Tíminn - 26.03.1986, Side 5

Tíminn - 26.03.1986, Side 5
Miðvikudagur 26. mars 1986 Tíminn 5 ÚTLÖND Átök Bandaríkjahers og Líbýuhers: Ástandið ótryggt í Sirteflóanum - Hvorugur aðilinn hefuríhyggjuað gefaeftir - Hermdarverk gætu fylgt í kjölfarið Washington-Reuter Bandarísk herskip og herflugvélar skutu á tvö líbýsk varðskip og beindu spjótum sínum einnig að flugskeyta- palli í gær á þessum öðrum degi átakanna milli Bandaríkjahers og Lýbíuhers í Sirteflóanum undan ströndum Líbýu. Átökin hófust í fyrrakvöld er flugskeytum var skotið að banda- riskum herflugvélum. Bandaríkja- her hefur verið að heræfingum út af ströndum Líbýu síðan í janúar og segja sumir þær hafa verið tálbeitu til að fá Gaddafi Líbýuleiðtoga í hernaðarátök. Gaddafi sjálfur hafði áður dregið svokallaða „dauða-línu‘f yfir Sirtefló- ann og telur þjóð sína hafafull yfirráð yfir svæði því sem innan línunnar er. Hinsvegar nær það sjávarsvæði allt að 120 mílum en samkvæmt alþjóða- lögum eru alþjóðlegar siglingaleiðir leyfðar að 12 mílna landhelgi ríkja. Bandaríkjastjórn ásamt sljórnvöld- um flestra ríkja hafa því ekki viður- kennt kröfu Líbýustjórnar um yfir- ráð yfir Sirteflóanum öllum. Samskipti stjórna ríkjanna tveggja hafa vægast sagt verið stirð undanfarin ár. Síðustu beinu hern- aðarátök milli ríkjanna voru árið 1981 en þá skutu bandarískar her- þotur niður tvær líbýskar herþotur. Viðbrögð stjórnvalda annarra ríkja vegna átakanna í Sirteflóanum hafa verið mismunandi. Bettino Craxi forsætisráðherra Ítalíu hefur harð- lega gangrýnt hernaðaraðgerðir Bandaríkjahers í Miðjarðarhafinu og telur þær mikla ógnun við öryggi svæðisins. ísraelsstjórn hefur hins- vegar lýst fullum stuðningi við að- gerðir Bandaríkjamanna. Sovétstjórnin sakaði Bandaríkja- her um að brjóta öll alþjóðalög með aðgerðum sínum. í heildina hefur gagnrýnin austan frá þó verið nokk- uð keimlík þeirri sem gefin var út eftir átökin milli ríkjanna árið 1981. Margir, þ.á m. George Shultz utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafa látið í ljós ótta við að hermdar- verk gegn bandarískum borgurum gætu fylgt í kjölfar átakanna í Sirte- flóa. Það fer þó mikið eftir hvernig úr deilunni leystist. í gær virtist lausn ekki vera í sjónmáli og ástand- ið var vægast sagt ótryggt. Ekki er víst að Contra-skæruliðarnir hafi mikið iðkað armréttur í gær þegar hermenn sandinistastjórnarinnar í Nicaragua fóruyfír landamærin til Hondúras til að ráðast á stöðvar Contra-skæruliðanna þar. SANDINISTAR í HONDÚRAS Bandaríkjastjórn sendir aðstoð Filippseyjar: Þing rofið um sinn - meðan unnið er að gerð nýrrar stjórnarskrár Manila-Reuter Corazon Aquino forseti Filipps- eyja rauf þing í gær og tilkynnti um setningu nýrra bráðabirgðarlaga. Sagði hún þau vera í gildi þar til almenn atkvæðagreiðsla hefði farið fram um nýja stjórnarskrá og yrði það vonandi innan árs. Forsetinn forðaðist þó að nefna „byltingu" ellegar „umskipti” í sambandi við hin nýju bráðabirgðar- lög eins og margir höfðu gert ráð. fyrir í síðustu viku er ljóst varð að Áquino og stjórn hennar ætluðu sér að breyta stjórnarskránni. f raun er stjórnarskráin frá því árið 1973 