Tíminn - 26.03.1986, Blaðsíða 10

Tíminn - 26.03.1986, Blaðsíða 10
lOTíminn Miðvikudagur 26. mars 1986 TÓNLIST Fiðlukonsert Szymanovskis Á sinfófiíutónleikunum 20. mars stýrði Thomas Sanderling tónsprota en Szymon Kuran lék einleik í 1. fiðlukonsert Karols Szymanovskis. Sanderling mun vera nýr á stjórn- endapalli hér, en hann ólst upp í Leningrad og Austur-Berlín og flutt- ist „vestur" um 1970. Sanderling hefur sérkennilegan stíl, líkastan því til að sjá sem hann sé í fang- brögðum við ósýnilegan mótstöðu- mann. Hins vegar er taktslag hans nákvæmt, og hljómsveitarmenn töldu sig læra mikið af honum. Kunnugur sagði, að Sanderling sé ,,lítið fyrir að „leggja tilfinningu í stjórn sína - það sé allt skrifað í nóturnar", en þeim mun meiri áherslu leggi hann á að útskýra það sem skýra þurfi og vinna í mikilvæg- um stöðum. Fyrstur var forleikur að Meistara- söngvurunum frá Nurnberg eftir Wagner, og var mikill hljómur og góður íhljómsveitinni. Þákomfiðlu- konsert Szymanovskis og einleikur Szymonar Kuran, sem verið hefur annar konsertmeistari Sinfóníu- hljómsveitarinnarsíðan 1984. Kuran er meiriháttar fiðlari, svo sem áður hefur komið í Ijós en al'drei greinileg- ar en á þessum tónleikum, enda var honum ákafar fagnað en venja er til. Mátti jafnvel skilja þau fagnaðarlæti svo, að menn vildu heyra allan konsertinn aftur, en Kuran vartilbú- inn með annað aukalag, litlu styttra en konsertinn, einhvers konar fiðlu- sónötu með píanóundirleik Guðríð- ar St. Sigurðardóttur eftir Karol Szymanovski. Svo er að sjá, að Szymon Kuran hafi verið orðinn talsvert áberandi í tónlistarlífi Póllands þrátt fyrir ung- an aldur, t.d. varð hann konsert- meistari í Baltísku fílharmoníunni 25 ára. Frá Póllandi fluttist hann 1983. Szymanovski (1882-1937) er hins vegar eitt merkasta tónskáld ,: "SS ]#5k..., .5 Thomas Sanderling. S/ynioii Kuran. Pólverja á þessari öld. Fiðlukonsert þessi er frá 1916, í einum þætti, og mjög „nútímalegur". Konsertinn hefst með hálfgerðri óreiðu í hljóm- sveitinni, síðan kemur einleiksfiðlan inn mjög fallega og dregur hljóm- sveitina smám saman á sitt band. í einleikskadensunni nálægt lokum konsertsins kemur eins konar yfirlit yfir þessi átök, og flutti Kuran hana, sem annað. mjög listilega. Eins og áður sagði féll áheyrendum þessi flutningur svo vel í geð, að margir hefðu viljað heyra konsertinn allan aftur. Loks kom 8. sinfónía Beethovens, sem aldrei er of oft flutt fremur en aðrar sinfóníur hans. Þessi telst þó ekki meðal hinna allra mestu, þykir of vorleg og bjartsýn, til áð ná máli. Hljómsveitin flutti þessa sinfóníu ekki sérlega vel í þetta sinn, enda hefur sjálfsagt mestur æfingakraftur- inn farið í fiðlukonsertinn. Sig. St. Dagar knéfiðlunnar Á síðustu háskólatónleikum fyrir páska, hinn 12. marz, fluttu Inga Rós Ingólfsdóttirog Hrefna Eggerts- dóttir verk fyrir knéfiðlu og píanó eftir Gabriel Faurc (1845-1924) og Bohuslav Martinu (1890-1959). Þær Inga Rós og Hrefna voru