Tíminn - 23.01.1986, Side 2

Tíminn - 23.01.1986, Side 2
2 Tíminn Fimmtudagur 23. janúar 1986 Fjármálasukk fógeta í Eyjum: Yfirheyrslur að hefjast Bæjarfógetinn nú í námsleyfi áfullum launum Yfirheyrslur eru senn að hefjast í máli fyrrverandi bæjarfógeta f Vest- mannaeyjum. Að sögn Gunnlaugs Briem yfirsakadómara í Reykjavík, hefur málið verið þingfest. Gunn- laugur mun dæma í málinu ásamt þeim Haraldi Henrýssyni sakadóm- ara og Ásgeiri Péturssyni bæjar- fógeta. Bæjarfógetinn og bókari við emb- ættið í Vestmannaeyjum voru kærðir fyrir að fara frjálslega með ýmsa sjóði embættisins. Bókarinn var rek- inn snemma á árinu 1985, en bæjar- fógetanum var veitt námsleyfi frá septembermánuði og fram til maí- loka á þessu ári. Á meðan námsleyf- inu stendur. er fyrrverandi bæjar- fógeti á kjaradómslaunum sem eru á bilinu 60-70 þúsund krónur. Heimildir Tímans segja að bæjar- fógetinn hafi sýnt áhuga á fógetarétti erlendis, og hyggi á ferð til ná- grannalanda okkar til þess að kynna sér kennslu erlendis. -ES Borgarstjórinn fær Arnarflug: íslandskynning í Arnarflug tók þátt í síðustu viku í mikilli ferðasýningu í Utrecht í Hollandi og var félagið mcð sýn- ingarbás í aðalsýningarhöllinni. í frétt frá Arnarflugi segir að lið- lega 100 þúsund gestir hafi sótt sýn- inguna og að áhugi þeirra fyrir ís- landi hafi verið mjög mikill og get- ur Arnarflug þess að hollenskar ferðaskrifstofur séu með mikið átak í gangi til að auka ferða- mannastrauminn til íslands í sam- vinnu við Arnarflug. í því sam- bandi hefur verið gefinn út 24 síðna litprentaður íslandsbæklingur og að honum standa þrjár ferðaskrif- stofur. I fréttinni segir ennfremur að Hollandi Hollendingum sem heimsækja ís- land hafi fjölgað stöðugt á liðnum árum eða frá því að Arnarflug hóf reglubundið áætlunarflug milli ís- lands og Hollands og á þessu ári má búast við verulegri fjölgun ferða- manna til landsins samfara miklu markaðsátaki. AH Frá sýningarbás Arnarflugs á ferðasýningunni í Utrecht í Hollandi sem haldin var í síðustu viku. Félag fasteignasala vill breytingar: Útborgun í íbúðum lækki í 60 prósent - og eftirstöðvar verði verðtryggðar með launavísitölu Friðrik sagði fasteignasala mjög hafa velt fyrir sér leiðum til úrbóta. Ljóst sé að seljendur sætti sig hvorki við lægri útborgun, né lengri láns- tíma á óvcrðtryggðum lánum. Kaup- endur hræðist á hinn bóginn láns- kjaravísitöluna. Þetta hvort tvcggja megi leysa með því að miða greiðslu- byrðina af eftirstöðvalánunum við launin, þ.c. hina skráðu launavísi- tölu, þó svo að lánin séu verðtryggð með lánskjaravísitölu. Verði mis- gengi þar á eins og reynslan hefur sannað, komi það út scm einhver lenging á greiðslutímanum. Greiðslujöfnunin ásamt föstum vöxtum - líklega á bilinu 3-5% -gefi fólki þannigöryggi í stað óvissu láns- kjaravísitölunnar, þó svo að hún tryggi seljendum að verðgildi bréf- anna rýrni ckki. Meö verðtryggingunni mundi út- borgunin fara a.m.k. niður í 60% og jafnvel niðurundirhelmingaf íbúða- verðinu. Fasteignasalar hafa í samvinnu við félagsmálaráðuneytið gefið út 16 síðna handbók fyrir kaupendur og seljendur fasteigna, þar sem þessi nýju kjör cru kynnt nánar ásamt fjöl- mörgum ábendingum og ráðlegging- um til væntanlegra viðskiptavina á fasteignamarkaðinum. Bækling þennan getur fólk nálgast hjá fast- eignasölum. -HEI Félagar í Félagi fastcignasala hyggjast