Tíminn - 26.03.1986, Blaðsíða 2

Tíminn - 26.03.1986, Blaðsíða 2
Miðvikudagur 26. mars 1986 2 Tíminn Hér má sjá hóp manna sem tengist Uglu útgáfunni. F.V. Sverrir Hauksson prensmiðjustjóri, Árni Einarsson frkv.stj. Máls og menningar, Halldór Guðmundsson útgáfustjóri, Guðmundur Bcnediktsson prentsmiðjueigandi, Árni Sigurjónsson ritstjóri Uglu útgáfunnar, Þorleifur Einarsson stjórnarformaður og Anna Einarsdóttir stjórnarmaður í Máli og menningu. Innfellda myndin sýnir bækurnar í 1. pakka Uglu útgáfunnar. (T iinainvnd Sverrir) Uglan: Fimm kiljur fyrir fimmhundrud kall „Við crum að storka þcirri hug- mynd að íslendingar séu óforbetran- legir gyllinga- og harðspjaldamenn með þessari útgáfu og leggjum meg- in áherslu á þýddar skáldsögur, bæði heimsbókmenntir og vandaðar spennu- og skemmtisögur," sagði Halldór Guðmundsson útgáfustjóri Máls og menningar a blaðamanna- fundi sem haldinn var í tilefni út- komu fyrsta bókapakka Uglunnar- íslenska kiljuklúbbsins. Þessi bóka- pakki er stærsta átak Máls og menningar í kiljuútgáfu til þessa og eru í honum fimm bækur. Bóka- klúbburinn Uglan var stofnaður fyrir hálfu öðru ári til þess að efla kilju- formið í bókaútgáfu hér á landi. Áskriftaherferð fyrir bækur klúbbs- ins fór í gang fyrir nokkrum vikum og er ætlunin að gefa út á tveggja mánaða fresti bókapakka sem inni- heldur þrjár til fjórar bækur, og var þetta sá fyrsti þeirra sem kom út í gær. Bækurnar í þessunt fyrsta pakka eru: Stríð og friður fyrsta bindi, eftir Leo Tolstoj, en þetta er fyrsta verkið í heimsbókmenntaröð Uglunnar. Hér er um að ræða endurútgáfu á þýðingu Leifs Haraldssonar sem ver- ið hefur ófáanleg lengi. Vitni deyr eftir P.D. James er spennusaga í tveimur bindum í þýðingu Álfheiðar Kjartansdóttur. Aðalsöguhetjan í þessari sögu er Dalgliesh lögreglu- foringi sem menn ættu að kannast við úr sjónvarpsþáttum. Veggjakrot er lítil aukabók þar sem nokkrum vel völdum slagorðum íslensks og erlends veggjakrots hefur verið safn- að saman. Þessi bók á að vera lesendum til „ábyrgðarlausrar skemmtunar" eins og segir í frétt Uglunnar um hana. Jörð í Afríku eftir Karen Blixen í þýðingu Gfsla Ásmundssonar er nú endurútgefin en hún hefur ekki verið fáanleg í mjöglangantíma. Óskarsverðlauna- kvikmyndin í ár er einmitt gerð eftir þessari sögu og er verið að sýna myndina í Laugarásbíói um þessar mundir. Hver pakki til áskrifenda kostar kr. 498, en sumar þeirra bóka sem út verða gefnar verða einnig seldar í verslunum. Bækur Uglunnar eru prentaðar í Prentsmiðju G. Benediktssonar, en prentsmiðjan gerði tilboð í fram- leiðsluna sem var fyllilega sambæri- legt við það verð sem stórar erlendar kiljuverksmiðjur bjóða. Guðmund- ur sagði við blaðamenn í gær að þrátt fyrir litla fyrirgreiðslu til prent- iðnaðarins almennt teldi hann ekki ástæðu til að flytja inn prentverk og að með örlítið meiri skilningi stjórn- valda gætu íslendingar vel verið samkeppnishæfir á þessu sviði. „Ef við fengjum sömu fyrirgreiðslu og prentsmiðjur á meginlandi Evrópu gætum við tekið að okkur prentverk fyrir útgáfufyrirtæki þar“, sagði Guðmundur: B.G. Myndin sýnir sendiherrahjónin ásamt formanni Indlandsvinafélagsins. F.v. Lilan Anand, Þóra Einarsdóttir, og Roop Krishan Anand. Tímamynd Sverrir. „Möguleiki á meiri tengslunr -segir