Tíminn - 06.05.1986, Blaðsíða 16

Tíminn - 06.05.1986, Blaðsíða 16
, w JnSKSHrff 1 \ EVERTON hreppti annað sætið í 1. deild ensku knattspyrnunnar með því að sigra West Ham í gær. Gary Lineker ■ skoraði tvívegis í sigrinum og varð lang markahæstur í Englandi. Oxford sigraði ! Arsenal 3-0 og bjargaði sér frá falli í 2. deild. Ipswich beit því í það súra epli að ! falla. Carlisle féll úr 2. deild í þá þriðju með tapi í gær. gnn „Sigurvegarinn er frá Keflavík“ tilkynnti Páll Þorsteinsson kynnir kvöldsins. Ragnar Örn Pétursson fellur saman af fögnuði og er að myndast við að klappa. Hann hefur tryggt sér farseðil til Ítalíu á hcimsmeistaramótið með drykk SÍnum „Starlight“ Tímamynd: Eggert Keppt í sætum kokkteilum: „Starlight" Ragnars vann Meðal verðlauna var 100 ára gamalt koníak Ragnar Örn Pétursson barþjónn og veitingamaður Glaumbergs í Keflavík þótti hrista besta drykk- inn í kokkteilkeppni Barþjóna- klúbbs íslands sem fram fór á Hótel Sögu á sunnudagskvöld. Keppt var í sætum kokkteilum. Drykkur Ragnars ber nafnið Star- light og hann inniheldur: 1,5 senti- lítra af vodka, 1,5 sentilítra af bananalíkjör, 1 sentilítra af Gren- adin og 2 sentilítra af rjóma. Þetta er hrist saman og loks er skreytt með kirsuberi og súkkulaðispæn- Ég tippaði á réttan hest,“ sagði Ragnar í samtali við Tímann skömmu eftir að verðlaunin voru afhent. Meðal þess sem Ragnar fékk í verðlaun var hundrað ára gamalt koníak í krystalsflösku. „Konan mín Sigríður sagði við 'mig fyrir keppnina að ef ég myndi ekki vinna með þessum drykk þá gæti ég allt eins hætt þessu,“ sagði Ragnar. Hann hefur með sigrinum tryggt sér rétt til þátttöku á heims- meistaramótinu sem fram fer á Ítalíu á næsta ári. í öðru sæti varð Hafsteinn Egils- son þjónn á Sögu og í því þriðja varð Vilhelm Norðfjörð þjónn í Kreml. -ES Davíð mettar fimmtán þúsund 200 metrar af afmælistertu og 7m2 höfuö- terta á afmæli Reykjavíkur Reykjavfkurborg mun bjóða þeim sem leggja leið sína um Lækjargöt- una þann 18. ágúst næstkomandi upp á rjómatertu. Og þar sem þann dag ber upp á afmæli borgarinnar búast borgaryfirvöld við miklum fjölda og því þarf tertan að vera stór. Afmælisnefnd Reykjavíkurborgar hefur falið bökurum á Reykjavíkur- .svæðinu að baka tertu sem metta geti um fimmtán þúsund rnanns. Aðalskipulag tertunnar liggur nú fyrir og mun hún verða í formi fjögurra öndvegissúlna sem ganga út fra 7m2 höfuðtertu. Þegar fyrsta prufueintak tertunnar var smakkað af helstu yfirvöldum borgarinnar í blíðviðrinu fyrir utan Höfða í gær, fannst flestum við- „Málningarslys" í miöbænum: Slettist á bifreiðir Þrjár bifreiðir og nokkrir vegfar- endur fengu yfir sig málningarslettur á laugardag, þegar húseigandi nokk- ur sem var að mála hjá sér, missti málningarfötuna niður á götu. Ekki þurfti að kalla á lögregluna, því ein af þessum þremur bifreiðum var lögreglubifreið sem einmitt var stödd á mótum Frakkastígs og Laugavegar þegar málningarfatan féll í götuna. Páll Eiríksson aðstsoðaryfirlög- regluþjónn sagði í gærdag að hann vissi nú ekki hvernig málningin hefði verið á litinn, en hann gerði hinsveg- ar fastlega ráð fyrir því að hún hefði verið græn. „Er það ekki litur borg- arinnar á afmælinu?