Tíminn - 10.04.1984, Side 9

Tíminn - 10.04.1984, Side 9
ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 19W 13 enska knattspyrnan umsjón: Samúel Öm EHingsson DALGUSH SKORMN QTT 0G LAGÐIUPPHIN FIMM MORKIN þegar Liverpool vann West Ham 6-0 — Man Utd vann - Forest með stærsta sígur f langan tíma - Norwich skoraði 6! ■ Kenny Dalglish skoraði eitt mark gegn West Ham, og var maðurinn á bak við hin fimm. ■ Liverpool er enn efst á Englandi, og vann stórsigur um helgina. Liðið vann West Ham 6-0 á Anfield, og virðist líklegt til að halda tign sinni, sem Englandsmeistarar. Manchester United er ekki langt undan, vann Birmingham 1-0 heima. Mikil markasúpa var í Norwich, þar unnu heimamenn bikarundanúr- slitaliðið Watford 6-1, og John Deehan skoraði 4 mörk. Þá skoraði Nottingham Forest óvenjulega mörg mörk, 3 gegn WBA, og er í þriðja sæti, 7 stigum á eftir Manchester United, og 9 stigum á eftir Liverpool. Þrjú lið hafa skorið sig úr í toppbaráttu annarrar deildar, en Manchester City á enn möguleika. Liverpool náði sér vel á flug gegn West Ham, sem á laugardagsmorgun- inn var í fimmta sæti déildarinnar: Meistararnir yfirspiluðu West Ham algjörlega, og „fyrri hálfleikur sá besti hjá einu liði í 45 mínútur sem ég hef séð mjög lengi“, sagði fréttamaður BBC sem fylgdist með leiknum. Liver- pool hafði yfir 4-0 í hálfleik. Kenny Dalglish sýndi stórleik, sem hann hefur ekki gert síðan hann steig upp úr meiðslunum. Hann skoraði eitt, og lagði upp hin þrjú, tvö fyrir Ian Rush, og eitt fyrir Ronnie Whelan. Áfram hélt leikurinn á svipaðan hátt, og Phil Parkes markvörður West Ham varði tvisvar snilldarlega á fyrstu 5 mínútum síðari hálfleiks. Hann réði þó ekki við tvö mörk Graeme Souness um miðjan síðari hálfleik. Dalglish auðvitað þar upphafsmaður. Ekki er vafi, að leiki Liverpool eins á miðvikudagskvöld, er það komið langleiðina í úrslit Evrópu- keppni meistaraliða. Manchestcr United lagði Birming- ham að velli, að viðstöddum þjálfara Juventus Torínó, á Old Trafford. Sigurmarkið skoraði Bryan Robson, sem sennilega var hvaðmest undir smásjánni. Ray Wilkins tók horn- spyrnu, Robson skallaði boltann þegar hann kom út af vörn Birmingham, og járnfastur skalli enska landsliðsfyrir- liðans þandi út netmöskvana. Robson átti stórleik, og þetta var 18. mark hans á tímabilinu. Mark Hughes, sem kom inn á tíu mínútum fyrir leikslok fyrir Norman Whiteside, klúðraði dauðafæri um leið og hann kom inn á. í lokin, mínútu fyrir leikslok nánar tiltekið fékk Manchester United víta- spyrnu, Tony Coton markvörður Skotland: ABERDEEN M) VERBA ORIIGGT ■ Aberdeen er að verða öruggt með skoska meistaratitilinn í knattspyrnu. Liðið sigraði Motherwell, að vísu naumlega, á heimavelli, meðan aðal- keppinautarnir töpuðu stigum. Dun- dee Utd tapaði í Edinborg, og Celtic náði aðeins markalausu jafntefli gegn St. Johnstone. Mark McGee skoraði fyrsta mark Aberdeen gegn Motherwell, og Gor- don Strachan, undir njósnaauga frá FC Köln í V-Þýskalandi, skoraði ann- að skömmu síðar eftir góðan einleik. Stuart Rafferty svaraði að lokum fyrir Motherwell, en lið Jóhannesar Eð- valdssonar náði þó aldrei að ógna sigri Aberdeen. Dundee United steinlá í Edinborg. Willie Jameson skoraði gott mark eftir fyrirgjöf Callaghan. Celtic náði aðeins markalausu gegn St. Johnstone. Sama var upp á tenging- num hjá Rangers og Hearts. McDougall 