Tíminn - 26.03.1986, Blaðsíða 20

Tíminn - 26.03.1986, Blaðsíða 20
Tíminn Þríðjudagur 25. mars 1986 Hæstiréttur hnekkti dómi undirréttar: RARIK sýknaðar af skaðabótakröfum - tveir dómarar af fimm skiluðu séráliti Prír af fimm dómurum í Hæstarétti sýknuðu iðnaðar- ráðherra fyrir hönd Rafmagns- veitna ríkisins og fjármálaráð- herra fyrir hönd ríkissjóðs af skaðabótakröfu sem undirrétt- ur hafði dæmt viðkomandi til að greiða. Skaðabótakrafan var risin vegna þess að ungur drengur stórslasaðist, þegar tímahvellhetta sem hann fann á ruslahaug í Mývatnssveit, sprakk í höndum hans. Undir- réttur taldi ljóst að hvelíhettan væri komin á ruslahaugana fyr- ir tilverknað starfsmanna frá Rafmagnsveitum ríkisins, og var þeim gert skylt að greiða 1,7 milljónir króna í skaðabæt- ur, og málskostnað. Sönnunarbyrðin í málinu var hvort hvellhettan væri komin á haugana fyrir tilverknað Raf- magnsveitna ríkisins. Þegar við málsflutning í undirrétti kom fram að fleiri höfðu haft hvell- hettur undir höndum í Mý- vatnssveit, um það leyti sem slysið varð, þó þótti líklegast að hvellhettan væri komin frá Rafmagnsveitunum, og var þeim því gert að greiða skaða- bætur að kröfu ákærenda. Hæstiréttur hnekkti þessum dómi. Tveir dómarar af fimm skiluðu séráliti og töldu þeir ástæðu vera til þess að staðfesta dóm undirréttar og sögðu m.a. að með tilliti til sönnunarbyrð- ar í málinu væri búið að leiða nægilega sterkar,líkur að því að hvellhettan væri frá Rafmagnsveitum ríkisins og því bæri að staðfesta fyrri dóm. f dómsorðum meirihluta Hæstaréttar segir. „Hvorki er Seðlabankinn spáir hækkun raunvaxta: Spennir ríkið vextina? • i „Þrátt fyrir þessa vaxtalækk- un og frekari lækkun nafnvaxta á næstunni samfara lægri verð- bólgu, er alls ekki útlit fyrir að raunvextir muni lækka um slnn. Þvert á móti bendir allt til þess að þeir muni fremur hækka," segir m.a. í nýjum Hagtölum Seðlabanka. Ástæð- ur þess eru þær helstar að nafnvextir lækka yfirleitt ekki eins hratt og verðbólgan. Þar við bætist nú áhrif mikillar innlendrar lánsfjárcftirspurnar opinberra aðila. Seðlabankinn telflr að ný- gerðar efnahagsráðstafanir auki tekjuhalla ríkissjóðs um 1.650 millj. króna.sem ætlunin sé að mæta með 1.500 millj. króna auknum innlcndum lán- tökum auk þess sem ráðgerðar séu töluverðar innlendar lán- tökur húsbyggingarsjóðanna. Alls er talið að innlendar lántökur ríkissjóðs og byggingar- sjóðanna muni nema um 5,4 milljörðum króna, eða um 4,1% af þjóðarframleiðslunni, á móti 3,1% árið 1985 og 1,9% árið 1984. „Vandséð er að svo mikil aukning innlendrar lán- töku ríkissjóðs, sem hér er gert ráð fyrir, geti átt sér stað án hækkunar raunvaxta," segir í Hagtölum. -HEI Póstur og sími: NÝ GJALD- SKRÁRSVÆÐI Sjö þingmenn Framsókn- arflokksins hafa lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu um breytt gjaldskrársvæði Póst- og símamálastofnunar. Samkvæmt tillögunni á að fela ríkisstjóminni að gera nú þegar ráðstafanir til að gjald- skrársvæði símans verði stækkuð þannig að í megin- atriðum gildi sami gjaldflokk- ur innan sérhvers athafna- og viðskipta- eða greinisíöðva- svæðis. Þingmennirnir