“ spurði Páll. Sigurður Guðmundsson, fortnaður afmælisnefndar Reykjavíkur, tekur fyrstu skóflustunguna í fyrsta prufucintak af afmælistertunni. Spenntir smakkarar fylgjast með. Tímamynd: Pétur staddra tertan smakkast hið besta. Borgarstjóri lét þau orð falla að þetta væri bara helvíti góð terta. Tímanum tókst að grafa upp uppskrift tertunnar og látum við hana fylgja hér ef einhver vildi halda upp á afmæli sitt af. sömu reisn og Reykjavíkurborg. Uppskrift af afmælistertu fyrir 15.000 manns: Botn: 240 kg sykur 240 kg makkarónumassi 1.600 stk egg 96 kg hveiti 240 kg sntjörlíki Frómas: 2.880 stk egg 120 kg sykur 4.000 blöð matarlím 32 kg sherry 40 kg ntakkarónur 240 I. rjómi Skreyting: 320 kg marsipan 480 I. rjómi Almenningi skal bent á að ef þeir hyggjast búa sér slíka tertu þá kostar efnið í hana 526.027,40 kr. ef verslað er í ÁTVR, Melabúðinni og Álf- heimabakaríi. Bindindismönnum og óvirkum alkóhólistum skal einnig bent á að sherryinu má sleppa. -gse Tillögur svæðabúmarksnefndar: Sérleyfishafar og langferðabílstjórar: Gerðardómur dæmir fyrir fyrsta júní Deila Félags sérleyfishafa og Sleipnis, Verkalýðsfélags lang- ferðabílstjóra, fór fyrir gerðar- dóm sl. föstudag, og er niður- stöðu að vænta fyrir 1. júní. Að sögn Ágústs Hafberg for- svarsmanns sérleyfishafa, ber mikið á milli og sagði hann að Sleipnismenn færu fram á rúm- lega 40% kauphækkun fram til 1. des. n.k. Væri það meira en sérleyfishafar treystu sér til að greiða. Sagði Ágúst að mismun- andi fyrirkomulag tíðkaðist við launagreiðslur langferðabíl- stjóra. Sé vinnutími reglulegur frá mánudegi til föstudags er greitt skv. 23. flokki almennra kjarasamninga. Ef unninn er hins vegar óreglulegur vinnutími kæmu 10% álagsgreiðslur og við þrískiptar sex tíma vaktir bættust 20% ofan á grunntaxta. Hefðu þeir síðast töldu því laun á bilinu 24.500 kr. til 27.000 ktá mánuði. Auk þess væru möguleikar á yfirvinnu miklir. Ekki náðist í Daníel Óskarsson formann Sleipnis, til að fá álit hans á málinu. PHH bænda til leigu? Leið til aö umbuna þeim sem vilja draga saman Nú bendir ýmislegt til þcss að bændur geti farið að leigja fram- leiðslurétt sinn, svipað því sem tíðk- ast hefur með aflakvóta sjómanna. „Leigan má eingöngu vera með þeim hætti að búmarksstjórn svæðis- ins taki réttinn á leigu og endurleigi hann á sama verði að viðbættum kostnaði til þeirra er óska að fram- leiða yfir fullvirðismarki. Leigðum rétti skal skipt milli umsækjenda í hlutfalli við útreiknaðan fram- leiðslurétt. Leigu fyrir ærgildisafurð skal ákveða fyrir upphaf verðlagsárs og eins fyrir allt landið. Hún má að hámarki nema 5% af verði afurða," segir í tillögum svæðabúmarks- nefndar. Leigan verður ennfremur að vera í samráði við framleiðsluráð landbúnaðarins og samþykkt af landbúnaðarráðherra. Leiga á framleiðslurétti hefur ver- ið óleyfileg hingað til, en svæðabú- marksnefnd hugsar hana sem leið til að umbuna þeim sem draga vilja saman og um leið geta þeir sem óska að framleiða umfram sinn fram- leiðslurétt, leigt viðbótarrétt af þeim sem vilja draga saman. Tillaga þessi kemur í framhaldi af skoðanakönnun þeirri sem fram fór innan búnaðarfélaganna um fram- leiðslustjórnun í landbúnaði. Þar kom fram að 67,8% spurðra vildu hafa möguleika á því að leigja ónot- aðan framleiðslurétt og voru menn hlynntir því að búnaðarsamböndin hefðu milligöngu um leiguna, en leigan gildir fyrir eitt ár í senn. ABS Framleiðsluréttur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.