2, MacAvennie, Aberc- romby og McGregor skoruðu mörk St. Mirren í 5-2 sigri á Dundee. Forfar varð sigurvegari í annarri deild. -SÖE Birmingham varði. Dómarinn sagði að spyrnan skyldi endurtakast, því Coton hefði hreyft sig, áður en spyrnan var framkvæmd. Aftur var vítaspyrnan tekin, og aftur varði Coton. Everton náði góðum leik í Luton, vann 3-0. Yfirburðir Everton voru þó ekki þeir sem markatalan gefur til kynna. Leikurinn var mjög truflaður með aukaspyrnum, bjánalegum brot- um og slysalegum árekstrum. Mal Donaghy varnarmaður Luton var rek- inn útaf fyrir að sparka Adrian Heath um koll, er hann var kominn í gott færi, og hefði að líkindum skorað. Heath lék þó áfram, þrátt fyrir einhver meiðsli á ökkla, og skoraði tvö mörk eftir þetta, fyrst eftir hroðaleg varna- mistök hjá Luton, og hitt úr víta- spyrnu. Mörk Heaths komu bæði eftir iað Derek Mountfield hafði komið Everton í 1-0 um miðjan síðari hálf- leik. Þá þegar var Luton óheppið að vera ekki 2-0 yfir, hinn 18 ára gamli Mark Stein, bróðir Brians, skaut í ! vinkilinn, og Neville Southall varði | frábærlega frá Trevor Aylott. Mark Stein þykir mikið efni. Everton verður að leika betur, ætli liðið sér í úrslitin á Wembley sagði fréttamaður BBC. Southampton varð að gera sér að góðu jafntefli, 2-2 heima gegn Leicest- er. Southampton var eins og stjórn- laust í fyrri hálfleik, án stjórnandans Steve Williams, sem er meiddur á hné. Það þurfti gott mark Gary Lineker, 1-0 fyrir Leicester, til að koma Southamp- ton í gang. Þá small Southamptonliðið í gang, og lék eins og það gerir best. Danny Wallace jafnaði, og þrumuskot Steve Moran small í slána og niður á línuna. Mark Wallington, markvörður Leicester horfði á boltann, áhorfendur og Moran í undrun mikilli, áður en hann tók boltann upp góðri stundu síðar. Lineker kom Leicester aftur yfir, fékk skorað vegna hraða síns og góðrar samvinnu við Alan Smith, , áreiðanlega ekki síðasta markið á þann veg. Allir héldu að nú væri þetta búið, Frank Worthington varð að fara útaf, en á lokaaugnablikum leiksins náði SteveMoran að jafna, eftir fyrir- gjöf Dennis.Erfitt er um að segja hvernig fer hjá Southampton og Ever- ton í næstu viku, en möguleikar Sout- hampton tvöfaldast ef Williams nær sér. Norwich sökkti Watford á Carrow Road, 6-1. Watford var þó alls ekki fimm mörkum lakara liðið, lék sinn venjulega sóknarleik og skapaði færi. George Reilly réð lögum og lohim í loftinu, en Callaghan og Johnston brugðust í að ljúka sóknunum. Steve Sherwood gerði tvö mistök í fyrri hálfleik. Fyrst skoraði John Deehan er hann varð á undan Sherwood í bolta sem var í raun þess síðarnefnda, og Gregory Downs skoraði annað með misheppnuðu skoti sem fór undir Sherwood. Mark Johnston í lok fyrri hálfleiks gaf þó Watford von, en rétt áður hafði John Deehan skorað fallegt mark með skoti af 20 metra færi, 3-1 fyrir Norwich í hálfleik. í síðari hálf- leik var svipað uppi á teningnum, George Reilly lét Woods verja hjá sér vítaspyrnu, og síðan sýndi John Deeh- an honum og öðrum Watfordleik- mönnum hvernig á að skora úr víta- spyrnu, tvisvar. John Devine skoraði 6. markið með fallegu skoti af 30 metra færi. Til sárabóta fyrir Watfordáhang- endur hérlendis skal þó að lokum greint frá því, að lið Watford gafst aldrei upp, sem er virðingarvcrt þegar staðan er slæm. Nottingham Forest lagði West Bromwich