzsundi virðist hins vegar stöð- ugt nálægari. Stórsókn af hálfu írana, sem nú er í undirbúningi, getur leitt til þess að Hussein Iraksforseti grípi til örþrifaráða. Það er ekki ólíklegt svar írana að loka Hormuzsundi. Andstaða Harts gegn banda- rískum hernaöaraðgerðum við Hormuzsund hefur aukið mjög umræðuna um þetta mál vestan- hafs. Síðastliðinn föstudag flutti Reagan forseti ræðu um utanrík- ismál, þar sem hann gaf til kynna, að Bandaríkin gætu orðið knúin ti! þess að beita vopnavaldi í Austurlöndum nær, þótt þau vildu helzt komast hjá því.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.