Tíminn - 26.03.1986, Blaðsíða 12

Tíminn - 26.03.1986, Blaðsíða 12
',‘C r NviiV 12 Tíminn RARIK útboð ^ RAFMAGNSVEITUR RlKISINS w kNfw Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboöum í eftirfarandi: RARIK-86005: Götuljósaperur. Opnunardagur: Miðvikudagur 23. apríl 1986, kl. 14.00. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, fyrir opnunartíma og verða þau opnuð á sama stað að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagns- veitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá og með þriðjudegi 26. mars 1986 og kosta kr. 200,- hvert eintak. Reykjavík 25. mars 1986 Rafmagnsveitur ríkisins. Matseld Tilboð óskast í matseld fyrir Kópavogshæli næstu tvö ár. Útboðsgögn eru seld á skrifstofu vorri á kr. 1000,- stk. Tilboð verða opnuð á sama stað kl. 11.00 f.h. þriðjudaginn 22. apríl 1986 að viðstöddum bjóðendum. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 Kjörskrá Kjörskrá vegna bæjarstjórnarkosningar á Selfossi 31. maí 1986, liggur frammi á bæjarskrifstofunni Eyrarvegi 8, frá og með 1. apríl til 28. apríl nk. á venjulegum skrifstofutíma. Kærufrestur er til 16. maí Bæjarstjórinn á Selfossi fcunhjólp Dagskrá Samhjálpar um páskana: Skírdagur: Almenn samkoma í Þríbúðum kl. 20.30. RæðumaðurKristinn Ólafsson Laugardagur29. mars: Opið hús í Þríbúðum kl. 14-17. Unglingakór Fíla- delfíu syngur. Páskadagur: Samhjálparsamkoma í Kirkjulækjarkoti, Fljótshlíð kl. 15.00. Allir eru velkomnir. Gleðilega páska. Samhjálp. Miðvikudagur 26. mars 1986 Aöalfundur Bandalags kvenna í Reykjavík: Kvennastörf verði endurmetin Eftirfurandi ályktanir voru gerðar á aðulfundi Bandaiags kvenna í Reykjavík, 9. mars: Bandalag kvenna í Reykjavík fagnar þeirri samstöðu sem náðist í síðustu kjarasamningum. Eftir stendur eigi að síður sú staðreynd, að konur eru að stærstum hluta í lægstu launaflokkunum. Bandalagið leggur því til að við næstu aðal- og sérkjarasamninga verði lögð sérstök áhersla á að endurmeta kvennastörf á vinnu- markaðinum, með það að markmiði að jafna þann launamismun sem ríkir milli karla og kvenna. Bandalag kvenna í Reykjavík skorar á konur landsins að þær taki höndum saman um að fylgja eftir þeim árangri sem náðist í rétt- indabaráttu kvenna á síðasta áratug „Kvennaáratuginum". Má í því sambandi nefna lög sem sett voru á Alþingi á s.l. ári um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Lögum þessum ber að fagna sem áfanga í baráttu kvenna til jafnréttis og áhrifa í íslensku þjóðfélagi. Aðalfundur BKR haldinn að Hótel Loftleiðum, 9. mars 1986, lýsir ánægju sinni með þá augljósu umræðu og athygli sem málefni heimavinnandi húsmæðra hafa hlot- ið undanfarið ár. Glöggt dæmi um það er frumvarp til laga um lífeyrisréttindi heimavinnandi fólks og þsál. um réttarstöðu heimavinnandi fólks, - um jöfnun á skattbyrði hjóna, og - að heimilisstörf skuli metin til starfsreynslu. í því sambandi er vert að benda sérstaklega á eina málsgrein í grein- argerð er fylgir síðastnefndri þsál. svohljóðandi: „í heimilisstörfum felst margvís- leg reynsla sem ekki nýtist síður við launuð störf en almenn reynsla feng- in á vinnumarkaðinum. Má þar ncfna þætti eins og frumkvæði, sjálf- stæði, ábyrgð og meðferð fjármuna, en það eru þættir í launuðum störfum, sem einna helst eru metnir til launa á vinnumarkaðinum. í ann- an stað sæta þeir, sem inna af hendi ólaunuð heimilisstörf, stórlega skertum ævitekjum miðað við þá, Betra er að fara seinna yfir akbraut en of snemma. sem geta óhindrað gegnt launuðum störfum alla starfsævi sína. í þessu er m.a. fólgin efnahagsleg mismun- um kynjanna en í langflestum tilvik- um eru ólaunuð heimilisstörf unnin af konum. Það kemur vitaskuld ekki í veg fyrir að karlar, sem sinna ólaunuðum heimilisstörfum sem aðalstarf, njóti þeirra réttinda sem tillagan kveður á um“. Aðalfundurinn ítrekar tilmæli sín frá fyrra ári um úrbætur á trygginga- bótum heimavinnandi húsmæðra . Aðalfundurinn beinir þeim til- mælum til stjórnenda þeirra grunn- skóla er tök hafa á, að þeir skipuleggi stundarskrár þannig, að börn séu á sama tíma í skóla frá ári til árs og geti foreldrar valið um morgun- eða síðdegistíma. Þannig gætu systkin verið öll á sama tíma í skóla og auðveldar það til muna ef húsmóðir vinur hálft starf utan heimilis, og gæti þetta einnig orðið til að auka samverustundir á heimilinu. Vitað er að þetta fyrirkomulag hefir um árabil verið í 2 af grunnskólum Reykjavíkur og reynst mjög vel. „Aðalfundur Bandalags kvenna í Reykjavík, haldin 9. mars 1986, fer þess á leit við fjármála-, mennta- mála-, heilbrigðis- og trygginga- nrála- og dómsmálaráðuneytin, að þau beiti öllum tiltækum ráðum til að koma í veg fyrir og uppræta vímuefnaneyslu í landinu.