Tíminn - 06.05.1986, Síða 10

Tíminn - 06.05.1986, Síða 10
10 Tíminn MINNING Kristján Birnir Sigurðsson Fæddur 2. mars 1937 Dáinn 5. apríl 1986 / daga og nœtur skiftist skákborð eitt. Af skapavöldum er þar manntafl þreytt. Þœr fœra oss til og fella oss, gera oss mát. Og frú og kóngi er loks í stokkinn þeytt. M.Á. Laugardaginn 5. apríl sl. að afliðnu hádegi. Ég var úti staddur. Það var komin hláka og hvöss sunn- anátt kembdi regnþrungin og óheillavænleg kólguský um fjalla- brúnir og veðurhljóðið blandaðist þungum sjávardyn neðan frá strönd- inni. Pá barst flugvélahljóð til mín utan úr sortanum og um mig fór ónota hrollur. Ogmeðan vélarhljóð- ið fjarlægðist til suðurs og dó loks út, hugsaði ég um hvað við Vestfirðingar höfum alist upp við og vanist á að tefia á tæp vöð í samgöngum, komist nauðulega undan snjóflóðum og grjóthruni, hrakist að landamerkj- um lífs og dauða í válegum fjallveg- um sem nóg er af hér, kjölrekið á bátkænum tímum saman í hríð og skammdegismyrkri. Allt þetta og margt fleira af svipuðum toga er reynsluheimur fólks hér um slóðir svo fremi við viljum komast leiðar okkar. Og svo, að fljúga í næstum hvaða veðri sem er. Og oftast slamp- ast þetta - en ekki alltaf. Tæknin bregst, árveknin dottar eða höf- uðskepnurnar koma aftan að okkur. Og þá verður höggið þungt. Síðdegis þennan sama dag barst sú fregn um sveitina að flugvélar á leið suður væri saknað og að ná- granni minn Kristján Sigurðsson bóndi á Ármúla hefði verið meðal farþega. Pað kvöld og sú nótt sem í hönd fór var ömurleg bið eftir fregnum sem varla gátu orðið nema á einn veg við þessar aðstæður. Það voru nú á páskum rétt 4 ár síðan kynni okkar Kristjáns hófust, en hann hafði þá fest kaup á jörðun- um Ármúla 1-2 og fjölskyldan kom inneftir að dvelja þar hátíðisdagana. Það kom í minn hlut að verða fyrsti gestur Kristjáns og Gerðar Kristinsdóttur konu hans á þeirra nýja heimili. Þetta var á skírdag 1982 sem þá bar uppá 8. apríl. Ég ók þeim síðan frammundir landamerki Ármúla og Skjaldfannar og greindi þeim frá staðháttum og örnefnum einsog til sást, en veturinn hafði verið snjóþungur og miklar fannir í hlíðum. Þetta kvöld var fagurt veður og vor í lofti og þau vildu ganga til baka. Ég hélt heim gagntekinn þeirri tilfinningu að hér hefði sveitin og þá ekki síst við nágrannarnir hreppt stóra vinninginn við komu þessarar fjölskyldu aðÁrmúla. Þetta snöggsoðna mat mitt átti svo sannarlega ekki eftir að verða sér til skammar. Betri, hjálpsamari og elskulegri nágranna en Kristján og Gerði og stóra barnahópinn þeirra er naumast hægt að hugsa sér. Þeir sem búa í sveit, eða hafa alist þar upp, vita, hvað gott nágrenni og góð samvinna er mikilvæg og ekki hvað síst á þetta við á einangruðum og strjálbyggðum stöðum. Hér hagar svo til, að Ármúli, sem stendur niður við sjó og Skjaldfönn fram í dalnum, eru nokkuð sé á parti, milli jökulvatnanna Mórillu í Kaldalóni og Selár í Skjaldfannardal og góð samvinna því mikilvæg um smalamennsku, heyskap og að- drætti. Á þessum sviðum sem og öðrum góðra granna sat hlutur Kristján aldrei eftir. Þær eru ótaldar ferðirnar sem hann kom hingað frameftir óbeðinn, færandi hendi, póst