Tíminn - 26.03.1986, Qupperneq 1

Tíminn - 26.03.1986, Qupperneq 1
W 0 STOFNAÐUR 1917 11 imnn v RAUSTIR MENN senDiBiLRsröDin VÉLSLEÐAMENN sem leitaö var að á svæöinu fyrir NA Vatnajökul komu til byggða í gærdag. Þeirra haföi verið saknaö frá því fyrir helgi. Vonsku veðurtaföi þá í þrjá daga, og gistu þeir þann tíma í skála viö Geldingafell. í gær þegar veðrinu slotaði héldu þeir áleiöis til byggða og komust í Breiðdal eftir áttavita. Þeir komu á bæinn Höskuldstaðasel, og gátu gert leitarmönnum viðvart. Þeir fjórmenningar urðu að skilja einn sleðann eftir sökum ísingar. Þeir voru allir vel á sig komnir enda vel útbúnir. SKÁKKEPPNI stofnana og fyrir- tækja fer fram í apríl frá þeim 7. til 30. Þátttöku í keppnina má tilkynna í síma taflfélaga á kvöldin. SKYRR hefur lækkað taxta tölvuþjón- ustu um 9% frá 1. mars að telja og er þessi lækkun gerð í samræmi við þær breytingar sem urðu í kjölfar nýgerðra kjarasamninga og efnahagsráðstafana stjórnvalda. Taxti útseldrar sérfræðiþjónustu fylgir aftur á móti þeim breytingum á launum sem gert er ráð fyrir í kjarasamningum. MJÓLKURFRÆÐINGAR hótu störf aftur í gær eftir að Alþingi stöðvaði verkfall þeirra með lagasetningu aðfaranótt þriðjudags. Því kemur ekki til mjólkurskorts fyrir páska eins og óttast hafði verið. SVEINN SNORRASON hri.var kjörinn formaður Lögmannafélags Islands á aðalfundi félagsins sem haldinn var um síðustu helgi. Aðrir í stjórn félagsins eru Hákon Árnason, hrl. Gestur Jónsson hrl. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hdl. og Björgvin Þorsteinsson hdl. ÞJÓÐARBÓKHLÖÐUNNI verö- ur komið upp á næstu þremur árum, með því að setja sérstakan eignarskattsauka á, sam- kvæmt frumvarpi sem Sverrir Hermannsson menntamálaráðherra er nú með í smíðum. Frumvarpið gerir ráð fyrir að eignaskattsvið- aukinn verði 0,25% af hreinni eign fram yfir 1,6 milljónir króna. Málið hefur verið sam- þykkt í þingflokki sjálfstæðismanna en ekki í þingflokki framsóknarmanna. BANDARÍKJASTJÓRN hefur í nógu að snúast þessa dagana þó ekki sé það innan landamæra Bandaríkjannasjálfra. í gær héldu átökin milli Bandaríkjahers og Líbýuhers áfram í Sirteflóanum undan ströndum Líbýu og þá hafa stjórnvöld í Hondúras farið fram á fjárhagsaðstoð vegna innrásar hermanna Sandinistastjórnarinnar í Nicaragua yfir landamæri ríkjanna tveggja. Að sögn talsmanns Bandaríkjastjórnar fóru hermenn Sandinista yfir landamærin til að ráðast á stöðvar Contra-skæruliðanna sem þar hafast við. LAGT HEFUR VERIÐ FRAM á Alþingi stjórnarfrumvarp um selveiðar við ísland. Frumvarpið var lagt fram á tveimur síðustu þingum án þess að hljóta endanlega afgreiðslu og er nú endurflutt að mestu leyti óbreytt frá því sem áður var. I greinargerð með frumvarpinu er greint frá umfangi selveiða hérlendis frá árinu 1897 og þess getið að verðlaunagreiðslur Hring- ormanefndar frá árinu 1982 hafi orðið til að örva selveiðar mikið frá því sem var fyrir nokkrum árum. Á árinu 1985 var heildarveið- in komin upp í um 5900 dýr og er því nú 91 % af meðalveiðinni á tímabilinu 1964-1977. Mest hefur selveiði orðið árið 1963 þegar 7063 dýr voru veidd og minnst árið 1981 þegar 2974 dýr voru veidd. KAUPMANNASAMTÖK is- lands beina því til kaupmanna að þeir leiti allra leiða til að halda vöruverði niðri. Jafn- framt hvetja samtökin kaupmenn til að vera á varðbergi gagnvart hugsanlegum verð- hækkunum á vörum sem þeir kaupa inn bæði frá innflytjendum og innlendum fram- leiðendum. ■ KRUMMI Heimsókn Carrington: Til að kynnast ráða- mönnum og aðstæðum væri Keflavíkurstöðin mikilvægari Carrington lávarður, aðalfram- kvæmdastjóri Atlantshafsbanda- lagsins, hélt í gær fund tneð frétta- mönnum á Hótel Sögu í lok fjög- urra daga opinberrar heimsóknar hingað til lands. Carrington sagðist vera ánægður með að hafa fengið annað tækifæri til að heimsækja ísland sem gestur ríkisstjórnarinnar. Hann sagðist hafa reynt að fara einu sinni á ári til aðildarríkjanna 16 frá því að hann tók við stöðu aðalfram- kvæmdastjóra hjá Atlantshafs- bandalaginu. Það væri honum mikilvægt þar sem ckki gæfust mörg tækifæri til að hitta aðra en utanríkis- og varnarmálaráðherra í höfuðstöðvunum í Brussel. Þar að auki væri gott að kynnast aðstæð- um í hverju landi fyrir sig. Aðaiframkvæmdastjórinn