hr. Anand, hinn nýi sendiherra Indlands Þriðjudaginn 18. mars s.l. afhenti hr. Roop Krishan Anand, hinn nýi sendiherra Indlands á íslandi forseta íslands trúnaðarbréf sitt. Hr. Anand hcfur aðsetur í Osló en þangað kom hann fyrir um tveimur mánuðum. Blaðamaður Tímans hitti hr. An- and aö máli í hófi sem indlandsvina- félagið hélt honum aö hcintili hjón- anna Guðmundar Sveinssonar skólameistara og konu hans Guð- laugar Einarsdóttur. Hr. Anand sagðist hafa notað fyrsta tækifæri sem gafst til að koma hingað til fslands og að hann hefði mikinn áhuga á að cfla tengsl land- anna bæði á hinu efnahagslega og menningarlega sviöi. Sagðist hann hafa átt annríkt þessa daga sent hann hafi verið hér og átt viðræður við ýntsa íslenska ráðamenn auk þess að afhenda trúnaðarbréf sitt. „Ég tel að grundvöllur geti verið fyrir mun mciri efnahagslegri sam- vinnu milli landanna, ög má í því sambandi benda á möaulcika á að flytja ál frá Indlandi sem unnið yrðiá íslandi. Einnig er ég sannfæTður um að við getum mikið lært af íslending- unt varðandi úthafsveiðar, en strahdlengja Indlands er löng og fiskveiðar töluvcrt mikilvæg atvinnugrein," sagði hr. Anand. Menningarleg tengsl taldi hr. An- and ekki síður mikilvæg og sagði að í bígcrö væri að stofna lil Indlands- viku hér á landi í júní í sumar, þar sem íslendingum yrði kynnt ýmislegt af því sem cr að gerast á Indlandi. Sagðist hann vona að slíkt yrði til þess að treysta samband landanna enn frekar. í framhaldi af þessu væri jafnvei hugsanlegt að koma upp svipaðri kynningu unt ísland á Ind- landi. Hr. Anand hefur starfað í indversku utanríkisþjónustunni síðan 1972 og áður gegnt sendiherrastöðu á þrem stöðurn, Kóreu, Argentínu og Sen- egal. Kona hans er Lilan Anand. Sendiherrahjónin fóru aftur til Osló á sunnudag. -BG Feröaþjónusta bænda: Ferðaþjónusta til boða á 72 bæjum Alls 72 bæir, hringinn í kringum landið, eru nú orðnir aðilar að Ferðaþjónustu bænda, samkvæmt nýjum glæsilegum og greinargóðum litmyndabæklingi sem samtökin hafa gefið út fyrir árið 1986. í bæklingn- um er að finna upplýsingar um þá þjónustu sem stendur til boða á hverjum bæ fyrir sig, sem er breyti- leg frá einum bæ til annars og mjög fjölbreytt. Einnig hefur verið ákveð- inn samræmdur verðlisti fyrir gist- ingu og fæði, sem getur verið allt frá morgunverði eingöngu upp í fullan sólarhringskost. Gisting fyrir manninn í tveggja manna herbergi ásamt morgunverði kostar um 750 krónur fyrir nóttina, um 1.080 kr. nteð hálfu fæði og um 1.500 með fullu fæði. Hálft gjald er fyrir börn á aldrinum 4-11 ára (sem ekki er ólíklegt að njóta mundu sveitardvalar öðrum fremur) og frítt fyrir börn undir 4 ára aldri. Fyrir hjón með tvö börn, annað yngra en 4 ára, mundi því gisting og morgunverður (t.d. í hringferð um landið) kosta rúmlega 13 þús. kr. í vikuferð, gisting og hálft fæði 18.900 og með fullu fæði rúmlega 26 þús., eða rúmlega 6.500 kr. á mann á „ferðaskrifstofu/auglýsingamáli". Á sumuni bæjum er einnig mögu- legt að leigja sumarhús, t.d. fyrir 3-5 í viku fyrir um 7.500 kr. eða hjólhýsi fyrir um 5.400. Auk þess að geta víða tekiö þátt í heyskap yfir sumarið, réttum á haustin eða öðrum bústörfum er á mörgum bæjum boðið upp á hesta- leigu og silungsveiði, á nokkrum stöðum eru litlar einkasundlaugar. Fyrir þá