Tíminn - 30.04.1986, Blaðsíða 3

Tíminn - 30.04.1986, Blaðsíða 3
ER OLÆKNANDI Jiiikíídf, Hávaðavarnir Lógmál oy ie:óóeinir.gar Notiö heymarhiífar Alþýðubankinn vann í samkeppninni 1985: Tvöfölduninnlána 1985 Alþýðubankinn hrósar sigri í kapphlaupinu um sparifé landsmanna í ársskýrslu sinrii fyrir 1985. „Ot úr þeirri orrahríð kom Alþýðubankinn með hlutfallslega langhæsta innláns- aukningu eða yfir 95% (44% um- fram lánskjaravísitölu). Fyrir það hefur vissulega þurft að borga með hagstæðum vaxtaboðum, en það hef- ur verið gert í fullvissu þess að stækkun bankans, aukin hlutdeild í fjármálum þjóðfélagsins, væri seint of dýru verði keypt,“ segir í skýrsl- unni. Á árinu 1985 var hagnaður fyrir skatt 1.725 þús. krónur. Gert er ráð fyrir að bankinn greiði hluthöfum 5% arð, sem jafngildir um 1,5 millj. króna. lnnlán bankans í árslok 1985 námu 975 millj. króna og höfðu nær tvöfaldast á árinu eins og að framan greinir. Nær helmingur innlánanna er á verðtryggðum reikningum og rösklega þriðjungur á almennum bókum. Hlutdeiid bankans íheildar- innlánum viðskiptabankanna jókst úr 2% árið 1984 upp í 2,6% í lok ársins 1985. Útlán bankans námu 651 millj. í árslok 1985 og höfðu aukist um 69% frá fyrra ári. Rúmlega helmingur útlánanna er til einstaklinga. En greinarnar: Þjónusta, verslun, opin- berir aðilar og iðnaður eru með í kringum 10% útlánanna hver um sig. Vaxtatekjur og verðbætur af út- lánum bankans námu tæplega 220 millj. króna á árnu, en bankinn greiddi sparifjáreigendununt tæp- lega 216 milljóna króna vexti og verðbætur af innlánunum. -HEI Miövikudagur 30. apríl 1986 Tíminn 3 Nýjar reglur um hávaöa á vinnustöðum: Hávaði má ekki fara yfir 85 dB Nýjar reglur um hávaðavarnir á vinnustöðum og heyrnareftirlit starfsmanna taka gildi 1. maí. „Langtímamarkmið reglnanna er að hávaði á íslenskum vinnustöðum verði undir 85 desibila jafngildisháv- aða á átta stunda vinnudegi. Þessu ntarki verði náð strax eftir gildistöku reglnann^ í nýjum fyrirtækjum og með endurbótum og samhliða endurnýjun í starfandi fyrirtækj- um.“ í starfandi fyrirtækjum við gildistöku reglnanna er miðað við að jafngildishávaði fari ekki fyrir 90 dB ef miðað er við átta stunda vinnudag. Þessar nýju reglur koma í kjölfar samkomulags vinnuveitenda og launþega og voru samþykktar af stjórn Vinnueftirlitsins. Þetta kom m.a. fram þegar fulltrúar Vinnueftir- lits ríkisins og Heyrnar- og talmeina- stöðvarinnar héldu fund með blaða- mönnum. Hávaði sem fer yfir 85 dB (kalla þarf í eyra manns) er heilsuspillandi og fari hávaði yfir þessi hættumörk á vinnustað, skal vinnuveitandi út- vega starfsfólki heyrnarskjól. Háv- aðahætta þrefaldast við hvert desi- bil, þannig að á vinnustað þar sem hávaði er 100 dB er þrjátíu og tvisvar sinnum meiri hætta á heyrn- arskcmmdum. heldur en á vinnustað með 85 dB hávaða. Vinnustaðir sem hafa slíkan hávaða eru t.d. iðnaður margs konar. málm- og skipasmíöi. bifreiðaverkstæði og skcmmtistaðir. Starfsmaður sem vinnur í 15 mín. í 100 dB hávaða eykur líkur á heyrn- arskemmdum jafn mikið og sá sem vinnur í 85 dB hávaða í 8 klst. Samhliða þessum nýju reglum Notiö heyrnarhlífar Vanmerktar