Tíminn - 06.05.1986, Blaðsíða 12

Tíminn - 06.05.1986, Blaðsíða 12
—riiiMww » REYKJAVÍK FULLTRÚARÁÐSFUNDUR framsóknarfélag- anna í Reykjavík veröur haldinn þriöjudaginn 6. maí aö Rauðarárstíg 18, kl. 20.30. Til umræðu: Borgarstjórnarmál Frambjóðendur mæta á fundinn. Stjórnin KOSNINGASKRIFSTOFA framsóknarmanna fyr- ir borgarstjórnarkosningar er aö Rauðarárstíg 18. Áhugafólk, sem vill taka þátt í kosningastarfi hafi samband í síma 24480. Viö hvetjum stuðnings- menn flokksins til aö líta inn og ræöa málin. Heitt á könnunni. Framsóknarfélögin. Vestur Húnvetningar Aöalfundur framsóknarfélags Vestur Húnvetninga veröur haldinn í Vertshúsinu á Hvammstanga miövikudaginn 7. maí kl. 21.00. Stjórnin Austur Húnvetningar Aöalfundur veröur haldinn í Vertshúsinu á Hvammstanga miöviku- daginn 7. maí kl. 21.00. ' Stjórnin Kópavogur Kosningaskrifstofa Framsóknarflokksins í Kópavogi aö Hamraborg 5 verður opin daglega frá kl. 14-22. Sími 41590. Keflavík Skrifstofa Framsóknarflokksins aö Austurgötu 26 veröur opin mánu- daga til laugardaga frá kl. 16.00-18.00. Stuðningsfólk Framsóknar- flokksins er hvatt til aö líta inn, ávallt heitt á könnunni. Framsóknarfél. Keflavík Keflavík Skrifstofa Framsóknarflokksins aö Austurgötu 26 veröur opin mánu- daga til laugardaga frá kl. 16.00-18.00 og frá kl. 20.00 til 22.00 en þá verða frambjóðendur flokksins til viðtals. Fulltrúaráðið. Grindavík Kosningaskrifstofa Framsóknarfélags Grindavikur hefur verið opnuð aö Suðurvör 13. Kosningasímar 8410 og 8211. Kosningastjórar: Kristinn Þórhallsson, Sími 8022 og Svavar Svavars- son, sími 8211. Aðalþjónustan veröur í síma 8211 fyrst um sinn. Selfossbuar Opiö hús á þriöjudögum og fimmtudögum milli kl. 18.00 og 19.00 aö Eyrarvegi 15. Komið og ræöiö málin. Allir velkomnir. Framsóknarfélag Selfoss Suðurland Kosningaskrifstofa fyrir allt kjördæmiö veröur opin að Eyrarvegi 15 Selfossi allan maí mánuöfrá kl. 15.00-19.00 virka daga sími 99-2547 og hafið samband. Allir velkomnir. Akranes Kosningaskrifstofa Framsóknarfiokksins . aö Sunnubraut 21 verður opin fyrst um sinn alla virka daga kl. 20.30-22.00, um helgar frá kl. 14-18 sími 2050. Heitt kaffi á könnunni. Allir velkomnir. Framsóknarfélögin á Akranesi Konur Árnessýslu Vorfundur Félags framsóknarkvenna í Árnessýslu veröur haldinn aö Brautarholti, Skeiöum föstudaginn 9. maí kl. 21.00. Tískusýning o.fl. Hittumst allar kátar og hressar. Nýir félagar velkomnir Stjórnin 12 Tíminn „Þreyttur krókódfll“ eftir Peter Anger-, mann - gerð með filtpenna á svartan pappír. Peter Angermann í Nýlistasafninu Þýski listamaðurinn Peter Angermann sýnir í Nýlistasafninu Vatnsstíg 3b og var sýningin opnuð föstud. 