samtímis við nám í Tónlistarskólanum í Reykjavík og luku báðar einlcikara- prófi þaðan vorið 1976. Síðan stund- uðu þær framhaldsnám hvor á sínum stað í Þýskalandi og Austurríki, og komu heim til starfa 1982. Inga Rós er kncfiðlari í Sinfóníuhljómsvcit Islands en Hrefna stundar undirleik og kennslu. Efnisskráin skiptist talsvcrt í tvö horn: Gabriel Faurc hefur lagrænan stíl, enda stór hluti verka hans sönglög að sögn efnisskrárinnar.' Þær stöllur fluttu lög hans þrjú af mikilli næmni og innlifum; Inga Rós hefur fallegan og fremur bjartan og kjarnmikinn tón ogspilaraf öryggi- hjá henni gætir alls ekki þess votts aí fálmkenndri spilamennsku sem mér hefur stundum þótt bera við hjá strengleikurum sem lengi hafa setið á afturbckkjum stórhljómsveita og ekkert getur sigrazt á nema vera duglegur að stunda kammermúsík. Eftir Bohuslav Martinu (1890- 1959) léku þær Inga Rós og Hrcfna tilbrigði um slóvakískt stef, sem skáldið samdi á síðasta æviári sínu. Minnugir telja að Martinu hafi heyrzt hér á landi á fyrstu tónleikum Kammersveitar Reykjavíkur fyrir rúmum áratug, og hafði þá enginn heyrt hans getið áður, og síðan hefur hann ekki verið tíður gestur í tón- lcikasölum vorum. Martinu var Tékki sem bjó um tíma í París og síðar í Bandaríkjunum, cn endaði ævina sem prófessor í tónsmíðum í Prag. „Verk hans bera sterkan þjóð- legan blæ, en frönsk áhrif leyna sér þó ekki." Heldur eru tilbrigðin um slóvakískt stcf knúsuð með köflum, en prýðilcga voru þau flutt þarna, og gerðu hlustendur góðan róm að. List um landið Hinn 5., 9. og 10. marz héldu pólsku hljómlistarmennirnir Anna Prabucka-Firlej, píanóleikari, og Krzystof Spcrski, sellóleikari, hljómleika í Norræna húsinu í Reykjavík, í Þorlákskirkju á Þor- lákshöfn, og í Gerðubergi í Breið- holti. Á síðastnefndu tónleikunum, í Gerðubcrgi, slógust Ágústa Ág- ústsdóttir söngkona og Gunnar Björnsson knéfiðlari í hópinn, en á þeirra vegum voru hinir pólsku lista- menn hingað komnir. Breiðhylting- ar tóku þessari listrænu innrás fá- lega, því áheyrendur voru 9 talsins, og mun slík aðsókn ekki einsdæmi þegar listamenn fara út til hinna dreifðu byggða með æðri tónlist. Vegna fámennis voru tónleikarnir líkastir „húskonsert" í stofu tónelsks betriborgara, og höfðu allir af hina beztu skemmtun. Þau Ágústa og Gunnar fluttu þarna vcrk, sem þau hafa áður flutt á háskólatónleikum fyrr í vetur, og lýst hefur verið hér í blaðinu: Ágústa söng ljóð eftir Sibe- líus og Gunnar Gavottu cftir David Popper. En fyrst fluttu pólsku lista- mennirnir Glettur fyrir selló og píanó eftir Eugeniusz Glowski (f. 1938), sem hefur það umfram marga jafn- aldra sína í stétt tónskálda að vera bæði skemmtilegur og skorinorður. Bæði Sperski og Prabucka-Firlej eru kennarar við tónlistarháskólann í Gdansk; á þessum litlu tónleikum kom knéfiðlarinn fyrir sem traustur en óinnblásinn hljóðfæraleikari, en píanistinn sem feikna flínkur og tilþrifa- mikill eldibrandur. Raunar má segja að