nauðsynjavörur Vakin er athygli á auglýsingu nr. 147/1985 um merkingu nauðsynjavara, sem innihalda eiturefni, hættuleg efni, eða önnur efni, sem geta verið skaðleg heilbrigði manna. Að höfðu samráði við heilbrigðiseftirlitið í landinu hefur verið ákveðið að stöðva sölu á þeim vörum, sem uppfylla ekki ákvæði ofangreindrar auglýsing- ar, sbr. ennfremur ákvæði reglugerðar nr. 479/ 1977 og reglugerðar, sbr. 77/1983, með síðari breytingu. Þeir aðilar sem framleiða eða flytja inn vörur, sem innihalda efni er falla undir ofangreindar auglýsing- ar og nefndra reglugerða, og ekki uppfylla þau skilyrði sem þar eru sett, geta snúið sér til heilbrigðiseftirlits viðkomandi svæðis, um nánari upplýsingar. Reykjavík 29. apríl 1986, Hollustuvernd ríkis- ins, heilbrigðiseftirlit Vinnueftirlit ríkisins hefur látið gefa út plaköt og bæklinga til að hvetja fólk til hávaðavarna. <Mynd frá Vinnueftirlitinu) aukast hávaðamælingar á vegum Vinnueftirlitsins á vinnustöðum þar scm grunur leikur á að meðaltalsháv- aði sé yfir 85 dB. Stefnt er að árlegu heyrnareftirliti hjá þeim starfsmönn- um sem vinna í hávaða yfir hættu- mörkum. sem Heyrnar- og talmeina- stöð íslands mun sjá um. Nú í maí mun stofnunin fá sérstaklega útbú- inn bíl fyrir heyrnarmælingar. Ætl- unin er að mæla heyrn hjá allt að 9.000 manns árlega. Vinnueftirlitið hefur látið gefa út bækling um hávaðavarnir, þar sem fjölda ieiðbeininga er að finna um leiðir til að draga úr hávaða á vinnustöðum og gera fyrirbyggjandi ráðstafanir. Leiðbeiningarnar ná til tækja af mismunandi gerðum, allt frá tækjum sem gefa frá sér hávær Fjórum ferðaskrifstofum lokað? Greiða ekki tryggingarfé Enn hafa fjórar ferðaskrifstofur ekki gengið frá sínum tryggingar- málum varðandi rekstrarleyfi. Það eru ferðaskrifstofurnar Ævintýra- ferðir, Flugferðir-Sólarflug, Ferða- skrifstofa Vestfjarða og Ferðaskrif- stofa Vestmannaeyja. Þessum fjór- um ferðaskrifstofum hefur þráfald- lega verið veittur frestur frá því að birt var ný reglugerð í nóvember í fyrra til að ganga frá sínum málum. Reglugerðin kveður á um hærri upphæð sem ferðaskrifstofur verða að setja fyrir starfsrekstrarleyfi. Nýrri reglugerðin segir til um að tryggingarupphæð sú sem sett skuli fyrir rekstrinum skuli vera 2,6 mill- jónir króna í staðinn fyrir 1,7 mill- jónir í fyrri reglugerð. Frestur hefur verið veittur til fyrsta júní. og hafi ferðaskrifstofurn- ar ekki uppfyllt skilyrði reglugerðar- innar á þeim tíma verður rekstrar- leyfi þeirra afturkallað. Að sögn ráðuneytisstjóra í samgönguráðu- neytinu var þessi frestur ákveðinn í gær, en þá hafði oftsinnis verið veittur frestur, en engin viðbrögð orðið við því. -ES högghljóð (en þau eru hættulegust heyrninni) til tækja sem eru hávaða- minni en geta engu að síður valdið streitu. - ABS Sveit 14 ára strákur, vanur sveitastörfum óskar eftir vinnu í sveit í sumar. Getur komiö strax. Upplýsingar í síma 92-6551. li (21 48 uinningar til bílakaupa á 200. OOO kr. hver. ***** FORD Sierra GL2000 íjúní TOYOTA Land Cruiser STW station HR í desember n SAAB 900i í febrúar 198 7 Dvalarheimilis aldraðra sjómanna

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.