Tíminn - 21.05.1986, Blaðsíða 1

Tíminn - 21.05.1986, Blaðsíða 1
HEIMSMET var sett á Hvítasunnu- kappreiöum Fáks í 250 metra skeiði þegar Leistur hljóp á 21,4 sekúndum. Knapi var Sigurbjörn Bárðarson. Leistur er 9 vetra sótrauöur á litinn, ættaður úr Skagafirði. Bæði var keppt í kappreiðum og gæðingadómum á mótinu. GUÐMUNDUR Guðbjarnarson viðskiptafræðingur hefur verið skipaður skattrannsóknarstjóri frá og með 1. júlf. Þrír aðrir sóttu um þessa stöðu sem fjármálaráðherra veitti, Jþeir Árni Björn Birgisson viðskiptafræðingur, Ólafur Ófeigsson viðskiptafræðingur og Skúli Eggert Þórðarson lögfræðingur. KYNDILL er enn sem komið er eina. skipið sem tafist hefur af völdum yfirvinnu- banns sjómanna á kaupskipum sem gekk i gildi á mánudaginn. Skipið var að lesta olTu i Laugarnesinu þegar bannið skall á kl. 17.00 í gær. Skipafélögin skutu yfir- vinnubanninu til félagsdóms og var málið tekið þar fyrir f gær. Dóms er að vænta siðar í vikunni. FIMM UNGMENNI voru hætt komin þegar bíll sem þau voru í fór út af veginum við Geirsárbakka í Borgarfirði og stakkst fram af 10 metra háum bakka ofan í á. Bíllinn valt og er ónýtur á eftir en fólkið slapp að mestu ómeitt. (Tímamynd: M.M.) FINNSKRI flugvél sem var á innan- landsflugi frá Norður-Finnlandi til Helsinki var rænt í gær skömmu fyrir flugtak. Flugræninginn var geðsjúkur Finni og sleppti hann fljótlega öllum farþegunum. Hann hélt þó áhafnarmeðlimum flugvélar- innar, alls fimm að tölu, í haldi í nokkurn tíma en var loks yfirbugaður af óeinkenn- isklæddum lögreglumönnum. SOVÉTSTJÓRNIN tilnefndi í gær Júrí Dubinin nokkurn sem sinn nýja sendiherra í Bandaríkjunum. Dubinin var áður sendiherra Sovétríkjanna á Spáni. Hinn nýi sendiherra tekur við af Anatoly Dobrynin sem var kjörinn ritari miðnefndar kommúnistaflokksins á síðasta þingi hans sem haldið var í marsmánuði. SMÁBÁTUM minni en 10 brl. verða bannaðar botnfiskveiðar í sjö daga í júní, eins og kveðið er á um í lögum um stjórnun fiskveiða. Sjávarútvegsráðu- neytið hefur ákveðið að banndagarnir verði eftirfarandi:7., 8., 9. júní og 15., 16., 17. og 18. júní. Jafnframt hefur verið ákveðið að eins og undanfarin ár verði þorskfisknetaveiðar allra fiskiskipa bann- aðar frá og með 1. júl í til og með 15. ágúst. KRUMMI Ellert hefur greini lega tekið afstöðu bjórmálinu: öl...fuss...! RLR geröi sex Hafskipsmönnum rúmrusk í gærmorgun: Grunaðir um auðgunarbrot Gæsluvaröhalds krafist yfir þeim öllum Sex af forsvarsmönnum og fyrr- verandi starfsmönnum Hafskips hf. voru handteknir klukkan sjö í gærmorgun og færðir til yfirheyrslu hjá rannsóknarlögreglu ríkisins. Til stóð að handtaka sjötta mann- inn en hann reyndist vera erlendis þegar lögreglan knúði dyra. Yfir- heyrslur yfir sexmenningunum stóðu yfir í allan gærdag og seint í gærkvöldi sendi rannsóknarlög- reglan beiðni um gæsluvarðhalds- úrskurð yfir mönnunum til saka- dóms. Sakadómari tók sér sólar- hrings frest til að kveða upp úr- skurð sinn og er hans að vænta seinna í dag. Mennirnir eru grun- aðir um auðgunarbrot, rangan framburð og skjalafals. Handtaka mannanna kom í kjölfar rannsóknar á þrotabúi Haf- skips hjá borgarfógetanum í Reykjavík. í rannsókn sinni rakst hann á ýmislegt er hugsanlega gat verið refsivert og lét ríkissaksókn- ara upplýsingar um það í té. Eftir athugun á málinu sendi ríkissak- sóknari málið til rannsóknar hjá rannsóknarlögreglu ríkisins fyrir síðustu helgi. Hún taldi brýna þörf á að handtaka sjö menn með þeim hætti sem fyrr greinir. Rannsóknarlögreglan leggur mikla áhcrslu á að flýta rannsókn þessa máls og margir rannsóknar- lögreglumenn vinna að því, auk þess sem lögfræðingar embættisins aðstoða við rannsóknina. Hún snýst meðal annars um hvort ein- hverjir af starfsmönnum Útvegs- bankans hafi reynst brotlegir við 14. kafla rcfsilaga er fjallar um brot í opinberu máli. -gse Ellert hneyksl- ast á Ölfus- vatnsmálinu í