Tíminn - 26.03.1986, Qupperneq 7

Tíminn - 26.03.1986, Qupperneq 7
Miðvikudagur 26. mars 1986 Tíminn 7 VETTVANGUR Jóhann Sigurjónsson: Vísindin og Alþjóða hvalveiðiráðið Á forsíðu Tímans þann 18. mars sl. birtist frétt um nýjarupplýsingar um hrefnustofninn við Noreg. í fréttinni var réttilega vitnað til þeirra ummæla minna að mér þættu þær óljósu fréttir sem ég hefði af umræddum niðurstöðum meira í takt við það sem fulltrúar íslands í vísindanefnd Alþjóða- hvalveiðiráðsins hefðu haldið fram á sl. ári. í framhaldi af þessu birtist síðan fréttaskýring þann 19. mars. þar sem lagt var út af ofangreindum fréttum og niðurstaða greinarhöf- undar sú að vegna óábyrgra starfs- hátta innan Alþjóðahvalveiðiráðs- ins bæri okkur að segja okkur úr því. Um niðurstöður höfundar varð- andi nauðsyn úrsagnar íslands úr Alþjóðahvalveiðiráðinu mun ég ekki fjalla. Mér er þó engin laun- ung á því, að margt mætti betur fara í störfum ráðsins, en eflaust á það einnig við um ýmsar aðrar alþjóðlegar stofnanir. En vegna þess að vangavelturnar um úrsögn úr Alþjóðahvalveiðiráðinu snérust að nokkru um ummæli mín um niðurstöðu rannsókna á norska hrefnustofninum og nokkurs mis- skilnings gætti í frásögn fréttaskýr- anda, þykir mér rétt að rekja málsatvik með skýrari hætti en fram hefur komið. Á vegum Alþjóðahvalveiðiráðs- ins starfar vísindanefnd skipuð full- trúum allmargra aðildarríkja ráðsins, sem flestir hafa unnið að rannsóknum á hvölum. Vísinda- nefndin vinnur árlega að úttekt á ástandi hinna ýmsu hvalastofna í heiminum og er ætlað að veita ráðinu, sem yfirleitt kemur saman viku síðar, ráðgjöf um nýtingu stofnanna samkvæmt bestu fáan- legri vitneskju hverju sinni. Við ráðgjöf sína leitar vísinda- nefndin allra tiltækra upplýsinga Síðast en ekki síst þótti okkur stórlega vafa- samt að leggja þessa gölluðu úttekt á hrefnu við Noreg til grundvall- ar við mat á stofninum við Vestur-Grænland og ísland.en íljós kom að það var ekki síst ætlun höfundar með skýrslunni. m °6 hyggist starf hennar að verulegu leyti á umræðum um skýrslur og gögn er lögð eru fram af nefndar- mönnum. Á tveggja vikna fundi nefndarinnar á sl. sumri kynnti fulltrúi Seychelleyja skýrslu sem hann hafði tekið saman um þá hrefnustofna á Norður-Atlantshafi sem nú eru nýttir, þ.e. Vestur- Grænlandsstofninn, Austur- Grænlands, íslands, Jan Mayen stofninn og Norðaustur-Atlants- hafsstofninn (hér eftir nefndur norski stofninn). Það var þessi skýrsla sem ég, ásamt Þorvaldi Gunnlaugssyni frá Reiknifræði- stofu Háskóla íslands, deildum hart á á fundi nefndarinnar sl. sumar. Og til að leiðrétta fram- kominn misskilning á málavöxtum skal tekið fram að norskir starfs- bræður mínir áttu ekki hlutdeild í skýrslu þessari. Höfundur skýrslunnar sótti hins vegar grunninn að útreikningum sínum í gögn um norska stofninn og komst að þeirri niðurstöðu að stofninn væri alvarlega ofveiddur. stærð hans væri nú líklega á milli 20 og 30% þess sem hann var fyrir stríð er veiðar hófust. Og sam- kvæmt útreikningunum átti af- rakstursgeta stofnsins nú að liggja á bilinu 360 til 574 dýr. Samkvæmt þessu bæri því að alfriða