Tíminn - 26.03.1986, Blaðsíða 16
16 Tíminn
Miövikudagur 26. mars 1986
Stjórnmálaskóli
SUF og LFK
Stjórnmálaskólinn verður starfandi á eftirtöldum
dögum:
Sjávarútvegur
Þriðjudagur 1. apríl kl. 20.30.
Fyrirlesari er Gylfi Gautur Pétursson.
Landbúnaður
Laugardag 5. apríl kl. 10.00.
Fyrirlesarar eru Guðmundur Stefánsson og Hákon Sigurgrímsson.
Iðnaður
Mánudag 7. apríl kl. 20.30.
Fyrirlesari er Ingjaldur Hannibalsson.
Utanríkismál
Fimmtudag 10. apríl kl. 20.30.
Fyrirlesari er Þórður Ægir Óskarsson.
Opinber þjónusta
Laugardag 12. apríl kl. 10.00.
Fyrirlesarar eru Jóhann Einvarðsson og Guðmundur Bjarnason.
Sveitarstjórnarmál
Mánudag 14. april kl. 20.30.
Fyrirlesari er Alexander Stefánsson.
Framsoknarfólk Húsavík
Framsóknarfélag Húsavíkur heldur almennan
félagsfund miðvikudaginn 26. mars n.k. kl. 20.30 í
Garðarsbraut 5.
Dagskrá:
Tekin ákvörðun um framboðslista í komandi
bæjarstjórnarkosningum.
Stjórnin
laðbera
vantar
íeftirtalin hverfi.
Leifsgötu,
Fannborg,
Nökkvavog, Leitin,
Ása, Tjarnargötu,
Skerjafjörð, Haga
Garðabær:
Tún, Mýrar,
Móaflöt
Holtsbúö
Óskum einnig að ráða pilt
eða stúlku til sendiferða með
bílstjóra kl. 9-12.
Ttmiim
SIÐUMULA15
© 686300
Skírdagsskemmtun
Barðstrendinga
Kvennadeild Barðstrendingafélagsins
minnir á skírdagsskemmtun eldri Barð-
strendinga í Domus Medica á morgun kl.
14.00.
Aðalfundur
Fuglavemdarfélagsins
Aðalfundur Fuglaverndarfélags íslands
verður að Hótel Borg, laugardaginn 29.
marskl. 16.00. Venjulegaðalfundarstörf.
Stjórnin.
Skiptimarkaður
Félags f rímerkjasaf nara
Félag frímerkjasafnara gengst fyrir
skiptimarkaði laugardaginn 29. mars
(laugard. fyrir páska) í Síðumúla 17.
Hefst hann kl. 13.00 og stendur til kl.
16.30.
Frímerkjasafnarar, kortasafnarar og
myntsafnarar geta fengið leigð borð fyrir
varning sinn, og almenningi er boðið að
koma á markaðinn, en aðgangur er
ókeypis.
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Upphitun.
Síðasta sýning í kvöld
Miðvikudaginn 26. mars vcrður allra
síðasta sýningin á lcikriti Birgis Engil-
berts, Upphitun. í lcikstjórn Þórhalls
Sigurðssonar. Afar athyglisverð nýsmíð í
islenskri leikritun, óvenjulcgt vcrk um
brostna drauma og mátt fortíðarinnar.
Kristbjörg Kjeld cr í aðalhlutverkinu, en
meðal annarra leikcnda cru Þóra Friö-
riksdóttir, Sigurveig Jónsdóttir, Tinna
Gunnlaugsdóttir og dansarar úr íslenska
dansflokknum auk tclpna úr Listdans-
skóla Þjóölcikhússins.
ELLA í Hlaðvarpanum í kvöld
ELLA verður á fjölunum í kjallara
Hlaðvarpans í kvöld kl. 21.(X). í blaðinu
á morgun, skírdag, verður nánar sagt frá
sýningum EGG-lcikhússins um páskana.
Blóðbræður hjá L.A.
Leikfélag Akureyrar sýnir söngleikinn
Blóðbræður eftir Willy Russel, í þýðingu
Megasar á miðvikudagskvöld kl. 20.30,
en aðrar sýningar um páskana verða
tilkynntar í blaðinu á morgun, skírdag.
Landssamband
Hjálparsveita skáta:
FJALLAMENN! Munið tilkynninga-
þjónustuna um páskahelgina
Landssamband Flugbjörgunarsveita og
Landssamband Hjálparsveita skáta munu
starfrækja tilkynningaþjónustu fyrir
fcrðafólk innanlands um páskana. Neyð-
arsími tilkynningaþjónustunnar er: 91-
686068. Sólarhringsvakt hcnnar cr í hönd-
um Sccuritas.
