Tíminn - 26.03.1986, Blaðsíða 19

Tíminn - 26.03.1986, Blaðsíða 19
Miðvikudagur 26. mars 1986 Tíminn 19 PLÖTUR Rocky 4 - Ymsir Kröftugt líkamsræktarrokk Það hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan Maynard Ferugson blés ágætt lag í fyrstu kvikmyndinni um boxarann Rocky. Myndirnar eru orðnar fjórar og verða sífellt vin- sælli, enda ytri búningurinn glæstari með hverri myndinni. Núna þykir ekki nægilegt að hafa eitt lag í hverri mynd, nei það er hver bragurinn á eftir öðrum, nægilega mörg lög til að fylla heila hljómplötu Þó tónlistin skipi stóran sess í Rocky myndunum eru þær langt frá því að vera tónlistarmyndir, enda músíkin uppfyllingarefni og ekki ýkja burðug. Reyndar hafa þrjú lög úr Rocky 4 komist á vinsældalista hérlendis, en að mér læðist sá grunur að áróðurs- máttur kvikmyndarinnar ráði þar miklu meiru en gæði laganna. Tón- listin er nánast sú sama og þegar Survivor flutti Eye Of the Tiger í Rocky 3, kröftugt líkamsræktar- rokk, með þungum boxaratakti. Það er hljómsveitin Survivor sem er í aðalhlutverki á nýju Rocky plötunni og lag sem allir hafa heyrt, Burning Heart, sami taktur og sama sánd og fyrr. Mér finnst reyndar Eye Of the Tiger alltaf ágætt lag, en þau bíólög sem hljómsveitin hefur sent frá sér síðan eru öll geldar eftirlík- ingar. Það er því ágætt að hafa það lag með á plötunni, það markar tímamót bæði hjá Survivor og í líkamræktarrokkinu sem síðan hefur komið út. En það eru miklu fleiri en Survivor sem eiga lag í myndinni. Gamli j álkurinn James Brown syngur þarna Living In America ágætt lag í skemmtilegum flutningi þessa sex- tuga tánings. Annars er textinn þrúg- andi ættjarðaróður þeirra amerísku og ku hafa haft tilætluð áhrif. Annað ágætt lag er Double Or Nothing, dúett með Gladis Nigth og Kenny Loggins, lag sem er örlítið mýkra en boxaralögin og með pínu melódíu. Hitt er steypt í sama mótið, Ro- bert Tepper reynir sig við rokkið í No Easy Way Out, lagi sem komst á lista, en er í sjálfu sér lítið annað en endurtekning á því sem amerískir rokkarar hafa verið að gera. Þessi fyrrum guðspjallarokkarí er nýbú- inn að senda frá sér sólóplötu þar sem nefnt lag verður í öndvegi, en litla möguleika held ég að sú plata hafi á evrópskum markaði, en Kan- inri kann kannski að meta þetta. Platan með tónlistinni úr Rocky 4. er kröftugt líkamræktarrokk, tónlist sem fáir setja á fóninn ef slappa á af heima í stofu, en ágæt í bílnum þegar rúntað er heilu næturnar um helgar og styðja þarf við töffaraí- myndina. ÞGG Fine Young Cannibals - FYC GÆÐAVARA Elvis Presley er réttnefndur kon- ungur rokksins. Hann var töffari síns tíma, konur fengu skjálfta í hnén og strákarnir stældu hann. En lögin sem hann söng voru fæst meistaraverk, þau voru einfaldir og réttnefndir slagarar, lög sem hæfðu tíðarandanum. En frá þessu eru heiðarlegar undantekningar. Einstaka lög sem kappinn flutti hafa verið endurlífg- uð, og sum oftar en einu sinni. Eitt þeirra laga er Suspictious Minds, sem finna má á plötu hljómsveitar- innar Fine Young Cannibals, sem kom út í lok síðasta árs. Útsetning- in þar er keimlík ríflega 20 ára gamalli útsetningu Presleys og það furðulega