nú reyna að vinna aö breyt- ingum á þeim kjörum sem nú tíðkast á fasteignamarkaðinum. Hugmynd- in er að koma útborgun á 1. ári niður í 60% eða neðar, en þá gegn verð- tryggðum eftirstöðvum til a.m.k. 7 ára eða lengri tíma. Ríkjandi ótta við verðtryggingu samkvæmt láns- kjaravísitölu verði hins vegar eytt með því að greiðslubyröi eftir- stöðvabréfanna verði miðuö við launavísitölu - greiðslujöfnun - þannig að misgengi launa og láns- kjaravísitölu komi ekki á bakiö á kaupendum eins og slæm dæmi hafa sannað á undanförnum árum. Aö sögn Friðriks Stefánssonar, fasteignasala hefur seldum íbúðum verið að fækka þrátt fyrir fjölgun fólks á aldrinum 22-32 ára, en sá hópur kaupir u.þ.b. hclming þeirra íbúða sem scldar eru. í könnunum liafi komið fram að þaðsé hin háa út- borgun og stutti greiðslufrestur scm sé þcssu fólki erliðastur. Álgengt sé að fólk klóri sig út úr útborguninni (70-75% á árinu), en lendi svo í verulegum vandræðum þegar kemur að I. greiðslu af eftir- stöðvabréfinu, sem miðað við hin hcfðbundnu kjör samsvari 45% af heildareftirstöðvunum, þrátt fyrir vexti undir verðbólgustigi. Sá vandi cr svo oft leystur með l-2ja ára verð- tryggðu bankaláni, sem setur fólkið í enn meiri vanda. Meinatæknar á Landspítalanum: LAUN OG AIDS í BRENNIDEPLI skrefið, en við munum bíða eftir samningum BSRB og niðurstöðu sérkjarasamninga. Verði sú raunin að ekki náist fram kjarabót, kemur til álita úrsögn úr BSRB eða ein- hverjar frekari aðgerðir til að undir- strika kröfur okkar ef við verðum þá ekki orðnar svo fáar eftir að neyðar- ástand hafi þegar skapast,“ sagði Helga að lokum. Dr. Þorvaldur Veigar Guðmunds- son yfirlæknir í meinefnafræði sagði að ekki hafi unnist tími til að koma fyrir þeim öryggisbúnaði sem reglur landlæknis gera ráð fyrir um vinnu við áhættusýni, enda hefðu reglurnar ekki komið út fyrr en nú um áramótin. Þorvaldur taldi þó vafasamt að miðað við þá aðstöðu sem er fyrir hendi á Landspítalanum væri hægt að fullnægja þessum regl- um í öllum atriðum. Þorvaldur sagð- ist skilja vel afstöðu meinatæknanna en málið væri einfaldlega að spítal- ann hefði hrjáð fjárskortur til fram- kvæmda undanfarin ár. -BG áþreifanlegur AIDS-ótti meinatæknar þegar hætt störfum og Meinatæknar á Landspítalanum hafa ákveðið að efna til mótmælaað- gerða í dag til þess að vekja athygli á lélegri starfsaðstöðu og lágum laun- um. Meinatæknarnir munu aðeins halda uppi neyðarþjónustu, sem þýðir að fimm af 44 starfandi meina- tæknum á Landspítalanum muni mæta til vinnu. Flótti hefur verið úr stéttinni að undanförnu og hafa 6 7 sagt upp á Landspítalanum og mun hreyfing einnig vera á þeim á öðrum heilbrigðisstofnunum. Helga Ólafsdóttir formaður Meinatæknafélagsins sagði í samtali við Tímann í gær að laun væru aðal- orsök þessa flótta úr stéttinni, en einnig ætti ófullnægjandi öryggis- búnaður hér talsverða sök. Benti hún á að ekki væri fullnægt þeim ör- yggisreglum sem landlæknir hefði sett um vinnu við áhættusýni eins og AIDS. „Hvort þessi ótti er ástæðu- laus eða ekki er of snemmt að segja til um ennþá, en hann er mjög áþreif- anlegur." Meinatæknar hafa á félagsfundi rætt þann möguleika að segja sig úr BSRB ef það yrði til þess að bæta kjör þeirra. Hefur þá helst komið til álita að sækja um inngöngu í BHM. „Þessi aðgerð á morgun er fyrsta

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.