Tíminn - 06.05.1986, Blaðsíða 7

Tíminn - 06.05.1986, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 6. maí 1986 Tíminn 7 VETTVANGUR Guðmundur Sverrisson: Enn um fjárflutninga Kaupfél- ags Borgf irðinga haustið 1985 í 88. hefti Kaupfélagsritsins 1986 er grein eftir Sæmund Sigmunds- son, bls 34-38, með yfirskrift Fjár- flutningar 1985. Á þetta að vera andsvar við grein minni frá því í nóv. s.l. 1985. Fyrst er talað um að 5 bílar hafi nægt til flutninganna síðastl. haust (1985). Þetta vil ég leiðrétta. Bíl- amir vom 6. M-424 flutti að vísu ekki nema rúmlega 3000 kindur. Var það á meðan M 423 var á verkstæði. Þá er reynt að læða því inn, að M 424 hafi verið á „laun- um“ í biðstöðunni sem varabíll. Þetta em ósannindi. M 424 hafði ekki aðrar tekjur af fjárflutningum en af þeim kindum sem hann flutti. Það er: 3000 kindur X 39 kr. = 117.000,- kr. Þá er talað um hóflegan vinnu- tíma, hægt hefði verið að vinna lengur fram eftir kvöldi. Greinarhöfundur þekkir víst lít- ið til kjarasamninga verkalýðsfé- laga og umsamins vinnutíma. Auk þess að kvöldgöltur í fjárflutning- um er óvinsælt af bændum. Það var því ekki hægt að komast af með minna en 6 bíla og er það raunhæf- ur samanburður við bílanotkun KB í fjárflutningum á umliðnum ámm. Talað er um flutningstaxta á vörum í Stafholtstungur og ekki farið með rétt mál. Talað er um 78,4% hækkun milli ára 1984-1985. Hið rétta er að taxtar í Staf- holtstungur vom 1984.-l.,des. 0.48 kr. pr. kg og 1. des. 1985-0.75 kr. pr. kg. miðað við 2000 kg og minna, eða 56,25% hækkun. Algengasta stærð vörupöntunar í hverri ferð er 300-750 kg pr. bónda, sjaldan tonn í einu, þó að það komi að vísu fyrir. Það er því eðlilegra að miða við þetta vöru- magn í ferðum. En það skal tekið fram, að taxti - á 2001 kg og yfir var 1984 - 41 eyrir pr. kg og 1985 66 aurar pr. kg í Stafholtstungur. Áburðar- taxti nú 1986 í Stafholtstungur verð- ur 56 aurar pr. kg. og hlutfallslega í aðrar sveitir. Því miður urðu þessar hækkanir á töxtum, en það geisaði óðaverðbólga á þessu tíma- bili sem leiddi þetta af sér. En allir taxtar KB eru reiknaðir í hlutfalli við útgefna taxta Landvara, félags vömflutningabifreiðaeigenda. Talað er um að rökstuðningur minn fyrir 49 kr. gjaldinu pr. kind sé ekki nægur. Það hafi ekki fylgt verðgrundvelli búvöm. Höfundur gáir ekki að því, að alltaf er reynt að halda öllum kostnaði í lágmarki á Bifreiðastöð KB. Vil ég koma því hér að, að ég hefi aldrei fengið neina auka- greiðslu fyrir umsjón með fjár- flutningum, þó að ég hafi bætt því á önnur störf mín á stöðinni, en sunnudagavinnu hefi ég fengið greidda sérstaklega. Um stjómun fjárflutninganna læt ég liggja milli hluta, hvort ég hafi verið fær um það eða ekki, en ég hefi nú annast þetta ámm saman og fengið nokkra reynslu. Verktak- ana tel ég alls óhæfa til stjórnunar. Samkomulag var svo slæmt inn- byrðis hjá þeim. Einstaklingar geta um tíma boð- ið flutninga niður fyrir það sem bifreiðastöðin getur boðið. Ef þeir hafa möguleika á að halda bílum sínum gangandi sjálfir. Þettagetur Bifreiðastöðin