og vörur sem komið hafði með Djúpbát eða bílum og gjarnan lét hann þá í veðri vaka að hann hefði bara verið að skoða færðina. Mikil og góð samvinna var milli heimilanna um heyskap og smala- mennsku, og oftar en einu sinni kom Kristján inní Kaldalón að hyggja að mér ef ég lenti í myrkri við fjárleitir eða rjúpna stúss. Þannig nágranni var Kristján og um hann mátti vissulega segja að ef þú baðst hann að fara með þér dagleið þá fór hann með þér tvær hið minnsta. Á ísafirði hafði Kristján verið umsvifamikil! í verslun og útgerð, en var, að því er hann sagði, orðinn dauðþreyttur á pappírsvinnu og vildi breyta til. Þau hjónin höfðu verið með hænsnabú í Hnífsdal og gengið vel. Nú var fyrirhugað að eggiafram- leiðsla yrði megin búgrein á Armúla. Það fór þó saman, að þegar búið var að koma upp stóru hænsnabúi á vestfirskan mælikvarða og það kom- ið í fullan rekstur, féll eggjaverðið og það svo mjög að afraksturinn var lítill eða enginn umfram tilkostnað. Samt var þraukað með hænsnin í von um betri tíð sem enn er ekki komin, en samhliða unnið að því að skjóta fleiri stoðum undir afkomu, svo sem með kálfaeldi, angórakan- ínu rækt og heysölu. Einnig keyptu þau hálfan þriðja tug lamba haustið 1983 og fengu strax fyrsta haustið fáheyrðar afurðir eftir þau. í haust skilaði svo tvævetluhópurinn að meðaltali um 33 kg. kjöts hver ær, og mætti það vera mörgum fordæmi um hvaða afurðum er hægt að ná með góðri fóðrun og umhirðu, enda hugði Kristján á fjölgun fjár næsta haust. Ármúli við ísafjarðardjúp er um margt sérstæð og kostarík bújörð, og í þjóðbraut. Víðsýni er þar mikil af bæjarhlaði inn og út allt Djúp og til Snæfjallastrandar. Þar rís sól snemma og sest seint. Sumarfagurt og heillandi umhverfi hið næsta, lyng og birkivaxinn Múlinn sem rís þverbrattur ófan við túnið. Inni í Kaldalóni og fram í Skjaldfannar- hlíð falla klingjandi bergvatnslindir niður grösugar og kjarrivaxnar hlíðar. Síst er því að undra að Sigvaldi Stefánsson læknir, sem sat á Ármúla frá 1911-1921, en varð þá að flytjast þaðan vegna heilsubrests, samdi mörg af sínum fegurstu lögum þar og kenndi sig síðan við Kaldalón. 1 bókinni um Sigvalda Kaldalóns hefur höfundur hennar Gunnar M. Magnúss þetta eftir tónskáldinu: „Ég veit ekki hvað hefði lyft undir mig sem listamann ef örlögin hefðu ekki leitt mig vestur á þessum bestu árum ævinnar." Tvö íbúðarhús eru á Ármúla, hið eldra að hluta til frá árum Sigvalda þar, og hafði að mestu staðið ónotað undanfarið. í fyrravetur gerðist Kristján aðili að „Ferðaþjónustu bænda“ og var ráðist í mikla lagfæringu á „Kalda- lónshúsi" og þar komið á fót vistlegu gistiheimili fyrir ferðafólk og einnig sett upp bensínstöð, en hvort tveggja þessa þjónustu hafði sárlega vantað hér. Kom enda á daginn að fjöldi næturgesta á síðasta sumri fór frammúr björtustu vonum Ármúla- fólks og er ekki að efa að sem sumargististaður á „Kaldalónshús“ framtíðina fyrir sér. En fleiri járn hafði Kristján í eldinum. Snemma árs 1983 hafði hann forgöngu um það að stofnað var félag, sem í voru bæði heima- menn og einstaklingar syðra, um kaup á ylræktarbýlinu Laugarási í Skjaldfannardal af þeim hjónum Jóni F. Þórðarsyni