Albion heima, 3-1. Þetta var besti leikur Forest í alllangan tíma, og í fyrsta sinn sem liðið skorar meira en eitt mark í leik í nokkra mánuði. Síðast þcgar þeirskoruðu meira eneitt mark í leik, var þegar þeir unnu Albion 5-0, í síðasta leik liðanna. Leikurinn var spennandi, og það var ekki fyrr en 9 mínútum fyrir leikslok, þegar Forest skoraði sitt annað mark, að heimamenn gátu verið öruggir með sigurinn. Forest var þó yfir í hálfleik, 1-0, og var það verðskuldað. Það gekk þó ekki átakalaust, Paul Barron mark- vörður Albion varði vítaspyrnu hjá Colin Walsh á 8. mínútu, cn Walsh kvittaði fyrir þetta 15 mínútum síðar með því að skora, úr vítaspyrnu. Strax eftir hálfleik skoraði Viv Andcrson með skalla, og Forest var yfir 2-0. Albion kom vel inn í leikinn eftir þetta, og þegar Gary Thompson skor- aði um miðjan síðari hálfleik virtist allt geta gerst. En 9 mínútum fyrir leikslok skoraði Ian Bowyer, og sigur heima- • manna var í höfn. Bryan Hunt skoraði sigurmark Notts County gegn Úlfunum. Á Molineux, heimavelli Úlfanna, voru fæstir áhorf- t endur sem komið hafa á leik hjá liðinu í 46 ár, aðeins 7 þúsund. Ipswich er í fallhættunni, tapaði fyrir Queens Park Rangers á Loftus Road, 0-1. Clive Allen skoraði sigur- mark Rangers. Charlie Nicholas opnaði marka- reikninginn hjá Arsenal, er hann skor- aði gullfallegt fyrsta mark leiksins í 3-1 sigri á Stoke. Paul Mariner og Tony Woodcock skoruðu hin. Coventry tapaði 0-2 fyrir Aston Villa, á heimavelli þeirra síðarnefndu, Villa Park. Brendan Ormsby og Paul Burts skoruðu. Mark Falco skoraði í byrjun leiks Tottenham gegn Sunderland í Sunder- land. Colin West jafnaði fljótlega og þar við sat. I annarri deild sigruðu öll toppliðin, Chelsea, Sheffield Wednesday og Newcastle sigruðu öll, og eru efst og jöfn. Sheffield Wednesday átti allan leik- inn gegn Portsmouth. Gary Bannister, aðalmarkaskorari liðsins þurfti að fara útaf á 23. mínútu meiddur, en það skipti engu. Gary Sheldon skoraði fyrramarkiðá 11. mínútu, bjargað var á línu frá Cunningham, Varadi skaut í stöng og Alan Knight varði eins og berserkur. Mel Sterland innsiglaði svo sigurinn á 70. mínútu. Cambridge er sama og fallið í 3. deild, hefur ekki unnið leik í 31 leik. Gerði þó jafntefli við Leeds, 2-2. Derby, sem bjargað var frá gjald- þroti um síðustu helgi, náði mikilvæg- um sigri. Roy McFarland, sem tók við liðinu af Peter Taylor, gerði 7 brcyting- ar á liðinu, og tók þar á meðal inn, sem Taylor hafði ekki talið með, Andy Garner, 18 ára pilt. Garner skoraði öll 3 mörkin í 3-0 sigri á Crystal Palace. Manchester City heldur enn í von- ina, þó öll hin þrjú, sem ofar eru hafi sigrað, City vann 2-0 í Swansea. Derek Parlane og Steve Kenzie skoruðu. Oxford hefur 11 stiga forskot í 3. deild, vann Walsall. Oxford hefur 79 stig, Sheffield United og Wimbledon hafa 68, og Hull 66 stig. Á botninum cru Rotherham með 34, Scunthorpe 33, Southend og Port Vale liafa 30, Exeter hefur 27. í fjórðu deild hefur York 81 stig og er efst, Bristol City . hefur 68 stig, Reading og Doncaster hafa 66, Aldershot 65. -SÖE 1. deild: Liverpool ... . 34 20 9 5 59-24 69 Man. Utd. .. . 34 19 10 5 64-33 67 Nott. For. ... . 34 18 6 10 58-36 60 OPR . 35 17 6 12 54-31 57 Southampt.. . 33 16 8 9 41-32 56 West Ham .. . 34 16 7 11 53-44 55 Arsenai . 35 16 7 14 61-50 51 Aston Villa . . 35 14 9 12 51-51 51 Watford . 