ekki. Það verður að framkvæma allt eftirlit og viðhald bílanna á verkstæðum. Greiða þar alla vinnu fullu verði, oft nætur- og helgidagataxta + launatengd gjöld og söluskatt. Þetta sleppur verk- takinn við að greiða, og ríkið fær þá ekki sinn hlut frá þeim. Útboðskostnaður sem féll á KB að greiða var allur greiddur á árinu 1985 og færist það ár á kostnaðar- reikning. Hann getur því ekki skiptst á fleiri ár. Þá er talað um tap á Bifreiðastöð KB. Ég minnst ekki annars en að tap hafi verið á stöðinni. Það hefir ekki komið til eftir að ég tók við stjóminni frekar en áður var, nema síður sé. Eftir að ég tók við hefir mikið verið endurnýjað af bílum. Lán til þessara kaupa eru öll verðtryggð. En fyrir 1979-’80 var það ekki svo, verðbólgan eyddi þá bílakaupalán- um. Þekkja það víst flestir, sem komið hafa nálægt fjárfestingu s.l. 30 ár. Þá segir höfundurinn, Sæmund- ur Sigmundsson, frá sinni Hellis- sandsferð. Þar er það mikil Bjarmalandsför og hagnaður mikill fyrir mig, að mér skilst, - en tap fyrir hann. Þessa ferð gat hann tekið að sér vegna stærðar bílsins M-15 sem þá var. En hann segir ekki frá því, að hann fékk þetta bætt upp með stuttum ferðum í staðinn til jöfnunar, svo hann var aldrei órétti beittur, þvert á móti. Þá segir höfundur að lengd bílsins, sem þá var M-15, hafi farið fyrir brjóstið á mér. Þetta er alrangt. Það fór fyrir brjóstið á samverktök- um hans og fannst mér mórallinn ekki neitt parfínn innbyrðis hjá þeim út af því. Um lengd bíla er það að segja, að gæsla á löngum bíl hlýtur að Ég tel að Bifreiðastöðin eigiað annast allafjár- flutninga að Sláturhúsi kaupfélagsins. í því er mest öryggi fyrir bænd- ur og sláturhúsið. vera erfiðari en á venjulegum bíl. Hefi ég ekki skipt neitt um skoðun þar. Það ætti að leggja það niður, að gæslumaður sé aftan á bílpalli. Ef slys verður er gæslumaður í mikilli hættu. Það er hægt að komast hjá gæslumanni með því að bændur hafi sláturfé í húsi án gjafar í sólarhring áður en það er rekið á bíla til flutnings. Þó fé fái ekki neitt í sólarhring sakar það ekki, því líður betur í flutningi og leggst síður en þegar það er belgfullt. Þá opnast líka möguleikar á að nota 4-hjólaða tenigvagna aftan í bílana undir sláturferð, ef féð er ekki belgfullt. Ekki má hafa gæslu- mann á tengivagni. Með því að nota tengivagna heldur bíllinn gildi sínu og hlutföll hans raskast ekki eins og verður við lengingu. Fjárflutningur er léttaflutningur. 100 lömb vart meira en 4 tonn. Þeir geta því með góðu móti dregið tengivagn með önnur 100 lömb, en það er því aðeins hægt, að féð sé í húsi án gjafar 18-24 klst. áður en flutt er. í greininni er dregið í efa að fjárbílar KB séu vel búnir. Ég tel aftur á móti, að þeir séu til fyrir- myndar um búnað til fjárflutninga. En að má vel vera, að hægt sé að koma skilrúmum betur fyrir, og lengi má gott bæta. Áðstoðarmaður með bíl yrði þá til hjálpar víð talningu á bíl og vagn og aðstoðaði við það á fámennum sveitaheimilum að láta á bílinn. Um bílakaup verktaka af KB er það að segja, að ekki náðist sam- komulag