fallin úr gildi og Aquino og hin nýja ríkisstjórn hefur öll völd í höndum sér. Aquino sagðist ætla að skipa nefnd innan sextíu daga og yrði verkefni hennar að semja nýja stjórnarskrá til handa Filippseying- um. BANDARÍKIN: Varasamt lyf Chicago-Reuter Bandarískur dómstóll hefur dæmt lyfjafyrirtæki eitt til að greiða manni skaðabætur er hljóða uppá 1,6 millj- arða íslenskra króna. Maðurinn sagði bióðþynnulyf það er hann tók hafa vaiið því að taka varð báða fætur hans af. E.I. Du Pont De Nemours heitir lyfjafyrirtækið og í tilkynningu sem eigendur þess létu frá sér fara eftir að dómurinn féll var tekið fram að fyrirtækið féllist ekki á fjárupphæð- ina sem það þyrfti að greiða og hygðist það áfrýja dómnum. George Chelos frá lllinojsríki fór í mál við áðurnefnt lyfjafyrirtæki út frá eftirfarandi forsendum: Hann tók inn lyfið Coumandin árið 1977 eftir að hafa gengist undir aðgerð vegna kransæðarstíflu. Lyfið hafði aftur á móti þau aukaáhrif að vöðvar í fótum Chelos rýrnuðu svo mjög að taka varð þá báða. Coumandin er notað af 750.000 einstaklingum víðs vegar um heim og er framleitt af áðurnefndu lyfja- fyrirtæki. Það hefur hins vegar þau dapurlegu áhrif á dulítinn hluta fólks að það leiðir til missis útlima. Chelos var einn hinna óheppnu því ekki kaupir hann fætur sína aftur þrátt fyrir væntanlega dollaraeign. „Það er von mín að nefndin Ijúki verki sínu innan níutíu daga þannig að fólkið í landinu geti innan árs kosið til þings samkvæmt nýrri stjóm- arskrá," sagði Aquino í beinni sjón- varpsútsendingu frá forsetahöllinni í Manila. í tilkynningu ríkisstjórnarinnar sem kom út samhliða ávarpi Aquino var að vísu ekki minnst á sérstök tímamörk til handa hinni 30 til 50 manna nefnd sem fær það verkefni að semja stjórnarskrána. Hins veg- ar fékk forsetinn tveggja mánaða frest til aðkoma með breytingartil- lögur áður en gengið yrði til þjóðar- atkvæðagreiðslu um stjórnar- skrána. Almennt hafði verið búist við að Aquino og stjórn hennar færu ofan- greinda leið eftir að ljóst var að valdakerfi það sem Marcos fyrrum forseti kom á myndi reynast þungt í vöfum og hindra framgang lýðræðis í landinu. Corazon Aquino og stjórn hennar ráða öllu á Filippseyjum um tíma. Það varð ljóst í gær er ný bráðabirgð- arlög voru sett. Wushington-Rcutcr Bandaríkjastjórn mun að öllum líkindum veita stjórnvöldum í Hondúras um 20 milljóna dollara hernaðaraðstoð. Að sögn Larry Speakes talsmanns Bandaríkja- stjórnar fór Josc Azcona forseti hinnar nýju stjórnar fram á aðstoð- ina eftir að staðfesting hafði fengist á fréttum um að hermenn sandin- istastjórnarinnar í nágrannaríkinu Nicaragua höfðu farið yfir landa- mærin inní Hondúras. „Hermenn sandinista fóru yfir landamærin og réðust á búðir. Kína: Peking-Rcutcr Fréttastofan Nýja Kína hafði ný- lega eftir veðurfræðingi einum þar í landi að á síðustu 25 árum hefðu um 40 þúsund ferkílómetrar kínversks lands orðið eyðimörk að bráð. Ástæöa eyðingarinnar er sosum ekki ókunn. Ofbeit og trjáfellingcru helstu undanfarar hennar. Ástandið er að sögn veðurfræð- æfingastöðvarogsjúkrahús," sagði Seakes. Liðsmenn Contra-skæru- liðanna, scm berjast gegn