Tíminn - 30.04.1986, Blaðsíða 13

Tíminn - 30.04.1986, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 30. apríl 1986 llllllllllllllllllllllllllll ÍÞRÓTTIR MlllllllllllllBÍ Keiluíþróttin: Óbreytt ástand Keiluvinir efstir í 1. deild og Keilustrumpar í 2. deild Um helgina var að venju kcppt í báðum deildum í keilu. Eftir leiki helgarinnar er staða efstu liða í 1. deild óbreytt. KEILUBANAR eru í 1. sæti með 80 stig og juku þeir forskot sitt eftir 6-2 sigur á GLENN- UNUM sem eru í 3.-4. sæti ásamt VÍKINGASVEITINNI með 70 stig. KEILUVINIR sem geröu 4-4 jafn- tefli við ÞRÖST eru í 2. sæti með 73 stig. Halldór Ragnar sem leikur með KEILUBÖNUM náði 629 seríu í annað sinn og er það hæsta skor scm náðst hefur í 1. deild. Alois Raschof- er er með næst bcsta skor í seríu, 612 stig og einnig hæsta mcðalskor, 183 stig. VÍKINGASVEITIN er með hæsta meðalskor liða í 1. deild, 164 stig. I 2. deild cru KEILUSTRUMP- AR enn efstir með 56 stig þrátt fyrir 2-6 tap fyrir MÁNASKINI SIGGA FRÆNDA unt helgina. Prjú lið berjast nú um efsta sætið og er MÁNASKIN S.F. í öðru sæti með 54 stig og TEPPABANDIÐ í þriðja sæti með 52. Aðeins þrjár umferðir eru eftir og allt getur því gerst. Fyrir hálfum mánuði náði Björn Sigurðsson sem leikur með MÁNA- SKINI S.F. hæsta skor í seríu, 508, en hann á líka hæsta skor í einum leik, 214. TEPPABANDIÐ er með hæsta meðalskor liðs í 2. deild, 136. SpilarWebstermeð? Körfuknattleikssamband íslands er nú að kanna þann möguleika hvort hugsanlegt sé að ívar Webster geti leikið með íslenska landsliðinu í körfuknattlcik í B-keppninni sem hafst í Belgíu í næsta mánuði. í reglum FIBA er kveðið á um að leikmaður verði að hafa verið ríkis- borgari í þrjú ár áður en hann geti farið að spila með landsliði þess lands. Á íslandi þarf útlendingur að hafa verið búsettur f landinu í fimni ár samfleytt áður en hann getur Enska knattspyrnan Nokkrir leikir voru í ensku knatt- spyrnunni í gær. í 1. deild spiluðu nágrannarnir Arsenal og Chelsea og lauk leiknunt með sigri Arsenal 2-0. Þá gerðu Watford og Southampton jafntefli 1-1. í 2. deild voru fimm leikir og sigruðu bæði Charlton og Wimbledon í sínum leikjum þannig að 1. deildar sæti ætti að verða þeirra. Norwich tapaði fyrir Hull 0-1 og Sunderland vann góðan sigur í fallbaráttunni á Stoke 2-0. Þá sigraði Carlisle Brighton 2-0. hlotið ríkisborgararétt. Það þýðir sem sagt átta ár fyrir Webster. KKÍ er nú að athuga hvort hægt sé að gera undantekningu á lögum FIBA vegna íslcnsku laganna. Málið ætti að skýrast á næstunni. Enskir breyta Ýmsar breytingar á fyrirkomu- lagi ensku deildarkeppninnar í knattspyrnu voru samþykktar á fundi stjórnar deildanna í fyrra- dag. í þessum „pakka" sem er kominn frá stóru liðunum í 1. deild eru m.a. ákvæði um að 2. deildarliðum verði fækkað í 20 eftir næsta keppnistímabil. í 2. deild verða 24 lið en ekki 22 eins og nú er. Þá