Tíminn - 26.03.1986, Blaðsíða 9

Tíminn - 26.03.1986, Blaðsíða 9
O h O'i.'.n ./ ‘ ;r/ Miðvikudagur 26. mars 1986 Edda Heiðrún Backman og Þröstur Leó Gunnarsson í hlutverkum sínum í myndinni „Eins og skepnan deyr“. Eins og skepnan deyr - Stjörnubíó ...AD NEYTA ÞVÍ MEIRI ORKU Eins og skepnan deyr Framleiðandi: Jón Ólafsson Leikstjóri: Hilmar Oddsson Handrit: Hilmar Oddsson Kvikmyndun: Sigurður Sverrir Pálsson Hljóð: Gunnar Smárl Helgason. Tónlist: Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson, Hilmar Oddsson, Wolfgang Amadeus Moz- art Klipplng: Hllmar Oddsson, Kristín Páls- dóttir, Valdís Óskarsdóttlr, Ólafur Rögn- valdsson Leikendur: Þröstur Leó Gunnarsson, Edda Heiðrún Backman, Jóhann Sigurðsson. íslenskir kvikmyndagerðarmenn hafa lent í hlutverki nútíma úti- legumanna, gangandi um í kuln- uðu vori með aleiguna á bakinu á leið til byggða, - þar sem þeirra bíða fáskiptar móttökur. Þar eru fyrir margir forgöngumenn þeirra, kvaldir af samviskubiti yfir að hafa veðsett húsin ofan af fjöl- skyldu þeirra, nagandi fingurna og kalnir á sálinni, En enn finnast garpar haldnir heilagri geggjun er freistast til að láta gamla drauma rætast, ana af stað og vonast til að sleppa nokk- urn veginn ósárir úr hildarleiknum. Eitthvað á þessa leið er sú mynd sem gefin er upp í fjölmiðlum af þessari stétt sem gerir tilkall til þess að nefnast listamenn og kjósa að vinna við kvikmyndina, - þann miðil sem er hvað markaðastur af ódýrri afþreyingarframleiðslu. Og fjölmiðlarnir eru elskari að hin- um yngri og jafnvel hinum óbornu, því þrjóska eldri mannanna minnir um of á Bjart, sem er persóna er fer illa í fjölmiðlum. Þeir kæra sig lítið um menn sem eru slegnir niður, - og er sama um hvort þeir standi upp á eftir eða ekki. Hilmar Oddsson hefur lent í því að vera elskaður af fjölmiðlum. Maðurinn sem kom út úr tóminu og stefndi beint austur á firði þar sem hann ætlaði sér að gera kvik- mynd þrátt fyrir að aðrir lægju í valnum, sárir eftir sama leik. Með reglulegu millibili hafa okkur verið færðar fréttir af kvikmynduninni, þrengslunum í húsinu í Loðmund- arfirðinum, fengið að lesa viðtöl við leikara og leikstjóra og heyrt álit þeirra á myndinni. Svo er okkur sýnd myndin og við komumst að því að forsaga kvik- myndar getur verið miklu skemmtilegri en kvikmyndin sjálf. Þetta er þekkt dæmi úr kvikmynda- sögunni og fleiri sögum og ekkert við því að gera því listin er nátengd lífinu og jafnvel fjölmiðlunum. En þetta snertir ekki þá sem stóðu að myndinni, nema fyrir það að umtal getur aldrei skaðað góðar kvikmyndir. Eins og skepnan deyr fjallar um tvær persónur, Helga og Láru, sem hafa lítinn stuðning af öðrum þátt- um en Loðmundarfirðinum sjálfum. Aðrar persónur eru lítil- vægar; Baldur, bróðir Helga, færir þau í og úr firðinum, hinn dularfulli og ósýnilegi nábúi til að skapa spennu þegar samband aðalpers- ónanna dugir ekki til, varðskips- menn þverskallast við tilmælum Helga og skapa alvarleika í lokin. Helgi mótar söguþráð myndar- innar og persóna Láru mótast af viðbrögðum við gerðum hans. Hann er rót- og ábyrgðarlaust ungmenni sem hræðist manndóm- inn, dreymir um að verða rithöf- undur, en burðast með tilgangs- leysistilfinningu. Aumasti hégómi, segirprédikar- inn, aumasti hégómi; allt er hégómi og eftirsókn eftir vindi. Þessum fræðum kynnist Helgi af biblíu sem hann finnur í Loðmund- arfirðinum og vinnur síðan skáld- skap sinn úr. Því verða allir dagar hans kvöl, og starf hans armæða; jafnvel á næturnar fær hjarta hans eigi hvíld. En einnig þetta er hégómi, - eins og stendur í áður- nefndum prédikara, sem gefur myndinni nafn. En öfugt við prédikarann sem mælir fram hégómatal sitt af eld- móði, springur Helgi í lokin og öskrar „það skiptir ekkert máli“ dauðadrukkinn. Þar sver hann sig í ætt við fyrirrennara sína í íslensk- um bókmenntum, leikritum og kvikmyndum, sem slæva uppgjör með drykkju að hætti þorrablóta. Lára er úr öðru efni en Helgi Hún veit, - svo enn sé vitnað í prédikarann, - að betri eru tveir en einn, því að falli annar þeirra, þá getur hinn reist félaga sinn á fætur. Hún reynir því að líða Helga þrátt fyrir alla hans skapvonsku og tikt- úruskap, mun lengur en áhorfend- um þykir eðlilegt. Þessum tveim persónum er ætlað að bera uppi myndina, spennan á milli þeirra og inni í þeim á að halda athygli áhorfandans. Þetta þykir mér hafa mistekist. Hvorugt hefur nóg til að