Tíminn - 08.07.1986, Blaðsíða 6

Tíminn - 08.07.1986, Blaðsíða 6
6 Tíminn Timirm MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjóri: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjóri: Aðstoðarfréttastjóri: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason NíelsÁrni Lund OddurÓlafsson Guðmundur Hermannsson EggertSkúlason Steingrímur G íslason Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Síml: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306 Verð í lausasölu 45.- kr. og 50.- kr. um helgar. Áskrift 450.- Hættulegur áróður Enn einu sinni leggur Jónas Kristjánsson, ritstjóri DV þaö til að íslendingar hætti að vera sjálfum sér nógir í matvælaframleiðslu og í stað þess eigi þeir að vera upp á aðrar þjóðir komnir með slíkt. f leiðara DV s.l. laugardag segir Jónas eftirfarandi: „Vegna hagkvæmrar framleiðslu í Bandaríkjunum, Eyjaálfu og víðar er ekki lengur rúm fyrir landbúnað í köldu landi, þar sem skilyrðin eru mun lakari en í Evrópubandalaginu,“ og hann heldur síðan áfram. „Um ófyrirsjáanlega framtíð mun smáþjóðum á borð við íslendinga henta best að framleiða sem allra minnst af landbúnaðarafurðum og kaupa sem mest frá þeim löndum, sem treysta sér til að selja eða neyðast til að selja á hinu lága og sílækkandi heimsmarkaðsverði." Þessi stefna ritstjórans er ekki ný frá hans hendi. Hún er í senn furðuleg og hættuleg íslenskri þjóð. Það er eflaust rétt að margar af okkar landbúnaðar- vörum eru dýrari en víða annarsstaðar þar sem þær eru verulega niðurgreiddar af stjórnvöldum. Það gæti því verið peningalega hagkvæmara að kaupa þær erlendis frá, en það má einnig segja um margt annað það sem við framleiðum sem sjálfstæð þjóð, s.s. eins og dágblöð. Á sama hátt má leiða að því gild rök að hagkvæmt væri að leggja niður íslenska tungu en taka þess í stað upp erlent tungumál t.d. ensku. Þannig væri unnt að losna við margar og dýrar þýðingar og annað vesen sem fylgir því að skilja aðrar þjóðir og gera okkur skiljanlega þar. Engum heilvita manni dytti þó í hug að leggja slíkt til í fullri alvöru. Einnig mætti spyrja hvers vegna við þiggjum ekki að láta erlendar stórþjóðir aðstoða okkur á öðrum sviðum, t.d. látk þær byggja vegi, hafnir og flugvelli okkur að kostnaðarlausu en í staðinn að leyfa þeim afnot af landinu að eigin vild. Þetta er nefnilega ekki spurning um hvað sé ódýrast eða hverju við græðum mest á, heldur spurning um sjálfstæði þjóðarinnar. Hætt er við að sjálfstæði lítillar þjóðar sé hætt þegar hún þarf að vera upp á aðrar þjóðir komin með fæðuöflun, ekki síst þegar á í hlut jafn lítil þjóð og íslendingar. Ekki þyrfti annað en verkföll hér heima til að skortur yrði á landbúnaðarafurðum, hvað þá ef til þess kæmi að ófriður breiddist út. Enda þótt íslendingar hættu lífi sínu á stríðsárunum til að færa Englendingum björg í bú er hætt við að okkar þjóð gleymist ef til átaka kæmi. Stefna sem miðar að því að við verðum upp á aðrar þjóðir komin með fæðuöflun er því landráðastefna. Benda má á að enda þótt Norðmenn geti keypt ódýrari landbúnaðarafurðir en þeir framleiða sjálfir m.a. af íslendingum, kjósa