Tíminn - 23.01.1986, Síða 5

Tíminn - 23.01.1986, Síða 5
Tíminn 5 Fimmtudagur 23. janúar 1986 ÚTLÖND Illllllllllllllllllllllllllllllllllllllll! Frá flóttamannabúðum í Sómalíu þar sem fjöldi Eþíópumanna búa. Mikill fjöldi flóttamanna gerir fæðuskortinn í Sómalíu ennþá tilfinnanlegri. Neyðaróp frá Sómalíu Belgar f inna 11 tonn fílabeina Brusscl-Reutcr: Mogbadishu-Rcutcr: Stjórnvöld í Sómalíu segja hættu á því að hungursneyð nái til rúmlega 2,5 milljóna manna þar í landi á næstunni nema aðstoð berist erlend- is frá. Ahmed Suleiman Abdulle innan- ríkisráðherra segir að langvarandi þurrkar hafi drepið búfénað á stór- um svæðum. Mikill fjöldi flótta- manna frá Eþíópíu hafi aukið mjög á neyðina og vatn og matvæli séu nú mjög af skornum skammti. Lögreglan í Túnis hefur tekið aðalskrifstofur stærsta verkalýðs- sambands Túnis af sambandinu og afhent þær andstöðuhópi sem vinnur að skipulagningu nýs verkalýðs- sambands. Samkvæmt heimildum innan Verkamannasambands Túnis lagði lögreglan aðalskrifstofur sambands- ins undir sig á mánudagskvöld og daginn eftir flutti svokölluð sam- hæfingarnefnd inn í þær. Verkalýðshópar tengdir þessari samhæfingarnefnd hafa að undan- förnu Iagt undir sig skrifstofur ein- stakra aðildarfélaga Verkamanna- sambandsins með aðstoð yfirvalda sem eiga í útistöðum við Verka- mannasambandið. Aðalritari Verkamannasam- bandsins, Habib Achor, afplánar nú eins árs fangelsi fyrir innbrot í skrif- stofur fiskveiðasamvinnufélags. Honum var vikið úr forystu sam- bandsins um tíma á seinasta ári að kröfu stjórnvalda sem lofuðu í stað- inn að láta lausa um hundrað verk- fallsmenn og endurráða mörg hundr- Sómalíustjórn sagði í seinustu viku að undanfarna tvo mánuði hefðu daglega komið um 500 flótta- menn frá Eþíópíu á hverjum degi en íbúar í Sómalíu eru samtals um 6,3 milljónir. Abdulle bað erlend ríki og hjálp- arstofnanir um að bregðast skjótt við og senda sem fyrst matvæli til Sómal- íu áður en ástandið á hungursvæðun- um versnaði enn meira. uð menn sem höfðu verið reknir úr starfi vegna ólöglegra verkfalla. Verkamannasantbandið ásakar Tollyfirvöld í Belgíu skýrðu frá því á blaðamannafundi í fyrradag að tollverðir þar í landi hefðu lagt hald á tæplega ellefu tonn af fílabeinum í seinustu viku sem senda hafi átt til Mið- austurlanda. Þetta er mesta magn af fílabeinum sem löggæslumenn utan Afríku hafa fundið í einu lagi. Paul De Keersmaeker landbúnað- arráðherra Belgíu segir að fílabeinin komi af um þúsund fílum sem flestir hafi verið drepnir nýlega. Hann segir að venjulega reyni ftlabeinskaup- menn að láta líta svo út sem fíla- beinsfarmar séu löglegir með því að falsa tollskjöl og flytja fílabeinin á Ástralska stjórnin skýrði frá því í gær að hún myndi leyfa að rúmlega 2,5 milljón kengúrur yrðu skotnar á þessu ári. Náttúruverndarmenn brugðust þegar í stað við þessari tilkynningu stjórnvalda með því að lýsa yfir að nú á föstudag yrðu skipulagðar mót- mælaaðgerðir út um allan heim gegn þessu gegndarlausa kengúrudrápi sem er einhver stórfelldasta slátrun