“ „Aðalfundur BKR, haldinn sunnudagin 9. mars 1986, endurtek- ur þá eindregnu áskorun sína frá síðasta aðalfundi, að skora á hæstvirt Alþingi og heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytið, að veita á fjár- lögum 1987 fé til stofnunar meðferð- arheimilis fyrir unga vímuefna- neytendur. Skjótra áðgerða er þörf í þessu mikla og vaxandi vanda- máli." „Aðalfundurinn skorar á ríkis- stjórn og borgarstjórn að sjá til þess að nægilegt fé fáist hið fyrsta til þess að ljúka neðstu hæð B-álmu Borgar- spftalans, sem ætluð er fyrir sjúkra- og iðjuþjálfun aldraðra. Ennfremur leggur fundurinn áherslu á mikilvægi þess, að þær þrjár hæðir, sem enn eru ófrágengn- ar, verði fullgerðar eins fljótt og unnt er og að framkvæmdir við þær stöðvist ekki vegna fjárskorts." „Aðalfundur Bandalags kvenna í Reykjavík. haldinn 9. mars 1986, beinir þeim tilmælum til Sjúkraliða- félags íslands. Hjúkrunarfélags ís- lands og Félags háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga, að allra ráða verði leitað tii þes að ráða bót á þeirri fólkseklu, sem undanfarið hef- ur háð eðlilegri og æskilegri umönn- un sjúkra og aldraðra, m.a. á B-álmu Borgarspítalans." „Aðalfundurinn fagnar því að nú er fastráðinn prestur við Borgar- spítalann. Einnig eru það tilmæli fundarins, að ráðnir verði prestar við ríkis- spítalana. Þaö hefur sýnt sig, að full þörf er fyrir slíka þjónustu." „Aðalfundurinn skorar á borgar- yfirvöld að gera sitt ýtrasta til þess að fleira hæft fólk fáist til þeirra bráðnauðsynlegu starfa, sem heimil- isþjónusta borgarinnar lætur í té, t.d. með enn auknu námskeiðahaldi, er leiddi til umtalsverðra launahækk- ana. Ennfremur, hvort ekki mætti auka fríðindi fólksins með því að sjá því fyrir vinnufatnaði, merktum Heimilisþjónustu Reykjavíkurborg- ar, að sjálfsögðu." „Aðalfundur BKR, haldinn 9. mars 1986, beinir þeim eindregnu tilmælum til stjórnvalda, að verði virðisaukaskattur álagður, leiði hann ekki til hækkunar á nauð- synjavörum heimilanna. Fundurinn beinir því til við- skiptaráðuneytisins, að ef notkun greiðslukorta leiðir til hækkunar vöruverðs, verði það ekki látið bitna á þeim sem ekki nota þau. Fundurinn hvetur neytendur til að fylgjast vel með þeim upplýsingum sem verðlagsstofnun sendir frá sér, en hafa jafnframt í huga gæðamat vörunnar og aðgengilegar uplýsingar sem koma öllum til góða. Þá skorum við á neytendur að kaupa íslenskar vörur og efia þar með iðnaðinn í landinu." „Aðalfundurinn fagnar því, að 13. gr. almannatryggingalaga, varð- andi 80% greiðslu makabóta af ein- staklingslífeyri, hafi verið breytt á þá leið að nú megi greiða 80% af samanlögðum lífeyri og tekjutrygg- ingu, þegar sérstakar ástæður eru fyrir hendi. Aðalfundurinn beinir enn einu sinni þeim tilmælum til háttvirtra alþingismanna, að þeir breyti lögum um fæðingarorlof á þá leið, að allar konur fái sömu greiðslu frá Trygg- ingastofnun ríkisins. Aðalfundurinn leggur áherslu á það við Alþingi og heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytið, að bæta hag þeirra sem hafa lífsviðurværi sitt af tryggingabótum og það lágum greiðslum úr lífeyris- sjóðum, að þær nái ekki grunnlífeyri frá Tryggingastofnuninni, þannig, að tekjutrygging skerðist ekki." „Aðalfundurinn vill beina þeim tilmælum til safnaðarfélaganna að þau vinni að fegrun á umhverfi kirkju sinnar, t.d. með gróðursetn- ingu trjáa og blóma á kirkjulóðinni, ásamt snyrtingu og öðru því sem til fegrunar mætti verða, eftir því sem skipulag leyfir." „Aðalfundur Bandalags kvenna í Reykjavík, haldinn 9. mars 1986, skorar á landbúnaðarráðuneytið og Stéttarsamband bænda, að beita sér fyrir rannsóknum á íslensku mjólk- inni, í því skyni að unnt verði að framleiða þau efni, sem notuð eru til brauðgerðar og annarrar fram- leiðslu, en innflutt hafa verið til þessa".

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.