Þegar þessi þjónusta er notuð ber að
tilkynna um ferðatilhögun, fjölda fcrða-
langa og áætlaða heimkomu, hvcrnig
farartæki hópurinn ætlar að ferðast á,
hvernig það sé á litinn, og við hvern á að
hafa samband heima víð ef hópurinn
hefur ekki tilkynnt um komu sína hcim
innan ákveðins tíma. Munið að mun
auðveldara cr fyrir leitarmenn að koma
auga á farartæki en mann í víðáttu
landsins. Hvetjum til að fcrðafólk nýti sér
það öryggi, sem fclst í tilkynningaþjón-
ustunni. Höfum hugfast að fyrirhyggja og
aðgæsla cr vörn gegn vá.
Dagsferðir
um bænadaga og páska
27. mars (skírdag) kl. 13.00: Stafnes-Bás-
endar-Ósabotnar.
Stafncs var höfuðból að fornu á vcstan-
verðu Rosmhvalanesi. Á 17. og 18. öld
var Stafnes fjölmcnnasta verstöð á Suður-
ncsjum. Útróörar hcldust þar að marki
fram til 1945. Básendar eru skammt
sunnan viö Stafnes og þar varð eitt mesta
sjávarflóð sem um getur við strendur
landsins árið 1798. Ósabotnar eru
skammt frá Höfnum.
28. mars (föstud. langi) kl. 13.00: Keilis-
nes-Staðarborg
Keilisnes er rriilli Flekkuvíkur og Kálfa-
tjarnarhverfis. Frá Kálfatjörn vcrður
gcngiö að Staðarborg, scm er gömul
fjárborg í Strandaheiði. Talið er að
borgin sé nokkur hundruð ára'.
29. mars (laugard.) kl. 13.00: Ökuferð-
Skálholt-Laugarvatn-Hveragerði.
Ekið að Laugarvagni, þaðan í Skálholt
og kirkjan skoðuð, til baka er ekið um
Hveragerði.
31. mars kl. 13.00: Grímmansfell í Mos-
fellssveit.
31. mars kl. 13.00: Skíðaganga, Mosfells-
heiði-Borgarhólar.
Brottför í allar ferðirnar cr frá Umferð-
armiðstöðinni, austanmegin. .Farmiðar
viðbíl. Fríttfyrirbörn ífylgdfullorðinna.
Ferðafélag íslands.
Útivistarferðir
Miðvikudag 26. mars kl. 20
Tunglskinsganga. Létt ganga úr Vatns-
skarði um Stóra-Skógarhvamm að
Óbrynnishólum. Áð við söng og kertaljós
í óvenju fallegum hraunhelli hjá Óbrynn-
ishólum. Verð kr. 300 kr. frítt f. börn m.
fullorðnum. Brottför frá BSÍ, bensínsölu
(í Hafnarfiröi v. kirkjug.).
Útivistarferðir
Dagsferðir um páska:
Fimmtud. 27. mars, skírd. kl. 13
Helgafell-Skammaskarð. Létt ganga í
Mosfellssveitinni.
Föstudagurinn langi kl. 13
Ný ferð: Á slóðum Þorsteins í Úthlíð.
Þrjár stuttar gönguferðir: 1. Um Álfsnes.
Náttúrulegur lystigarður úr grjóti. 2. Að
Lónakoti 3. Um Stöðulkot. Rútan fylgir
hópnum. Ferð fyrir alla. Fararstjóri:
Einar Egilsson.
Laugard. 29. mars
Kl. 13. Kræklingafjara og fjöruganga í
Hvalfirði. Tilvalin fjölskylduferð.
Fararstj. Kristinn Kristjánsson. Fn'tt f.
börn m. fullorðnum.
Páskadagur 30. mars kl. 13
Með Suðurá-Rauðhólar. Afmælisgunga
nr. 1 ítilefni200áraafmælisReykjavíkur-
borgar. Létt ganga.
Aiinar í páskum kl. 13
Hulduklettar-Búrfellsgjá. Kynning á úti-
vistarsvæðinu Heiömörk. Afmælisganga
nr. 2. Verð 300.- kr. frítt f. börn m.
fullorðnum. Brottförfrá BSÍ. bensínsölu.
Páskaferðir Útivistar
Útivisí fer eftirfarandi ferðir um páska:
1. Snæfellsnes-Snæfcllsjökull 5 dagar.
Gist cr á Lýsuhóli og farið í gönguferðir
um fjöll og strönd. Brottför á skírdag kl.
9. 2. Snæfcllsnes-Snæfellsjökull 3 dagar
með brottför á laugard. kl. 8. 3. Ný
gönguskiðaferð í Esjufjöll í Vatnajökli.
Gist í skála Jöklarannsóknarfélagsins. 4.