verða úrslitakeppnir á milli liða í fallsætum í einni deild og þeirra í toppsætum deild- arinnar fyrir neðan. Peningum verður skipt þannig að 1. deildar- liðin bera meira úr býtum og stóru liðin fá fleiri atkvæði í ákvörðun- um er varða deildarkeppnina í Englandi. Ólafur Th. Ólafsson íslandsmeistari í pflukasti (th.) og Tómas Bartlett sem lenti í öðru sæti. Ólafur tapaði ekki leik á mótinu. Tímam>nd-Pétur. Pílukast: Ólafur fslandsmeistari Fyrsta íslandsmótið í pílukasti fór fram um helgina í húsnæði pílukasts- félagsins við Klapparstíg. Til úrslita spiluðu Ólafur Th. Olafsson og Tómas Bartlett. Ólafur sigraði 3-1 en keppt var með því tynrkomulagi að sá sem á undan vinnur þrjá leiki telst sigurvegari. Ólafur tapaði ekki leik á mótinu en Tómas tapaði aðeins úrslitaleiknum. Tíminn 13 „Þér er alveg óhætt að fara niður" gætu ræsarnir verið að segja við þennan unga skíöamann sem er greinilcga tilbúinn að leggja í brekkuna. Tíniamynd: KGA M0LAR ■ Þjálfari Werder Brcnien í þýsku 1. deildinni í knattspyrnu, Otto Rehhagel, hefur gert Ijög- urra ára samning um að þjálfa liðið. Rehhagler hefur náð öðru sæti í deildinni með lið Werder í þrjú skipti síðastliðin fjögur ár og tvisvar tapað á markalilutfalli. ■ Hans-Peter Briegcl, v-þýski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu sem spilar með Verona á Italíu, hefur nú skipt uin félag. Hann mun lcika með Sampdoria á næsta keppnistímabili. Hann gerði tveggja ára samning við félagið og keinur í stað Gracinc Souness sem farinn er til Rangcrs frá Sampdoria. ■ Kínverjar hafa tilkynnt aö þeir muni taka þátt í Óolympíulcikun- um í Seoul árið 1988. kínverjar unnu til 15 gullvcrölauna á síð- ustu lcikuin. ■ Knattspyrnuyfirvöld í Pól- landi cru nú að kanna ásakanir stærsta knattspyrnutíniaritsins þar í landi þess efnis að leikmönn- uin og stjórnarmönnuin í tvcimur botnliöunum í 1. deild hall vcriö niútað fyrir leiki og þannig hafí verið haft áhrif á hvaða lið fcllu. ■ Köln og Rcal Madrid lcika í kvöld fyrri úrslitalcik sinn í UEFA-keppninni í knattspyrnu. Lcikurinn átti að fara fram á hcimavelli Kölnar en vegna banns UEFA á hendur Kölnar þá verða þeir að leika leikinn á Ólyinpíuvellinum í Berlín cn ckki í Köln. Andrésar Andarleikarnir á skíðum: Vel heppnað mót Keppendur yf ir400og starf smenn á annað hundrað á vel heppnuðu móti á Akureyri Andrésar-andar leikunum lauk á Akureyri s.l. laugardag en þeir höfðu þá staðið yfir síðan á miðviku- dag. Þetta var í 11. skipti sem leikarnir eru haldnir á Akureyri og voru keppendur nú rúmlega 400 talsins. Þá voru fararstjórar um 120 og starfsmenn mótsins voru talsvert á annað hundrað. Formaður móts- stjórnar var Gísli K. Lórenzson og var framkvæmd mótsins til mikillar fyrirmyndar og Akureyringum til sóma. Keppendur voru á aldrínum 8-12 ára og var keppt í svigi, stórsvigi, göngu og skíðastökki. Keppendur gistu í Lundarskóla