Tíminn - 30.04.1986, Blaðsíða 2

Tíminn - 30.04.1986, Blaðsíða 2
2 Tíminn Miövikudagur 30. apríl 1986 Ný heilsugæslustöð rís við Álftamýri: Læknarnir reka stöðina sjálfir Ný heilsugæslustöð er komin í notkun í Álftamýri 5, Reykjavík, og er f sama húsi og Borgarapótek. Heilsugæslustöð þessi var formlega opnuð laugardaginn 26. apríl. Þetta er ekki heilsugæslustöð samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu, held- ur tilraun hóps heimilislækna til að stunda víðtæka heilsugæslu eftir öðr- um rekstrarleiðum. Ástæðan er að uppbygging heilsugæslustöðva hefur dregist svo á langinn. Heilsugæslu- stöð þessi er rekin af 5 heimilislækn- um þeim Árna Skúla Gunnarssyni, Sigurði Erni Hektorssyni, Halldóri Jónssyni, Ólafi Mixa og Haraldi Dungal. Þetta er læknastöð, ætlunin er að þar verði starfsemi á svipuðu sviði og heilsugæslustöðvar, þó að þessi stöð sé ekki í formi heilsugæslu- stöðva. Heilsugæslustöðvarnar sem hafa risið útum landið eru reknar samkvæmt lögum um heilbrigðis- þjónustu, en að sögn Ólafs Mixa hefur framkvæmd þessara laga verið ábótavant í Reykjavík. Því var svo komið að heimilislæknar, sem ekki hafa fengið stöðu sem heilsugæslu- læknar, gátu ekki starfað samkvæmt þessum lögum. Læknarnir í Álfta- mýri ákváðu að gera tilraun til að reka læknastöð og tóku á leigu húsnæði sem byggt var á vegum eiganda Borgarapóteks, en innrétt- að með heilsugæslustarf í huga. í húsinu er einnig önnur þjónusta, t.d. heilsuvernd, sem er hluti af heilsugæslu, s.s. barnavernd, mæðravernd, heimahjúkrun, heilsu- verndarráðgjöf o.fl. Tveir sjúkra- þjálfarar verða starfandi á stöðinni. BG/ÁB Eigendur nýju heilsugæslustöðvarinnar í Álftamýri. Talið frá vinstri Árni Skúli Gunnarsson, Ólafur Mixa og Haraldur Dungal í sjúkraþjálfunarsal heilsugæslustöðvarinnar. Tímamynd Pétur Aðalfundur Búnaðarfélags Suðurlands: Framleiðslustjórnun verði markvissari - var ein af mörgum ályktunum fundarins Á aðalfundi Búnaðarsambands Suðurlands var samþykkt eindregin krafa þess efnis að tollayfirvöld hertu eftirlit með smygluðum land- búnaðarvörum til landsins. Einnig voru samykkt tilmæli til landbúnað- arráðherra að færa geiðsluskyldu bænda á tilbúnum áburði aftur um tvo mánuði vegna þess hversu bænd- ur yrðu tekjulitlir tvo síðustu mánuði verðlagsársins, júlí og ágúst. Fund- urinn beindi eindregnum tilmælum til Framleiðsluráðs landbúnaðarins, að framieiðslustjórnun yrði gerð markvissari og tæki yfir alla helstu þætti landbúnaðarframleiðslunnar. Að lokum var heitið á stjórnir hreppabúnaðarfélaganna að efla hlut bændakvenna í þeim. Fundinn sátu um 70 fulltrúar frá hreppabúnaðarfélögunum, flestir þingmenn suðurlandskjördæmis og fleiri gestir. Stefán Jasonarson/ABS Passa sendiráð Tveir lögregiumenn, óeinkennis- klæddir, hafa setið í bifreið við Laufásveginn, skammt frá Banda- ríska sendiráðinu í Reykjavík, síð- ustu daga. Þessari vaktstöðu var komið á skömmu eftir loftárás Bandaríkjamanna á Líbýu. Skipt er reglulega um menn, og er vaktin allan sólarhringinn. Ekki er ákveðið hversu lengi varðstöðunni verður haldið áfram. Tímamynd: Sverrir Velta Mjólkursamsölunnar 1.795 milljónir: Framleiðslan jókst en salan minnkaði Heyrnar- tjón - algengasti atvinnu- sjúkdómurinn Vinnueftirlit ríkisins fékk til- kynningar uni heyrnartjón hjá- 2.150 einstaklingum á árunum 1981-1985. Heyrnartjón af völd- um hávaða á vinnustað er því að líkindum algengasti atvinnusjúk- dómur á íslandi. íslenskar athuganir hafa leitt í Ijós að hávaði er algengasta um- kvörtunarefni meðal