Þórsmörk, bæði 5 og 3 daga ferðir. Gist í
skálum Útivistar í Básum og farið í
gönguferðir um Mörkina. 5. Öræfi-
Skaftafell. Gist í félgsheimilinu Hofi,
Gefinn verður kostur á snjóbílaferð á
Vatnajökul í þeirri ferð. Nánari upplýs-
ingar cru á skrifstofunni að Lækjargötu
6a, sími 14606.
Ferðir
Strætisvagna Reykjavíkur
um bænadaga og páska 1986
Skírdagur: Akstur eins og á sunnudögum.
Föstudagurinn langi. Akstur hefst um kl.
13. Ekið samkvæmt sunnudagstímatöflu.
Laugardagur: Akstur hefst á venjulegum
tíma. Ekið eftir Iaugardagstímatöflu.
Páskadagur: Akstur hefst um kl. 13. Ekið
samkvæmt sunnudagstímatöflu.
Annar páskadagur: Akstur eins og á
sunnudögum.
FRAMSOKN
TIL FRAMFARA
Skrifstofan í Eiðsvallagötu 6 er opin
virka daga kl. 16.30 - 18.30.
Síminner 21180
og það er aHtaf heitt á könnunni.
Hittumst hress.
Framsóknarfélögin á Akureyri
Viðsemfljúgum
Nú hefur tímaritið Við sem fljúgum
byrjað 8. árgang sinn. Blað fyrir farþega
Flugleiða hf einsogsegir í undirtitli. Blað-
ið er gefið út af Frjálsu framtakiífjf og rit-
stjórar eru Sæmundur Guðvinsson og
Steinar J. Lúðvíksson. Því er dreift ó-
keypis í flugvélum Flugleiða.
Ritstjórnargrein er fremst í blaðinu eft-
ir SG og nefnist í háloftunum. Þar segir
m.a. „Innanlandsflug Flugleiða gekk með
afbrigðum vel vel á síðasta ári. Þá voru
fluttir fleiri farþegar en nokkru sinni fyrr,
eða tæplega 245 þúsund manns". Viðtal er
við Vilhjálm Guðmundsson, forstöðu-
mann Norðursvæðis. Það er Ragnheiður
Davíðsdóttir, sem hefur tekið viðtalið.
Vilhjálmur byrjaði árið 1953 sem af-
greiðslumaður á söluskrifstofu Flugfélags
fslands í Lækjargötu. Hann var í Osló fyr-
ir félagið í mörg ár og í Kaupmannahöfn í
22 ár. Nú er hann kominn heim til Islands.
Ragnheiður hefur einnig tekið viðtal
við Hans Indriðason hótelstjóra á Hótel
Esju. Myndir eru af fegurðardrottning-
unni Hólmfríði Karlsdóttur og smáfrá-
sögn af ferðakynningu í London.
Langur kafli í blaðinu er helgaður Ak-
ureyri, leikhúslífi og veitingahúsum og
hótelum o.fl.
Sagt er frá ýmsum stöðutilfærslum hjá
Flugleiðum og birtar myndir af starfs-
mönnum. Sagt er frá leikhúslífi í Reykja-
vík og Akureyri. Fólk á fartinni, frásagnir
af frægu fólki o.fl. er í ritinu.
Forsíðumynd er af Gtinnari Þórðarsyni
og Rúnari Júlíussyni frá skemmtun í
Broadway.
VÖTN OO
EIÐI M8SS™
Vötn og veidi VII
Útgefandi er landssamband veiðifé-
laga, en Hinrik A. Þórðarson tók saman
og sá um útgáfuna.
Þetta er sjöunda heftið sem Landssam-
band veiðifélaga gefur út og er um vötn
þau sem eru á svæðinu frá Eyjafirði til
Lagarfljóts. Þeir sem gerst vita, telja að
silungsveiðivötn á íslandi séu eigi færri en
1100, og gæti því verið gott að kynna sér
hvar bera skal niður til að fá leyfi til sil-
ungsveiða, og hvar er mest veiðivonin.
Bók þessi á að veita nokkurn fróðleik
þeim, sem vilja reyna veiðar í silungsvötn-
um landsins, segir í eftirmála. Kort er af
hverju vatni og yfirlitskort af því land-
svæði þar sem vötnin eru. A milli 30-40
vatna er getið í ritinu. Forsíðumynd er frá
Eiðisvatni á sunnanverðu Langanesi.
Tveir skólanemendur í Ghana skrifa
blaðinu á ensku og biðja um að koma sér
í samband við íslenska unglinga. Þetta er
piltur, sem hefur mikinn áhuga á íþrótt-
um, dansi og lestri bóka og stúlka, serri
hefur áhuga á tónlist, matreiðslu og
bréfaskriftum. Utanáskrift til þeirra er:
Rolland Kingsley Suliay,
P.O. Box 518,
Cape Coast,
Ghana,
W/Africa.
Fitini Ibrahim
P.O. Box 1018,
Cape Coast,
Ghana,
W/Africa.