Tíminn - 26.03.1986, Blaðsíða 4

Tíminn - 26.03.1986, Blaðsíða 4
4 Tíminn SPEGILL MllíEÍIMIIIlliiliM Miðvikudagur 26. mars 1986 lilllílllllli ÚTLÖND lllllllllllllllllllllll Þessar fallegu haf- meyjar sýndu nýjustu tísku í sundfatnaði á Florida nýlega og voru þær myndaðar neðan- sjávar. Sumir sundbol- irnir eru hentugir og sportlegir, en svo er þarna ýmislegt sem tískusérfræðingarnir sögðu að minnti á fyrstu „djörfu" bikini- baðfötin frá 1940 og hneyksluðu þá suma. Nú þykja þau bara ósköp venjuleg. FRETTAYFIRLIT WASHINGTON - Robert Sims talsmaður varnarmála- ráöuneytisins bandaríska sagöi herskip og flugvélar Bandaríkjahers hafa í gær gert árás á tvö strandgæsluskip og flugskeytapall á öörum degi átakanna í Sirteflóa milli Bandaríkjannaog Líbýu. Hann sagöi Líbýuher hafa skotið nokkrum flugskeytum að bandarískum flugvélum en engin þeirra hefði skemmst, hvorki í gær né fyrradag. CROSSROADS, Suð- ur-Afnka - Svartur lög- reglumaður var skotinn til bana í krossgötubúðunum nálægt Höfðaborg en þar hafði hvítur lögreglumaður áður verið myrtur. LISSABON - Skæruliðar UNITA-hreyfingarinnar í Ang- óla sögðust hafa ráðist á og eyðilagt olíuvinnslustöð í eigu bandarískra aðila í norðurhluta landsins. Þetta er önnur árás skæruliðanna á efnahagslega mikilvæg mannvirki í Angóla. TOKYO — Heimatilbúnum sprengjuflaugum var skotið frá kyrrstæðum bíl að bandaríska sendiráðinu og lentu einnig á lóð keisarahallarinnar í Tokyo. Atburður þessi gaf merki um að strangrar öryggisgæslu sé þörf á væntanlegum fundi sjö iðnaðarríkja í Tokyo. AÞENA - George Shultz kom til Aþenu í gærkvöldi. Þar vonast hann eftir að Andreas Papandreou forsætisráðherra gefi honum loforð um að loka ekki herstöðvum Bandaríkja- manna í landinu eins og áætl- að er. LUNDUNIR - í tilkynningu frá Buckingham höll var sagt að Andrew Bretaprins myndi giftast almúgastúlkunni Söru Ferugson þann 23. júlí næst- komandi. Brúðkaupið mun fara fram í Westminster Abbey. BERN — Svissneska ríkis- stjórnin sagði í tilkynningu að hún hefði látið loka öllum bankareikningum sem Ferdin- and Marcos fyrrum Filippsey- jaforseti hefði aðgang að. Ákvörðun þessi fylgir í kjölfar tilraunar í fyrradag til að ná út peningum í nafni Marcosar. Sérstök nefnd á vegum hinnar nýju stjórnar á Filippseyjum er væntanleg til Sviss i dag til að ræða leiðir til að koma pening- um Marcosar í löglega eigu filippseyskra stjórnvalda.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.