og Margréti Magnúsdóttur, sem af miklum dugn- aði og harðfylgi höfðu byggt þar nýbýli og rekið gróðurhús í rúma tvo áratugi. Er af því brautryðjenda- starfi þeirra mikil saga sem ekki verður rakin hér, aðeins fullyrt að slík starfsemi er ekki heiglum hent eins og veðurguðirnir haga sér á stundum hér í dalnum. Eftir að áðurnefnt félag, Laugarás h/f, keypti jörðina hefur starfræksla gróðurhúsanna verið með svipuðum hætti og áður. Á árunum uppúr 1980 var sú fiskræktaralda að rísa sem nú ber við himinn og hvað helst er litið vonar- augum til, með framtíðaratvinnu- uppbyggingu í sveit og við sjó, þar sem heitt vatn er í boði. Aðaltilgangur Kristjáns og félaga með kaupunum á Laugarási voru þau heitavatnsréttindi sem þar fylgdu með og þá að nýta vatnið til fiskeldis. Hefur síðan verið unnið að undirbúningi og frumhönnun á stórri eldisstöð að Armúla í samráði og félagsskap við norska aðila. Nú í ársbyrjun var stofnað hlutafélagið Dragás sem er að meirihluta í eigu íslendinga og var Kristján ráðinn framkvæmdastjóri þess. Það er óhætt að segja að við sveitungar Kristjáns og raunar fleiri fylgdumst af miklum áhuga og velvild með hinum fyrirhuguðu framkvæmdum Ármúlabóndans ogfélaga hans. Þeg- ar hann er allur spyr maður mann, hvað nú? En vona verður að merkið standi þó maðurinn falli. Ég hef hér farið fljótt yfir sögu urn athafnir Kristjáns á Ármúla þau 4 ár sem þetta sveitarfélag naut krafta hans og hæfileika. Ég hika ekki við að fullyrða að koma Ármúlafjölskyldunnar hafi verkað sem vítamínsprauta á ná- grennið og eflt bjartsýni og tiltrú á framtíð og tilvist byggðarinnar. Strjálbyggðri sveit má líkja við grjótvörðu. Steinarnir í vörðunni - einstaklingarnir - eru mis mikilvæg- ir, sumir eru bara til uppfyllingar, aðrir binda hleðsluna saman. Síðast en ekki síst eru svo horn eða undir- stöðusteinarnir. Ef þeir skreppa úr skorðum er allri vörðunni hætt. Nú er hart sótt að hinum dreifðu byggðum. Fjármagnið sogið suður, framkvæmdir hins opinbera nánast engar, kvóti til sjávar og sveita, t Maðurinn minn Pétur Lárusson Suðurgötu 15-17, Keflavík, lést í sjúkrahúsinu í Keflavík þann 4. apríl. Fyrir hönd aðstandenda. Kristín Danivalsdóttir t Eiginmaður minn Þórarinn Helgi Jónsson lést í Borgarspítalanum þann 23. apríl. Jarðarförin hefur farið fram.í kyrrþey. Fyrir hönd aðstandenda. Jenný O. Jónsson Frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti Fullt starf á skrifstofu skólans er laust til umsóknar. Vélritunarkunnátta áskilin. Upplýsingar í síma 75600 frá kl. 8.00-12.00 næstu daga. Skólameistari LATTU Tímatitf EKKl FLJÚGA FRÁ PÉR ÁSKRIFTARSIMI 686300 Þriðjudagur 6. maí 1986 íbúðir ill eða óseljanlegar í sjávar- plássunum, bújarðir gerðar verð- lausar með skerðingu á framleiðslu- rétti og forustumenn bænda löngu hættir að standa undir nafni. Á tímum slíkra gerningaveðra, sem vafalaust eiga eftir að harðna að mun á komandi árum, er vörðunum á útjöðrum byggðarinnar hætt, ekki síst þegar hornsteinunum er svift burt með svo skjótum og sorglegum hætti sem hér er orðinn. Kristján á Ármúla sóttist ekki eftir vegtyllum eða nefndarmennsku hér, reyndi þvert á móti að hliðra sér hjá slíku