Tíminn - 26.03.1986, Blaðsíða 13

Tíminn - 26.03.1986, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 26. mars 1986 LANDBÚNAÐUR Hákon Sigurgrímsson: Erfiðleikar mjólkur- framleiðslunnar Mjólkurkvótinn hefur orðiö mönnum drjúgt umræðuefni síðustu vikur og minnist ég þess ekki að nokkurt eitt mál innan landbúnaðar- ins hafi vakið jafn miklar hræringar hin síðari ár. Margra og misjafnra grasa kennir í þessum umræðum en nokkur atriði ganga þó cins og rauður þráður í ' gegnum umfjöllunina. Ég mun í ! þessari grcin ræða sum þcirra og leitast við að skýra nokkuð hvað að baki þcirra býr. Af leiðing - ekki orsök Útrcikningar fullvirðisréttarins eða mjólkurkvótinn, eins og hann er almcnnt kallaður cr umbúðalaus staðfesting á þeirri stöðu scm ríkt hefur í málefnum mjólkurfram- leiðslunnar undanfarin ár, stöðusem allir hafa vitað um en fáir viljað horfast í augu við. Kvótinn er því afleiðingen ekki orsök í þessu máli. Mjólkurframleiðcndur hafa búið við framleiöslustjórnun frá árinu 1979. I fyrstu tóku bændur stjórnun- ina mjög alvarlega, þeir fengu út- reiknað búmark og komið var ú skömmtun á kjarnfóðri. Á tveimur árum minnkaði fram- leiðslan úr 117 milljónum lítra árið 1979 í 103 milljónir árið 1981. Hins vegar hafði þetta kerfi þann megingalla að möguleikar voru ekki á að tilkynna hverjum einstökum bónda fyrirfram hve mikið liann mætti framleiða. Ástæðan var sú að ekki var vitað fyrirfram hve miklir fjármunir yrðu til ráðstöfunar til þess að greiða mjólkina fullu verði og menn treystu sér ekki til að axla þú ábyrgð sem því fylgdi að áætla það. Hætt var við kjarnfóðurskömmt- unina árið 1981 og í reynd varð þessi stjórnun aðeins aðferð til þcss að jafna niður eftirá þeim halla sem var á mjólkurframleiðslunni, þ.e. jafna niður því sem á vantaði að innlendi markaðurinn og útflutningsbæturnar nægðu til að greiða fullt verð fyrir alla framleiðsluna. Vegna þess hve kerfið var laust í reipum sáu margir sér leik á borði að auka framleiðsl- una í von um að fá a.m.k. hluta viðbótarinnar greiddan fullu verði, en aðrir virtu liins vegar aðvaranir bændasamtakanna og drógu úr fram- leiðslu. Kerfið gliðnaði smám saman. framleiðslan tók að aukast á ný og varð rúmar 106 milljónir lítra árið 1983. Á milli áranna 1983 og 1984 fjölguðu bændur kúm sínum um eitt þúsund. Allir gátu séð til hvers það myndi leiða, ekki síst þegar saman fór batnandi árferði. Segja má að það hafi verið mjólkin úr þessum kúm sem stóð fram af við lok síðasta verðlagsárs, en það verð- lagsár jókst framleiðslan enn og varð 111 milljónir lítra. Almanaks- árið 1985 varð framleiðslan 115,8 milljónir lítra sem er 7,4 milljóna lítra aukning frá árinu á undan. Þar af var aukningin 4.5 milljónir á 4 síðustu mánuðum ársins. Pessu veld- ur fyrst og fremst góðærið og það að enn hafði kúm fjölgað um nær 700. Samningurinn við ríkið Gamla búmarkskerfið réð ekki við þessa þróun og því var óhjá- kvæmilegt að finna nýja aðferð til að stjórna framleiðslunni. Með búvörulögunum sem sam- þykkt voru í júní sl. var landbúnað- arráöhcrra heimilað að gera samning við Stéttarsamband bænda um ákveðið magn mjólkur sem ríkið ábyrgðist bændum fullt verð fyrir. 1 ágústmánuði var gerður samningur um að ríkið ábyrgðist verð á 107 milljónum lítra, en það er því sem næst sama magn mjólkur og fram- leitt var árið 1983 áður en kýrnar 1000 bættust í kúaflota landsmanna. Samningur þessi markar þáttaskil í framleiðslustjórnuninni. Hann set- ur mjólkurframleiðslunni skýr mörk sem gcfa ekki færi á að fara út fyrir. Menn geta ekki lengur „gert út á kerfið" eins og áður var. Jafnframt veitir samningurinn framleiðendum öryggi sent áður var ekki fyrir hcndi. Um hvað er deilt? Almenn ánægja ríkti meðal bænda sl. haust um samninginn viö ríkið. Eg man ekki eftir einni einustu gagnrýnisrödd þá í garð hans og á aðalfundi