benti á að hér væri einnig herstöð At- lantshafsbandalagsins sem honum hefði nú gefist tækifæri til að kynnast. Aðspurður um afstöou hans til atburðanna á Miðjarðarhafi síð- ustu daga, sagði Carrington að hann vissi ekki nákvæmlega hver þróun átakanna hefði verið og því væri ráðlegast að segja sem minnst og bíða frekari fregna. Hins vegar væri afstaða Bandaríkjastjórnar í nrálinu í fyllsta samræmi viö al- þjóðalög. Hann svaraði spurningu um hernaðaruppbyggingu á N-At- lantshafi á þann veg að það væri enginn vafi á því að sovéski flotinn á þessum slóðunr hefði styrkst nrjög á undanförnum árum og því Atlantshafsbandalaginu en nokkru sinni fyrr. Unr deilur innan bandalagsins t.d. milli Grikkja og Tyrkja sagði Carrington að víst hefði oft skorist í odda með aðildarþjóðum á undanförnum áratugum og ágrein- ingur hefði stundum verið með Evrópuríkjum og Bandaríkjunum innan þess. Hins vegar yrðu menn að nruna að Atlantshafsbandalagið hefði staðið slíkt af sér og að um þessar mundir væri samstarf þjóð- anna 16 einstaklega gott. Þessi langa saga samstarfs væri svo mark- verð í Ijósi þess að landfræðilegt og menningarlegt bil væri æði langt á milli t.d. íslands og Ítaiíu. í framhaldi af svari sínu um samstöðuna innan Atiantshafs- bandalagsins var Carrington spurð- ur um líkurnar á aukinni samræm- ingu í vopnaframleiðslu aðildar- þjóðanna. Hann svaraði á þá leið að skorturinn á samræmingu væri tvíþættur vandi. í fyrsta lagi varð- aði hann yfirburöastöðu Banda- ríkjanna gagnvart Evrópuríkjum þar sem vopnaframleiðsla er ann- ars vegar. í öðru lagi varðaði hann samkeppni meðal Evrópuríkjanna sjálfra. Unnið væri að lausn þessa vanda. Aðalframkvæmdastjórinn ræddi einnig stuttlega um aukna þátttöku íslendinga á varnarsamstarfinu og tíðni hryðjuverka í Evrópu. Að fréttamannafundinum lokn- um hélt Carrington lyrirlestur á fundi Samtaka um vestræna sam- vinnu. -SS Um 10% lækkun fyrirfram- greiðslu Kjarabætur í formi lækkunar fyrirframgreiðslu skatta eru að detta inn um bréfarifurnar hjá fólki þessa dagana. Greiðslur á þeim 3 gjalddögum scm eftir eru - apríl, maí og júní - eru 10,23% lægri en þær voru á tveinr fyrstu gjalddög- um ársins. Þannig lækkar mánaðargreiðsl- an hjá þeim sem borgaði 40 þús. á marsgjalddaga nú um tæplega 4.500 kr.. niöur í 35.910 kr. - hjá þeim sem borgaði 15 þús. kr. lækkar aprílgreiðslan í 13.465 eða um 1.535 kr. og hjá þeim sem borgaði 5 þús. kr. í mars nemur lækkunin um 510 krónum og apríl- greiðslan verður þá unr 4.490 krónur. Fyrirframgreiðsla opinberra gjalda (skatta og útsvars) nam fyrstu 2 gjalddagana - febrúar og mars - 13% af heildargjöldum ársins 1985. Þetta hlutfall lækkaði nú í 11,67% á þeim þrem gjalddög- um sem eftir eru af fyrirfram- greiðslunni í ár, þ.e. apríl maí og júní, sem fyrr segir, eða um 10,23%. -HEI Heimsókn Carrington lávarðar hingað til lands lýkur í dag. í gær hélt hann m.a. fund með íslenskum fréttamönnum og þar var nieðfylgjandi mynd tekin af þeim Matthíasi Á. Mathiesen utanríkisráðherra og aðalframkvæmdastjóranum. Tímamynd: Svcrrír. Kópavogur: Barefli notað á sjötíu bíla - þiggjum allar upplýsingar segir lögréglan Rúmlega sjötíu bílar voru skemmdir í Kópavogi í fyrrinótt. Skemmdirnar voru unnar við nokkrar götur í Austurbænum. Rúður voru brotnar í bílunum, þeir dældaðir, loftnetsstangir brotnar og hliðarspeglar brotnir. Talið er að þeir sem unnu skemmdarverkin hafi notað við það reiðhjólalás sem klipptur hafi verið sundur og hann notaður sem barefli. Reiðhjólalás fannst skammt frá einum bílnum. „Við höfum nokkrar lýsingar á mönnum sem sáust á vappi við bílana um nóttina, og erum við nú að vinna að rannsókn málsins. Allar upplýsingar eru vel þegnar hjá lögreglunni í Kópavogi í síma 41200," sagði Eiríkur Tómasson rannsóknarlögreglumaður í Kópavogi í samtali við Tímann í gær. Hann sagði einnig að enginn hefði verið handtekinn vegna málsins og enginn væri enn grun- aður um verknaðinn. -ES Það var ófögur sjón sem mætti sjötíu bifreiðaeigendum í Kópavogi í gærmorgun, þegar þeir sáu bifreiðar sínar skemmdar eftir cinhvcrja skemmdarvarga. Þessi maður kom að bílnum sínum með brotna afturrúðu, við Lundarbrekku Kópavogi. Tíma-mynd: Róbert.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.