Tíminn - 18.02.1986, Blaðsíða 11

Tíminn - 18.02.1986, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 18. febrúar 1986 |i MINNING Kristleifur Jónsson Fæddur 2. júní 1919 Dáinn 2. febrúar 1986 Þann 3. febrúar sl., barst mér sú frétt að Kristleifur Jónsson fyrrver- andi bankastjóri Samvinnubankans hefði látist, að Landakotsspítala sunnudaginn 2. febrúar. Með Kristleifi er fallinn í valinn fyrir aldur fram mikilhæfur mann- kosta maður, sem lokið hefur miklu og farsælu dagsverki. Kristleifur fæddist að Varmalæk í Borgarfirði, 2. júní 1919. Foreldrar hans voru sæmdarhjónin Jón Jakobsson og Kristín Jónatansdóttir, er þá bjuggu að Varmalæk og lengi síðar við góð- an orðstír. Kristleifur hélt út á lífsbrautina með gott veganesti, enda var Varma- lækjarheimilið rómað fyrir rausn og myndarskap í hvívetna. s.s. ennþá er. Kristleifur hóf nám í Reykholts- skóla haustið 1935. Þar lágu leiðir okkar saman. Síðari veturinn á Reykholti þ.e. 1936-1937 vorum við herbergisfélagar, við það urðu kynni okkar náin. Kristleifur var afar hug- ljúfur maður, sem gott var að dvelj- ast með, allur hávaði var honum fjar- lægur. Hins vegar tók hann þátt í gleðistundum okkar herbergisfélaga sinna og skólasystkina okkar og lagði þá sitt að mörkurn. Prúðmennska einkenndi framkomu hans í hví- vetna. Kristleifur var með yngstu nem- endum í Reykholtsskóla þegar við vorum þar, þrátt fyrir það sótti hann námið af miklum dugnaði. Hann var námsmaður góður bæði í bóklegu námi og íþróttum. Mér er ennþá í minni, hvað hann skipulagði vel tíma sinn til námsins. Eftir dvöl okkar í Reykholti fjarlægðumst við hvor annan um sinn. Kristleifur fór til náms í Sam- vinnuskólanum í Reykjavík og út- skrifaðist þaðan árið 1940. Það ár gerðist hann gjaldkeri hjá Kaupfé- lagi Borgfirðinga og gegndi því starfi bankastjóri næstu fimm árin. Eftir veru sína hjá Kaupfélagi Borgfirðinga fór hann til náms erlendis, eftir styrjaldarlokin, og hélt hann fyrst til Svíþjóðar. Prófi frá Bar-Look Institutet í Stokkhólmi lauk hann 1947. Að því loknu, hélt hann til London, þar sem hann lagði stund á ensku verslunarfræði og bókhald. Námi þar lauk hann í árs- lok 1947. Kristleifur hóf störf hjá Sambandi íslenskra samvinnufélaga í ársbyrj- un 1948, þá sem forstöðumaður kaupfélagseftirlits Sambandsins, en því starfi gegndi hann til ársloka 1952, er hann tók við starfi aðalfé- hirðis Sambandsins. Var hann þar allt til ársloka 1967. Þann 1. jan. 1968 varð hann bankastjóri Sam- vinnubankans, og gegndi hann því starfi óslitið til ársins 1984, er hann lét af störfum vegna aldurs, þá sextíu og fimm ára. Kristleifur Jónsson vann því allan sinn starfsdag í þágu samvinnuhreyfingarinnar, enda var hann sannur samvinnumaður, var starfsdagur hans því orðin fjörutíu og fjögur ár. Þegar Kristleifur gerðist banka- stjóri jukust kynni okkar á ný. Ég hafði þá starfað við endurskoðun hjá Samvinnubankanum um nokkurt skeið sem ég og gerði til ársins 1971. Kristleifur reyndist mér sem banka- stjóri jafnhógvær og traustur sem fyrr. Ef ég leitaði til hans, sem bankastjóra, sem kom fyrir á síðustu árum mínum sem alþingismaður og eitthvað síðar, voru svörin jafnan á þessa leið. „Ég skal gera þetta, en það getur ekki orðið fyrr en þennan mánaðardag" sem hann tiltók. Ég þurfti aldrei að spyrja um það meir. Fyrirheit hans stóðu eins og stafur á bók. Slíkt var mérmikils virði, éggat látið þann vita, sem ég rak erindið fyrirog afgreiðslan brást aldrei. Kristleifur Jónsson giftist 18. feb. 1950 Auði Jónsdóttur ættaðri úr Reykjavík, glæsilegri mannkosta konu. Þau eignuðust þrjú börn, sem eru: Magnea, gift Ármanni Bjarna- syni bónda, þau búa á