Stéttarsambandsins á Laugarvatni var samningurinn sam- þykktur með atkvæðum allra fund- armanna. Það er því ekki samningurinn sem deilum veldur nú heldur það hvernig mjólkurmagninu - fullvirðisréttin- um - er skipt milli einstakra fram- leiðenda. Það er misskilningur sem fram kemur í grein eftirTryggva Steinars- son í Hlíð í Morgunblaðinu nýlega að svæðabúmarkið sé „sérstakt hug- arfóstur Stéttarsambands bænda". Pvcrt á móti hefur hugmyndinni um svæðabúmark frá upphafi verið tekið mcð nokkurri varfærni hjá Stéttar- sambandinu. Hugmyndin mun upp- haflega vera komin frá bændum í Austur-Húnavatnssýslu. Með svæðabúmarki hugðust mcnn tryggja bændum á einstökuni lands- svæðum tiltekinn framleiðslurétt og um leið tryggja vinnslustöðvum á þessum svæðurn verkefni. Pálmi Jónssön þáverandi landbúnaðarráð- herra skipaði nefnd til þess að kanna kosti og galla við slíka skipt- ingu síðla árs 1982. Sú nefnd mælti með því að tekið yrði upp héraðsbú- mark og á aðalfundi Stéttarsam- bandsins árið 1984 var samþykkt að láta vinna tillögur um skiptingu heildarbúmarksins eftir svæðum. Með nýju búvörulögunum var svo landbúnaðarráðherra heimilað að skipta umsömdu framleiðslumagni milli héraða. Fól ráðhcrra Stéttar- sambandi bænda og Framleiðsluráði að gera tillögur um skiptingu hins umsamda mjólkurmagns milli hér- aða og einstaklinga. Vandfundið réttlæti Það reyndist bæði tafsamt verk og erfitt að finna leið til að skipta fullvirðisréttinum. Það var ekki vegna þess að allir hlutaðeigandi væru að gæta hagsmuna héraða sinna og kæmust þess vegna ekki að sam- komulagi, eins og Tryggvi í Hlíð lætur liggja að í grein sinni. Ástæðan var hins vegar sú að hér var um frumsmíð að ræða sem engan veginn lá ljóst fyrir hvernig vera skyldi. Þegar menn komu heirn frá aðal- fundinum á Laugarvatni var verkið að hcita má óunnið. Aðeins lágu fyrir tillögur um sjálfa svæðaskipt- inguna en skiptingu framleiðslurétt- arins var lítið farið að ræða. Sú leið sem Laugavatnsfundurinn lagði til, að leggja búmarkið 1980 til grund- vallar. reyndist við nánari athugun ófær vegna þeirra miklu breytinga sem síðan hafa orðið á því hvar mjólkin er framleidd. Finna varð leið sem gerði hvort tveggja í senn, að tryggja þann rétt sem upphaflega búmarkið veitir en taka jafnframt nokkurt tillit til þeirra breytinga sem síðan hafa orðið bæði á búmarkinu og í dreifingu fram- leiðslunnar. Hér er ekki rúm til þess að skýra útreikning fullvirðisréttarins í ein- stökum atriðum. Það er mjög eðli- legt að um liann sé deilt því að í málum sem þessum cr ekkert algilt réttlæti til og næstum óhjákvæmi- legt að einhverjir tclji á rétt sinn gengið. Menn ættu því að hafa það í huga að reglugcröin er aðcins sett til eins árs og á þcim tíma hafa komið og munu koma fram vankant- ar sem unnt verður að sníða af fyrir næstu verðlagsár.Einnig ber að hafa í huga að eftir er að úthluta 6.5 milljónum lítra sem nota á til leið- réttinga. Margir eiga því cftir að rétta nokkuð hlut sinn. Hákon Sigurgrímsson Hér hcfir vcrið rakin þróun mjólk- urframleiðslunnar undanfarin ár, og aðdragandi þess er bændur sömdu við ríkið um fullt verð fyrir tiltekið magn mjólkur. Einnig var rakinn aðdragandi þess að ákveðið var að skipta framleiðsluréttinum milli bænda eftir héruðum og hvað lagt var til grundvallar þeirri skiptingu. Hve mikil er skerðingin? Ef tekið er mið af því mjólkur- magni sem bændum er tryggt fullt verð fyrir með samningum við ríkið á þessu verðlagsári annars vegar og framleiðslu síðasta verðlagsárs hins vegar er samdrátturinn um 4%. Ef þessu hefði verið deilt jafnt niður á framleiðcndur hefðu þcir allir orðið að draga saman um þann hundraðshluta. Margir virðast hafa gert ráð fyrir að skerðingunni yrði skipt með þeim hætti. Það hefur hins vegar ætíð verið sjónarmið Stéttar- sambandsins varðandi framleiðslu- stjórnunina að hlífa bæri minni bú- unum við skeröingu svo sem kostur er og einnig að meta þann þegnskap sem margir mjólkurframleiðendur hafa sýnt með því að draga úr framleiðslunni. Því var ákveðið að allir sem framleiða á þcssu verölagsári lægri hundraðshiuta af búmarki sínu en sem nemur fullvirðismarki á svæði sínu, sem er að meðaltali um 75% búmarks, fái alla framleiðslu sína greidda fullu verði. Úthlutað var fullvirðisrétti til 1.866 lögbýla. Þar af fengu 576 enga skerðingu eða tæpt 31% býlanna.' 