um verð á M424. Var látið stranda á því og tel ég það sama og að hafna kaupum á þess- um bíl. Þá setur Sæmundur það fram, að óheiðarlega sé staðið að sölu á notuðum bílum hjá Bifreiðastöð KB. Þessu vísa ég algerlega á bug. Á fyrstu árum sem ég stjórnaði stöðinni var selt töluvert af göml- um bílum. Þeir voru allir auglýstir, enda seldust þeir víða, t.d. í Éyja- fjörð, Vestmannaeyjar 2, Reykja- vík, Akranes og vestur í Dali. Sölu á þessum bílum annaðist með mér Georg Hermannsson. Þá kemur fram öfund hjá Sæ- mundi yfir því, að M 418 hafi verið seldur fyrir kr. 180.000.- árið 1982 gegn fjárflutningum. Kaupandinn, Jón á Eyri, greiddi bílinn með fjárflutningum. Flutti hann fé það haust fýrir 20 kr. pr. kind. Var honum lagður til gæslumaður af KBB og hann greiddi 16% af brúttóinnkeyrslu í stöðvargjald. Síðari haust greiddi hann 20%, þar til s.l. haust. M 15 er seldur Sæmundi 1985 á kr. 350.000.- gegn fjárflutningum fyrir39 kr. pr. kind. Honum var ekki lagður til aðstoð- armaður og hann greiddi ekki til stöðvarinnar. Erfitt að meta hvor hefir gert betri kaup. Þeir bílar aðrir, sem seldir voru á árinu 1985, eru M2165, sendibíll, seldur á Akranes af Bílasölu Vest- urlands. Hefir bílasalan auglýst hann og tekið sín sölulaun. M 419 var seldur af bílasölu Bílvangs í Rvík. Sölumaður Sigur- jón Torfason. Kaupandi var Sjóla- stöðin í Hafnarfirði. Bílvangur tók sín sölulaun. Af M 827 og M 15 þurfti ekki að greiða sölulaun, því að ég sá um söluna á þeim. Þá minnist Sæmundur á verð á rútubílum. Þeir kosti milljónir pr. stykki. Er þetta þjóðfélagslega réttmætt að einn maður eigi milljónarútur í kippum? Það þarf að taka skipulag um- ferðarmála til endurskoðunar. Er nokkurt vit í því að margar rútur fari hálftómar frá Umferðarmið- stöðinni í Reykjavík hvem dag? Svo sem Norðurleið, Hólmavík, þegar fært er, Vestfjarðaleið, Snæfells- nesbíll og Sæmundur í Borgarnes o.s. frv.? Þarna er kýli sem þarf að stinga á. Vafalaust þarf að hafa eitthvað af aukarútum til að annast hópferð- ir útlendinga og þess háttar. En svona skipulagsleysi í áætlunar- ferðum þarf að endurskoða. Þar ætti að vera hægt að spara milljón- ir. Það hvarflar að manni að rútur Sæmundar séu óþarfar að mestu. Ég tel að Bifreiðastöðin eigi að annast alla fjárflutninga að Slátur- húsi Kaupfélagsins. f því er mest öryggi fyrir bændur og sláturhúsið. Einstaklingar, sem cru að bjóða í þetta, geta hætt með litlum fyrir- vara þegar óreiða skapast. Hér er um stærsta sláturhús landsins að ræða og fjárflutningai að því þurfa að ganga sem best. Hitt er jafnsjálf- sagður hlutur, að þessi flutninga- mál séu endurskoðuð við og við og bætt um, ef hægt er og þörf er á. Það er ógeðslegt í skrifum Sæ- mundar, að hann virðist vera að reyna að læða því inn, að hallinn á stöðinni sé tilkominn í minni stjórnarfið. Einnig að bílar seldir frá KB Bifreiðastöð séu ekki aug- lýstir til sölu. Ég hefi leitt rök að því framar í greininni hvernig þess- um málum er háttað. Það er nauðsynlegt, að fólk beini viðskiptum sínum til Bifreiða- stöðvarinnar eftir því