er að lagið sker sig ekki á nokkurn hátt frá öðrum lögum plötunnar, sem öll eru frumsamin. Þetta segir nokkuð um hljómsveit- ina Fine Young Cannnibals og plötuna sem hér er til umfjöllunar. Hljómsveitin Fine Young Cann- ibals er að stofni til skipuð þremur blökkupiltum, strákum sem sann- arlega kunna að spila saman. Fyrst- ur er nefndur Roland Gift, hinn frábæri söngvari sveitarinnar. Raddbeitingin hjá stráknum er hreint frábær, hann er kraftmikill, tregafullur og seiðandi. Að hinum ólöstuðum er hann maður sveitar- innar. Andy Cox sér um gítarleik- inn og nær skemmtilegu sándi á gamla kassabelginn. Um bassa (og reyndar píanóleikinn líka) sér Da- vid Steel og þá hefur verið talið upp hið ágæta tríó, en þeim til aðstoðar er skemmtilegur trompet- leikari, Graeme Hamilton og trommuleikarinn Martin Parry, trymbill sem fellur vel inn í hópinn og að skaðlausu mættu báðir þessir aðstoðarmenn vera fastamenn í hljómsveitinni, þeirra hlutur lýtir ekki plötuna. Dálítið erfitt er að skilgreina tónlist FYC í einu orði eða tveim- ur. Um er að ræða hálf blúsað en mjög einfalt rokk, oft með pínu- lítilli sveiflu. Lögin eru hvert öðru betra, Roland gift fer á kostum í Couldn't Care More, Jonny Come Home og Suspicious Minds eru þau lög plötunnar sem mest hafá heyrst, góð lög en hin sem ónefnd eru standa þeim ekki að baki. Hraðari lögin tvö, Couldn't Care More og Like A Stranger hafa skemmtilegt „beat" og í einu orði sagt er platan hin áheyrilegasta og kemur mér alltaf í gott skap. Og þá er bara að vona að eitthvað verði úr þeim orðrómi sem segir Fine Young Cannibals koma hingað til lands á listahátíð. Við bíðum og vonum. ÞGG Miðvikudagur 26. mars 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. 7.15 Morgunvaktin. 7.20 Morguntrimm. 7.30 Fréttir. Tilkynningar. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. 8.15 Veöurfregnir. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Beta, heimsmeistarinn" eftir Vigfús Björns- son Ragnheiður Steindórsdóttir les (8). 9.20 Morguntrimm. Tilkynningar. Tónleikar, þulurvelurogkynnir. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.05 Dagiegt mál. Endurtekinn þáttur frá kvöldinu áöur sem Siguröur G. Tómas- son flytur. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Lesið úr forustugreinum dagblað- anna. 10.40 Hin gömlu kynni Valborg Bentsdóttir sér um þáttinn. 11.10 Norðurlandanótur. Ólafur Þórðar- íon kynnir. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12 20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13 30 I dagsins önn - Frá vettvangi skól- ans Umsjón: Kristín H. Tryggvadóttir. 14 00 Miðdegissagan: „Á ferð um ísrael vorið 1985" Bryndís Viglundsdóttirsegir frá (8). 14.30 Hljómskála- og Óperettutónlist. a. Filharmóníusveit Vínarborgar leikurtón- list eftir Johann og Josef Strauss; Willy Boskovsky stjórnar. b. Hljómsveit Mant- ovanis leikur lög úr nokkrum óperettum eftir Frans Lehár og Johann Strauss. c. Fílharmóníusveit Vínarborgar leikur tón- j list úr balletinum „Svanavatninu" eftir , Pjotr Tsjaíkovskí. 15.15 Hvað finnst ykkur? Umsjón: Örn Ingi. (Frá Akureyri). 