Prabucka-Firlej hafí „stolið senunni" í flestum þeim verkum sem hún tók þátt í að flytja (sem voru öll önnur en Sónata fyrir 2 selló efir Josef Bodin de Boismortier, samtímamann Sebastí- ans Bach), bæði með spilamennsku sinni og leikstíl, sem ég man tæplega eftir öðrum eins. Stundum minnti hún mest á skapanorn sem er að hræra í örlagapotti þar sem hún lék á flygilinn, með gneistandi tilþrifum og gríðarlöngum og grönnum fingrum. Síðustu verkin á efnisskránni voru eftir Chopin, sem ásamt Franz Liszt, Koperníkusi og Madam Curie er frægastur Pólverja, Ballaða í As-dúr fyrir píanó, óp. 47, og Inngangur og Polonaiser brillante fyrir knéfiðlu og píanó, óp. 3. Bæði eru verkin mest í píanóinu - að sjálfsögðu ballaðan, sem gefur píanistanum öll tækifæri til að gera stóra hluti - en einnig op. 3, því í stuttri kynningu sagði Gunnar Björnsson, að Chopin hefði skrifað þetta æskuverk fyrir yfirstéttarfeðgin; dóttirin var feikna- flínk á píanó en faðirinn áhugasamur knéfiðlari. Verkið virðist því vera allt í píanóinu, eða þannig kom það a.m.k. fyrir þarna. Nafnið Anna Prabucka-Firlej er að vísu ekki þannig, að það taki sér átakalaust bólfestu í langtímaminni íslendinga, en þó gæti vel farið svo að vér ættum eftir að heyra hennar getið síðar, svo ágætur píanisti sem hún er, bæði einleikari og undirleik- ari. Sig.St. Framboðslistar til bæjar- og sveitarstjórnakosninga '86 Framboðslisti Alþýðubanda- lagsins í Hafnarfirði Tillaga uppstillinganefndarum val á framboðslista Alþýðubandalagsins í Hafnarfirði við bæjarstjórnarkosn- ingarnar í vor var einróma samþykkt á félágsfundi miðvikudaginn 12. mars sl. 1. Magnús Jón Árnason, kennari 2. Bergljót Soffía Kristjánsdóttir, bókmenntafræðingur 3. Þorbjörg Samúelsdóttir, verka- kona 4. Sigurður T. Sigurðsson, varafor- maður VMF Hlífar 5. Unnur Runólfsdóttir, verslunar- maður 6. Sólveig Brynja Grétarsdóttir, bankamaður 7. Páll Árnason, vélvirki 8. Hulda Ásgeirsdóttir, fóstrunemi 9. Þráinn Hauksson, rafeindavirki 10. Sigurbjörg Sveinsdóttir, iðn- verkakona ll.ReynirSigurðsson.vélskólanemi 12. Ingibjörg Jónsdóttir, þjóðfélags- fræðinemi 13. Bergþór Halldórsson, verk- fræðingur 14. Jóhanna Eyfjörð, bankamaður 15. Þórarinn Sigurbergsson, hljóð- færaleikari 16. Jón Rósant Þórarinsson, sjómað- 17. Helga Gestsdóttir, verkakona 18. Sigrún Guðjónsdóttir, myndlist- armaður 19. Valgeir Kristinsson, lögfræðing- ur 20. fna Illugadóttir, húsmóðir 21. Örn Rúnarsson, verkamaður 22. Rannveig Traustadóttir, þjóðfé- lagsfræðingur Framboð krata í Hafnarfirði Á fundi fulltrúaráðs Alþýðu- flokksfélaganna í Hafnarfirði 18. mars sl. var framboðslisti Alþýðu- flokksins vegna bæjarstjónarkosn- inganna í vor, samþykktur einu •hljóði. Opið prófkjör fór fram um skipan fimm efstu sætanna á listan- um. Framboðslistinn er þannig skipaður: 1. Guðmundur Árni Stefánsson. 