iðnaðar- manna, í fiskvinnslu, vefjar- og fataiðnaði. Heyrnartjón sem staf- ar af skemmdum á innra eyra er ekki hægt að lækna. Hættan á heyrnartjóni eykst með auknum hljóðstyrk og þeim tíma sem dvalið er í hávaðanum. Hávaði á vinnustað getur einnig leitt til aukinnar hættu/á vinnuslysum, vegna þess að að- vörunarhróp heyrast ekki. Einnig getur mikill heyranlegur hávaði haft streituvaldandi áhrif á líkam- ann. ABS Heildarvelta Mjólkursamsölunn- ar í Reykjavík var 1.795 millj. króna á síðasta ári og hafði aukist um 37,7% milli ára að því er fram kom á aðalfundi sem nýlega var haldinn. liúmlega 55% söíunnar var mjólk, rúmlega 12% rjómi og tæplega 15% aðrar mjólkurvörur. Sala á ís var um 150 millj., eða 8,3% af heildarvelt- unni, brauðum um 118 millj. og á ávaxtasafa og grautum um 42 mill- jónir króna. Innvegin mjólk á sölusvæðinu var 61.2 milljónir lítra á árinu, sem er nær 10% aukning frá árinu á undan. Mjólkurframleiðslan hcfur aðeins einu sinni verið meiri en þetta, en það var árið 1978. Sala á mjólkurvörum hefur á hinn bóginn farið minnkandi hjá MS - um 1% frá 1984 og 2,5% frá 1983. Mjög er misjafnt hvar sú minnkun kemur fram. Sala á nýmjólk var urn 25.3 milljónir lítra á síðasta ári (tæpur hálfur lítri á mann á dag) sem er 3,6% minnkun frá 1984 og 8% minnkun frá 1983. Sala á léttmjólk hefur hins vegar aukist um 37% á þessum tveim árum, salaájúgúrt um 34% og á undanrennu um 21%. Þessi aukning vegur þó ekki upp á móti minnkaðri nýmjólkursölu. Sala á rjóma hefur einnig aukist töluvert, en hins vegar dregist veru- lega saman á skyri. í framleiðsluvörur MS fóru á síðasta ári alls um 43,7 milljónir lítra af mjólk, sem er 1,1 milljón lítra minna en 1983, og auk þess um 10,3 milljónir lítra af undanrennu. í skýrslu á aðalfundi kom fram að heildarneysla mjólkurafurða á land- inu á síðasta ári samsvaraði um 96 milljónum lítra af mjólk, sem er 4 millj. lítrum minna en salan hefur mest orðið á síðustu árum. Á aðalfundi var ákveðið að greiða mjólkurframleiðendum á svæðinu fullt grundvallarverð - 20,94 kr. pr. lítra að meðaltali - þrátt fyrir að útborgunargeta samlaganna væri um 5 aurar á lítra undir grundvallar- verði. Sú breyting varð á stjórn MS að Ágúst Þorvaldsson á Brúnastöðum, sem setið hefur í stjórn í 20 ár, þar af 17 ár sem formaður, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. í stað hans var kosinn Magnús Sigurðsson í Birt- ingaholti. -HEI Skerðing á kvóta vegna aukatekna: „Tilgangurinn er að fá tillögurnar ræddar“ - segir Hákon Sigurgrímsson form. Stéttarsambandsins „Tilgangurinn með því að setja fram tillögur þess efnis að auka- tekjur bænda skerði kvóta þeirra, er fyrst og fremst sá að fá þær ræddar og þannig að bændur geti staðið frammi fyrir ákveðnum dæmum og tekið afstöðu til þeirra," sagði Hákon Sigurgríms- son framkvæmdastjóri Stéttar- sambands bænda. Sagði hann skoðanir bænda um tillögurnar vera mjög skiptar á þeim kjör- mannafundum sem hann hcfði ver- ið á nú að undanförnu. Ef þessar tillögur næðu fram að ganga, yrðu mjólkurframleiðendur að hafa bú yfir 600 ærgildum og aukatekjur af hlunnindum þyrftu að fara yfir fjögur hundruð þúsund hjá þeim. Aðspurður um það hvort töl- fræðilegar upplýsingar yfir auka- tekjur bænda væru til, þá kvað Hákon svo ekki vera, en sagði að það væru einungis fáir bændur sem hefðu svo háar aukatekjur. Einnig yrði vandkvæðum bundið að fram- fylgja tillögunum, næði þær fram að ganga. m.a. vegna þess að það mvndi kosta mikla vinnu. - ABS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.