Tíminn - 26.03.1986, Blaðsíða 3

Tíminn - 26.03.1986, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 26. mars 1986 Tíminn 3 Sunnlenskir bændur miklir ræktunarmenn: Hver bóndi hef ur ræktað um 20 hektara að jafnaði - síðastliðin sex ár Um 24.400 hektarar af túnum og grænfóðurökrum hafa verið ræktaðir á Suðurlandi á árunum 1980-85, sem jafngildir um 20 hekturum á hvern þeirra rúmlega 1.200 bænda sem þar búa. Með ræktun um 4.000 hektara' nýrra túna hafa tún á Suðurlandi stækkað um 10% á þessu árabili. En því til viðbótar hafa Sunnlendingar endurræktað aðra 4.000 hektara Framangreindir 8 þús ha. eru um 40% af þeim samtals rúmlega 20 þús. ha. túnum sem ræktuð voru í landinu á þessu árabili, þó aðeins um fjórðungur byggðra jarða í land- inu séu á Suðurlandi. Auk þess áttu Sunnlendingar meira en helming, eða 16 þús. af alls um 30 þús. ha. grænfóðurrækt í landinuöllu. Bænd- ur á Norðurlandi eystra eru t.d. ekki hálfdrættingar á við þá sunnlensku - með sámtals um 3.500 ha. túnrækt og um 3.500 hja. af grænfóðri. Skiptist jarðræktarstyrkir í hlut- falli við ræktunina má áætla að Sunnlendingar hafi fengið um 72 millj. af þeim 179 millj. króna sem veitt hefur verið í túnræktarstyrki á þessu tímabili - reiknað til núver- andi verðgildis - og um 43 af þeim rúmlega 81 millj. króna sem græn- fóðurræktin var styrkt á árunum 1980-1984. En hætt var að greiða styrki til grænfóðurræktunar frá og með 1985. Upplýsingar þessar um jarðrækt- ina og styrkina er að finna í svari landbúnaðarráðherra við fyrirspurn á Alþingi. Bæði grænfóðurræktin og túnræktin hefur verið svipað mikil frá ári til árs, nema hvað nokkru minna var ræktað af túnum á síðasta ári en 1980-84. -HEI Bóka- markaður Um þessar mundir stendur hinn árlegi bókamarkaður Fé- lags íslenskra bókaútgefenda yfir. Að þessu sinni er hann haldinn í húsi Vörumarkað- arins við Eiðistorg. Bóka- unnendum gefst tækifæri til að bæta við safnið án mikils tilkostnaðar. Á myndinni sjást þau Anna Einarsdóttir forstöðumaður Bókamark- aðarins og Einar Sigurðsson formaður Félags íslenskra bókaútgefenda umkringd af tUgUm titla. Mynd: Sverrir .% xmi Fyrir utan Hlíðabæ, hina nýju þjónustudeild Múlabæjar, að Flókagötu 53, sem sérstaklega er ætluð altzheimersjúklingum. Aðstaða opnuð fyrir altzheimersjúklinga Múlabær, þjónustumiðstöð aldr- aðra og öryrkja opnaði formlega s.l. laugardag þjónustudeild sér- staklega ætlaða fyrir altzheimer- sjúklinga. Þessi nýja deild er til húsa að Flókagötu 53 og hefur hlotið nafnið Hlíðabær. Aðstandendur Múlabæjar (Hlíðabæjar) eru þrenn félagasam- tök, Reykjavíkurdeild Rauða krossins, S.