sem ferðast vilja ódýrara stendur víða til boða gisting í svefn- pokaplássi fyrir um 335 kr. á mann yfir nóttina og sömuleiðis eru víða lítil tjaldstæði við bæi mcð hrein- lætisaðstöðu. Möguleikarnir eru því margir og gæti óefað verið gaman fyrir þéttbýl- isfólk, sem margt dvaldi í sveit í æsku, að rifja upp kynnin við sveit- irnar og siá bá brevtingu sem þar hefur átt sér stað og koma um leið börnurn sínum í snertingu við hús- dýrin og ýmiss undur náttúrunnar hvort sem cr til fjalls eða í Ijöru. -HEI Rúmlega 108 þús. útlendingar til landsins 1985: Vetrarferoamönn- um stórfjölgaði Hin mikla fjölgun erlendra ferða- manna hingað til lands á síðasta ári varð fyrst og fremst á síðustu mánuð- um ársins og einnig þeim fyrstu, en lítil yfir sumartímann. Hjá íslend- ingum sjálfum varð fjölgunin lang mest á fyrstu mánuðum ársins. Kontur erlendra ferðamanna mánuðina sept.-des. s.l. voru tæp- lega 22 þús., sem var um 38% fjölgun frá árinu á undan og um 14.700 fyrstu fjóra mánuði ársins, sem var rúmlega 19% fjölgun frá 1984. Lang flestir kontu þó enn mánuðina maí-ágúst, eða um 60.900, en fjölgunin á því tímabili var aðeins tæp 7% milli ára. í heild komu hingað 97.443 erlendir ferðamenn á síðasta ári, sem var 14,4% fjölgun frá 1984. Þar til viðbótar komu hér við rúmlega 10.800 farþegar er- lendra skemmtiferðaskipa, sem var 48% fjölgun frá 1984, þegar þeir voru að vísu fremur fáir. Komum íslenskra ferðalanga til landsins fjölgaði einnig milli ára, um 6.6% og urðu 95.662. Meira en helmingur fjölgunarinnar varð á tímabilinu jan.-apríl, eða um 20%. Nokkuð innan við helmingur ís- lensku ferðalanganna kom heim yfir sumartímann, maí-ágúst og litlu fleiri en árið áður. Fjölgun á síðustu mánuðum ársins varð einnig hlut- fallslega lítil. -HEI Framsóknarflokkurinn: Framboðslistinn í Reykjavík Á fjölmennum fundi í Fulltrúaráði framsóknarfélaganna í Reykjavík sem haldinn var s.l. mánudag var einróma samþykktur meðfylgjandi framboðslisti Framsóknarmanna í Reykjavfk við borgarstjómarkosning- arnar í vor. Listinn er að jöfnu skipaður konum og körlum. 1. Sigrún Magnúsdóttir, kaupmaður 2. Alfreð Þorsteinsson, forstjóri 3. Þrúður Helgadóttir, iðnverkakona 4. Hallur Magnússon, nemi 5. Margeir Daníelsson, framkvæmdastjóri 6. Sveinn Grétar Jónsson, verslunarmaður 7. Helgi S. Guðmundsson, markaðsfulltrúi 8. Sigurður Ingólfsson, deildarfulltrúi 9. Guðrún Einarsdóttir, kennari 10. Dr. Þór Jakobsson, veðurfræðingur 11. Friðrik Jónsson, nemi 12. Bryndís Einarsdóttir, ritari 13. Kristrún Ólafsdóttir, kennari 14. Valdimar Kr. Jónsson, prófessor 15. Höskuldur B. Erlingsson, símsmiður 16. Anna Margrét Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur 17. Jóhanna Snorradóttir, bankamaður 18. Snorri Sigurjónsson, rannsóknarlögreglumaður 19. Sigríður Hjartar, lyfjafræðingur 20. Matthildur Stefánsdóttir, ritari 21. Steinúnn Þórhallsdóttir, nemi 22. Guðrún Flosadóttir, húsmóðir 23. Sesselja Guðmundsdóttir, hárgreiðslunemi 24. Finnbogi Marínósson, verslunarstjóri 25. Sigríður Jóhannsdóttir, sjúkraliði 26. Helgi Hjálmarsson, arkitekt 27. Björg Sigurvinsdóttir, húsmóðir 28. Páll R. Magnússon, húsasmiður 29. Dóra Guðbjartsdóttir, húsmóðir 30. Kristján Benediktsson, borgarfulltrúi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.