og þar var einnig mötuneyti fyrir þá mótsdagana. Hinir rúmlcga 400 keppendur komu frá 14 sveitarfélögum víðsveg- ar af landinu, en sigurvegarar í hinum ýmsu greinum urðu sem hér segir: Stórsvig 12 ára drengja: Sigurður Hólm Jóhannesson Stórsvig 12 ára stúlkna: Harpa Hauksdóttir Stórsvig 11 ára drengja: Ásbjörn Jónsson Stórsvig 11 ára stúlkna: Ásta Björk Baldursdóttir Stórsvig 10 ára drengja: Kristján Kristjánsson Stórsvig 10 ára stúlkna: Theódóra Mathiesen Stórsvig 9 ára stúlkna: Hjálmdís Tómasdóttir Stórsvig 9 ára drengja: Grótar Jóhannsson Stórsvig 8 ára stúlkna: Brynja Þorsteinsdóttir Stórsvig 8 ára drengja: Grímur Rúnarsson Stórsvig 7 ára stúlkna: Ólöf Björg Þórdardóttir Stórsvig 7 ára drengja: Sturla B. Bjarnason Svig 12 ára drengja: Gunnlaugur Magnússon Svig 12 ára stúlkna: Harpa Hauksdóttir Svig 11 ára drengja: Birgir Karl ólafsson Svig 11 ára stúlkna: Eva Jónasdóttir Svig 10 ára drengja: Krístján Kristjánsson Svig 10 ára stúlkna: Sigrún Haraldsdóttir Svig 9 ára drengja: Elvar óskarsson Svig 9 ára stúlkna: Hjálmdís Tómasdóttir ísafirði Akureyri Reykjavik Akureyri Reykjavík Reykjavík Neskaupstað Neskaupstad Akureyri ísafirði Húsavík Dalvík Akureyri Akureyri Seyðisfirdi Akureyri Reykjavík Noskaupstað Akureyri Neskaupstað Svig 8 ára drengja: Fjalar Úlfarsson Svig 8 ára stúlkna: Biynja Þorsteinsdóttir Svig drengja 7 ára og yngri: Páll Jónasson Svig stúlkna 7 ára og yngri: Elisabet Finnbogadóttir Skíðaganga: Drengir 10 ára og yngri 1,5 km: Davíð Jónsson Drengir 11 ára 2,0 km: Kári Jóhannesson Stúlkur 12 ára og yngri 2,0 km: Hulda Magnúsdóttir Drengir 12 ára 2,5 km: Akureyri Akureyri Seyðisfirði Eskifirði Reykjavík Akureyri Siglufirði Sigurður Sverrisson Seydisfirði Drengir 11 ára 1,5 km frjáls aðferð: Kristján Hauksson Ólafsfirdi Drengir 12 ára 2,0 km frjáls aðferð: Sigurður Sverrisson Siglufirði Stúlkur 12 ára og yngri 1,5 km frjáls aðferð: Hulda Magnúsdóttir Siglufirði Skíðastökk: 12 ára: Gunnlaugur Magnússon 11 ára: Bjartmar Guðmundsson 10 ára: Sverrir Rúnarsson Akureyri Ólafsfirði Akureyri GK/Akureyri Pólverjar (dökkir) urðu að sætta sig við fall úr A-hóp. Hér spila þeir gegn Bandaríkjamönnum á HM í Moskvu. Heimsmeistarakeppnin í íshokký: Sovétmenn meistarar Þrátt fyrir hrakspár fyrir keppnina þá urðu Sovétmenn Heimsmeistarar í íshokký er HM lauk í Moskvu á sunnudaginn var. Sovétmenn unnu alla sína leiki nokkuð örugglega. Heimsmeistararnir frá í fyrra, Tékk- ar urðu að láta sér nægja 5. sætið. Svíar urðu í öðru sæti en Kanada- menn í því þriðja og Finnar urðu fjórðu. Pólverjar urðu að sætta sig við að falla niður í B-hóp en þeirra sæti taka Svisslendingar. í úrslitaleik mótsins unnu Sovét- menn Svía 3-2 í hörkuleik. Sovét- menn áttu tvo af þremur bestu leikmönnum keppninnar en Svíinn Lindmark var valinn besti mark- vörður mótsins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.