hægt sé að sökkva sér í þau og átökin á milli þeirra eru of flöt og litlaus til að skapa spennu. Áhorfendur kynn- ast þeim lítið sem ekkert eftir því sem líður á myndina og uppgjörið í lokin hefur alltof veikan aðdrag- anda til að geta talist trúverðugt. Myndina skortir ris, hún sígur áfram og missir af tækifærum til að auðga persónurnar og söguþráð- inn. Ég fékk það á tilfinninguna þegar ég sat og horfði á myndina að of fast hefði verið haldið við handritið og myndin því orði jafn stíf og raun er á. Af frammistöðu einstakra að- standenda ber fyrst að nefna Sigurð Sverri Pálsson sem skilaði áferða- fallegri mynd, sum skotin voru allt að því ægifögur. Edda Heiðrún Backman skilaði sínu hlutverki með sóma og hefði verið skemmti- legt ef hún hefði haft úr meiru að moða. Þröstur Leó Gunnarsson var mistækur í sínu hlutverki, stóð sig betur í fyrri hluta myndarinnar þegar minna mæddi á honum. Jóhann Sigurðsson hafði þakklát hlutverk þar sem hann var sá eini sem áhorfendur höfðu trú á að gæti gefið sér frí frá sambandi hjóna- leysanna. Tónlist Hróðmars Inga Sigurbjörnssonar var áheyrileg, en stundum truflandi. Hljóðupp- taka Gunnars Smára Helgasonar var skýr. Hilmar Oddsson hefði átt gæða verk sitt meiri skáldskap, dýpt og risi. Sagan hefði mátt að ósekju vera risjóttari, fjölbreytilegri og jafnvel pínulítið skemmtilegri. Því eins og segir í margnefndum préd- ikara - ef eggin er ekki brýnd, þá verður maðurinn að neyta því meiri orku. Megi Guð forða aðstandendum þessarar myndar að bíða fjárhags- legt tjón af því að reyna að færa okkur hinum kvikmynd að horfa á, og megi hann gefa þeim möguleika á að þroskast í list sinni. Gunnar Smári Egilsson llllllilllllllllllllllilllll KVIKMYNDIR lllllllllllllllllllllilllllllllllliilllllllllllllllllllllllllllllllllillll^ Tíminn 9 Nýr rektor við Skálholtsskóla Skólanefnd Skálholtsskóla hefur einróma ráðið séra Sigurð Árna Þórðarson sóknarprest að Staðarfelli í Köldukinn sem rektor Skálholts- skóla til tveggja ára. Séra Sigurður Árni var vígður til prestsþjónustu árið 1984. Hann hef- ur verið virkur í æskulýðsstarfi hér heima og erlendis og unnið margvís- leg störf á vegum Unglingaathvarfs Reykjavíkur og ýmissa sjúkrastofn- ana. Kona hans er séra Hanna María Pétursdóttir sóknarprestur að Hálsi í Fnjóskadal og eiga þau eina dóttur barna. Séra Sigurður Ámi Þórðarson. Guðbjöm Jónsson tckur við verðlaununum úr hendi Grétars Haraldssonar markaðsstjóra Kreditkorts hf. en með á myndinni era Helgi Jóhannsson framkvæmdastjóri Samvinnuferða-Landsýn og Fanný Clausen eiginkona Guðbjöms og dóttir þeirra hjóna. Happdrættisfarmiði - hjá Kreditkorti og Samvinnuferðum Nýjasta leiðin til að spila í happ- drætti er að kaupa sér sumarleyfis- ferð með Samvinnuferðum-Landsýn og borga með Euro-korti. Þetta gerðu þau hjónin Guðbjörn Jónsson og Fanný Clausen, með góðum ár- angri, því þau hrepptu vinning upp á 20 þúsund krónur sem gengur upp í Mallorca ferð sem þau ætla í í sumar. Til þess að verða gjaldgengur í þessa keppni hjá Samvinnuferðum og Kreditkorti hf. þarf viðkom- andi að hafa greitt staðfestingargjald inn á einhverja af ferðum Samvinnu- ferða með Eurocard korti. Þá eru menn sjálfkrafa með í keppninni, en til þess að verða gjaldgengur vinn- ingshafi þurfa menn að hafa staðið í skilum á kortinu. Vinningar eru dregnir út mánaðarlega og er upp- hæðin ávallt sú sama, kr. 20 þúsund. -BG Núverandi og fráfarandi formaður kvenréttindafélagsins. Lára V. Júlíusdótt- ir og Esther Guðmundsdóttir. NÝR FORMADUR í KVENRÉTTINDAFÉL. Kvenréttindafélag fslands hélt aðalfund sinn mánudaginn 17. mars s.l. Fráfarandi formaður, Esther Guðmundsdóttir, flutti skýrslu stjórnar fyrir síðastliðið ár, sem var lokaár kvennaáratugar Sameinuðu þjóðanna og var starfsemi félagsins óvenjuleg á margan hátt þess vegna og víða komið við. Við stjórnarkjör baðst Esther Guðmundsdóttir undan endurkjöri sem formaður og var Lára V. Júlíus- dóttir kosin formaður í hennar stað. Stjórnin er að öðru leyti þannig skipuð: Arndís Steinþórsdóttir vara- formaður, Jónína Margrét Guðna- dóttir, Erna Bryndís Halldórsdóttir. Ásthildur Ketilsdóttir, Helga Sigur- jónsdóttir, Áslaug Brynjólfsdóttir. Valgerður Sigurðardóttir, Ragn- heiður Guðmundsdóttir, Kristín Jónsdóttir, Dóra Guðmundsdóttir, Edda Hermannsdóttir. Dóra Ey- vindardóttir og Sólveig Ólafsdóttir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.