stjórn- völdunum í Nicaragua, halda til í Hondúras og skipuleggja þaðan árásarferðir inn í Nicaragua. Speakcs sagði við fréttamcnn að 1500 hermenn sandinistastjórnar- innar hefðu farið yfir landamærin sem er stærsti hópur stjórnarher- manna Nicaragua scnt fer yfir landamærin í fjögurra ára dcilii Nicaraguastjórnar og Contra- skæruliðanna. ingsins vcrst í Norður-Kína þar scm mörg landsva:ði hafa orðið illa úti vegna mikillar jafnvægisröskunar á náttúru landsins. Að sögn fréttastofunnar er ríkis- stjórnin nú öll að vilja gerð til að byggja „grænan Kínamúr" á sumum landsvæðum Norður-Kína til að verja landbúnaðarsvæðin þar fyrir frekari eyðingu. ÓSKARSVERÐLAUNIN: PageogAmecheslóguí gegn Þau rosknu nældu sér í „Óskar“- Myndin Jörö í Afríku safnaöi aö sér sjö verðlaunum Los Angeles-Reuter. Mynd Sydney Pollacks „Out of Africa" f Jörð í Afríku) safnaði að sér sjö Óskarsverðlaunum á hinni árlegu afhendingarhátíð kvik- myndajöfranna í HoUywood vestur í Ameríku. Sú hátíð fór fram í fyrrakvöld og vakti eins og ávallt geysilega athygli sem og umræður um réttmæti útnefninganna. Mestu fagnaðarlætin brutust þó ekki út vegna „Out of Africa" heldur þegar hinir gamalkunnu leikarar Geraldine Page og Don Ameche fóru upp á svið til að taka við „Óskurum" sínum. Page var kjörin besta leikkonan fyrir túlkun sína á konu sem ákveð- in er í að snúa til heimabæjar síns í Texas í myndinni „The Trip to Bountiful". Page er nú 61 árs gömul og hefur löngum verið talin ein besta leikkona þeirra Banda- ríkjamanna á sviði sem og í kvik- myndum. Þetta var í áttunda skipt- ið sem hún var útnefnd til Óskars- verðlauna. Verðlaunaafhendingin var hátíð hinna eldri því Óskar fyrir besta Meryl Streep í hlutverki Karenar Blixen í hinni sjöföldu Óskarsverðlauna- mynd „Jörð í Afríku“. leik í aukakarlhlutverki fékk hinn 75 ára gamli Don Ameche. Sá „breikaði" í myndinni „Cocoon“ sem sýnd var í Bíóhöllinni fyrr í vetur. William Hurt var valinn besti karlleikarinn fyrir hlutverk sitt í myndinni „Kiss of the Spider Woman“. Þar leikur Hurt kyn- hverfan gluggaskreytingarmann sem lendir í fangelsisklefa með byltingarsinna. Myndin var tekin í Brasilíu. Besta leikkonan í aukahlutverki var kjörin Anjelica Huston er lék í „Prizzi’s Honour". Sú mynd var tilnefnd til fjölda Óskarsverðlauna en fékk aðeins ein. Það var þó einum „Óskar“ meira en myndin „The Colour Purple“ fékk en þessi mynd Stevens Spielbergs um of- beldisgjarnt hjónaband fátækrar svertingjakonu var útnefnd til 11 Óskarsverðlauna. Ekki fóru leikararnir Meryl Stre- ep og Klaus Maria Brandauer heim með „Óskar" í fanginu þrátt fyrir útnefningu beggja fyrir hlutverk sín í „Out of Africa“. Hins vegar var Sydney Pollack kjörinn besti leikstjórinn fyrir þessa mynd sem einnig fékk ýmar tæknilegar viður- kenningar. Argentíska myndin „The Offici- al Story“ var valin besta erlenda myndin en hún fjallar um erfiðleika konu á tímum „óhreina stríðsins“ í Argentínu. Af öðrum myndum sem komu út með „Öskara eftir verðlaunahá- tíðina má nefna „Witness", mynd Peters Weir og myndina „Back to the Future". Grænn Kínamúr

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.