Tíminn - 26.03.1986, Page 6

Tíminn - 26.03.1986, Page 6
6 Tíminn Tímitin MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin i Reykjavik Ritstjóri: NíelsÁrniLund Auglýsingastjóri: SteingrímurGislason Innblaösstjóri: OddurÓlafsson Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími:' 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaöaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306 Verð í lausasölu 45.- kr. og 50.- kr. um helgar. Áskrift 450.- Friður þarf að ríkja á vinnumarkaðnum í fyrrinótt voru afgreidd frá Alþingi lög sem stöövuðu verkfall mjólkurfræðinga. í Iögunum felst einnig að deilu mjólkurfræðinga skuli vísað til sérstaks kjaradóms sem á að skila niðurstöðu fyrir 1. maí nk. Mikill hraði var á afgreiðslu málsins á Alþingi enda fundir deiluaðila engan árangur borið og verkfall mjólkurfræðinga skollið á. í greinargerð sem fylgdi frumvarpinu sagði m.a. „Kröfur mjólkurfræðinga fela í sér verulegar hækkan- ir og frávik umfram það sem felst í hinum almennu kjarasamningum, sem undirritaðir voru milli ASÍ ann- ars vegar og VSÍ og VMS hinsvegar 26. febrúar s.l.“ Svo umfangsmiklir samningar sem þá voru gerðir fela í sér kjarabót til allra landsmanna í fjölmörgum atriðum fyrir utan beinar kauphækkanir. Ekki verður hjá því komist að aðrar stéttir en þær sem þá sömdu taki verulegt tillit til þeirra samninga og stilli kröfum sínum í hóf. Allt of oft hefur það skeð að fámennir hópar launþega með sterka aðstöðu hafi getað þvingað fram óhóflegar kröfur eftir að aðrar stéttir hafa samið. Slíkir hópar hafa verið nefndir þrýstihópar og með verkföllum sínum hafa þeir oft og tíðum lamað stóran hluta atvinnulífsins á einn eða annan máta. f»ví verðui vart neitað að mjólkurfræðingar hafa vegna aðstödu sinnar náð fram hærri kröfum en almennt gerist. í greinargerð með frumvarpinu segir ennfremur: „Samningar við mjólkurfræðinga nú, sem fælu í sér annað og ineira heldur en samið var um á hinum almenna vinnumarkaði, væru til þess fallnir að riðla því breiða samkomulagi sem náðst hefur og spilla vinnu- friði. Verkfall mjólkurfræðinga veldur auk þess mikilli röskun í mjólkurframleiðslu og miklu verðmætatjóni sem óverjandi væri að stjórnvöld reyni ekki að bægja frá.“ Það má öllum ljóst vera að það er ekki að ástæðulausu sem stjórnvöld grípa til lagasetningar sem þeirrar er samþykkt var á Alþingi í fyrrinótt. Stefna núverandi stjórnvalda er að aðilar vinnumark- aðarins eigi, ef nokkur kostur er, að semja sín á milli um kaup og kjör, en reynslan hefur sýnt að afskipti ríkisvaldsins eru oft óhjákvæmileg. í nýgerðum kjarasamningum tók ríkissjóður á sig miklar byrðar og átti þar með verulegan þátt í að samningar næðust. Til þess að markmið kjarasamning- anna náist reynir á að þjóðin öll sé samstíga og að friður ríki á vinnumarkaðnum. Þjóðin hefur fengið sig fullsadda af verkföllum og þeim fylgifiskum sem þeim fylgja. Það er ekki nóg með að atvinnulíf lamist að meiru eða minna leyti heldur er afleiðing þeirra oft og tíðum verðmætatjón sem þjóðar- búið þolir ekki. Eótt einhverjum finnist harkalega að mjólkurfræðing- um vegið með þessari lagasetningu er engin ástæða til að ætla annað en þeir fari að lögum eins og þeir sjálfir hafa sagt. I?