25. apríl og henni lýkur 11. maí. Á sýningunni eru teikningar, vatnslitamyndir, silkiprent og’ olíumálverk. Peter Angermann er einn af frumkvöðlum þeirra hræringa sem kallað- ar eru „nýja málverkið" hér á landi. Hann Itefur áður verið með einkasýningu í Nýlistasafninu fyrir tveimur árum og tók þátt í sýningunni „Thinking of Europa" sem var framlag Nýlistasafnsins til lista- hátíðar 1982. Peter Angermann er gestakennari við Myndlista- og handíðaskóla (slands um þcssar mundir. Fundur Skýrslutæknifélags íslands um: Sjáifvirkni og upplýs- ingakerfi á skrifstofum Miklar breytingar munu eiga sér stað í upplýsingavinnslu á næstkomandi árum. Aukin tækni við úrvinnslu gagna mun breyta starfsháttum á skrifstofum. Lýst verður þróun þeirri er átt hefur sér stað í notkun upplýsinga og fjallað um þau skrifstofukerfi, sem fáanleg eru. Nemendur úr tölvunarfræði H. (., sem hafa verið á námskeiði um sjálfvirkni og upplýsingakerfi á skrifstofum, undir leið- sögn Dr. Jóhanns P. Malmquist, sjá um efni fundarins og halda fyrirlestra. Umræður og fyrirspurnir í lok fyrir- lestra. Kaffiveitingar í fundarhléi. Aðalfundur Rangæingafélagsins Rangæingafélagið í Reykjavík heldur aðalfund sinn, miðvikudaginn 7. maí að Hallveigarstöðum kl. 20.30. Stjórnin Kvenfélag Kópavogs: Gestafundur Kvenfélag Kópavogs heldur fund fimmtud. 8. maí kl. 21.30, á uppstigning- ardag, í Félagsheimili Kópavogs. Gestir á fundinum verða konur úr Kvenfélagi Laugdæla og Kvenfélagi Grímsneshrepps Árnessýslu. Garðyrkjufélag íslands heldur kynningarfundi 3. fundurinn verður í Árseli á morgun Garðyrkjufélag fslands hefur að undanförnu haldið kynningarfundi í nýj- um hverfum í Reykjavík. Fyrsti fundur- inn var í Gerðubergi í Breiðholti og annar í Foldaskóla í Grafarvogi. Mikill áhugi er hjá húseigendum sem eru að byrja fram- kvæmdir á lóðum sínum og fundirnir fjölsóttir og margir gengu í félagið. Á morgun, miðvikudaginn 7. maí, verður þriðji kynningarfundur GÍ og hann er haldinn í Árseli við Rofabæ kl. 20.30. Þar flytja erindi Jóhann Pálsson, garðyrkjustjóri Reykjavíkurborgar og Úlafur B. Guðmundsson. Auk þeirra mun Auður Sveinsdóttir, landslagsarki- tekt, fjalla um skipulag garða. Fjölskyldukaffi Svarfdælinga Samtök Svarfdælinga í Reykjavík efna til fjölskyldukaffis fyrir félagsmenn og gesti í Múlabæ, Ármúla 34 á uppstigning- ardag, 8. maí n.k. og hefst kl. 14.30. Svarfdælingum, 60 ára og eldri, sérstak- Iega boöiö. Myndakvöld F.í. í Risinu Síðasta myndakvöld vetrarins verður í Risinu, Hverfisgötu 105, þriðjud. 6. maí og hefst stundvíslega kl. 20.30. Efni: 1) Vcstfirðir (ferð nr. 9): Salbjörg Óskarsdóttir sýnir myndir og segir frá. 2. Snæfell-Lónsöræfi-Hoffellsdalur (nr. 11) Sæmundur Alfreðsson kynnir þessa ferð og sýnir myndir. 3) Hvalvatnsfjörður-Porgeirsfjörður (nr. 22) Tryggvi Halldórsson kynnirferð- ina. 4) Eyjafjarðardalir (nr. 21): Baldur Sveinsson sýnir myndir og segir frá. 5) Sprengisandur-Skagafjörður-Kjölur (1.-4. ág.) Olafur Sigurgeirsson segir frá og sýnir myndir. Allir velkomnir, félagar og aðrir. Aðg. 50 ^r- Ferðafélag íslands Útivistarferðir Kvöldganga um Geldinganes á mið- vikudagskvöldið 7. maí kl. 20.00. Afmæ- lisferð. Reykjavíkurganga Útivistar verður sunnud. 