stofninn, en það var einmitt megin boðskap- ur skýrsluhöfundar. Það sem viö félagarnir höfðum helst við úttekt nefndarfélaga okk- ar frá Seychelleyjum að athuga var þrennt. í fyrsta lagi komu fram á En eftir stendur sá möguleiki aö norski stofninn, og sá vestur grænlenski reyndar einnig, hafi veriö friðaður á harla hæp- um forsendum. Og þaö kann að reynast viö- komandi þjóðum erfitt að fá leiðréttingu máls síns innan Alþjóða- hvalveiðiráðsins eins og málum er nú háttað. fundinum alvarlegar skekkjur í þeim gögnum sem lágu til grundvall- ar útreikningunum, sem án efa þarf að leiðrétta áður cn lengra er haldið. Samkvæmt verkcfnaskrá fundarins var heldur ekki gert ráð fyrir ítarlcgri úttekt á stofninum að þessu sinni. Norskir vísindamcnn voru því ekki tilbúnir meö gögn, sem til þurfti. Það vcrður varla talið til mistaka af þeirra hálfu, en kom sér þó miður vel. f öðru lagi virtist sem hér væri, a.m.k. að hluta til við að eiga aðferðafræði- lega galla, sem myndu leiða til alls öraunhæfrar túlkunar á ástandi viðkomandi stofns. Útreikningarn- ir gáfu t.d. niðurstöður sem sýndu að ef sömu aðferðum væri bcitt á Vestur-Grænlandsstofninum hefðu síðustu hrefnukýrnar drepist uppúr sl. áramótum! Auk þess þótti okkur sem gleymst hefði að norski stofninn hefur borið uppi veiðar á um eða innan við 2000 dýrum á ári í meira en 40 ár, nokkuð sem vert er að hafa í huga. Síðast en ekki síst þótti okkur stórlega vafasamt að leggja þessa gölluðu úttekt á hrefnu við Noreg til grundvallar við mat á stofninum við Vestur-Grænland og ísland, en í Ijós kom að það var ekki síst ætlun höfundar með skýrslunni. Að afloknu miklu málavafstri fór þó svo, að vísindanefndin taldi ekki rétt að mæla með friðun norska hrefnustofnsins fyrr en frekari útreikningar hefðu farið fram, en nefndin hvatti þó ráðið til að stilla veiðum í hóf. Þannig lá fyrir viðurkenning á að hér þyrfti að vanda betur til verka og norsk- um vísindamönnum gefið eðlilegt svigrúm til frekari gagnaöflunar og athugana, sem nefndin ntun fjalla um á þessu ári. En þegar kom til kasta ráðsins var álit vísindanefndarinnar haft að engu og alfriðun norska stofns- ins samþykkt sem mótatkvæði íslands. Þcssari ákvörðun ráðsins hafa Norðmenn nú fórmlega mót- mælt og eru því óbundnir henni. En el'tir stcndur sá mögulciki að norski stofninn, og sá vestur grænlenski reyndar cinnig, hafi verið friðaður á harla hæpnum forsendum. Og það kann að reynast viðkomandi þjóðum erfitt að fá leiðréttingu máls síns innan Alþjóðahvalvciði- ráðsins eins og máluni er nú háttað. Eftirmáli þessa er sá, að norskir vísindamenn hafa nú unnið hörð- um höndum að endurúttekt á ástandi stofnsins við Noreg. Af fréttum að dæma gefa niðurstöður þeirra ekki ástæðu til þeirrar svart- sýni sem skýrslan frá fulltrúa Seyc- helleyja. En ekki legg ég dóm á úttekt Norðmannanna fyrr en við höfum átt þcss kost að meta for- sendur útreikninganna. Aö sjálfsögðu væri ánægjulegt til þess að vita að árangur starfs Norömannanna færði okkur bctri fréttir um ástand hrcfnustofnanna og jafnframt að við Þorvaldur hefðum haft nokkuð til okkar máls á sl. sumri. Hér