þeir frekar að vera með eigin framleiðslu. Svo er um margar fleiri þjóðir. Það er stefna íslenskra stjórnvalda að miða fram- leiðslu landbúnaðarafurða við innlenda neyslu, og verið er að vinna að því að svo verði. Að mæna á það hvar sé ódýrast að fá mat ofan í sig og liggja betlandi við dyr annarra þjóða er forheimsk- andi og fyrir neðan virðingu okkar þjóðar. Þriðjudagur 8. júlí 1986 GARRI Sverrir kveinkar sér Sl. þriðjudag skrifaði Sverrir Hermannsson, menntamáiaráð- herra, opið bréf tii Styrmis Gunn- arssonar, ritstjóra Mbl. Kvartar hann þar yfir gagnrýni höfundar Reykjavíkurbréfs á stefnu menntamáiaráðherra í máiefnum Lánasjóðs fsi. námsmanna. Þetta er annað opna kvörtunarbréfið, sem Sverrir sendir ritstjóra Mbi. vegna skrifa þess um afskipti hans af iánasjóðnum. Fyrra bréfið var stílað á Matthías Johannessen. Matthías mun nú vera erlendis og er ljóst að Sverrir viil heidur eiga orðastað við hann um þessi mál en Styrmi. I eftirmáia bréfsins segir hann: „Hvenær kcmur Matthías til landsins? Ég vona fyrir guðs skuid að hann komi fljótlega.“ Væntan- lega til að taka í taumana og stöðva þessa gagnrýni blaðsins á mennta- málaráðherra. Mbl. hæðir menntamála* ráðherra í upphafi bréfsins segir Sverrir: „Gódi vinur, Styrmir. Ég þakka þér fyrir Reykjavík- urbréfið á sunnudaginn. Enda þótt ég hafí ýmist við það að athuga má með sanni segja að það hafí orðið mér hjálplegt við ákvörðun um næstu leiki mína í lánasjóðsskák- inni. Eins get ég þakkað aðstoð- armani þinum fyrir leiðarann i sama Mbl. Innihald leiðarans um siðferðisþrek blaðamanna voru orð í tíma töluð. Eins vseri gott að fá fljótlega leiðara um að blaðamenn skuli kynna sér mál sem best áður en þeir skrifa um það. “ Styrmir Gunnarsson, ritstjóri, svarar bréfi Sverris í Reykjavíkur- bréfi á sunnudag. Hann svarar þessum upphafsorðum mennta- málaráðherrans með hinu naprasta háði: „Það cr þörf ábending hjá menntamálaráðherra að „blaða- menn skuli kynna sér mál sem best áður en þeir skrifa um þau. “ Það er því miður alltof algengt að blaðamenn fjalli um mál, sem þeir hafa ekki aflað sér nægilegra upp- lýsinga um. Enn verra er að þeir eru ekki einir um þcnnan ósið. Það færist mjög í vöxt, að stjórnmála- menn tali of mikið um málefni, sem þeir hafa ekki kynnt sér vel og taki vanhugsaðar ákvarðanir án þess að hafa hugsað málin til enda. Þegar svo illa tekst til lenda þeir hinir sömu í alls kyns uppákomum, eins og dæmin sanna. Blaðamenn starfa í svo miklu návígi við stjórn- málamenn, að fáir kynnast þessari vanþekkingu stjórnmálamanna á málum, sem þcir eru að fjalla um, betur en einmitt blaðamenn. Það getur jafnvel borið við, að þeir leiti til ráðherra um upplýsingar um málefni, sem ráðherrann hefur ný- lega skrifað undir reglur um, en fái óskýr og loðin svör. Menntamálar- áðherra og höfundur Reykjavík- urbréfs geta áreiðanlega orðið sammála um, að í þessum efnum þurfí báðir að taka sig á, blaða- menn og stjórnmálamenn, jafnvel ráðherrar!