Tíminn - 21.05.1986, Blaðsíða 8

Tíminn - 21.05.1986, Blaðsíða 8
8 Tíminn Miðvikudagur 21. maí 1986 St. Jósefsspítali Landakoti Lausar stöður Hjúkrunarfræðing á vöknun vantar til sumarafleysinga, dagvinna. Upplýsingar í síma 19600-287 alla virka daga kl. 8.00 til 16.00. Hjúkrunarfræðing á göngudeild gastro vantar til sumarafleysinga. Upplýsingar í síma 19600-216 alla virka daga kl. 8.00 til 16.00. Fóstrur vantar á barnaheimilið Brekkukot, börn á aldrinum 3 til 6 ára. Upplýsingar veittar í síma 19600-250. Deildarstjóri á skurðstofu Staða deildarstjóra á skurðstofu Landakotsspítala, er laus til umsóknar. Upplýsingar veittar á skrif- stofu hjúkrunarforstjóra, sími 19600-300. Hafnarbúðir - sjúkraliða vantar til sumarafleysinga. Sömuleiðis starfsfólk til ýmissa starfa. Aðstoðarmanneskju við iðjuþjálfun vantar til sumarafleysinga 50% starf. Upplýsingar í síma 14182 alla virka daga kl. 8.00 til 16.00. Reykjavík 20. maí 1986. Jeppi til sölu Volvo Lapplander árgerð 1981 ekinn 42.000 km. Allur nýyfirfarinn, góður bíll, orginal hús, breytt, klætt og einangrað af Ragnari Vals. Upplýsingar í síma 91 -686855 á daginn Sæmund- ur og 91-24758 á kvöldin. LATTU Timanif IÍKKI I LJUCIA FRA I>ER ÁSKRIFTARSÍMI 686300 þusrkan í bilinn i bátinn á vínnustaðiníi á heimilid I sumarbústaðH 'i í ferðalaglð og fl. tt þu hetur einu sinni reynt Effco-þurrkuna viltu ekkert annað. Effco- þurrkan er bæði mjúk og sterk. í henni sameinast kostir klúts og tvists, það eykur notagildi Effco- þurrkunnar. Effco-þurrk- an sýgur í sig hvers konar vætu á svipstundu. Effco- þurrkan er ómissandi í bílinn, bátinn, ferðalagið, á vinnustaðinn og til heimilisins. Effco-þurrkan fæst hjá okkur. aumnálin sf. Fataviðgerðir og breytingar Höfum opnaö saumastofu. Tökum að okkur viögeröir og breytingar á fatnaöi. Gerum einnig viö leður- og mokkafatnaö Vesturgötu 53 b. — Sími 2-85-14 Opið virka daga frá kl. 9.00-18.00 Hér sjást Eimskipafélagsmenn vift einn ferskfisksgámanna. F.v. Tómas Muller, Valgeir Hallvarðsson, og Þórður Magnússon. (Tímamjnd Pclur) Isfiskur: Eimskip smíðar ferskf iskgáma - 120 gámar komnir til landsins Eimskip hefur látið smíða fyrir sig 120 sérhannaða ísfiskgáma, og er þetta svar félagsins við vaxandi útflutningi fersks fisks frá landinu. Leitað var eftir tilboðum í smíði gámanna og var tilboði Tyssen í Þýskalandi tekið. Gámarnir komu tií landsins nú fyrir hvitasunnuhelg- ina og eru þegar komnir í notkun. Hönnun gámanna var byggð á reynslu Eimskips af fsfiskflutning- um og var það Valgeir Hallvarðs- son tæknifræðingur og yfirmaður gámadeildar sem átti stærstan hlut í hönnuninni. Þetta eru fyrstu gám- arnir af þessari gerð sem framleidd- ir eru í heiminum. Gámarnir eru 20 feta þu.rrgámar, hvítir og einangraðir með 30 mm polystyren einangrun sem er límd innan á gámana. Innan á þessari einangrun, (inni í gámunum) er síðan eins mm þykk galvaníseruð stálplata til hlífðar. Auðvelt er að skipta um þessar plötur ef gámur- inn skemmist þannig að fljótlegt er að gera við hann. Öll samskeyti eru vel þétt og með vínkiljárni þannig að fljótlegt og auðvelt er að þrífa þá. Kostnaður við smíði þessara 120 gáma var á bilinu 17-18 milljónir, en smíðin gekk mjög vel fyrir sig. Hún hófst 16. apríl og voru gám- arnir afhentir u.