vikulegum pistli í Dagblað- inu síðastliðinn laugardag, fjallar Ellert B. Schram rit- stjóri og alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn um frarn- göngu Davíðs Oddssonar borg- arstjóra í svonefndu Ölf- usvatnsmáli. Fyrst í stað ræðir Ellert um sameiningu BÚR og ísbjarnarins og segir síðan orðrétt: „Ölfusvatnsmálið er miklu krítískari og hættulegri höggstaður. Öllum að óvörum og nánast upp úr þurru sam- þykkti borgarstjórnarmeiri- hlutinn kaup á jarðcign austur í Grafningi af þekktri reyk- vtskri fjölskyldu fyrir scxtíu milljónir króna með þeim skil- málum að cigcndurnir hefðu afnot af cigninni f hálfa öld og hefðu síðan forleiguréttindi et'tir það. Kannski finna menn það út eftir fimmtíu ár að þessi kaup hafi verið ntikil forsjálni hjá Reykjavíkurborg en fs- lcndingar ciga því ckki að vcnj- ast að fastcignakaup séu gcrð fimmtíú ár frant í tímann. Þess vcgna erpólitísk lykt afþcssum kaupum. Það má vel vera að Davíð sé meiri liáttar framsýnismaður og landeigendurnir í Grafn- itignum séu svona göfugir en þegar gengið er til kosninga er ekki spurt um göfugmennsku eða framsýni. Meðan háhita- svæðin eru enn óbcisluð í fjöll- unum veröa sextíu milljónir króna hálfa öld fram í tímann harla óþægilegar til útskýringar í kosningaslag" Sjá nánar í Garra Itls. 6. Einstúrzende Neubauten, („Hrynjandi nýbyggingar“), hélt tónleika í Roxzy í gær- kvöldi. Tónlcikarnir voru vel sóttir og fóru hið besta fram. Góður rómur var gcrður að leik og söng hinnar þýsku svcit- ar og fannst gcstum nýstárlegt að fylgjast með þeim nýta sér ýmislegt brotajárn við tónlist- arframleiðslu sína. Auk Ein- stúrzende Ncubautcn komu fram íslenskir tónlistarmenn; Mickey Dean & de Vunder- foolz, Svart hvítur draumur, Algoaíthmarnir og Sveinbjörn Beinteinsson. íslensku lista- mennirnir stóðu sig einnig með miklum sóma og fóru allir hljómleikagcstir heim reynsl- unni ríkari. -gse Timiunynd: Pétur. Fiskeldisstöðvar á íslandi gera stóran sölusamning: írar kaupa fyrir milljónir - eru óánægðir með norska markaðinn íslenskar fiskeldisstöðvar munu nú í fyrsta skipti selja gönguseiði til írlands. Tíminn hefur fengið upplýsingar um fjórar stöðvar, sem þegar hafa gengið frá samningum við írsk fyrirtæki. Það er Fljótalax sem hefur gert samning um sölu á 130 þúsund seiðum, Hólalax mun selja 50 þúsund, Klakstöðin við Húsavík 30 þúsund og Árlax 80 þúsund seiði. Fleiri stöðvar hafa fengið tilboð frá írskum fiskeldis- stöðvum, en þær höfðu þegar gert samninga við Norðmenn. Þar á meðal eru Pólar-lax og Fiskeldi hf. við Húsavík. Verð það sem írsku fyrirtækin bjóða er um eitt pund og fjörutíu pens fyrir seiðið, tilbúið til sjávareldis. Það eru tæpar níutíu krónur, ísl. fyrir seiðið. Fulltrúar þeirra fyrirtækja sem gengið hafa frá samningum við Islendinga eru staddir hér á landi til þess að staðfesta endanlega gerða samninga. Sá fyrirvari er í samningunum að þeir eru háðir því að leyfi fáist hjá írskum stjórnvöld- um til þess að flytja seiðin inn í landið. Teitur Arnlaugsson stöðvar- stjóri í Fljótalaxi sagði í samtali við Tímann í gær að Ijóst væri að írar væru með miklar áætlanir á döfinni og því gæti orðið um stórfelldan útflutning að ræða þangað á næstu árum. Nokkrir af þeim aðilum sem Tíminn ræddi við í gær sögðu að það væri kærkomin tilbreyting að selja írum, þar eð Norðmenn hefðu verið erfiðir í samningum. Einnig er það skoðun manna að þar sem það er opinber stefna norskra stjórnvalda að hætta inn- flutningi á seiðum til Noregs, þá sé nýr markaður á írlandi í uppsigl- ingu á réttum tíma. Þessir samningar sem gerðir hafa verið við fra hljóða upp á um 27 milljónir króna. Ljóst er að stórar áætlanir eru hjá Irum á komandi árum varðandi fiskeldi ogeróútséð um sölu íslendinga á næstu árum. Áætlað er að fyrsti farmurinn fari héðan frá Sauðárkróki þann 20. júní. -ES

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.