“ Skerðing námslána sl. vetur f bréfi sínu gerir Sverrir Her- mannsson lítið úr þeirri skerðingu námslána, sem hann ákvað fyrr á þessu ári. Styrmir svarar með þess- um orðum: „Skerðing, sem nemur 25 þús- und krónum á nemanda í 6 mánuði, þýðir rúmlega 4 þúsund krónur á mánuði. Þetta þýðir að námsmað- ur í París t.d. hefur 700 frönkum minna á mánuði til ráðstöfunar en ella. Hvorki blaðamenn né ráð- herra þurfa að hafa mikið fyrir því að kynnast þeirri staðreynd, að i þeirri borg t.d., þarsem námsmenn borga um 60% námslána í liúsa- leigu, rafmagn og bita, skipta 700 frankar á mánuði sköpum fyrir námsmann, sem getur ekki snúið sér til foreldra eða annarra vanda- manna um tímabundna aðstoð. Við hverju er að búast, þegar menntamálaráðherra þjóðarinnar talar um slíka skerðingu sem svo lítilfjörlegt mál, að engu skipti?“ Skólagjöld í USA Megin gagnrýnin á stefnu menntamálaráðherra í Reykjavík- urbréfi í fyrri viku fjallaði um þá ákvörðun ráðherrans að hætta að veita námslán vegna skólagjalda í enskumælandi löndum, Bandaríkj- unum, Bretlandi og Kanada. Svör ráðherrans voru þau að náms- mönnum hefði Ijölgað í þessum löndum og oft væru skólagjöld jafn há framfærslukostnaði í þessum löndum. Sverrir segir í opnu bréfi sínu: „Eftir að gjafastefna lánasjóðs- ins tók við skiftir þetta ekki máli. Gera má ráð fyrir að námsmaður í Bandaríkjunum í 4ra ára námi nái 2 til 3 millj. kr. hjá sjóðnum og helmingur er vegna skólagjald- anna. Hann þarf engar áhyggjur að hafa af þessu, þar sem hann borgar væntanlega aðeins um 1,2 millj. kr. á næstu 40 árum, samkvæmt núgildandi endurgreiðslureglum sjóðsins. “ Lætur Sverrir sverfa til stáls? Og Styrmir svarar: „Kjarni málsins er þó sá, sem að var vikið á þessum vettvangi um síðustu helgi, að það er ákaflega varhugavert að ætla að safna náms- mönnum saman við Háskóla ís- lands að eins miklu leyti og mögu- legt er en beina þeim að öðru leyti að mestu fram hjá hinum ensku- mælandi heimi. Sjálfsagt er heldur ekki nema tímaspursmál, hvenær skólagjöld verða tekin upp íöðrum ríkjum V-Evrópu. Að því kemur, að skattgreiðendur í þessum lönd- um telja óeðlilegt, að þeir haldi uppi háskólakennslu fyrir fólk frá öðrum ríkjum. Annars gætir einhverrar beiskju hjá menntamálaráðherra í bréfa- skrifum hans vegna námslánanna. Hann telur að sér hafí verið brigsl- að um „níðingsverk - hver hefur gert það? Nú ætlar hann að láta „sverfa til stáls“ og ekki „una við einskisvert hálfkák“. Hefur hann stundað það hingað til að eigin dómi?! Höfundur Reykjavíkur- bréfs ætlar að taka að sér að hugga Sverri Hermannsson ofurlítið svo að beiskjan nái ekki alveg tökum á honum. Hann er nefnilega ekki eini menntamálaráðherrann á vestur- hveli jarðar, sem hefur lent í ógöngum vegna tilrauna til þess að breyta námslánakerfí!“ , . ■ VÍTTOG BREITT Njótum sumarsins - í útilegu sem annars staðar Þá er þessi helgi búin og þegar hillir undir þá næstu. Ég fór á Laugarvatn með félögum mínum úr ágætum Lionsklúbbi sem ég er í og þar dvöldum við ásamt fjöl- skyldum okkar og áttum góðar stundir. Að sjálfsögðu sýndu veðurguð- irnir á sér ýmsar hliðar, þó aðallega mikið hvassviðri. Enda fór það svo að flest þau tjöld sem ekki voru tekin niður rifnuðu. Barátta við tjöld gerir útilegur skemmtilegri og það getur