Tíminn - 30.04.1986, Blaðsíða 19

Tíminn - 30.04.1986, Blaðsíða 19
Miðvikudagur 30. apríl 1986 Tíminn 19 Skúli Halldórsson tónskáld ver kvöldstund með sjónvarpsáhorfendum í kvöld kl. 21.25. Sjónvarp kl. 21.25: Kvöldstund með Skúla Halldórssyni í kvöld kl. 21.25 eiga sjónvarps- áhorfendur kvöldstund með lista- manninum Skúla Halldórssyni tón- skáldi. Séra Gunnar Björnsson ræðir þar við Skúla og flytur lög eftir hann ásamt Ágústu Ágústs- dóttur sópransöngkonu og Jóni Heimi Sigurbjörnssyni flautu- leikara. Skúli leikur sjálfur á píanó. Skúli Halldórsson hefur lengi fengist við tónsmíðar en starfs- ævinni eyddi hann hjá Strætisvögn- um Reykjavíkur. Hann hefur nú iátið af störfum þar vegna aldurs og getur nú einbeitt sér að tónlist- inni - og öðrum áhugamálum. Á þessu ári eru 50 ár liðin síðan franska skipið Pourquoi Pas, fórst hér uppi á Mýrum og er þess minnst með ýmsum hætti. M.a. samdi Skúldi tónverk í tilefni þess, heitið eftir skipinu, og flytur Karlakór Reykjavíkur það á heimaslóðum þess í Normandí nú í vor. Upptöku þáttarins stjórnar Elín Þóra Friðfinnsdóttir. Sjónvarp kl. 19. Ur myndabókinni í dag kl. 19 verður nýjum barna- þætti hleypt af stokkunum í Sjón- varpinu sem ætlað er að fylla það tómarúm sem Stundin okkar skilur eftir sig. Pessum barnatíma hefur verið gefið nafnið Úr myndabókinni og stendur alls í 50 mínútur. Um- sjónarmaður er Agnes Johansen. Úr myndabókinni verður í sumar frum- sýndur á miðvikudögum en síðan endursýndur á mánudögum. í þessum þáttum verður margvís- legt efni innlent og erlent, teikningar barna, sögur o.s.frv. í upphafi verð- ur t.d. sagan Kuggur eftir Sigrúnu Eldjárn, sem hún hefur sjálf gert myndir við, meðal efnis. Þá verður haldið áfram að sýna þá mynda- flokka sem hafa verið í Aftanstund- inni. Aðrar breytingar á barnaefni í sumardagskrá sjónvarps eru þær að á sunnudögum kl. 18.10 verða sýndar teiknimyndir með góðum og göml- um vinum barnanna, þeim Andrési önd, Mikka mús og fleiri félögunt. Á þriðjudögum verður barnaefni svip- að og verið hefur á þeim dögum og það sama gildir um föstudaga og laugardaga. Unglingaefni verður óbreytt, Unglingarnir í frumskóginum og Rokkarnir geta ekki þagnað á föstu- dögum og Poppkorn á mánudögum. Umsjónarmenn þeir sömu. í júní koma útsendingar frá heims- meistarakeppninni í knattspyrnu í Mexíkó til með að setja mikinn svip á sjónvarpið og flyst þá barnaefnið fram um klukkutíma. „Hljómkvið- an eilífa“ í gær hófst lestur nýrrar miðdeg- issögu í útvarpinu og verður 2. lestur hennar í dag kl. 14. Sagan er eftir spænsku skáldkonuna Carm- en Laforet og heitir Hljómkviðan eilífa. Sigurður Sigurmundsson þýddi úr frummálinu og les sjálfur söguna. Sagan er sögð í fyrstu persónu og Andrea, unga stúlkan sem segir frá, kemur utan af landi til móður- fólks síns sem býr í Barcelona, þar sem ætlunin er að hún dvelji meðan á námi hennar stendur. Allt er í kröm og niðumíðslu á heimilinu þar sem allt er mjög breytt frá því er hún dvaldist þar sem barn. Á heimilinu búa þrjú móðursyst- kini hennar: Angustias, sem leggur henni lífsreglurnar í borginni, Juan sem býr með konu og barni, og hljómlistarmaðurinn Román, sem ekki er allur sem hann er séður, en hann dregur að sér konur eins og segull stál. Enn erótalin sú perso'na sem rís yfir allar aðrar, en það er Ena, skólasystir Andreu í há- skólanum. Hljómkviðan eilífa (Nada) kom út 1944 og hlaut bókmenntaverð- laun Premio Eugenio Nadal sama ár. Sögusvið Hljómkviðunnar eilífu er Barcelona. Dómkirkjan setur svip sinn á borgina. Miðvikudagur 30. apríl 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. 