á verður ennfremur að treysta því að kjaradómur verði sanngjarn í mati sínu þannig að allir geti vel við unað; Miðvikudagur 26. mars 1986 lliilll ÍHIlllllli ORÐ í TÍMA TÖLUÐ Kaupum ekki páskaegg! Á tímum verðlagseftirlits, sting- ur það í stúf að verð á páskaeggjum cr óheyrilega hátt, og enginn virð- ist amast við því. Eru íslendingar hreinlega búnir að meðtaka það að allar vörur sérstaklega tengdar há- tíðum kirkjunnar eigi að vera dýr- ari en gengur og gerist? Við kaup- um jólakerti með áfastri grenigrein fyrir þrefalda upphæð, scm kertið og greinin kosta hvort í sínu lagi. Sama er að segja um páskaeggin. Um leið og búið er að steypa súkkulaðið í mótin, þannig að það tckur á sig lögun páskaeggsins, samþykkja neytendur stórfellda álagningu. Einhvern veginn virðist það hafa orðið útundan hjá verðlagslögregl- unni, sú gífurlega og óguðlega álagning sem viðgengst á páska- eggjum. 200 til 250 gramma páska- egg kostar á bilinu fjögur hundruð og upp í fimm hundruð krónur. Sé keypt súkkulaði í blokkunt, sam- svarandi þyngd, þá sparast meira en helmingur. Þegar búið er að brjóta páskaeggið, er bara eftir nammi með gífurlegri álagningu, jú og einn málsháttur, sem flestir kannast við frá þvf í fyrra. Máls- hættirnir eru nú sérstakur kapítuli útaf fyrir sig, og birtast þeir margir fyrsta sinni á prenti í þessum eggjum. En ekki meirum það hér. Ég vil skora á foreldra að kaupa ekki páskaegg handa börnum sín- um fyrir þessa páska, heldur nota þá aðferð sem nokkrir hafa þegar tekið upp, og það er að kaupa súkkulaði steypt í blokkir og hægt er jafnvel að bæta viö nokkrum konfektmolum, og sparnaðurinn er allt að tvö hundruð krónur, þegar um er að ræða 250 gramma egg- Frumskilyrði þess að hægt sé að halda uppi öflugri verðgæslu í land- inu, af hinum almenna neytenda, er að menn hafi gagnrýnan hugsun- arhátt, hvort sem er í kringum verslunarhátíðirnar eða á virkum dögum. Sælgætisframleiðendur hækk- uðu verð á sínum framleiðsluvör- um, rétt fyrir undirskrift samning- anna sem eiga að fela í sér stöðugt verðlag. Síðan hækka þessir sömu menn páskaeggin, unnin úr sama efni og þeir hækkuðu fyrir samn- ingana, um hundruð prósenta. Við megum ckki sætta okkur við það að vörur se'm tengjast stærstu neysluhátíðunum séu seldar með margfaldri álagningu. Það vantar ekki að fólk sé gagnrýnið á verðlag þessa dagana. Oft hefur undirritað- ur orðið vitni að því nú upp á síðkastið að verslunareigendur verða hreinlega fyrir aðkasti hafi viðskiptavinurinn grun urn að hækkun hafiorðið. Þetta er jákvætt svo langt sem það nær, en það nær bara ekki nægilega langt. Svo rót- gróin afstaða, sem kemur fram í því að fólk kaupir páskaeggin með hundraðfaldri álagningu sýnir það að langt er í land. Sælgætisfram- leiðendur taka úr vasa' neytenda hækkanir fyrir allt árið með því leggja svo rausnarlega á fram- leiðsluna. Á móti kemur að eggin sem hænurnar láta frá sér allt árið hafa lækkað. Það er furðulegt að ein- hver skuli ekki reyna að græða á þeim líka þessa dagana. Ég er viss um það væru eggin máluð gul væri einhver tilbúinn til þess að kaupa þau á mun hærra verði en gengur og gerist, því að gul eru þau orðin hluti af páskunum. Hænurnar verpa eins eggjum állt árið og súkkulaðið er eins á bragðið allt árið. Það er ekkert betra þó að páskar séu í nánd og súkkulaðið í öðru formi en gengur og gerist. -ES illllllllllllllllllllllllll VlTT OG BREITT . .........................................................................................................Illlll........ ' 'IIJIIIIIIIIIIIIIM^^ .......................................................................................I1IIII NÚ EIGA ÞEIR RÍKU AD „GEFA“ ÞjéAaigjöfin frá 1974 stendur hcMnr aöturleg vestur á Melum. Þjóðarbókhlaðan er farin að ganga úr sér áður en hún er fullbyggð. Framkvæmdir eru löngu hættar vegna fjárskorts og hafa engar áætlanir staðist. Nú berast fréttir um að einhver glæta sé að verða til varðandi bygginguna. Menntamálaráðherra er með frumvarp í smíðum um að lagður verði á sérstakur eigna- skattsviðauki til að Ijármagna framhald byggingarinnar. Að visu mun það var í verkahring fjármála- ráðherra að undirbúa lagafrum- vörp um skatta, en það er sama hvaðan gott kcmur. Á fjárlögum undangenginna ára hefur ekki verið tU nokkur pening- ur í þjóðarbókhlöðuna og þjóðin þvi svikin um gjöfina. En nú á að sækja peninga í vasa hinna ríku, og þykir sumum tími tU kominn. Viðkunnanlegra væri samt að skattleggja þá með eðlUeg- um hætti í stað þess að marka skatta þeirra í sérstök þjóðþrif- averkefni. Moggi nefnir dæmi um hvcrnig auðkýfingamir verða skattlagðir til að standa straum af þjóðargjöf- inni. Maður sem á skuldlausa eign upp á 3 milljónir kr. á að standa undir auknum álögum sem nemur 3.500 kr. á ári tU að Qármagna bygginguna. Fá svo gjaldendur skrautritað gjafabréf fyrir framlagi sínu í þjóðargjöfina. Það má ekki minna vera en að ríka fólkið fái skrautrítaða kvittun fyrír framlagi sínu. Þá lítur þetta út eins og gjöf og höfðingsskapur af hálfu eignamannanna. Gjaldheimtan gæti tekið þetta tU fyrirmyndar og skrautrítað kvitt- anir fyrír áföllnum kostnaði af nauðungaruppboðum þcgar þeir eignaiitlu em að bjarga því litla sem þeir ciga undin hamrínum. Það gæti aukið sjálfsvirðingu þeirra cignaminni. Það er annars Ijóta uppákoman að neyðast til að seilast í vasa þeirra ríku og láta þá gefa þjóðinni gjöf. Maður hélt að skattalöggjöfin værí til þess sniðin að leyfa þeim auðugu að eiga eignir sínar og skulda- og hlutabréf í friði en nauðga launafólki, og sjá til þess að það komist aldrei í hóp þeirra sem ríkissjóður og bankarnir biðla svo ákaft tU i auglýsingafylliríinu sem þeir era á kafi í þessa dagana. Menntamálaráðherra ætlar að ná 360 mUlj. kr. með því að leggja á 0.25% eigaskattsviðauka af hreinni eign umfram 1,6 millj. kr. EUilifeyrisþegar em undanskUdir, sama hve ríkir þeir era. Ef hægt er að ná þessari upphæð með jafn tíkarlegrí skattheimtu af eignafólki, hve mikið værí hægt að láta það borga ef það væri skattlagt í alvöru? Það er ekki nema von að ríkis- sjóður búi við sífelldan vesaldóm. Skatthcimtumennirnir sjá aldrei neinn möguleika á að afla fjár nema með því að leggjast á launa- fólk: Það fær að greiða verulegan hluta launa sina í útsvar og tekju- skatt og svo með himinhrópandi söluskatti sem einnig tekur drjúgan hluta launanna. Fasteignagjöld eru hlægilega lág. Hægt værí að leggja niður útsvarið ef þau væru lögð á með eðlUegum hætti. Eignir, hlutabréf, skuldabréf margs konar og verðtryggðar inni- stæður, allt skattfrjálst. Erfða- skattur i algjöru lágmarki og land- eignir og hlunnindi nær skat tfrjáls. Þegar svo eigendur auðæfa ís- lands eiga að leggja fram smá- smugulega upphæð af ríkidæmi sinu tU að gefa þjóðinni fá þeir skrautrítað skjal sem kvittun fyrír gjöf. Hér með er lagt tU að launþegar hefji söfnun sín á meðal til að Ijúka byggingu þjóðarbókhlöðu og firrí menntamálaráðherra þeirri hneisu að afhenda þeim ríku sérstakt gjafabréf fyrir framiag til þjóð- menningarmáls.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.