15.45 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Síðdegistónleikar a. „Porgy and Bess", svíta eftir George Gershwin og Robert R. Bennett. 17.00 Barnaútvarpið. Meðal efnis: „Dreng- urinn frá Andesfjöltum" eftir Christine von Hagen. Þorlákur Jónsson þýddi. Viðar Eggertsson les (7). Stjórnandi: Kristín Helgadóttir. 17.40 Ur atvinnul if inu - Sjávarútvegur og fiskvinnsla. Umsjón: Magnús Guð- . mundsson. 18.00 Á markaði. Þáttur i umsjá Bjarna Sig- tryggssonar. 18.15 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.40 Tilkynningar. 19.45 Frá rannsóknum háskólamanna. 20.00 Hálftíminn. Elín Kristinsdóttir kynnir popptónlist. 20.30 Iþróttir.UmsjómlngólfurHannesson 20.50 Tónmál Umsjón: Soffía Guðmunds- dóttir. (Frá Akureyri) 21.30 Sveitin min Umsjón: Hilda Torfadótt- ir. (Frá Akureyri) 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Lestur Passíusálma (49) 22.30 „Sáttmáli við samviskuna" Þáttur frá UNESCO um.skáldið Anton Tsjekhov. Gunnar Stefánsson þýddi. Flytjendur með honum: Hjalti Rögnvaldsson, Knútur R. Magnússon og Margrét Guömunds- dóttir. (Áður útvarpað í september 1981). 23.10 Á óperusviðinu. Leitur Þórarinsson kynniróperutónlist. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. ÍÍn 10.00 Morgunþáttur. Stjórnandi: Kristján Sigurjónsson. 12.00 Hlé. 14.00 Eftir tvö. Stjórnandi: Jón Axel Ólafs- son. 15.00 Nú er lag. Gunnar Salvarsson kynnir gömul og ný úrvalslög að haetti hússins. 16.00 Dægurflugur. Leopold Sveinsson kynnir nýjustu dægurlögin. 17.00 Þræðir. Stjórnandi: Andrea Jónsdótt- ir. 18.00 Dagskrárlok. Fréttir eru sagðar i þrjár mínútur kl. 11.00,15.00,16.00 og 17.00. Miðvikudagur 26. mars Ákveðið hefur veriö að sjónvarpa í kvöld, miðvikudag. Verður sýndur þáttur og kvik- mynd sem áður var auglýst að vera ætti á laugardag 29. mars. Dagskráin i kvöld verður þannig: 19.45 Fréttir á táknmáli. 20.00 Fréttir 20.25 Kvikmyndakronika 20.50 Svarti folinn. Bandarísk bíómynd. 22.45 Hótel. Hádramatik um starfsfólk á gistihúsi og gesti þess. Umboðs ._, >meiiii i imans: Nafn umboðsmanns Heimili Simi Hafnarfjörður RósaHelgasdóttir Laufás4 53758 Garðabær RósaHelgadóttir Laufás4 53758 Keflavik GuðríðurWaage Austurbraut 1 92-2883 Keflavik Ingibjörg Eyjolfsdóttir Suðurgötu37 92-4390 Sandgerði Snjólaug Sigfusdóttir Suðurgötu 18 92-7455 Garður Móna Erla Símonardóttir Eyjaholti 11 92-7256 Njarðvik Kristinn Ingimundarson Faxabraut4 92-3826 Mosfellssveit Jonína Ármannsdóttir Arnartanga 57 666481 Akranes Aðalheiður Malmqvist Dalbraut55 93-1261 Borgarnes JennyHalldórsdóttir Kjartansgötu25 93-7305 Stykkishólmur ErlaLarusdóttir Silfurgötu24 93-8410 Grundarfjörður Jóhanna Gústafsdóttir Fagurhólstúni 15 93-8669 Ólafsvík Guðný H. Árnadóitir Gunnarsbraut 93-6131 Hellissandur Víglundur Höskuldsson Snæfellsási 15 93-6737 Rif Ester Frlöþjófsdóttir Háarifi49 93-6629 Búðardalur Sólveiglngvadóttir Gunnarsbraut7 93-4142 ísafjörður Ester Hallgrímsdóttir Seljalandsvegi69 94-3510 Bolungarvík Knstrun Beneditkstdóttir Hafnargötu 115 94-7366 Súðavík Heiðar Guðbrandsson Neðri-Grund 94-4954 Flateyri Guðrún Kristjánsdóttir Brimnesvegi2 94-7673 Suðureyri Sigrún Edda Edvardsdóttir Sætúni2 94-6170 Patreksfjörður LaufeyJónsdóttir Bjarkargötu 8 94-1191 Tálknafjörður Orri Snæbjörsson Innstu-Tungu 94-2594 Bíldudalur HrafnhildurÞór Dalbraut24 94-2164 Þingeyri Karitas Jónsdóttir Brekkugötu 54 94-8131 Hólmavík Guðbjörg Stefándóttir Bröttugötu4 95-3149 Hvammstangi BaldurJenssen Kirkjuvegi 95-1368 Blönduós Snorri Bjarnason Urðarbraut20 95-4581 Skagaströnd BrynjarPétursson Hólabraut16 95-4709 Sauðárkrókur GuttormurÓskarsson Skagfirðingabr. 