villtra dýra í auðgunarskyni sem við- gengst nokkurstaðar. Mest var kengúrudrápið í Ástralíu árið 1983 þegar um 3,14 ntilljón kengúrur voru drepnar en í fyrra var „aðeins" gefið leyfi til að skjóta tæp- lega tvær milljónir þeirra þar sem kengúrum hafði fækkað mikið vegna þurrka. Kengúrukvótinn er ákveðinn á grundvelli upplýsinga frá eftirlits- stjórnvöld fyrir að standa ekki við samkomulagið og skipaði Achor aft- ur aðalritara fyrir hálfum mánuði. milli landa en í þetta skipti hafi mjög greinilega verið um smygl að ræða. Ráðherrann sagði meira eftirlit með fílabeinsverslun nú en fyrir nokkrum árum þar sem Afríkuríki með fílahjarðir hefðu komið sér saman um samræmda kvóta og heild- areftirlit með fílabeinsviðskiptum. Nú væru aðeins tæplega helmingur allra fílabeinsviðskipta ólöglegur samanborið við 80% fyrir tveimur árum. Heimsviðskipti meðfílabein nenta samtals um 50 milljónum dollara (rúml. tveimur milljörðum ísl. kr. á ári). mönnum með villidýrum í Ástralíu en þeir segja að kcngúrum hafi fjölg- að um 30 til 40% upp í um þaö bil 17 milljónir. Áströlsk stjórnvöld segja kengúrudrápið nauðsynlcgt vegna skemmda sem kengúrurnar vinni á gróðri en talsmenn náttúruverndar- samtaka segja kengúrunum slátrað í gróðaskyni. Tekjur ástralska útflytj- enda á kengúruafurðum námu um átta milljón bandarískra dollara (340 milljónir ísl. kr.) á seinasta ári. Talsmenn náttúruverndarsamtak- anna, Grænfriðunga, segja að sam- tökin muni berjast fyrir því að inn- flutningi á kengúruafurðum verði hætt í Evrópu. Talsmenn annarra náttúruverndarsamtaka taka í sama streng og segja baráttuna gegn kengúruslátruninni verða eitt helsta „dýravelferðarmál" ársins. í skjól undir verndarvæng Grænfrið- unga? Lestunar- áætlun Hull: Dísarfell . 27/1 Jan . 2/2 Dísarfell . 10/2 Jan . 16/2 Dísarfell . 24/2 Jan . 2/3 Dísarfell . 10/3 Rotterdam: Dísarfell , 28/1 Dísarfell 11/2 Dísarfell 25/2 Dísarfell 11/3 Antwerpen: Dísarfell 29/1 Dísarfell 12/2 Dísarfell 26/2 Dísarfell 12/3 Hamborg: Disarfell 31/1 Dísarfell 14/2 Dísarfell 28/2 Dísarfell 14/3 Helsinki: Hvassafell 7/2 Larvik: Jan 20/1 Jan 3/2 Jan 17/2 Jan 3/3 Gautaborg: Jan 4/2 Jan 18/2 Jan 4/3 Kaupmannahöfn: Jan 5/2 Jan 19/2 Jan 5/3 Svendborg: Jan 6/2 Jan 20/2 Jan 6/3 Aarhus: Jan 6/2 Jan 20/2 Jan 6/3 Gloucester, Mass.: Jökulfell 20/2 New York: Jökulfell 21/2 Portsmourh: Jökulfell 22/2 TCk SKJFWDEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth 180 121 Reykjavik Simi 28200 Telex 2101 SNJÓHJÓLBARÐAR Sólaðir og nýir snjóhjólbarðar af öllum stærðum og ýmsum tegundum, bæði radial og venjulegir, sterkir og með góðu gripmunstri. Einnig lítið slitnir snjóhjólbarðar á gjafverði. Snöggar hjólbarðaskiptingar. Vanir menn - Ailir bílar teknir inn - Setustofa, alltaf heitt á könnunni meðan hinkrað er við. Komið, skoðið, gerið góð kaup BARÐINN Skútuvogi 2, símar: 30501 og 84844 Túnis: Verkalýðssamband tapar skrifstofum Túnis-Reuter Kengúruslátrun veldur deilum Dýravelferðarmál ársins? Sydney-Reuter

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.