er þó vita- skuld ekki um þaö að tefla hver vinnur hvern í deilunt unt rétt og rangt, heldur hvcr sé árangur af sameiginlegu átaki vísindamanna í leitinni að hinu sanna. Vonandi verður mál þetta til að brýna vísindamenn til scm mestrar vand- virkni í störfum og ckki síður fulltrúana í Alþjóðahvalveiðiráð- inu sjálfu, sem fréttaskýrandi átaldi fyrir óábyrg vinnubrögð. liöfundur er sjávarlífTræöingur of> slarfar hjá Hafrannsóknastufnun Magnús Þorsteinsson: Sveitastjórnarlagafrumvarpið Frumvarp til nýrra sveitarstjórn- arlaga, sem ekki varð útrætt á síðasta þingi var endurflutt á því þingi sem nú situr og virðist stefnt að afgreiðslu þess fyrir þinglok, sem ekki munu vera langt undan. Frumvarpið var að stofni til samið af nefnd, sem þáverandi félagsmála- ráðherra skipaði á árinu 1981. í nefndina völdust hinir ágætustu menn en allir úr þéttbýli sem vænta mátti og því ekki við að búast að dreifbýlissjónarmið yrðu fyrirferð- armikil í tillögum hennar. Undirritaður hefur reynt að fylgj- ast með framvindu þessa máls frá því að tillögur endurskoðunarnefnd- arinnar voru sendar sveitarstjórn- armönnum til umsagnar fyrir tæpum tveimur árum. Óumdeilt er að margt horfir til bóta í frumvarpinu en tvö atriði einkum hafa verið umdeild; „lög- þvinguð1' sameining smæstu sveitar- félaganna og ákvæði IX kafla frum- varpsins þess efnis að héraðsnefndir, sem kaupstaðir ættu aðild að, leystu sýslunefndir af hólmi. Hvað fyrra atriðið varðar hef ég komist á þá skoðun að ekki verði lengur hjá því komist að sameina smæstu hreppana öðrum sveitarfé- lögum svo mjög sem byggð hefur grisjast síðustu áratugina. Hvar setja á mörkin verður alltaf álitamál en 50 íbúa lágmarkið sem er í frumvarpinu mun vera mála- miðlun, því endurskoðunarnefndin lagði til að mörkin miðuðust við 100 íbúa. Þó tel ég að ganga verði ákveðnara til verks í þessu efni en gert er í frumvarpinu en í því er ákvæði þess efnis að hafi meirihluti atkvæðis- bærra íbúa sveitarfélags synjað sam- einingu við atkvæðagreiðslu verði það sveitarfélag eigi sameinað öðr- um sveitarfélögum að svo stöddu. Hvað varðar hinn umdeilda IX kafla um lögbundið samstarf sveit- arfélaga í formi héraðsnefnda get ég ekki séð að mikið væri unnið við að héraðsnefndirnar tækju við af sýslu- nefndum, því ekki var gert ráð fyrir yfirtöku á verkefnum sýslunefnd- anna nema lög kvæðu svo á um hverju sinni. Aðild kaupstaðanna að sýslu- nefndum væri þó mjög til bóta svo og að sveitarstjórnirnar kjósi sýslu- nefndarmenn. Breytt skipan sýslu- nefndanna væri kærkomið tilcfni til að endurskoða skiptingu landsins í lögsagnarumdæmi með það að ntarkmiði að sýslumörk skeri ekki byggðarlög og samgöngusvæði eins og nú er raunin víða og nægir í því efni að benda á sýslumörk Múla- sýslna á Fljótsdalshéraði. Sýslunefndirnar yrðu þá sam- starfsvettvangur sveitarfélaga í auknum mæli frá því sem nú er. Þriðja stjórnsýslustigið, umfram þann vísi sem sýslunefndirnar yrðu með þessu móti, hef ég miklar efasemdir um. Veldur þar mestu að ég hef litla trú á að völd og verkefni verði færð frá ríkisvaldinu til þessa stjórnsýslustigs. Það sem þar yrði