Tíminn - 08.07.1986, Blaðsíða 2

Tíminn - 08.07.1986, Blaðsíða 2
2 Tíminn Þriðjudagur 8. júlí 1986 Erlendir hestaáhugamenn funda á íslandi: Auknar vinsældir íslenska hestsins „Markmið félagsins er að vinna að því að varðveita íslenska hestinn í sinni upprunalegu mynd,“ sagði Sig- urður Ragnarsson, stjórnarmeðlim- ur í FEIF, sem er félag erlendra áhugamanna og eigenda íslenska hestsins. Aðilar að samtökunum eru tólf Evrópulönd auk Kanada. Áhugi fyrir íslenska hestinum, erlendis, virðist fara vaxandi og nýtur hann sívaxandi vinsælda í Evrópu og Bandaríkjunum. Því til marks má benda á þann fjölda erlendra hesta- áhugamanna sem sóttu landsmótið á Hellu nú um helgina. Félagið hélt í gær fund og sátu hann fulltrúar frá aðildarlöndunum. Aðalmál fundarins var umsókn Bandaríkjamanna um aðild að sam- tökunum. Erfiðlega gekk að sam- þykkja þessa tillögu því lög í Banda- ríkjunum stangast á við lög um kynbætur í Evrópu. Félagið leggur mikla áherslu á að aðildarlönd upp- fylli þau skilyrði sem félagið setur Frá fundinum í Fáksheimilinu í gær. þeim og lítur illum augum á allar tilraunir til kynblöndunar sem fara fram erlendis. Félagið vinnur einnig Tímamynd: - Gísli Egill. mikið starf í sölumálum íslenskra hesta og er milligönguaðili í þeim viðskiptum. Tómas Árnason bíður eftir að komast til að taka í hönd sendiherra Bandaríkjanna, Nicolas Ruwe ogMaureen Reagan Dóttir Reagans heimsótti Island - áhuginn kviknaði í Nairobi Maureen Reagan, sem er dóttir Ronalds Reagan, Bandaríkjaforseta og leikkonunnar Jane Wyman, sem kunn er fyrir leik sinn í Falcon Crest-þáttaröðinni, er stödd hér á landi í einkaerindum. Mun áhugi hennar á íslandsferð hafa kviknað í Nairobi í Kenya, en þar var sem kunnugt er haldin alþjóðleg kvenna- ráðstefna. Sendinefnd Bandaríkj- anna, sem Maureen var í forsvari fyrir, lagði fram tillögu þar sem reynt var að koma í veg fyrir að einstakar ályktanir yrðu bornar und- ir atkvæði. ísland var eina vestræna landið sem stóð með Bandaríkjun- um í þessu máli og þótti Maureen mikið til koma. í gær bauð Matthías Mathiesen utanríkisráðherra Maureen til há- degisverðar, Vigdís Finnbogadóttir, forseti bauð henni í eftirmiðdags- kaffi og Davíð Oddsson, borgar- stjóri bauð henni til kvöldverðar. Heldur hún því væntanlega vel mett og ánægð heim á leið í dag, eftir að hafa kynnst landi og þjóð ögn betur. phh FLUGLEIÐIR AÐ HEFJA BYGGINGU FLUGELDHÚSS Flugleiðir eru um þessar mundir að hefja byggingu sérstaks flugeld- húss, við flugstöðvarbygginguna nýju. Flugeldhús þetta á að fram- leiða mat ofan í flugfarþega. Upp- haflega var ráð fyrir gert að eldhúsið yrði til húsa í flugstöðvarbygging- unni en á síðasta ári ákváðu Flug- leiðir að hefja sjálfir framkvæmdir. Að sögn Leifs Magnússonar hjá Flugleiðum var álitið að flugstöðin væri allt of dýrt húsnæði undir þessa framleiðslu og hentaði ekki nægilega vel. Framleiðslan á mat fyrir flugvél- arnar væri verksmiðjuframleiðsla og væri flugeldhúsið tengt við birgðar- geymslu, verkstæði og vörugeymslu. Upphaflega var gert ráð fyrir að flugeldhúsið deildi um ÍOOOm2 húsnæði til u.þ.b. helminga með aðaleldhúsi flugstöðvarinnar. Að sögn Sverris Hauks Gunnlaugsson- ar, formanns byggingarnefndar, er nú ráðgert að nýta þetta húsnæði að mestu undir biðsal. Mun aðaleldhús- ið þjóna þremur veitingastöðum í húsinu, veitingasal á jarðhæð í glersalnum, Veitingaaðstöðu í bið- sal og að lokum skyndibitastað sem komið verður upp í sértökum útsýn- issal sem snýr að flugbraut. Þar á að vera hægt að fylgjast með flugvélum koma og fara sem og annarri starf- semi á vellinum. Að sögn Sverris ganga byggingar- framkvæmdir eðlilega og verður flugstöðin opnuð í apríl á næsta ári. phh Landsmót hestamanna á Gaddas taöaf lötum: Úrslit í keppnisgreinum Unglingakeppni 13-15 ára: Hörður Á. Haraldsson frá Fáki sigraði á Háfi og hlaut einkunnina 8,54. Unglingakeppni 12 ára