Tíminn - 30.04.1986, Blaðsíða 15

Tíminn - 30.04.1986, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 30. apríl 1986 Tíminn 15 Jón Sigfús Sigurjónsson: Réttindi og skyldur sveitarstjómarmanna Seinni hluti erindis sent flutt var á ráðstefnu um sveitarstjórnarmál, hinn 19. apríl sl. Ráðstefnunasóttu kosningastjórar og frambjóðendur Framsóknarflokksins úr flestum sveitarfélögum landsins. Réttindi og skyidur sveitarstjórnarmanna Lagaákvæði um réttindi og skyldur sveitarstjórnarmanna eru í IV kafla nýju sveitarstjórnarlag- anna. Þar fyrir utan eru helstu heimildir lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 38/1954 og almenn hegningarlög nr. 19/1940. Ennfremur bendi ég á Stjórnarfars- rétt eftir Ólaf Jóhannesson laga- prófessor og úrskurði Félagsmála- ráðuneytisins og ritgerð eftir Steingrím Gaut Kristjánsson sem birtist í Úlfljóti, 4. tbl. 1973. Af dómasafni Hæstaréttar verður ráð- ið að tiltölulega fá ágreiningsmál um þessi efni komi til kasta dóm- stóla. A. Skyldur. Sveitarstjórnarmanni ber skylda til að sækja alla sveitarstjórnar- fundi og fundi í nefndum á vegunt sveitarstjórnar nema lögmæt for- föll hamli. Við nafnakall er sveit- arstjórnarmanni skylt að greiða atkvæði, nema hann færi rök fyrir undanfærslu sinni. Hver sveitar- stjórnarmaður er skyldur til að inna af hendi störf sem sveitar- stjórn felur honum og varða verk- efni sveitarstjórnar. Sveitarstjórn- armenn skulu gæta þagnarskyldu um það sem þeir verða áskynja um í starfi sínu og leynt á að fara skv. lögum eða eðli máls. Sveitarstjórnarmönnum er skylt að taka kjöri í nefnd, ráð eða stjórn á vegum sveitarfélagsins. Skv. 45. gr. nýju sveitarstj. lag- anna er sveitarstjórnarmanni skylt að víkja sæti við meðferð máls og afgreiðslu þess. þegar það varðar hann, eða nána vandamcnn hans svo sérstaklega að almennt má ætla að viljaafstaða hans mótist að ein- hverju leyfi þar af. Sveitarstjórnar- maður sem vanhæfur er við úrlausn máls skal yfirgefa fundarsal sveitar- stjórnar við afgreiðslu málsins. Sveitarstjórnarmanni ber ekki skylda til að taka þátt í umræðum um hvert það málefni sem um er fjallað í sveitarstjórn, en hann brýtur gegn siðferðislegri skyldu sinni ef hann tekur aldrei þátt í umræðunt og hlýtur að sæta póli- tískri ábyrgð. Ekki verður talið að almennt hvíli sérstök frumkvæðis- skylda á óbreyttum sveitarstjórnar- manni. Hins vegar bregst sveitar- stjórn hlutverki sínu ef hún sinnir ekki lögskyldum verkefnum sem henni eru falin og talin eru upp í 1. kafla laganna. Ég ætla ekki að fjalla um skyldur oddvita ogaldurs- forseta, en um þá gilda sérrcglur og vísa ég til Iaganna um það efni sbr. einkum V. kafla. Ekki hvílir sérstök lögbundin hlýðnisskylda á sveitarstjórnarmönnum á þann veg að Félagsmálaráðuneyti, sýslunefndir eða önnur stjórnvöld hafi þar sérstakt boðvald, untfram almennar reglur þar að lútandi. Hins vegar setja sveitarstjórnir sér sjálfar fundarsköp sbr. 49. gr. og þar geta sérstök ákvæði mælt fyrir um hlýðniskyldur sbr. t.d. 17. gr. samþykktar urn stjórn Rcykjavík- ur, en þar segir: „Skylt er borgar- fulltrúa að lúta valdi forseta í hvívetna, er að því lýtur að gætt sé góðrar reglu“. Um sveitarstjórnarmenn gildir sú meginregla sem lögfest er í 28. gr. 1. nr. 38/1954 