7.15 Morgunvaktin. 7.20 Morgunteygjur. 7.30 Fréttir. Tilkynningar. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. 8.15 Veðurfregnir. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Eyjan hans múmínpabba" eftir Tove Jansson. Steinunn Briem þýddi. Kolbrún Pétursdóttir ies (11) 9.20 Morguntrimm. Tilkynningar. Tónleikar, þulurvelurog kynnir. 10.00 Fréttir. 10.05 Daglegt mál. Endurtekinn þáttur frá kvöldinu áöur sem Sigurður G. Tómas- son flytur. 10.10 Veöurfregnir. 10.25 Lesið úr forustugreinum dagblað- anna. 10.40 Land og saga RagnarÁgústssonsér um þáttinn. 11.10 Norðurlandanótur. Ólafur Þóröar- son kynnir. 12.00 Dagskrá. Tilkynníngar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir.Tilkynningar.Tónleikar. 13.301 dagsins önn - Dagvist barna Umsjón: Anna G. Magnúsdóttir. 14.00 Miðdegissagan: „Hljómkviðan eilífa" eftir Carmen Laforet Sígurður Sigurmundsson les þýðingu sína (2). 14.30 Miðdegistónleikar. a. Serenaöa I A-dúr op. 16. eftir Johannes Brahms. Conceirtgebouw-hljómsveitin í Amster- dam leikur; Bernard Haitink stjórnar. b. Nicolai Ghiaurov syngur aríur úr óperum eftir Anton Rubinstein, Pjotr Tsjaíkovskí og Alexander Borodin meö Sinfóníu- hljómsveit Lundúna; Edward Downes stjórnar. 15.15 Hvað finnst ykkur? Umsjón: Örn Ingi. (Frá Akureyri). 15.45 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Síðdegistónleikar a. Forleikur i g- moll eftir Thomas Arne. Christopher Hogwood stjórnar hljómsveitinni sem leikur. b. „Sinfonie serieuse" í g-moll eftir Franz Berwald. Sinfóníuhljómsveit sænska útvarpsins leikur; Sixten Ehrling stjórnar. 17.00 Barnaútvarpið. Meðal efnis: „Dreng- urinn frá Andesfjöllum" eftir Christine von Hagen. Þorlákur Jónsson þýddi. Viðar Eggertsson les (14). Stjórnandi: Kristín Helgadóttir. 17.40 Ur atvinnulífinu - Sjávarútvegur og fiskvinnsla. Umsjón: Magnús Guð- mundsson. 18.00 Á markaði. Þáttur í umsjá Bjarna Sigtryggssonar, 18.15 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.40 Tilkynningar. 19.45 Frá rannsóknum háskólamanna. Kristin Einarsdóttir kynnir rannsóknir á áhrifum kulda á æðar. 20.00 Hálftíminn. Elín Kristinsdóttir kynnir popptónlist. 20.30 Bikarkeppni Handknattleikssamb- ands íslands - Meistaraflokkur karla Samúel Örn Erlingsson lýsir síðari hálf- leik Víkings og Stjörnunnar i Laugardals- höll. 21.20 Hljómplöturabb Þorsteins Hannes- sonar. 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Bókaþáttur. Umsjón: Njörður P. Njarðvík. 23.00 Á óperusviðinu Leifur Þórarinsson kynnir óperutónlist. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. ■ílT 10,00 Morgunþáttur. Stjórnandi: Kristján Sigurjónsson. 12.00 Hlé. 14.00 Eftir tvö. Stjórnandi: Jón Axel Ólafs- son. 15.00 Nú er lag. Gunnar Salvarsson kynnir gömul og ný úrvalslög aö hætti hússins. 16.00 Dægurflugur. Leopold Sveinsson kynnir nýjustu dægurlögin. 17.00 Þræðir. Stjórnandi: Andrea Jónsdótt- ir. 18.00 Dagskrárlok. Fréttir eru sagðar í þrjár mínútur kl. 11.00,15.00,16.00 og 17.00 Svæðisútvarp virka daga vikunnar frá mánudegi til föstudags. 17.03-18.00 Svæðisútvarp fyrir Reykjavík og nágrenni - FM 90,1 MHz. 17.03-18.30 Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni - FM 96,5 MHz. Miðvikudagur 5. mars 19.00 Úr myndabókinni Nýr barnaþáttur með innlendu og erlendu efni sem kemur í stað Aftanstundar Efni: Snúlli snigill, Alli álfur, Ferðir Gúllivers, Raggi ráða- góði, Lalli leirkerasmiöur, Klettagjá o.fl. Umsjónarmaður: Agnes Johansen 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Lög frá ýmsum löndum Kór Fjöl- brautaskóla Suðurlands á Selfossi syng- ur lög eftir innlenda og erlenda höfunda. Stjórnandi: Jón Ingi Sigurmundsson. Stjórn upptöku: Tage Ammendrup. 