og yngri: Edda Rún Ragnarsdóttir 10 ára frá Fáki sigraði á Silfra og hlaut einkunnina 8,44. Edda hlaut einnig ásetuskeifu félags tamningamanna. Kynbótagripir: Stóðhestar: Heiðursverðlaunastóðhestur með afkvæmum varð Ófeigur 818 frá Hvanneyri. Hann hlaut meðal- einkunnina 8,16 fyrir afkvæmin. Stóðhestur með afkvæmi án heið- ursverðlauna varð efstur Dreyri 834 frá Álfsnesi með einkunnina 8,04 að meðaltali. Sex vetra stóð- hestar og eldri: Viðar 979 frá Viðvík í Skagafirði með einkunn- ina 8,31. Fimm vetra: Kjarval 1025 frá Sauð- árkróki með 8,32. Fjögurra vetra: Otur 1050 frá Sauðárkróki með 8,04. Kynbótagripir: Hryssur: Heiðursverðlaunahryssa varð Hrafnhetta 3791 frá Sauðárkróki og hlaut hún meðaleinkunnina 8,16 íyrir afkvæmi. Hryssa með af- kvæmi án heiðursverðlauna: Sif 4035 frá Laugarvatni með 8,07. Sex vetra og eldri: Krafla 5649 frá Sauðárkróki með 8,26. Fimm vetra: Blökk 6183 frá Efri-Brú með 8,22. Fjögurra vetra: Ör 6477 með 7,93. Nýtt hótel í Bárðardal: Hótel Kiðagil við Sprengisandsveg Kappreiðar: 150 metra skeið: Sigurvegari var Linsa á 14,8 sek. Eigandi og knapi var Sigurbjörn Bárðarson. 250 metra skeið: Efstir og jafnir voru Litli-Jarpur og Spói á 22,0 sek. Eigandi Spóa er Embla Guðmundsd. en knapi var Reynir Aðalsteinsson. Eigandi Litla-Jarps er Elías Guðmundsson en knapi var Ragnar Hinriksson. 250 metra stökk: Þota á 18,3 sek. Eigandi er Guðni Kristinsson en knapi var Róbert Jónsson. 350 metra stökk: Valsi á 25,0 sek. Eigandi er Lóa Melax en knapi var Linda Ósk Jónsdóttir. 800 metra stökk: Lýsingur á 61,0 sek. Eigandi erFjóla Runólfsdóttir en knapi var Jón Ó. Jóhannesson. 300 metra brokk: Neisti á 30,2 sek. Eigandi og knapi var Guð- mundur Jónsson. Töltkeppni: Olil Ámble sigraði á Snjalli frá Geysi. Snjall halut 100,8 stig. Eig - andi er Guðni Kristinsson. A-flokkur gæðinga: Júní frá Sleipni með einkunnina 8,60. Eigandi er Björn Eiríksson en Einar Öder Magnússon sýndi. B-flokkur gæðinga: Kristall frá Létti með einkunnina 8,69. Eigandi sýndi og var það Gylfi Gunnarsson. Við akveginn í Bárðardal, svo- nefndan Sprengisandsveg, er skilti með áletruninni: Velkomin í Kiða- gil. Rifjuðust upp fyrir blaðamanni ljóðlínur Gríms Thomsen ... vænst- an klárinn vildi ég gefa til, / að vera kominn ofan í Kiðagil. Ekkert gil sést í nágrenninu, hins vegar reisuleg bygging sem reyndist vera Barnaskóli Bárðdæla. Þar voru 2 ungar konur sem voru í óða önn að þrífa og mála og höfðu greinilega í nógu að snúast. Þær stöllur kváðust heita Sigurlaug Svavarsdóttir og Sigrún Hringsdóttir og eru þær að hefja rekstur sumarhótels í samráði við hreppinn. „Okkur þótti við hæfi að nefna hótelið Kiðagil, þar sem það stendur við Sprengisandsveg. Héðan er um 20 km að Mýri, sem er innsti bær í Bárðardal, það eru reyndar um 20 km niður að verslun- inni á Fosshóli sem stendur rétt við Goðafoss. Á hótel Kiðagili eru 22 rúm, og annar eins fjöldi rúmast í svefn- pokaplássum, auk þess er tjaldsvæði á staðnum. Hótelgestir geta komist í gufubað, og boðið er upp á morg- unverð, ýmsa létta rétti, kaffi, kökur og kvöldverð ef hann er pantaður með fyrirvara." Þetta er f fyrsta sinn sem hótel er rekið á þessum stað, og verður það opið a.m.k. til loka ágústmánaðar. Verðlagning er svona mitt á milli þess sem tíðkast í bændagistingu og á Edduhótelunum. Þær stöllur sögð- ust vonast til að sjá sem flesta gesti í sumar. Það væru margir fallegir staðir að skoða í Bárðardal, auk þess sem Engidalsvegur, 10 km veg- arspotti liggur úr Bárðardal, og yfir í Mývatnssveit. Þær sögðust geta tek- ið á móti hópum, og alveg tilvalið væri að halda ættarmót á Kiðagili. Þess má að lokum geta að síma- númer á Kiðagili er 96-43290, svona ef fólk vildi drífa í að panta áður en allt fyllist. HIA F.v. Sigurlaug Svavarsdóttir, Sigurður Jónasson og Sigrún Hringsdóttir. Mynd: HIA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.