446 býli fengu innan við 20 ærgildis- afurða skerðingu, þ.e. þurfa að draga saman um 3.500 lítra eða minna. Á 435 býlanna þarf að draga saman um 20 - 50 ærgildisafurðir eða á bilinu 3.500 - 8.700 lítra, 308 þurfa að draga saman um 50 - 100 ærgildisafurðir eða 8.700 - 17.000 lítra og á 101 býli þarf að draga saman um meira en 17 þúsund lítra mjólkur miðað við síðasta verðlags- ár. Það skal enn undirstrikað að eftir er að úthluta 6.5 millj. lítra fram- leiðslurétti og á þessi skerðing því eftir að lækka. Þannig á þeim sem litla eða enga skerðingu fá eftir að fjölga. Miðað við þennan fyrsta útreikning cr þó Ijóst að að um 55% mjólkurframleiðenda fá enga eða óverulega skerðingu miðað við fram- leiðslu þeirra síðasta verðlagsár. Mestur hluti samdráttarins lendir því á innan við helmingi framleið- enda, þeim sent framleiddu unitals- vert yfir fullvirðismarki á svæði sínu. Af þessu sést einnig að tillit er tekið til þcirra bænda sem sýndu þegnskap og drógu saman framlciðsluna. Þar er að vísu ekki gengið eins langt og Stéttarsambandið gcrði tillögur um, en þar var lagt til að bænduni með framlciðsu innan fullvirðisréttar við- komandi svæöis gæfist kostur á að auka framleiðsluna allt að því marki. Á þaö féllst landbúnaðarráðuneytið ekki, a.m.k. ekki í núgildandi rcglu- gerð, hvað sem síðar vcrður. Tekjutapið Mikið hefur verið gert úr því tekjutapi sem mjólkurframleiðend- ur verða fyrir vcgna þess að þeim liefur verið ákveðinn fullvirðisrétt- ur. Augljóst er aö margir fram- leiðendur standa þar framnii fyrir miklum erfiðleikum og aðstaða þeirra til þcss að mæta þeim er ’ákaflcga misjöfn. Hins vegar vcröur að undirstrika að enginn fjárhags- grundvöllur hefur veriö fyrir fram- leiðsluaukningu tvö síðustu ár. Verðlagsárið 1983/1984 var unnt að greiða um það bil 107 milljónir lítra fullu verði og sama magn hefði verið greitt fullu verði af framleiðslu síð- asta verðlagsárs ef ekki hefðu vcrið gerðar sérstakar ráðstafanir. Þctta þýöir með öðrum orðum að 3-4 milljónir lítra af framleiðslu þess árs voru verðlausar. Það er því mjög vafasamt að tala um beint tekjutap þar sem í raun voru engar forsendur til að bændur hefðu tekjur af allri framleiðslunni. Rétt cr að benda á það í þessu sambandi að gamla útflutningsbóta- kerfið hefði ekki tryggt mjólkur- framleiðcndum meiri fullvirðisrétt á þessu verðlagsári en samningurinn við ríkið gerir. Hin raunverulegu fórnarlömb Þótt aðstaða bænda til þess að mæta framleiðsluskerðingunni sé mjög misjöfn eins og áður hefur veriö bent á, er varla nokkur vafi á því að þcir sem vcrst verða úti vegna samdráttarins cru ungu bændurnir sem nýlega hafa lokið framkvæmd- um og hafa aðeins að litlu leyti komið rekstri sínum í gang. Dæmi um slíka menn er Magnús Guðjóns- son í Hrútsholti í Eyjarhreppi og ef hægt er að tala um fórnarlömb þessara aðgerða er það hann og hans líkir. Þessir ungu bændur hafa fengið lán úr opinberum sjóðum og úrskurð um búmark sem þeir hafa litið á sem framleiðslurétt. í trausti þess hafa þeir lagt út í framkvæmdir. Því ber skylda til að koma þeim til hjálpar með einhvcrjum hætti. Kom á óvart Deilt hefur verið á það hve seint reglugerðin um stjórn mjólkurfram- leiðslunnar var tilbúin og margir- mjólkurframleiðendur telja sig ekki hafa vitað hvað var á seyði. Vissulega var mjög bagalegt hve reglugerðin kom seint og