2. Jóna Ósk Guðjónsdóttir 3. Ingvar Viktorsson 4. Tryggvi Harðarson 5. Valgerður Guðmundsdóttir 6. Erlingur Kristensson 7. Þórunn Jóhannsdóttir 8. Sigrún Jonný Sigurðardóttir 9. Eyjólfur Sæmundsson 10. Brynhildur Skarphéðinsdóttir 11. Sigurður Jóhannsson 12. Guðrún Emilsdóttir 13. Svend Aage Malmberg 14. Ingibjörg Daníelsdóttir 15. Erna Fríða Berg 16. Gylfi Ingvarsson 17. Guðfmna Vigfúsdóttir 18. Guðrún Guðmundsdóttir 19. Grétar Þorleifsson 20. Guðríður Elíasdóttir 21. Hörður Zophaníasson 22. Þórður Þórðarson Framboðslisti Alþýðuflokks- ins í Garðabæ Á almennum félagsfundi í Alþýðuflokksfélagi Garðabæjar og Bessastaðahrepps hinn 17. mars sl. var • framboðslisti Alþýðuflokksins til bæjarstjórnarkosninganna í Garðabæ lagður fram af uppstill- inganefnd og samþykktur sam- hljóða. Listinn er þannig skipaður: 1. Helga Kristín Möller, kennari 2. Örn Eiðsson, fulltrúi 3. Gestur Geirsson, nemi, 4. Erna Aradóttir, fóstra 5. Finnbogi Sævar Guðmundsson, byggingameistari 6. Magnús Stephensen, bygg.tækni- fræðingur 7. Elín Guðjónsdóttir, háskólanemi, 8. Margrét Tómasdóttir, fulltrúi 9. Kristín H. Tryggvadóttir, deildar- stjóri 10. Hörður Sumarliðason, járnsmið- ur 11. Valborg Böðvarsdóttir, fóstra 12. Hilmar Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri 13. Páll Garðar Ólafsson, læknir 14. Eggert G. Þorsteinsson, forstjóri Framboðslisti Alþýðubandal. og Óháðra kjós- enda á Húsavík 1. Kristján Ásgeirsson, útgerðar- stjóri 2. Valgerður Gunnarsdóttir, skrif- stofumaður 3. Örn Jóhannsson, múrari 4. Hörður Arnórsson, forstöðumað- ur 5. Regína Sigurðardóttir, launafull- trúi 6. Einar Jónasson, rafvirki 7. Þuríður Freysdóttir, fóstra 8. Hermann Jóhannsson, mjólkur- fræðingur 9. Aðalsteinn Baldursson, verka- maður 10. Elín Kristjánsdóttir, bókasafns- vörður 11. Árni Sigurbjörnsson, tónlistar- kennari 12. Jóhanna Magnea Stefánsdóttir, verkamaður 13. Guðmundur Eiríksson, verka- maður 14. Rannveig Benediktsdóttir, verkamaður 15. Magnús Hreiðarsson, sjómaður 16. Aðalbjörg Sigurðardóttir, ritari 17. Þórarinn Vigfússon, skipstjóri 18. Jóhanna Aðalsteinsdóttir, hús- móðir Frambjóðendur Kvennalistans í Reykjavík Framboðslisti Kvennalistans vegna borgarstjórnarkosninganna í vor er skipaður á eftirfarandi hátt: 1. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. 2. Elín G. Ólafsdóttir 3. Kristín Blöndal 4. Hulda Ólafsdóttir 5. María Jóhanna Lárusdóttir 6. Eygló Stefánsdóttir 7. Kristín A. Árnadóttir 8. Helga Thorberg 9. Kristín Jónsdóttir 10. Guðrún Halldórsdóttir 11. Sigrún Ágústsdóttir 12. Kristín Ástgeirsdóttir 13. Þórhildur Þorleifsdóttir 14. Málhildur Sigurbjörnsdóttir 15. Kicki Borhammar 16. Ina Gissurardóttir 17. Margrét Sæmundsdóttir 18. Borghildur Maack 19. Helga Sigrún Sigurjónsdóttir 20. Hólmfríður Árnadóttir 21. Dóra Guðmundsdóttir 22. Bergljót Baldursdóttir 23. Guðný Guðbjörnsdóttir 24. Guðrún Kristmundsdóttir 25. Kristín Einarsdóttir 26. Ingibjörg Hafstað 27. Fanney Reykdal 28. Þórunn Benjamínsdóttir 29. Laufey Jakobsdóttir 30. Elín Guðmundsdóttir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.