þ.b. mánuði síðar. Þetta stafar e.t.v. af því að gámarn- ir voru teknir út úr seríu sem verið var að smíða fyrir DAL (Deutche Africa Linen) og eru þeir sérstak- lega sterkbyggðir með tilliti til frumstæðs tækjabúnaðar til gáma- meðhöndlunar í Afríku. Þess má geta að lokum að vita- skuld er unnt að flytja annan varning í gámunum en fisk, þannig að þeir koma ekki tómir til baka. Þannig komu bílar í gámunum í fyrstu ferð þeirra yfir hafið til íslands. -BG HELGISPJ0LL - eftir Peter Nichols Bessi Bjarnason, Margrét Guðmundsdóttir og Róbert Árnfínnsson í hlutverk- um sínum í Helgispjöllum. Þjóðleikhúsið frumsýnirföstudae- inn 23. maí, breska leikritið Helgi- spjöll eftir Peter Nichols, í þýðingu og leikstjórn Benedikts Árnasonar. Lcikritið segir frá hjónum á miðj- um aldri, þegar börnin eru flutt að heiman og þau orðin ein eftir. James vinnur við að gera við gömul mál- verk og Elenor er tónlistarkennari. Þau hafa verið gift í 25 ár þegar Kate vinkona Elenor missir manninn sinn sem var á svipuðum aldri og James og Elenor en Kate er sjálf mun yngri. Katc kemur skilaboðum á ákveðinn hátt til Jamcs í gegnum Elenor um að hún sé lirifin af honum og upp frá þvf byrja James og Kate að spinna lygavef sem verður til þess að aðrar persónur fara að spinna ltka og leikritið lýsir því vel hversu lygin og sektarkenndin sem hcnni er samfara, gerir fólk óhamingjusamt. Höfundur iýsir hæði hugsunum og gerðuni persónanna jafnóðum og verður það til þcss að gefa áhorfend- anum óvenju góða lýsingu á pers- ónulcika fólksins. Höfundur vekur áhorfanda til umhugsunarunr ástina og hjónabandið, alla þá veraldlegu hluti svo sem peninga, eignarétt og fasteignir ásamt börnunum sem gerir hjónabandið að stofnun. í hjóna- bandinu, þessari stofnun, gcngur oft erfiðlega að sameina veraldlega og andlega hluti, en af því að þjóðfélag það scm við lifum í er uppbyggt cins og það er, heldur fólk áfram að vera í hjónabandi þótt ástin sé ekki lengur fyrir hendi. James telur sér trú um að hann elski Elenor og honum finnst ekki koma til greina að yfirgefa hana, en jafnframt sækist hann eftir sambandi við Kate og réttlætir það fyrir sér með því að segja að Guð hafi hvort sem er aldrei ætlast til að einn maður og ein kona ættu hvort annað. Jafnframt því, að fylgst er með hjónunum í nútíð er fortíðinni flétt- að inn í, þannig að áhorfandi fær að vita um hluti er hafa gerst hjá hjónunum í gegnum tíðina, svo sem framhjáhald Elenor sem James vissi ekki af á meðan á því stóð. Leikrit eftir Peter Nichols hafa ekki áður verið flutt á íslandi og gefst því Islendingum nú í fyrsta sinn tækifæri til að kynnast einum þekkt- asta höfundi Breta nú á seinni árum. Hann er þekktur fyrir að flétta saman gamni og alvöru, þannig að leikhúsgestir skemmta sér hið besta á meðan á sýningu stendur en vekur þá jafnframt til umhugsunar á og eftir sýninguna. í flestum verka sinna leitast hann við að skilgreina þau gildi sem þjóð hans hefur í hávegum, gera grín að þeim og koma fólki til að hugsa sjálfstætt. Helgispjöll eru engin undantekning frá þessu, þótt varla sé hægt að flokka þau sem gamanleik. Peter Nichols hefur samið rúm- lega 20 sjónvarpsleikrit, 5 kvik- myndahandrit og 9 leiksviðsverk. Fyrsta leiksviðsverk hans vakti heimsathygli er það var fyrst sýnt 1967 en það var „A day in the death of Joe egg". Al' söngleikjum cru þekktastir „Privates on parade" og „Poppy". Hann hefur hlotið marg- vísleg verðlaun fyrir leikrit sín og söngleiki. Helgisspjöll var fyrst sýnt 1981 en eftir það endursamdi hann það tvísv- ar og sýnir Þjóðleikhúsið það nú í sinni nýjustu gerð, en þannig var það fyrst sýnt 1984. Með aðalhlutverk fara Róbert Arnfinnsson (James) Bessi Bjarna- son (James), Margrét Guðmunds- dóttir (Elenor), Þórunn Magnea Magnúsdóttir (Elenor), Anna Krist- ín Arngrímsdóttir (Kate) og Sigur- veig Jónsdóttir (Agnes sem var fyrri kona mannsins sem Kate var gift). Auk þeirra taka átta aðrir leikarar þátt í sýningunni. Tónlistin gefur annað slagið kristilegan blæ, því hún er kirkjuleg og gjarnan flutt af kórum. Leikmynd er eftir Stíg Stein- þórsson, búningar eftir Guðnýju Björk Richards og lýsingu annast Árni Baldvinsson. ABS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.