margir bændur hefðu getað hagað fram- leiðslu sinni á annan veg ef þeir Tíminn 13 hefðu fengið útreikning um fullvirð- isrétt sinn fyrr í hendur. Á það verður hins vegar að benda að mjólkurframleiðendur hafa á undanförnum þremur árum stöðugt aukið framleiðslu sína þrátt fyrir mjög eindregnar viðvaranir Stéttar- sambands bænda og Framleiðsluráðs um að útilokað væri að þeir gætu fengið viðbótarframleiðsluna grcidda og þegar samningurinn við ríkið var gerður sl. suniar mátti öllum vera ljóst að hann leiddi til samdráttar í framleiðslunni. Mikið áhersla var lögð á að kynna bændum eðli og innihald samnings- ins og að öll framleiðsla umfram hið umsamda magn væri verðlaus. Upp- lýsingum var hvað eftir annað komið á framfæri í bændaspjalli útvarpsins og í Frey t.d. í Stéttarsambandsblaði Freys sem sent er öllum bændum og í október og nóvembcr voru haldnir bændafundir á öllum hclstu mjólk- urframleiðslusvæðunum til þess að kynna samninginn. Þar var gerð grein fyrir því hvcrs væri að vænta við útrcikning fullvirðismarksins. Gerð var grein fyrir því að bændur sem nýttu minna en 75% af búmarki sínu gætu að meðaltali reiknað með fullu verði fyrir framlciöslu stna miðað við síðasta verðlagsár cn stighækkandi skerðing kæmi á fram- lciðslu umfram það hlutlall. Þannig kom Stéttarsambandið upplýsingum til framleiðenda á margvíslegan hátt. en greinilega þarf að styrkja þær upplýsingaleiðir sem viö höfum hingað til talið fullnægj- andi. Ekki buiötil í Bændahöllinni Vandamál mjólkurframlciðenda eru ekki fundin upp í Bændahöllinni og framleiðslustjórnun er ckkert óskabarn þeirra sem þar starfa. For- ustumenn bænda hljóta hins vegar að axla þá ábyrgð sem því fylgir að vcra kjörnir í forustu stéttarsam- taka, bæði gangvart stéttarbræðrum sínum og öðrum. Innan Stéttarsam- bandsins eru menn ekki kpsnir til þess að gæta sérstaklega hagsmuna einstakra landssvæða heldur til þess að gæta heildarhagsmuna bænda- stéttarinnar. Því er fráleitt að tala um að hagsmunir einstakra lands- hluta hafi verið fyrir borð bornir vegna þess að þeir áttu cngan full- trúa í nefnd þeirri sem gerði tillögur um skiptingu framleiðsluréttarins. Framiciðslustjórnun erekki held- ur ncitt markmið í sjálfu sér heldur cr hún tæki til þess að koma fram- lciðslunni í það horf sem mcnn tclja æskilegt og halda henni síðan í jafnvægi. Hún er einnig tæki til þess að drcifa vandanum milli framlcið- enda eins réttlátlega og unnt er og gæta hagsmuna þeirra seni lakar eru settir. Með framleiðslustjórninni á að vera unnt að stýra þróuninni þannig að til heilla verði fyrir framtíð mjólk- urframleiðslunnar. Þau vandamál scm mjólkurframleiðslan á nú við að glírna cru ekki fjörbrot deyjandi atvinnngreinar, þvert á móti, miklu fremur eru það fæðingarhríðar nýs tíma þcssari mikilvægu búgrein. Sem stendur vinnur fleira fólk við mjólkurframleiðslu en haft getur fullar tekjur af henni. Það er yfirlýstur vilji Stéttarsam- bandsins aö „stuðlað verði að þcirri bústærð sem geti veitt fjölskyldu lífsframfæri sitt með hagkvæmri tækni og eðlilegu vinnuálagi". Því verður að leggja áherslu á að þeir sem þegar hafa fjárfest í góðri að- stöðu geti haldið áfram framleiðslu. Hinum þarf að hjálpa til að hefja aðra framleiðslu. Umfjöllun fjölmiðla Það er áberandi hve fjölmiðlar hafa gert kvótamálinu ítarleg skil. Þetta mál hefur hlotið meiri og níálefnalegri umfjöllun fjölmiðla eii almennt gerist um landbúnaðarmál og ber að þakka það. Alltof algengt cr að blaða- og fréttamönnum finn- ast landbúnaðarmál flókin og setja sig ekki inn í þau sem skyldi. Það er því mikið ánægjuefni fyrir okkur sem að málefnum landbúnaðarins vinnum að nú starfar hjá öllum helstu fjölmiðlum fólk sem hcfur vilja og áhuga á að kynna sér landbúnaðarmál og leitast við að fjalla málefnalega um þau.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.