25 95-5200 . Hofsós Steinar Már Björnsson Kirkjugötu21 95-6389 Siglufjörður Fnðfinna Símonardóttir Aðalgötu21 96-71208 Akureyri HalldórÁsgeirsson Hjarðarlundi4 96-22594 Grcnivik ÓmarÞórJúlíusson Túngötu 16 96-33142 Dalvfk BrynjarFriðleifsson Ásvegi9 96-61214 Ólafsfjörður Helga Jónsdóttir Hrannarbyggð8 96-62308 Húsavík Hafliði Jósteinsson Garðarsbraut53 96-41765 Reykjahlið Þuríður Snæbjarnardóttir Skútahrauni 13 96-44173 Kópasker Þóra Hjördís Pétursdóttir Duggugerði9 96-52156 Raufarhöfn Ófeigurl. Gylfason Sólvöllum 96-51258 Þórshöfn Kristinn Jóhannsson Austurvegi 1 96-81157 Vopnafjörður Jóhanna Aðalsteinsdóttir 97-3251 Egilsstaðir PállPétursson Árskogum 13 97-1350 Seyðisfjörður Svanur Sigmarsson Oddagötu4 97-2360 Borgarfj.eystri HallgrimurVigfússon Vinaminni 97-2936 Reyðarfjörður Marinó Sigurbjörnsson Heiðarvegi 12 97-4119 Eskifjörður JónasBjarnason Strandgötu 73 97-6262 Neskaupstaður Hlíf Kjartansdóttir Miðstræti25 97-7229 Fáskrúðsfjörður JóhannaEiriksdóttir Hliöargötu8 97-5239 Stöðvarfjörður StefánMagnússon Undralandi 97-5839 Breiðdalsvik Jóhanna Guðmundsdóttir Selnesi36 97-5688 Djúpivogur RúnarSigurðsson Garði 97-8820 Höfn Ingibjörg Ragnarsdóttir Smárabraut 13 97-8255 Selfoss Margrét Þorvaldsdóttir Skólavöllum 14 99-2317 Hveragerði Erna Valdimarsdóttir Heiöarbrun32 99-4194 Þorlákshöfn HafdisHarðardóttir Oddabraut3 99-3889 Eyrarbakki Ragnheiður Marteinsdóttir Hvammi 99-3402 Stokkseyri Lúðvik Rúnar Sigurðsson Stjörnusteinum 99-3261 Hella Hrafnhildur Þórarinsdóttir Geitasandi3 99-5904 Hvolsvöllur Bára Sólmundardóttir Sólheimum 99-8172 Vík GuðrúnÁrnadóttir Mánabraut 14 99-7233 Vestmannaeyjar Ásdis Gisladóttir Bústaöabraut 7 98-2419 býður þér þjónustu sina við ný- byggingar eða endurbætur eldra húsnæðis Vlð sögum í steinsteypu tyrir dyrum, gluggum, stigaopum, lögnum - bœði i vegg og gólf. Ennfremur kjarnaborum við fyrir lögnum i veggl oy golf. Þvermál boranna 28 mm til 500 mm. Þá sögum við maibik og ef þú þarft að lata fjarlægja reykhafinn þá tokum við það að okkur. Hifir leitast við að leysa vanda þinn fljótt og vel, hvar sem þú ert búsettur á landinu. Greiðsluskilmálar við allra hæfi Fífuseli 12 109 Reykjavík sími91-73747 Bílasími 002-2183 KRANALEIGA • STEINSTEYPUSÖGUN • KJARNABORUN Laus staða hjá Ólafsvíkurkaupstað Laus ertil umsóknar staöa skólastjóra við tónlistarskóla Ólafsvíkur. Laun samkv. launakerfi opinberra starís- manna. Umsóknarfrestur er til 15. apríl n.k. Nánari upplýsingar veita bæjarstjóri Ólafsvíkur í síma 93-6153 og skólanefnd tónlistarskólans (Erla) í síma 93-6180. Bændur athugið Óska eftir að kaupa mykjudælu 3 (m) og 3 til 4 þúsund lítra mykjutank. Upplýsingar í síma 94-7655.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.