um fjallað ætla ég að myndi koma að mestu frá sveitarfélögunum og yrði til að rýra sjálfstæði þeirra. Veit ég vel að ýmsir stjórnmálamcnn hafa áhuga fyrir að taka upp þriðja stjórnsýslu- stigið og flytja til þess verkefni frá ríkinu. Minnir mig líka að það hafi verið í stjórnarsáttmála flestra ríkisstjórna sem myndaðar hafa verið hér á landi síðustu áratugina aö fá sveitarfé- lögunum aukið sjálfsforræði. Breyt- ingar í þá veru virðast ekki miklar enn sem komið er. Ræður alþingismanna við 2. um- ræðu í neðri deild um sveitarstjórn- arlagafrumvarpið síðustu daga febrú- armánaðar eru hin fróðlegasta lesn- ing og vil ég hvetja þá sem áhuga hafa á málinu að kynna sér þær. Innlegg Pálma Jónssonar í þá um- ræöu er mér mest að skapi og er það raunar ekki í fyrsta sinn sent það ber við þó tilefni hafi verið önnur. ítarlegar og mjög athyglisverðar cru einnig ræður Friðjóns Þórðar- sonar og Hjörleifs Guttormssonar þó mér þyki skoðanir Hjörleifs hvað varöar þriðja stjórnsýslustigið orka tvímælis. Allir þessir alþingismcnn mæltu ákveðið gegn lögfestingu frumvarpsins á þessu stigi og urðu flciri til þess, þar á meðal Ólafur Þ. Þórðarson scm þó hugðist aðeins sitja hjá við atkvæðagreiðslu. Auk félagsmálaráðherra urðu ekki aðriren þingmcnn úr meirihluta félagsmálanefndar til þess að mæla með samþykkt frumvarpsins með breytingum nefndarinnar. Ekki viröast mér rök þeirra gædd miklum sannfæringarkrafti. Þannig segir Stefán Valgeirsson t.d. að frumvarpið sé alls ekki með meiri vandkvæðum en mörg þau frumvörp sem afgreidd hafi verið á undanförn- um árum og Eggert Haukdal segir að sveitarfélögin fái með þessum lögum allsæmileg lög eins og staðan sé í dag en að sjálfsögöu verði þeim síðar brcytt eftir þörfum hverju sinni. Samþykkt neðri deildar Alþingis s.l. mánudagskvöld á breytingartil- lögum meirihluta félagsmálanefndar er tilefni þessara hugleiðinga. Meginbreytingin er sú að kippt er út IX kafla frumvarpsins án þess að nokkuð komi í staðinn nema lítt áþreifanlegar hugmyndir um héraðs- ncfndir. Samþykkt frumvarpsins í því formi seni það nú er í virðist mér ekki tímabær og ástæðulaust að flana að neinu í þcssu efni svo mjög sem sveitarstjórnarlög snerta alla landsmenn og þá ckki síst þá sem landsbyggöina byggja. Nær einróma stuðningur fram- sóknarmanna í neðri deild við frum- varpið veldur mér furðu. Hugboð hef ég þó um aðeinhverju kunni að valda tillitssemi framsókn- armanna við félagsmálaráðherra, sem ekki skal löstuð. Það er þó trúa mín að samþykkt frumvarpsins á þessu stigi væri bjarnargreiði við ráðherrann og frestun á afgreiðslu þess til næsta þings væri líkleg til að viðunandi lausn fengist á ágreinings- efnum þannig að allir mættu við una. Að þessu sinni mætti láta við það sitja að gera einfaldar breytingar á sveitarstjórnarlögunum hvað varðar atriði eins og kosningaaldur og kjör- daga þó vandséð sé hvaða nauðir reki til að kjósa til sveitarstjórna í þéttbýli í maímánuði þegar ágrein- ingslaust virðist að best fari á því að alþingiskosningar fari fram í júní- mánuði. Magnús Þorsteinsson

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.