Tíminn - 06.04.1986, Blaðsíða 9

Tíminn - 06.04.1986, Blaðsíða 9
'.r holdsveikum. I miðið eru myndir af mönnum sem hafa dáið úr taugaveiki og SIDIR NGU - vaxmyndasafn, heimt úr helju, vekur mönnum hrylling eða aðdáun TEXTI. Þór Jónsson 1981 stóðu þeir svo í dimmum og rakafúnum kjallara einhvers staðar í Mið-Evrópu og litu hið löngu týnda safn. Þar hafði það verið í nær 40 ár. Nákvæmlega hvar safnið fannst vita fáir, en það er einhverra hluta vegna leyndarmál finnsku listamannanna tveggja. Þar sem bæklingurinn er þýddur úr tékknesku lá beint við að spyrja hvort safnið hefði ekki fundist í Tékkóslóvakíu: „No comment," sagði Wáinö en bauðst til að sýna blaðamanni safnið. Efþér líðurilla fáðu þér þá sæti „Það má líkja sa.fninu við blóð- lausa krufningu,“ sagði Wáinö með- an gengið var eftir ganginum og myndirnar skoðaðar í glerkössum. „Flestir koma þó hingaö til að sjá, hvernig þeir líta út að innan.“ Safninu er skipt t þrjár deildir: innvortis sjúkdómar, svo sem berklar, lungnabólga og krabba- mein, auk ntiðalda pyntinga, cr stærsti hluti fyrstu deildarinnar, önn- ur deild tekur getnað og fæðingu til meðferðar, en sú síðasta fjallar að mestu um kynfærin og kynsjúk- dóma. Sums staðar er svo kryddað með slysum, svo sem hestsbitum, brunasárum og beinbrotum. Fyrir venjulegan mann sem fælist tannlækna og sprautur geta áhrifin orðið mikil. Börnum er til dæmis ekki heimill aðgangur nema í fylgd með fullorðnum. „Við höfum átt í dálitlum vandræðum með sýningar- svæði," fræddi Wáinö blaðamann Tímans um. „Það þarf að vera dúkur eða teppi á gólfum, - ekki hart steingólf eins og er hér, því að þegar líður yfir fólk gæti það meitt sig þegar það dettur. Við þurftum að lífga einn við rétt áðan." Blaðamað- ur reyndi að taka þessum upplýsing- um með ró á sama hátt og viðmæl- andinn, sem virtist líta á það sem sjálfsagðan hlut, að sýningargestir hans misstu meðvitupd. Og áfram var haldið eftir sýningar- ganginum: skoðaður magi drykkju- sjúklings, þarmar manns sem dáið hafði af taugaveiki, bólga í botn- langa, herpes og blóðeitrun. En þegar kom að sýfilissárum í munni og koki og Ijótum útbrotum í nára og kynfærum. - þá fékk blaðamaður sér sæti! ...fyrr en misst hefur Frá læknisfræðilegu sjónarmiði hefur þessi sýning ekki sörnu þýð- ingu og áður fyrr, þegar ekki voru kvikmyndir og ljósmyndir í fjórlit, en hún sýnir hve langt læknavísindin hafa komist á skömmum tíma við að kveða niður sjúkdónta og plágur sem voru algengar dauðaorsakir fyrr á tímum. Dagblöð í Finnlandi hafa ýmist hafið safnið týnda til skýjanna og viljað telja það nteð furöum veraldar eða þá, að þau hafa látið lítið af því. Þeim ber sarnt sem áður saman urn, að „líffærafræðilega vaxmyndasafn- ið hrífi alla, - á mismunandi hátt þó," eins og eitt þeirra orðar það. „Ef það gerir ekki meira en að minna sýningargesti á, að vera þakk- láta þeirri náð, að þurfa ekki að upplifa sömu kvalir og fyrirsætur myndanna lifðu á sínum tíma, er tilganginum í raun og veru náð. Burtséð frá læknisfræðilegu gildi safnsins, má líta á sýninguná sem listviðburð, því þetta safn slær meira að segja sýningu Madame Tussaud við," fullyrti Wáinö Hamari um leið og hann kvaddi. Við enda sýningargangsins er spegill. í hann lítur hver sá sem fer út af sýningunni, - kannski til þess eins að sjá heilbrigt andlit til tilbreyt- ingar, en ekki ásjónu sem er snúin og brengluð eftir sárasótt eða annan álíka viðbjóð, svo sem höfuðin í glerkössunum. En undir speglinum er áletrun: „Þá fyrst, þegar heilsunni hrakar, gerir maðurinn sér grein fyrir hvers virði hún er.“ Sunnudagur 6. apríl 1986 t Tíminn 9 Barni snúið, til að auðvelda fæð- ingu. Handleggur holdsveiks mann<

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.