sem hægt er. Það er áríðandi fyrir héraðið að hafa Bifeiðastöðina. f einstakling- um er ekkert öryggi sem eru að annast flutninga. Þeir geta komið með undirboð um tíma, en gefast svo upp. Ég munekki hafa þetta öllu Iengra að sinni. Það ber að sjálfsögðu að segja þessum fjárflutningaverktök- um upp og samningum við þá á sínum tíma, þ.e. áður en uppsagn- arfrestur rennur út, og taka flutn- inga á fé að Sláturhúsi KB aftur á bíla Bifreiðastöðvar KB. Borgamesi 2. maí. Guðmundur Sverrisson er stöðvarstjórí á Bif- reidastöð Kaupfélags Borgfírðinga, Borgar- AÐ UTAN Ljúga lygamælar? Lygamælar, sem mikið eru notaðir í Bandaríkjunum, m.a. í þeim til- gangi að hafa upp á óheiðarlegum launaþrælum sem og njósnurum inn- an ríkisgeirans, eiga nú undir högg að sækja. Telja gagnrýnendur tækis- ins, en þeirra á meðal má finna bæði George Shultz og Bandalag banda- rískra sálfræðinga, að það geri minna gagn en ógagn. Lygamælirinn geti hreinsað seka menn af áburði, gert saklausa tortryggilega og sé próf með lygamæli oft hreinasta kvalræði þeim sem undir það þurfa að ganga. Starfsmenn bandarísku leyniþjón- ustunnar halda því þó fram að tækið sé nauðsynlegt í öryggisathugunum og þúsundir bandarískra fyrirtækja láta umsækjendur um störf ganga undir lygamælispróf, til þess að geta síðar vinsað úr hugsanlega þjófa og eiturlyfjaneytendur. William Safire, fyrrverandi að- stoðarmaður Nixons fyrrum Banda- ríkjaforseta, komst svo að orði í nýlegri blaðagrein „að Bandaríkja- menn eiga ekki að þurfa að gangast undir andlegar pyntingar til að geta haldið störfum sínum.“ Taldi hann, að hvatning Reagans Bandaríkja- forseta til aukinnar notkunar á lyga- mælum til að hafa upp á þeim sem hugsanlega gætu stefnt öryggi ríkis- ins í voða, sýndi „hinar myrku hliðar í eðli forsetans“. Forsetinn gaf ný- verið út tilskipun sem gerir það að verkum að 129.000 alríkisstarfs- menn geta átt von á því hvenær sem er, að vera kallaðir í lygamælispróf. í nýlegri skýrslu frá bandaríska þinginu segir hins vegar, að eigi að reyna að komast að því hvort maður sé sýkn eða sekur, sé það jafnvæn- legt til árangurs að kasta upp krónu, ! Margir hafa lent ð bak við lás og slá eftir að hafa gengið undir lyga- mælispróf. En er lygamælum, sem mæla ýmis streitueinkenni svo sem aukinn hjartslátt og svita, að treysta? eins og að nota lygamæli. Utan Bandaríkjanna mun notkun lyga- mæla vera algengust í ísrael og Japan. Að lokum mætti velta því fyrir sér hvers konar hjartalag þyrfti, til þess að hjarta slægi ekki ögn örar, væru eftirfarandi spumingar lagðar fyrir. Þær eru teknar úr handbók banda- ríska hersins sem notuð er til þjálf- unar í meðferð lygamæla. „Finnur þú til ómótstæðilegrar þarfar til að taka þátt í óvanalegum (eða) óeðli- legum kynferðislegum athöfnum?" „Hefur þú átt kynferðislegt samneyti við dýr?“„Hefur þú einhvern tíma verið viðriðin fóstureyðingu?" Tals- maður hersins sagði aðspurður, að ekki væri lengur spurt um „lífstíl", sem talinn væri stríða gegn stefnu stjórnvalda.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.