sjö mælast til þess að landinu verði skipt í 20 gjaldskrársvæði. Þannig yrði t.d. fyrsta svæðið: Reykja- vík - Kópavogur - Hafnar- fjörður - Varmá. -SS sannað, að margnefnd hvell- hetta hafi verið í eigu Raf- magnsveitna ríkisins né að hún hafi borist á sorphaugana fyrir tilverknað manna, sem þar bera ábyrgð á." Jafnframt sagði að ekki væri hægt að leiða líkur að því að gáleysi starfsmanna raf- magnsveitnanna væri orsök þess að hvellhettan hefði borist á sorphaugana. -ES DREKIÓGNAÐI FLUGVELLINUM Þær eru margar hætturnar sem steðja að fluginu. Ein ný var uppgötvuð í gærdag við Reykjavíkurflugvöllinn. Þar var ungur flugdrekaáhuga- maður að leika sér með flug- drekann sinn. Hann vissi tæp- ast hvaðan á sig stóð veðrið þegar tveir lögregluþjónar komu til hans og báðu hann um að flytja sig eitthvert annað með flugdrekann sinn, því að í Hljómskálagarðinum gæti hann truflað aðflug að Reykjavíkurflugvelli. Mað- urinn varð að vísu hissa fyrst, þar sem þetta var alveg eðli- íegur flugdreki, en ekki búinn neinun nýtískulegum útbún- aði sem stofnað gæti flugum- ferð í hættu. Hann lét þó til leiðast og flutti sig um set með drekann sinn og flugturn gat aftur einbeitt sér að alvar- legri málum eftir að skaðvald- inum var bægt frá. -ES Nýr sorpbrennsluofn á Hólmavík Frá fréttaritara Tímans í Hólmavik, Slefáni Gislasyni. í síðustu viku var tekinn í notkun nýr sorpbrennsluofn við sorphauga Hólmvíkinga. Ofninn er úr járni, um 35 m að stærð og vegur rúm 6 tonn tómur. Hingað til hefur sorpi staðarins verið brennt á opnu svæði. Tilkoma ofnsins er því mikil framför. Sorpt eyðist nú mun betur en fyrr og engin hætta er á að það fjúki af haugunum. Ágúst Guðjónsson á Hólmavík sá um hönnun og smíði nýja sorpbrennsluofnsins. Tímamynd: Slefán Mjólkurframleiðslan 20 millj. lítra umfram neyslu: Smjörbirgðir um tvö« falt meiri en í fyrra í Smjör- og smjörvabirgðir. í landinu voru nær tvöfalt meiri þann 1. mars s.l. heldur en einu ári áður - 691 tonn í stað 393 tonna á sama tíma í fyrra. Birgðirnar nú samsvara um 7 mánaða neyslu í landinu, þó mesti mjólkurframleiðslutími ársins sé nú framundan, ef að vanda lætur. Framangreint kom fram á aðalfundi Osta- og smjörsölunnar. Heildarinnviktun mjólkur á síðasta ári var tæplega 116 milljónir lítra, sem var 7% aukning milli ára og um 20 millj. lítra umfram innanlands- neyslu á árinu. Framleiðsla á smjöri, ostum og mjólkurdufti var samtals um 6.645 tonn á árinu, sem var rúmlega þúsund tonna eða um 19% aukning milli ára. lnnanlandsneysla þessara vara stóð hins vegar í stað - var um 4 þús. tonn. Sala á smjöri minnkaði um rúm 10% milli ára, en aftur á móti seldist um 1% meira af ostum og um 22% meira af undan- rennudufti. Af sjálfu leiðir að auka varð verulega útflutning mjólkur- vara á árinu. Flutt voru út 1.314 tonn af ostum 'fyrir um 58 kr. kgsamkv. Hagt'ðindum) og um 700 tonn af mji ikurdufti (fyrir um 29 kr. kg ¦<>¦.) meðal- tali). Þrátt fyrir þart eru nú verulega meiri birgöif af þess- um vörum í landinu en á sama tíma í fyrra, m.a. um 800 tonn af ostum. -HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.