beinlínis verið spenn- andi að fást við að tjalda í hávaða- roki. Undantekningalaust vantar mikið af hælum og aukastögum. Þá grípa menn til þess ráðs að bera grjót á heimilið og binda í nærliggj- andi gróður eða mannvirki. f mesta rokinu á laugardaginn, þegar ljóst varð að grjótburður dugði ekki, færðum við nokkur tjöld, og veðj- að var á hvort það tækist eða ekki. Þetta var hinn skemmtilegasti leik- ur sem ég skora á útilegufólk að prófa. Að sjálfsögðu var grillað úti, eftir áð komið hafði verið upp skýli úr sóltjaldinu mínu. Ég sá hvort heldur var fram á það að mun meiri not væru af því í kring um grillið en utan um mig. Það tilheyrir útilegum og góð- viðrisdögum að grilla. Ekki ber ég það saman hvað mér finnst útigriil- aður matur miklu verri en sá sem hrærður er saman í eldhúsi og étinn þar við borð. Þetta má víst ekki segja, og í grillveislum fer drjúgur tími í að halda því frani að grillmatur sé góður, enda þótt hann sé annaðhvort hrár eða kol- brenndur, sósan köld og salatið búið. Ég neita því þó ekki að mér finnst eitthvað sumarlegt við það, þegar maður stendur í garðinum hjá sér, og horfir á það sem þarf að gera, að finna griillykt frá næstu húsum. Það verður til þess að ég fer að telja í mig kjark; að ég geti grillað sem aðrir og að grillmatur sé góður. Það var á þannig stundu í fyrra- sumar sem ég grillaði síðast heima. Sólin hafði skinið í stundarfjórð- ung og loftið fylltist af lykt af stiknandi kjöti. Krakkarnir höfð- uðu til föðurhlutverks míns og kon- an leit á mig bænaraugum um að prófa nú einu sinni enn, cg ég lét til leiðast. Grillið var sótt, og kol og olíu átti ég nóg af. Einhverra hluta vegna var grillið óþvegið frá því síðast og neitað var að elda á því þar til ég hafði þvegið það upp. Þegar svo allt var tilbúið sá ég að veður fór versnandi og allt útlit fyrir rigningu. Ég setti því grillið í var á útidyratröppurnar, kol á það og síðan mikið af olíu. Ekki vant- aði eldinn, og von bráðar stóð myndarlegasti eldstólpi upp frá tröppunum. Þegar skammt er í rigningu þýðir ekkert að bíða eftir því að „kolin hitni þar til þau verða hvít“, heldur verður að koma kjötinu strax á til að nýta tímann. Það stóð heima. Þegar nágrann- arnir voru búnir að borða gómsæt- ar steikur, var komin rigning. Á grillinu hjá mér lágu kolbrennd stykki sem ég sagði börnunum a.ð væru lærasneiðar og reykskvnjar- inn í stofunni farinn í gang. Ég hef ekki grillað síðan og grillið fór á haugana þegar ég átti leið þangað með drasl úr bílskúrnum skömmu síðar. Ég dreg það þó ekki í efa að mörgum tekst betur til með þetta en mér og þessa dagana eru margir í útilegu og að grilla. Sífellt bætast fleiri við í þann hóp sem tekur sér frí frá störfum og von bráðar fara þeir að koma til baka sem nú eru í sínu sumarleyfi. Fyrir mörgum er sumarleyfið það að vinna við sín hús og garða. Aðrir ferðast erlendis og liggja þar á sólarströndum og slappa af. Flestir ferðast þó innanlands, heimsækja æskustöðvar eða ætt- ingjaogvini íöðrum landshornum. Vonandi verður sumarið gott fyrir alla landsmenn. N.Á.L.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.