Kjarvallar- stöðum í Reykholtsdal. Kristín Erla, gift Gunnari Snæland, iðnhönnuði, búsett í Reykjavík og Jón Örn ókvæntur, sem er við nám erlendis. Heimili þeirra Kristleifs og Auðar að Stekkjarflöt í Garðabæ er sérstak- lega fallegt hvar sem litið er, utan- húss eða innan. ÞauTijónin höfðu mikið yndi af að rækta upp garðinn sinn og ber hann þeim fagurt vitni. Nú skilja landamerki lífs og dauðai okkur Kristleif Jónsson banka- stjóra. Að liðnum fimmtíu ára kynn- um minnist ég hans með sérstakri hlýju og vinsemd. Hann réði yfir ör- uggri og traustri skapgerð, sem ég virti mikils. Frú Auði, börnum þeirra og vensla- fólki öllu færum við Margrét inni- legar samúðarkveðjur. Halldór E. Sigurðsson. LEIKLIST Framtíðin lekur í gegn Nemendaleikhúsið, I.indarbæ, Ó muna tíð eftir Þórarin Eldjárn. Leik- stjóri: Kári Halldór. Leikmynd og búningar: Jenný Guðmundsdóttir. Tónlist: Árni Harðarson. Alltaf er maður eftirvæntingarfull- ur að sjá nýja liópa leikara, og verð- ur ekki annað sagt en sá hópur sem nú skipar fjórða bekk Leiklistarskól- ans sé sérlega álitlegur. Það mátti sjá á hinni fjörugu sýningu Hvenær kemurðu aftur, rauðhærði riddari? sem kom á fjalirnar í haust, og svo aftur núna á sýningu á nýju leikverki Þórarins Eldjárns, Ó muna tíð. Þórarinn hefur fcngist við allar greinar skáldskapar, meðal annars „tekið þátt í sköpun" nokurra leik- verka, eins og segir í leiícskránni. Þetta er þó að ég hygg fyrsta leik- verkið sem Þórarinn stendur einn að. Af þeim sökum er verkinu auð- vitað sérstakur gaumur gefinn. Ekki verður sagt að Þórarinn leiði í Ijós að leikritun liggi vel fyrir honum: Ó muna tíð er ekki dramat- ískt verk. En það nýtur fyllilega kosta Þórarins sem lesendur bóka hans þekkja: Textinn er víða hnytt- inni, jafnan lipur og vel unninn. Fyndnin er stundum einkum fólgin í orðaleikjum og þess háttar brögðum. Sumar einstakar ræður og tilsvör skemmtilega saman sett: Ég nefni sérstaklega minningu Spesar, um heimkomu úr sumardvöl í sveit á bernskuárum. Það er verulega vel saminn kafli, ekta upplifun að baki. Líkingamálið verður tíðum býsna Þórarinslegt: Lóa segir að nútíðin sé rörbútur sem framtíðin lekur í gegn- um í safnþró fortíðarinnar. Efni leiksins rek ég ekki, enda búið að gera það í fjölmiðlum. Leikritið gerist á þjónustustofnun sem skiptir um minningar hjá fólki. Þetta gefur auðvitað tilefni til margs minningu, upplifun og endurlifun: „Komum til Vestmannaeyja fyrir gos!“ segir hér. En um persónusköp- un er ekki að ræða í þessu verki. Fólkið í leiknum er varla nema brúð- ur sem hafa það hlutverk að mæla fram texta höfundar. Sem skáld er Þórarinn Eldjárn höfundur hinna smáu forma. Hann nýtursín best í sumum ljóðum sínum og stuttusögum. Eitt ljóðið, Mók, er raunar birt í leikskránni, og er ekki fjarri lagi að leikritið sé útfærsla á því: leikstjóri og er útsjónarsamur. Leik- endurnir fá vel að njóta sín í brúðu- hlutverkum sínum. Ég get varla farið að gefa þcini einkunnir. Allir stóðu sig vel og komu þekkilega fyrir. Einna mesta skopgáfu fannst mér Skúli Gautason sýna í hlutverki Eyjólfs. Stjórnendur fyrirtækisins, Þröstur, Valdimar Flygenring, og Lóa, Guðbjörg Þórisdóttir voru sköruleg í atvinnurekstri sínum. Það var ekki þeirra sök þótt manni fynd- ist að þetta fólk mætti vera útsmogn- ara. Áðrir leikendur eru Eiríkur Höfundurinn ■ hægindi á sviði Nemendaleikhússins, en myndin er tekin á æf- ÍngU. Tíma-mynd: Árni Bjarna konar leiks með hugtök, tíma og Pósvo hið gengna og liðna í lífinu blífi og loðfótur vanans gegn ísköldum staðreyndum hlífi er ég að vona ó frábœri tími að þú fyrnist. Hvar finnum við dótið sem hugurinn þráir og girnist? Sýningin