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins „að starfsmaður skuli gæta kurteisi, lipurðar og réttsýni í starfi sínu. Hann skal forðast að hafast nokk- uð það að í starfi sínu eða utan þess sem honunt er til álitshnekkis eða varpað getur rýrð á það starf eða starfsgrein er hann vinnur við." Viðurlög Ef sveitarstjórnarmaöur brýtur á móti þeim skyldum sem á honum hvíla, kann hann að sæta viðurlögum fyrir. Þau eru: vítur, svipting mál- frelsis, áminning, svipting starfa og refsing. Einnig getur sveitarstjórn- armaður bakað sér bótaskyldu með þátttöku í ólögmætri stjórnarat- höfn, sem hefur í för með sér bótaskylt tjón fyrir aðra. Ég ætla ekki að fara fleiri orðum um skyld- ur sveitarstjórnarmanna, nánari ákvæði eru í lögum um sunit. en um annað þarf að byggja á alrncnn- um lagarökum og dómafram- kvæmd. B. Réttindi sveitar- stjórnarmanna Lengst af hafa mönnum þótt réttindi þau sem sveitarstjórnar- menn njóta minni en þær skyldur sem á þeim hvíla. Þá ber þess þó að gæta að jafnan hefur það þótt álitsauki að vera kjörinn til sveit- arstjórnarstarfa. Ég ætla hér að stikla á helstu réttindum sveitar- stjórnarmanna en þar gildir cins og áður að nánar vísast í lagaákvæðin sem helst er að finna í nýju sveitar- stjórnarlögunum, IV kafla. 1. Réttur til þátttöku í sveitarstjórnarstarfi Sveitarstjórnarmenn hafa rétt til að sitja alla sveitarstjórnarfundi. einnig þá sem lokaðir eru almenn- ingi. Þeir hafa og óbundið málfrelsi á fundum sveitarstjórnar þó með þeim takmörkunum scm fundar- sköp setja. Sveitarstjórnarmenn hafa óbundinn tillögurétt, rétt til að kynna sér skjöl og gögn er varða málefni sveitarfélagsins, atkvæðis- rétt, kjörgengi í nefndirogóhindr- aðan aðgang að stofnunum sveitar- félagsins og starfsemi. 2. Þóknun Sveitarstjórn er skylt að ákveða hæfilega þóknun til svcitarstjórn- armanna fyrir störf þcirra. Og ef um langan veg er aö fara milli heimilis sveitarstjórnarmanns og fundarstaðar sveitarstjórnar getur sveitarstjórn auk þess ákveðið hon- um hæfilega greiðslu ferðakostnað- ar. Sömulciðis á sveitarstjórnar- maður rétt til greiðslu hæfilcgs ferða- og dvalarkostnaðar vegna ferða í þágu sveitarfélagsins og samkvæmt ákvörðun sveitarstjórn- ar. Sveitarstjórnármenn eiga rétt á því að störfum sveitarstjórnar sé hagað þannig að þeir geti tekið sér hæfilegt orlof árlega. Ákvæði um þóknun til sveitarstjórnar- manna fyrir störf þeirra kontu fyrst í lög 1961, en áður var litið á störf sveitarstjórnarmanna sem ólaunuð skyldustörf. Ég hef ekki á reiðum höndum tölur yfir þóknun til sveit- arstjórnarnVanna en þær eru mis- jafnar eftir bæjarfélögunt. 3. Sjálfræði í starfi Sveitarstjórnarmenn njóta sjálf- ræðis í starfi, og þurfa því ekki að hlýða nokkrum fyrirmælum Fél- agsmálaráðuneytis né annarra stjórnvalda um störf sín í sveitar- stjórn svo lengi sem sveitarstjórn- arntaður heldur sig inn,an löglegra valdmarka. Honum er heldur ekki skylt að fara að vilja kjósenda sinna, heldur ber honum að fara eftir eigin sannfæringu í starfi sínu. Kosningaloforð njóta ekki lög- verndar. 4. Öryggi í starfi Meðan sveitarstjórnarmaður heldur óskertum hæfnisskilyröum, IJytur ekki úr sveitarstjórnar- umdæminu eða verður varanlega forfallaður er hvorki á valdi sveit- arstjórnar, ráðuneytis né nokkurs annars aðila aö víkja honum úr starfi. Sveitarstjórnarmanni verður ekki vikið úr starfi nema með dómi, þótt hann fremji refsivert brot, en hann kynni að verða svipturrétti til setu í s^eitarstjórn. 