21.05 Samtök i sjötíu ár Heimildamynd um starfsemi Alþýðusambands islands sem gerð var í tilefni af sjötíu ára afmæli samtakanna. Framleiðandi: Kvikmynd - Þorsteinn Jónsson. 21.25 Kvöldstund með listamanni - Skúli Halldórsson. Séra Gunnar Björnsson ræðir við tónskáldið og flytur lög eftir Skúla ásamt Ágústu Ágústsdóttur sópr- ansöngkonu og Jóni Heimi Sigurbjörns- syni flautuleikara. Skúli Halldórsson leik- ur á píanó. Stjórn upptöku: Elín Þóra Friðfinnsdóttir. 22.30 Hótel 11. Vangaveltur Bandarískur myndaflokkur i 22 þáttum. Aðalhlutverk: James Brolin, Connie Sellecca og Anne Baxter. Pétur hótelstjóri má hafa sig allan viö að verjast áleitni kvenna. Unglings- stelpa reynir að sætta foreldra sína. Auralaus gestur reynir að komast hjá því að greiða hóteldvölina. Þýðandi Jóhanna Þráinsdóttir. 23.05 Fréttir í dagskrárlok. Auglýsing frá Úreldingarsjóði í nýsamþykktum lögum á Alþingi um skiptaverð- mæti og greiðslumiðlun innan sjávarútvecjsins er ákveðið að starfsemi Úreldingarsjóðs fiskiskipa Ijúki 14. maí 1986. Stjórn sjóðsins hefur því ákveðið að auglýsa eftir umsóknum úr sjóðnum. Umsóknarfresturertil 8. maí 1986. Stjórn sjóðsins mun fyrir 14. maí 1986 taka ákvörðun um styrkveit- ingar á grundvelli þeirra reglna sem nú gilda um sjóðinn og þeirra umsókna sem berast til stjórnar sjóðsins fyrir 8. maí 1986. Það skip sem hlýtur styrk til úreldingar, skal fyrir 20. júlí 1986, tekið varanlega úr rekstri samkvæmt reglum sjóðsins. Með umsókn skal fylgja veðbókarvottorð, ársreikn- ingur seinasta árs og yfirlit yfir skuldastöðu. Umsóknir um styrki úr sjóðnum skal senda Sam- ábyrgð íslands á fiskiskipum, Lágmúla 9, 108 Reykjavík. Úreldingarsjóður fiskiskipa ÖLL ALMENN PRENTUN LITPRENTUN TÖLVUEYÐUBLÖÐ • Hönnun • Setning • Filmu- og plötugerð • Prentun • Bókband PRENTSMIDJAN clcLL Cl HF. ISMIÐJUVEGI 3, 200 KÓPAVOGUR S1ML45000 BÍLALEIGA Útibú I kringum landið REYKJAVÍK:........91-31815/686915 AKUREYRI:......... 96-21715/23515 BORGARNES:............... 93-7618 BLÖNDUÓS:...............95-4350/4568 s SAUÐÁRKRÓKUR: .. 95-5913/5969 SIGLUFJÖRÐUR:........96-71489 HÚSAVÍK:...... 96-41940/41594 EGILSSTAÐIR: ........ 97-1550 VOPNAFJÖRÐUR: ..97-3145/3121 FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: . 97-5366/5166 HÖFN HORNAFIRÐI: .....97-8303 interRent F býður þér þjónustu sina við ný- byggingar eða endurbætur eldra húsnæðis Við sögum i steinsteypu fyrir dyrum, gluggum, stigaopum, lögnum - bæði i vegg og gólf. Ennfremur kjarnaborum við fyrir lögnum I veggi oy gólf. Þvermál boranna 28 mm til 500 mm. Þá sögum við malbik og ef þú þarft að láta fjarlægja reykháfinn þá tökum við það að okkur. Hifir leitast við að leysa vanda þinn fljótt og vel, hvar sem þú ert búsettur á landinu. Greiðsluskilmálar við allra hæfi Bílasími 002-2183 Fífuseli 12 109 Reykjavík sími91-73747 KRANALEIGA • ^TEINSTEYPUSÖGUN • KJARNABORUN Veiðifélag Elliðavatns Stangveiði á vatnasvæði Elliðavatns hefst 1. maí. Veiðileyfi eru seld á Vatnsenda, Elliðavatni og Gunnarshólma. Á sömu stöðum geta unglingar (12-16 ára) og ellilífeyrisþegar úr Reykjavík og Kópavogi fengið afhent veiðileyfi án greiðslu. Veiðifélag Elliðavatns. Ólafsvíkurkaupstaður auglýsir eftir fóstru til starfa á leikskóla Ólafsvíkur. Fóstrumenntun áskilin. Laun samkvæmt launakerfi opinberra starfs- manna. Allar nánari upplýsingar veittar hjá bæjar- stjóra í síma 93-6153. Bæjarstjórinn á Ólafsvík

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.