Í.B.S., og Samtök aldr- aðra, en þessi samtök hafa bent á að alzheimersjúklingar hafi staðið hóllum fæti innan heilbrigðiskerfis- ins. Eftir að hafa fengið stuðning frá yfirvöldum í formi húsnæðis- kaupa í október í fyrra hefur verið unnið við nauðsynlegar breytingar á húsinu og má í því sambandi nefna að Samtök aðstandcnda fólks með altzheimer gekkst fyrir söfnun á húsgögnum í húsið. Fyrirhugað er að þjónustudeild- in við Hlíðabæ muni starfa 5 daga vikunnar, mánudag-föstudag og verða opin frá kl. 7.30 til 17.00. Pláss er fyrir 15 sjúklinga til að byrja með og er hugsanlegt að sá hópur verði stækkaður ef reynslan sýnir að ástæða er til þess. í sumar verður gerð tilraun með helgar- þjónustu á grundvelli sólarhrings- Kolbrún Agústsdóttir deildarstjóri Hlíðabæjar, og Guðjón S. Brjáns- son forstöðumaður IVIúlabæjar. Tímamynd: Sverrir. vistunar. Þá mun fólki verða boðin þjónusta frá föstudegi til mánu- dags, og þar með leitast við að lctta undir með aðstandendum, en altz- hcimersjúklingar þurfa stöðuga og mikla þjónustu. Dcildarstjóri við Hlíðabæ hcfur verið ráðinn Kolbrún Ágústsdóttir, en yfirstjórn og fjármál eru sameig- inleg með Múlabæ. Umsóknir skulu berast öldrunarlækninga- dcild Landspítalans, Híítúni 10B, mcrktar Jóni G. Snædal lækni. -BG Suðureyri: Ibúðarhús ekki selst í 2 ár „Hver er lausn ríkisstjórnarinnar fyrir fólk úti á landsbyggðinni sem vegna breyttra aðstæðna (svo sem veikinda, atvinnu eða skólamála) þarf að flytjast búferlum? Hér á Suðureyri hefur íbúðarhúsnæði ekki selst í tvö ár þannig að fólk er fjötrað hér vegna fasteigna sem þar að auki reynast svo verðlausar. Svar óskast strax," segir m.a. í áskorun sem fundur áhugamanna um úrbætur í húsnæðismálum, sem haldinn var á Suðureyri, sendir ríkisstjórn og al- þingismönnum. Auk þess að krefjast leiðréttinga aftur í tímann, vegna peninga sem búið sé að taka af fólki með órétt- mætum hætti, telur hópurinn sig eiga rétt á því að njóta allrar þeirrar lánafyrirgreiðslu sem nýtt húsnæðis- kerfi kunni að bjóða upp á. Framsókn í Þorlákshöfn og Ölfusi: Þórður og Ólaf ur í efstu sætunum Sunnudaginn 23. mars klukkan 13 var áður boðaður fundur Félags Framsóknarflokks Þorlákshafnar og Ölfuss haldinn í félagsheimilinu. Þar til kjörin undirbúningsnefnd skilaði af sér fjórtán manna lista til væntanlegrasveitarstjórnarkosninga og tveggja til sýslunefndarkjörs. Var síðan gengið til skriflegra kosninga og hlutu þessir kjör í sjö efstu sætin: Þórður Ólafsson, Hjörtur Jónsson, Ingibjörg Ketilsdóttir, Þorleifur Björgvinsson, Hróðný Gunnarsdótt- ir, Sveinn Jónsson og Baldur Lofts- son skipar sjöunda sætið á listanum. Til sýslunefndar: Benedikt Thor- arensen og til vara Þorvarður Vil- hjálmsson. Fundurinn var allvel sóttur og fór hið besta fram. Frambjóðendur hvöttu til samstöðu og árvekni í tilefni komandi sveitarstjórnarkosn- inga, en ungt og efnilegt fólk skipar nú efstu sæti listans. Tekið skal fram að Þorvarður Vilhjálmsson og Þor- leifur Bjórgvinsson sem nú sitja í sveitarstjórn gáfu ekki kost á sér í baráttusæti og voru þeim þökkuð vel unnin störf á fundinum.' bened. verslunin mmmÝm Ný verslun á gömlum grunni Páskaegg í miklu ún/ali, hvergi ódýrari. Lifandipáskaungartil sýnisfyrir börnin. Opiðfrákl. 9-18.30 þriðjud. og miðvikud. og kl. 10-16 laugardag. Opið í hádeginu. Svali á 69 kr., 6 í pakka. Egg á kr. 39 kr. Heildósir af niðursoðnum ávöxtum 75 kr. Allt páskakjötið á mjög lágu verði verslunin Starmýri 2, s. 30420-30425.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.