5. Vernd í starfi Sveitarstjórnarmenn njóta verndar skv. ákvæðum alm. hegn- ingarlaga, sbr. 106, 107 og 108 gr. þeirra, þar sem refsing er lögð við því að ráðast nteð ofbcldi eða hótun um ofbeldi á opinberan embættismann þegar hann er að gcgna skyldustarfi. Lögð er refsing við því að hafa í frammi skammar- yrði, móðganir og ærumeiðandi aðdróttanir við opinberan starfs- mann þegar hann gegnir skyldu- starfi. Um slík álitaefni hafagengið hæstaréttardómar , þar sem sam- svarandi ákvæði éldri hegningar- laga frá 1869 voru talin eiga viö. 6. Réttur til að nefna varamenn Sveitarstjórnarmönnum ber al- mennt skylda til að rækja starf sitt sjálfir. Þeint er því alm. óheimilt framsal á valdi sínu. I 4. mgr. 35. gr. nýju sv.stj. laganna scgir að aðalmaður megi vegna forfalla til- nefna varamann um stundarsakir til að taka sæti sitt á meðan. Hal'i hann engan tilnefnt skal varamað- ur taka sæti hans skv. þeirri röð sent varamenn voru kosnir. í samantekt eins og þessari er erfitt að ákvarða mörk milli aðal- atriða og aukaatriða. Hér hefur verið stiklað á stóru og mörgu sleppt sem ræða hefði mátt ýtarleg- ar um. Ég vil því að lokunt hvetja menn til að kynna sér vel ákvæði nýju sveitarstjórnarlaganna. Fram- sctning þeirra cr í l'lestu tilliti ntjög aðgengileg. Revkjavik 18. apríl 1986. Jún Sigfús Sigurjúnsson varaformaður Fulltrúaráðs Frainsúknarfélaganna í Rvk. Rammi hf. Njarðvík: Stærsta verksmiðja á landinu - undir einu og sama sperruhafi Glugga og hurðaverksmiðjan Rammi hf. er 20 ára um þessar mundir og af því tilefni flutti fyrir- tækið starfsemi sína fyrir skömmu í nýtt verksmiðjuhúsnæði að Seylu- braut 1 í Njarðvík. Bvgging nýju verksmiðjunnar markar tímamót í starfsemi Ramma, en þar er aðstaða öll betri og vélar fullkomnari og afkastameiri en í gamla húsnæðinu. Flatarmál nýju verksmiðjunnar er 3600 m að grunnmáli og er stærsta verksmiðja hérlendis undir einu sperruhafi. Tæknilega séð er verksmiðjan sú fullkomnasta sinnar tegundar hér- lendis, en í henni eru tæki og vélar til að „gagnverja" viðinn eftir að hann hefur verið vélunninn (þ.e. að olíuuppleystum efnum er þrýst inn í hann) og þar eru einnig tæki til að „yfirborðsmeðhöndla" viöinn. Fyrsta skóflustungan ;rð hinni nýju . verksmiðju var tekin í október 1984, en það var Húsagerðin í Keflavík sem annaðist byggingaframkvæmd- ir. Við hönnun og byggingu hússins var fylgt ströngustu kröfum urn verk- smiðjuhúsnæði. í húsinu er fullkomiö eldvarnar- kerfi, öflugt sogkerfi, öryggisrofar lyrir vélar eru víða á vinnusvæðinu og aðstaða starfsfólks er eins full- komin og kostur er. Alls kostaði verksmiðjan fullbúin Guðað á glugga. Kristín Halldúrsdúttir og Salome Þorkelsdúttir alþingismenn voru mcðal gesta þegar hið nýja verksmiðjuhúsnæði Ramma var formlega opnað. 50 milljónir króna, en það er um milljónir en restin var fjármögnuð af jafnframt framkvæmdastjóri, Gísli .50% af brunabótamati. Iðnlánasjóð- eigin fé. Aðaleigendur Ramma hf. Grétar Björnsson og Sigurþór ur og Iðnþróunarsjóður lánuðu 30 eru Einar Guðberg, en hann er Stefánsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.