eftir föngum. Benti rétti- lega á að hann þyrfti fyrst og fremst að kynnst mönnum og málefnum, hefði auk þess nóg á sinni könnu. Okkur sveitungum hans duldist þó ekki að hér var kominn maður sem var vel til forustu fallinn, skarp- greindur, veraldarvanur og með víð- tæka starfs og félagsmálareynslu. Kristján var hamingjumaður í einkalífi, umhyggjusamur og nær- gætiiin fjölskyldufaðir, mjög orðvar og laus við dómgirni og ég man aldrei til að hann legði að fyrra bragði illt orð ti! nokkurs manns. Jafnan var hann glaður og reifur með glettnisblik í augum og gaman- yrði á vör, enda sjálfsagður kynnir og veislustjóri á skemmtunum og mannamótum. Söngvin var hann og tónelskur, og tók, við komu sína hingað, strax að sér organistastörf við Melgraseyrarkirkju og fleiri kirkjur hér í Djúpinu, þegar þess þurfti með, hann æfði kirkjukór Melgraseyrarkirkju og kom honum til furðanlegs þroska miðað við að í litlum söfnuði er auðvitað takmark- að úrval söngfólks. Ég minnist margra glaðra og góðra stunda við söngæfingar á Ármúla með hús- bóndann uppörfandi og gamansam- an við orgelið. Og við orgelið í Melgraseyrar- kirkju, á annan dag páska, sá ég hann síðast. Ég þurfti að hraða mér á fund að messu lokinni, hann á flugvöllinn áleiðis suður til funda- halda vegna fiskeldisstöðvarinnar. Það átti ekki fyrir honum að liggja að koma heim úr þeirri ferð. Tónar útgöngusálmsins fylgdu mér sem öðrum útí bjartan og heiðan útmán- aðardaginn. Þessi sama birta og heiðríkja einkenndi öll mín kynni af Kristjáni Sigurðssyni, frá fyrsta degi til hins síðasta. Hans mun ég jafnan minnast þeg- ar ég heyri góðs manns getið. Indriði Aðalsteinsson Skjaldfönn Kristján á Ármúla, hví þurfti hann að kveðja svo í skyndi, elskað- ur virtur og dáður. Það veit enginn, nema sá sem öllu ræður. Er öllum fyllilega ljóst hvað það er, sem gerir menn vinsæla? Vafa- laust er það líkamleg hreysti, dugn- aður og sem mest umsvif í öllum athöfnum. - En skyldi það duga til að syrgja Kristján svo mjög, var hann búinn að sýna á sér verri hliðina þann skamma tíma sem við kynntumst honum? Fáir held ég klæðist svo fallegu reyfi að ekki smjúgi úlfshárin ut, og því síður svo illum úlfsham að ekki finnist ylríkt þelið sem inni býr. Þó ekki sé nema fjögur ár. Það skyldi þó aldrei hafa verið meðal annarra dyggða hans „bara“ þetta kærleiksríka og drengilega viðmót, sem hann átti erfitt með að dylja. Það er nú svo þegar ábúendaskipti verða á einhverjum bæ, að beðið er með fögnuði og kvíða hvort sá næsti reynist eins góður nágranni og sveit- ungi sem sá er burtu fór. Auðvitað var kvíðinn fljótur að hverfa og fögnuðurinn því fy’llri þegar Kristján var kominn að Ármúla með fjöl- skyldu sína, en hans vera var þar of stutt, eða ef til vill er það mín eigingirni. Ég minnnist varla að hafa harmað meira fráfall annars manns vanda- lauss og skammast ég mín ekki að gráta þennan dreng hátt eða í hljóði. - En hvað er ég að kveina, hvað um fjölskyldu hans konu og börn og aðra nánustu. Ég bið almáttugan Guð að gefa þeim styrk til að bera sinn þunga harm í Guðs friði. Engilbert Guðmundsson, Hallsstöðum.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.