Tíminn - 06.04.1986, Side 3
Sunnudagur6. apríl 1986
Halldóri Inga Ásgrímssyni
Tíminn 3
ELAGI AKUREYRAR
saman á nýjan leik. Ekki cr vcrt að
rekja söguþráinn nánar hcr, því þeir
cr vilja vita meira skclla sér bara í
leikhúsið. Með aðalhlutverk í
blóðbræðrum fara þeir Ellert A. lngi-
mundarson og Barði Guömundsson
sem leika tvíburabræðurna, Erla B.
Skúladóttir sem leikur móður þeirra,
og Þráinn Karlsson sem er sögumað-
ur.
„Veit mamma þín að þú ert hér
niðurfrá". Úr sýningu Leikfélags
Akureyrar á Blóðbræðrum.
(Tímamyndir-HIR)
Húsið er mjög
vel búiðtækjum
segir Ingvar Björnsson,
tæknimeistari leikhússins
Ingvar Björnsson ljósameistari
og yfirmaður tæknimála hjá Leik-
félagi Akureyrar, hefur starfað nær
óslitið við ljósahönnun frá árinu
1975, m.a. í Þjóðleikhúsinu, lönó
og á Akureyri. Ingvar sagði að
Akureyrarbær hefði hlúð mjög vel
að tækjakosti hússins á undanförn-
um árum. „Húsið er mjög vel
búið tæknilega séð miðað við
atvinnuleikhúsin í Reykjavík. Öll
tæki til hljóðútkeyrslu eru afar
fullkomin. Nývcrið fengum við
niixer og 5 þráðlausa míkrófóna,
og á síðasta ári var nýtt hljóðkerfi
sett í húsið.
Tölvustýrt ljósaborð er fyrir
hendi, en hins vegar vantar fleiri
Ijóskastara, þannig að hægt sé að
setja upp og stilla inn ljós fyrir 2
sýningar í einu. Það má líka segja
að þrengsli í leikhúsinu standi
starfseminni hérna svolítiö fyrir
þrifum. Það er t.d. erfitt að vera
með 2 sýningar í gangi í einu vegna
skorts á geymslurými. Hins vegar
ber þess að gcta, að Akureyrarbær
hefur veitt fjármagn til úttektar á
húsinu sjálfu, með hugsanlega
stækkun í huga. Ef af verður. mun
stækkunin að sjálfsögðu verða í
samræmi við byggingarlag hússins.
því fyrir aldurs sakir er það háð
ákvæðum húsfriöunarlaga. Slík
stækkun myndi óneitanlega bjóða
upp á miklu meiri möguleika fyrir
okkur, en þar sem engin ákvörðun
hefur verið tekin er ekki vert að
vera að byggja neinar skýjaborg-
ir." Ingvar gat þess einnig, að á
næsta ári eru 70 ár liðin frá
stofnun Leikfélags Akureyrar. Af
því tilefni hefur Akureyrarbær
veitt 200 þúsund króna fjárframlag
til ritunar sögu félagsins, og mun
Haraldur Sigurðsson fulltrúi hafa
það verk með höndum.
Hvað varðaði umfjöllun og
gagnrýni á ljósahönnun. sagði
Ingvar að þau mál væru í miklum
ólestri. „Okkur scm störfum að
lýsingu og tæknivinnu finnst að
umfjöllun um slík mál hafi verið
■ stórlega vanrækt-Gagnrýnendur og
áhorfendur yfirleitt virðast oft og
tíðum ekki hugsa út í, að góð
lýsing getur haft mjög mikið að
segja. rétt eins og illa unnin lýsing
getur hreinlega eyöilagt sýningu.
Manni finnst stundum, að í cinu
skiptin sem virkilega er tekið eftir
lýsingunni, sé ef einhver stórkost-
leg mistök verða." sagði Ingvar
Björnsson að lokum.
HUGSKOTS
Námskeið í boði hjá HUGSKOTI frá og
með mánudeginum 7. apríl
1. Grunnnámskeið BBC
2. Grunnnámskeið Sinclair
3. Ritvinnsla BBC
4. Forritun 1.
5. Forritun 2._______________
6. Sinclair framhaldsnámskeið
7. Töflureiknir (SHEET) BBC
8. Vélamál BBC
1. Grunnnámskeið BBC
Mán. 7. apríl kl. 18.30
Mið. 9. apríl kl. 18.30
Þrið. 15. apríl kl. 18.30
Fim. 17. apríl kl. 18.30
3. Ritvinnsla BBC
Þri. 8. apríl kl. 21.00
Fös. 11. apríl kl. 18.30
Lau. 12. apríl kl. 16.00
5. Forritun 2, BBC
Lau. 12. apríl kl. 13.00
Sun. 13. apríl kl. 13.00
Lau. 19. aprtl kl. 13.00
Sun. 20. apríl kl. 13.00
| 7. Töflureiknir BBC
Þri. 15. apríl kl. 21.00
Fös. 18. apríl kl. 18.30
Lau. 19. apríl kl. 16.00
2. Grunnnámskeið Sinclair
Þri. 8. apríl kl. 18.30
Fim. 10. apríl kl. 18.30
Mán. 14. apríl kl. 18.30
Mið. 16. apríl kl. 18.30
1 4. Forritun 1, BBC
Fim. 10. apríl kl. 21.00
Lau. 12. apríl kl. 18.30
Fim. 17. apríl kl. 21.00
Lau. 19. apríl kl. 18.30
§ 6. Sinclair framhaldsnámsk.
Mið. 9. apríl kl. 21.00
Sun. 13. apríl kl. 16.00
Mið. 16. april kl. 21.00
Sun. 20. apríl kl. 16.00
I 8. Vélamál BBC
Mán. 7. apríl kl. 21.00
Sun. 13. apríl kl. 18.30
Mán. 14. apríl kl. 21.00
Sun. 20. apríl kl. 18.30
• ••
• ••
•••••• ••••••
••• ••• ••••
HUGSKOThí
Veltusundi 3t>
Sími24790