í Lindarbæ var frískleg og lifandi undir stjórn Kára Halldórs. Leikið er á miðju gólfi og áhorfendur sitja báðum megin við. Má segja að rými salarins nýtist vel. En sýningin var nokkuð sein í gang og leikendur áttu í erfiðleikum með að ná sér á skrið sem eins getur skrif- ast á reikning höfundar og leikstjóra. Annars er Kári Halldór orðinn vanur Guðmundsson, Bryndís Petra Bragadóttir og Inga Hildur Haralds- dóttir: allt viðskiptavinir sem láta skipta á minningum í heilu lagi. Úr þeim skiptum varð raunar ekki sú kómík sem efni stóðu til. Hvað sem þessu líður: Hér eru álitlegir kraftar komnir til starfa í leikhúslífinu og megi þeim öllum vel farnast. Gunnar Stefánsson Tíminn 11 Tilboð Óskast í eftirtaldar bifeiðar og tæki sem verða til sýnis þriðjudaginn 18. febrúar 1986 kl. 13.00- 16.00 í porti bak við skrifstofu vora að Borgartúni 7 og víðar. Range Rover 4x4 bensín árg.1978 Saab900GLI fólksbifreið - - 1982 3 Subaru 1800 station 4x4 - - 1982 Mazda929station fólksbifreið - - 1980 2Ladastation fólksbifreið - - 1982 3LadaSport 4x4 - - 1981 1 Lada Sport 4x4 - - 1982 ToyotaHiLux 4x4 - - 1980 4Volvo Lapplander 4x4 - - 1980-82 UAZ452 4x4 - - 1982 Volkswagen Double Cabfólks- og sendib. diesel - 1982 Isusu pic-up bensín - 1982 GMCRally Van fólks- ogsendib. - - 1978 FordEconolineWagon fólksbifreið - - 1980 Ford Econoline sendibifreið - - 1980 Mitsubishi Panel Van sendibifreið - - 1981 Volvo F609 vörufl.bifreið diesel - 1978 Electra Van 500 rafmagnsbifreið - 1979 Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins Sætúni Reykjavík: 2 stk. Hino KY-420 vörubifreið árg. 1980. 1 stk. Scania LT 7638 dráttarbifreið 6x4 árg. 1965. Tii sýnis hjá birgðastöð Vegagerðar ríkisins Grafarvogi: 2 stk. Festivagnar Trailmobil 13 tonn til vélaflutn- inga. Til sýnis hjá Flugmálastjórn Reykjavíkurflug- velli: 2 stk. Loftþjöppur Sullivan á vögnum. Til sýnis hjá Landsvirkjun Funahöfða 5, Reykjavík: Fassi F. 52 bílkrani. Tilboðin verða opnuð sama dag kl. 16.30 að við- stöddum bjóðendum. Réttur er áskilinn að hafna tilboðum sem ekki teljast viðunandi. Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd Malbikunarstöðvar Reykjavíkurborgar o.fl. óskar eftirtilboðum í eftirfarandi: 1. 13.400-17.200 tonn af asfalti 2. 100-160 tonn af bindiefni fyrir asfalt (Asphalt Emulsion) Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkju- vegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 18. mars nk. kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍXURBORGAR Fríkirkjuvagi 3 — Sími 25800 Lausar stöður Lausar eru til umsóknar eftirtaldar hlutastööur viö læknadeild Háskóla íslands, sbr. 10. gr. laga nr. 77/1979 um Háskóla íslands: Hlutastaða lektors í eiturefnafræöi. Staða er ætluð sérfræö - ingi og skal hann jafnframt sinna eiturefnafræðilegum rann- sóknum, þar á meðal réttarefnafræðilegum rannsóknum í Rannsóknastofu í lyfjafræði. Hlutastaða lektors í klínískri lyfjafræði. Staða er ætluð sér- fræðingi í lyflæknisfræði er starfi á lyflæknisdeild spítala í Reykjavík og er æskilegt að hann sinni jafnframt tilraunum í klínískri lyfjafræði á vegum Rannsóknastofu í lyfjafræði. Hlutastaða lektors í lyfjafræði. Umsækjandi skal hafa læknis- menntun eða sambærilega menntun. Hann skal annast kennslu í grunnlyfjafræði (sérhæfðri eða samhæfðri lyfja- fræði) og jafnframt annast nokkra rannsóknavinnu í Rann- sóknastofnun í lyfjafræði. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf, rannsóknir og ritsmíðar, svo og námsferil og störf skulu sendar menntar málaráðuneytinu fyrir 20. mars 1986. Menntamálaráðuneytið 13. febrúar 1986

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.