11. maí. Viðburður á afmælisári Reykjavíkur. Brottför úr Grófinni kl. 13.00 og frá BSÍ kl. 13.30. Gengið um Öskjuhlíð, Fossvog og endað í Elliða- árdal. Frí ferð. ÚTIVISTARDAGAR í Grófinni 7,- 11. maí: Kynning á sumarferðum Útivist- ar og útbúnaði í versluninni Geysi föstud. 9. maí kl. 14.00-19.00 og laugard. kl. 09.00-12 00. Náttúruskoðunarferð fjöl- skyldunnar verður 10. maí kl. 10.30. Hvítasunnuferðir Útivistar: 1. Þórs- mörk -Gist í skála Útivistar Básum, 2. Skaftafell-Öræfi og Öræfajökull. Gist í húsi. 3. Snæfellsnes-Snæfellsjökull. Gist að Lýsuhóli. 4. Króksfjörður-Reykhóla- sveit. Upplýsingar og farmiðar á skrifstofunni Grófinni 1. Símar: 14606 og 23732. Símsvari 14606. Samtök kvenna á vinnumarkaðinum Samtök kvenna á vinnumarkaöi hafa opna skrifstofu á þriöjudögum kl. 17.00- 19.00 í Kvennahúsinu, Hótel Vík, efstu hæð. Frá menntamálaráðuneytinu Lausar stöður Viö Menntaskólann að Laugarvatni eru lausar kennarastööur í ensku og stæröfræöi. Umsóknarfrestur til 28. maí. Nýihjúkrunarskólinn auglýsir eftir námstjóra. Upplýsingar á skrif- stofu skólans í síma 681040. Umsóknarfrestur til 1. júní. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist mennta- málaráöuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík. Menntamálaráðuneytið Til sölu góðar angórakanínur Upplýsingar í síma 97-8973 Garðabær Kosningaskrifstofa Framsóknarflokksins að Goðatúni 2, veröur opin fyrst um sinn alla daga kl. 17-19, sími 46000. Margar hendur vinna létt verk, kaffi á könnunni. Framsóknarfélag Garðabæjar Þriðjudagur 6. maí 1986 Fimmtudagstónleikar S.í. 15. maí Manuela Wiesler flautuleikari er ein- leikari í Flautukonsert í D-dúr eftir Carl Ph. E. Bach á Fimmtudagstónleikum 15. maí. Stjórnandi er David Robertson, sem er bandarískur, en er aðalstjórnandi Sin- fóníuhljómsveitarinnar í Jerúsalem. Önnur verk á efnisskránni eru Læti eftir Þorkel Sigurbjörnsson og Sinfónía nr. 5 eftir Prokofieff. Þrennir tónleikar Tónlistarskólans Þrennir tónleikar verða haldnir á veg- um Tónlistarskólans í Reykjavík í þessari viku. Þriðjud. 6. maí verða hinir árlegu Vortónleikar skólans í Austurbæjarbíói og hefjast þeir kl. 19.00. Nemendur skólans leika þar á hin ýmsu hljóðfæri og er efnisskráin mjög fjölbreytt. Miðvikud. 7. mai verða burtfarar- prófstónleikar í sal skólans Skipholti 33. Elfa Lilja Gísladóttir leikur á píanó lög eftir J.S. Bach, Beethoven, Rach- maninoff, Chopin og Prokofieff. Tón- leikarnir hefjast kl. 18.00. Miðvikud. 8. maí verða svo burtfarar- urófstónleikar Helgu Laufeyjar Finnbogadóttur í sal skólans Skipholti 33 og hefjast þeir kl. 14.00. Helga Laufey leikurápíanó lögeftir J.S. Bach, Beetho- ven, Chopin, Skrjabin, Rachmaninoff og Prokofieff. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og öllum heimill. Síðustu fimmudags- tónleikarnir í ár 22. maí Síðustu Fimmtudagstónleikar þessa starfsárs verða 22. maí og er stjórnandi Jean-Pierre Jacquillat. Þetta eru síðustu tónleikarnir .sem hann stjórnar sem aðal- stjórnandi hljómsveitarinnar, en hann hefur sinnt þvf starfi síðan 1980. Hljóm- sveitin verður stækkuð verulega á þessum tónleikum og á efnisskrá verður eingöngu frönsk tónlist. Leikin verða tvö verk eftir Maurice Ravel, Pavane og balletmúsikin Dafnis og Klói. Hamrahlíðarkórinn og Kór Menntaskólans við Hamrahlíð, kórstjóri Þorgerður Ingólfsdóttir, taka þátt t flutn- ingi Dafnis og Klói. Síðasta verkið á efnisskránni verður Symphonie Fanta- stique eftir Hector Berlioz. Sinfóníuhljómsveit Islands: Tónleikar í maí Sinfóníuhljómsveit fslands lýkur vetrarstarfsemi sinni með þrennum tón- leikum í maí. Síðustu Helgartónleikar þessa starfsárs verða í Háskólabíói laugard. 10. maí kl. 17.00, og er efnisskrá helguð norrænni tónlist. Tónleikarnir hefjast með Forleik að Elverhöj eftir Kuhlau. Þá leikur Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari einleik í Svítu fyrir fiðlu og hljómsveit eftir Sinding, en Sigrún hefur nú þegar vakið mikla athygli fyrir leik sinn þó ung sé. Þá flytja Karlakórinn Fóstbræður og Karlakór Reykjavíkur ásamt hljómsveitinni Brenn- ið þið vitar eftir Pál ísólfsson, Finlandia eftir Sibelius og Porquoi pas? eftir Skúla Halldórsson, og í því verki syngur einnig Sigríður Gröndal, sópransöngkona ein- söng, en Sigríður söng sópranhlutverkið í Carmina Burana fyrr í vetur. Hljóm- sveitin leikur síðan Midsommarvaka eftir Hugo Alvén og þjóðvísu eftir Jón Ás- geirsson. Stjórnandi er Páll P. Pálsson. Félag um málefni þróunarlanda I dag, þriðjud. 6. maí kl. 17.15 munu áhugamenn um málefni þróunarlanda stofna með sér félag. Stofnfundur félags- ins verður í Norræna húsinu. íslendingar hafa meiri tengsl við þróun- arlöndin en margan grunar. Töluverður hópur fólks hefur unnið við leiðsögn í fiskveiðum, við hjúkrun, rekstur sam- vinnufélaga o.fl., skiptinemar færa nýja reynslu heim og menningar- og viðskipta- sambönd færast í vöxt. í mörg ár hefur staðið til að þeir sem búa yfir reynslu af þessu tagi, eða láta sig málefni þróunar- landa einhverju varða, bindist samtökum til að afla og miðla fróðleik og efla samskiptin við hinar fjölbreytilegu þjóðir þriðja heimsins. Undirbúningsfundur var í Norræna húsinu í mars sl. og kom fram mikill áhugi á þessu máli og nú stendur til að stofna félag áhugamanna um þróunarlönd. Vinningsnúmer í Listaverkahappdrætti Víðistaðakirkju Dregið hefur verið í Listaverkahapp- drætti Víðistaðakirkju. Aðeins var dregið úr seldum miðum. Upplýsingar um af- hendingarstað vinninga eru gefnar í síma 54310 milli kl. 17 og 18 þriðjudaga til föstudaga. Eftirtalin númer hlutu vinning: 2, 45, 64, 67, 181, 197, 292, 293 308, 500, 1203, 1247, 1454, 1908, 1913’ 1928, 2087, 2282, 2328, 2365, 3402, 3510 3577, 3606, 3773, 5692, 7332, 7379, 7421 ’ 11115, 11127, 11170. Kvennaráðgjófin Kvennahúsið við Hallærisplan Opið á þriðjudagskvöldum kl. 20.00- 22.00. Sími 21500.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.