35 14 6 15 61-67 48 Everton . 33 12 11 10 32-34 47 Luton . 35 13 8 14 45-51 47 Norwich ...., . 34 12 10 12 42-38 46 Leicester .... . 35 11 11 13 57-57 44 Birmingham . , 35 12 8 15 35-39 44 WBA 16 40-52 42 Coventry .... . 35 10 10 15 46-55 40 Sunderland .. . 35 9 12 14 34-47 39 Stoke . 35 10 8 17 33-58 38 Ipswich 35 10 6 19 41-61 36 Notts. C . 34 8 9 17 41-60 33 Wolves . 34 5 9 20 25-65 24 2. Deild: Chelsea , 35 19 12 4 73-37 69 Sheff. Wed. .. . 33 20 9 4 62-29 69 Newcastle .., . 35 21 6 8 70-46 69 Manch. C. .., . 35 18 8 9 54-39 62 Carlisle 35 16 13 6 41-24 61 Grimsby .... . 34 16 11 7 51-40 59 Blackburn ... 35 15 13 7 47-38 58 Charlton .... 35 15 9 11 46-49 54 Brighton .... 35 14 8 13 -57-49 50 Leeds 35 13 9 13 45-47 48 Shrewsbury . 35 12 10 13 36-45 46 Portsmouth .. 35 13 5 17 60-50 44 Huddersfield . 34 11 11 12 42-41 44 Cardiff 34 13 4 17 45-52 43 Barnsley .... 34 12 6 16 49-46 42 Fulham 35 10 12 13 48-46 42 Middlesbro .. 35 10 10 15 36-40 40 C. Palace .... 35 10 7 18 39-61 37 Derby 35 5 7 23 29-68 22 Cambridge .. 35 2 10 23 25-67 16 1. deiíd: Arsenal-Sloke Jg; Aston Villa-Coventry............. 2-0 Liverpool-West Hai6.............. 6-0 Luton-Everton.................... 0-3 Man. Utd.-Birmingham............. 1-0 Norwich-Watford ................. 6-1 Nott. For-WBA ................. 3-1 QPR-lpswich...................... 1-0 Southampton-Lcicester ........... 2-2 Sunderland-Tottenham............ 1-1 Wolves-Notts C ................. 0-1 2. deild: Blackbum-Middlesbro............. 1-0 Brighton-Grimsbj................ 2-0 Cambridge-Lccds................. 2-2 Carlisle-CardilT................ 1-1 Charlton-Newcastle.............. 1-3 Chelsca-Fulham.................. 4-0 Derby-C.Palace ................. 3-0 Huddersfield-Barnsley........... 0-1 Oldham-Shrewsburj .............. 0-1 Sheffield Wed.-Portsmouth....... 2-0 Swansea-Man. Citj............... 0-2 3. deild: Blackpool-Burv ................. 1-1 Chester-Hereford................ 0-1 Chesterfield-Harllepool......... 4-1 Colchestcr-Tranmerc............. 0-1 Crcwe-Perterborough ............ 0-1 Darlington-Torquaj.............. 0-1 Norhampton-llalifax............. 1-1 Reading-Bristol Citj ........... 2-0 Rochdale-Wrcxham................ 1-2 Swindon-Aldershot............... 0-2 Stockport-Mansfield ............ 0-4 4. deild: Bolton-Gillingham .............. 0-1 Bradford-Sheffield Utd.......... 2-1 Bristol R.-Bournemouth.......... 1-3 Exeter-Wigan.................... 1-1 Newport-Burnlej ................ 1-0 Orient-Lincoln.................. 1-1 Port Vale-Millwall ..............fr. Rotherham-Brentford ............ 4-0 Scunlhorpe-Pljmouth ............ 3-0 Walsall-Oxford.................. 0-1 Wimbledon-lluU................... 14 Southend-Preston................ 1-1 ■ Úrslit urðu þessi í skosku úrvalsdeild- inni um hclginu: Abcrdeen-Motherwell............... 2-1 Ðundee-St. Mirren Hibemian-Dundee Utd . . . .... 1-0 ..'.... 0-0 Rangers-Hearts St. Johnslone-Celtic STAÐAN: Aberdeen ... .. 26 20 3 3 63-14 43 Celtic 28 16 6 6 61-32 38 Dundee Utd.. 25 14 6 5 46-23 34 Rangers 28 13 7 8 45-32 33 Hearts 29 9 11 9 32-41 29 St. Mirren ... 30 8 12 10 46-47 28 Hibernian ... 32 12 4 16 41-50 28 Duncjee 28 9 2 17 41-61 20 St. Johnst ... 30 9 2 19 31-69 20 Motherwell .. 30 3 7 20 26-63 13

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.