Tíminn - 08.07.1986, Side 9

Tíminn - 08.07.1986, Side 9
8 Tíminn Þriðjudagur 8. júli 1986 Þriðjudagur 8. júli 1986 Tíminn 9 ÍÞRÓTTIR llllllllllllll llllll il!!llll!!!!!lili ÍÞRÓTTIR llllllllllli lllllilllllllllllll llllllllllllllllllll llllilllllllllllll iiilillli Bislett-leikarnir í frjálsum íþróttum: Heimsmet Kristiansen - í 10 km hlaupi varö hápunktur glæsilegs íþróttamóts - Hún bætti sig um 46 sekúndur Um hclgina fóru fram í Osló Bislett-leikarnir í frjálsum íþróttum. Fjöldi íþróttastjarna tók þátt í leikunum og voru mörg góð afrek unnin. Hæst ber þó heimsmet norsku stúlkunnar lngrid Kristiansen í 10 km hlaupi. Kristiansen bætti eigið heimsmet um heilar 46 sekúndur og er það aldeilis ótrúlcgt. Hún var svo langt á undan öðrum keppcndum að hún fór framúr þcim öllum á leið sinni að hcimsmetinu. Síðast fór hún framúr portúgölsku stúlkunni Aur- ora Cunha sem endaði í öðru sæti í hlaupinu. Tími Kristiansen var 30:13,75 mín en eins og fyrr segir þá HM í körfuknattleik: Kanarunnu Kína - og Sovétmenn byrja líka vel Heimsmeistarakeppnin í körfu- knattleik hófst um helgina á Spáni. Keppt er í fjórum riðlum til að byrja með. Eins og viö var að búast þá hafa Sovétmenn og Bandaríkjamenn unnið báðar viðureignir sínar til þessa en það hafa einnig Spánverjar, Grikkir, Júgóslavar og ísrael gert. Kemur það heldur ekki á óvart. Sovétmenn hafa unnið Angola og Kúbu cn Bandaríkjamenn hafa lagt Kínverja og Fílabeinsströndina að velli. Hvorugt liöið hefur þurft að taka á honum stóra sínum til þessa. Spánverjar hafa aftur á móti lent í vandræðum. Þcir unnu Frakka mjög naumlega 84-80 í hörkuleik. Gríski framherjinn Nikos Gallis er stiga- hæstur á HM hefur gcrt 91 stig í tveimursigurlcikjum Grikkja. Hann skoraði m.a. 53 stig er Grikkir unnu Panama 110-81. Wimbledon-mótiö í tennis: Becker vann aftur - og Navratilova vann í sjöunda sinn í einliðaleik kvenna V-þýska undrabarnið í tcnnis, Boris Bccker, sigraði á Wimbledon- mótinu í tcnnis annað árið í röð cr hann sló ót tenniskappa númcr eitt, Ivan I.cndl, í úrslitaleik þcssa nicsta tennismóts í heiminuni. I einliðalcik kvcnna sigraði Martina Navratilova af gömlum vana cða í sjöunda sinn og í fimmta sinn í röð. Frábær árangur. Það var kraftatennis sem réöi ríkjum á grasvcllinum í Wimbledon cr Becker gerði útaf við Lendl. Þrumuuppgjafir Beckers voru full fastar fyrir Lendl. Þetta var í fyrsta sinn sem þessir kappar mætast á grasvelli en Lendl, sem unnið hcfur 59 titla um æfina hcfur aldrei unnið titil á grasvelli. Becker hefur nú unnið sér inn yfir eina milljón dollara (40 milljónir ísl.) á keppnisferli sín- um og cr yngsti milljónamaðurinn í tennisheiminum. Navratilova var undir í viðureign sinni við samlöndu sína frá Tékkó- slóvakíu, Hana Mandlikova, í upp- hafi viðureignar þeirra en vann sig síðan inn í leikinn og tryggði sér glæsilegan sigur. Navratilova vann þarna sinn fimmta titil í röð og jafn- aði þar með met frönsku konunnar Suzanne Lenglen sém vann fimm titla á árunum 1919-1923. Þessi sigur '1 gerði Navratilovu cinnig að ríkustu íþróttakonu hcims en hún hefur unnið sér inn meira en 10 milljónir dollara á keppnisferli sínum. Boris Becker kom sá og sigraði á Wimbledon annað árið í röð. Hann spilar kraftatcnnis og enginn stenst honum snúning á grasi. Körfuknattleikur: Bandaríkjamaður til UMFG Frá Frímanni Ólafssyni á Suilurncsjum: Grindvíkingar hafa ráðið sér þjálf- ara í körfuknattleiknum fyrir næsta vetur. Sá heitir Richard Ross og er hvítur Bandaríkjamaður sem verið hefur aðstoðarmaður Jim Dooley við háskóla í Pcnnsylvaníu. Dooley kannast menn við frá því að hann þjálfaði ÍR-inga um árið. Það ku hafa verið fyrir milligöngu Guð- mundar Bragasonar, körfuknatt- leiksmanns úr Grindavík sem spilar hjá Dooley í Bandaríkjunum að samningar tókust. STADAN Staðan í 2. deild: Staðan í 1. deild: KA ... 9 5 4 0 26-6 19 Fram 10 7 2 1 22-6 23 Selfoss . .. 9 5 3 1 17-6 18 Valur 10 6 2 2 11-4 20 Einherji ... 9 5 2 2 13-13 17 ÍBK 10 6 0 4 11-12 18 Víkingur . . . 9 5 1 3 26-9 16 ÍA 10 4 2 4 18-10 14 Völsungur ... 9 4 2 3 14-9 14 Þór 10 4 2 4 14-17 14 ÍBÍ ... 9 2 5 2 16-13 11 KR 10 3 5 2 13-8 14 UMFN ... 9 3 2 4 15-19 11 FH 10 4 1 5 15-17 13 KS . . . 9 2 3 4 14-14 9 Breiðabl 10 3 2 5 8-13 11 Þróttur . . . 9 2 2 5 15-20 8 Víðir 10 2 2 6 6-14 8 Skallagr . . . 9 0 0 9 4-51 0 ÍBV 10 1 2 7 9-24 5 Markahæstu menn: I Markahæstu menn: Tryggvi Gunnarsson, KA 13 1 Guðmundur Torfason, Fram . 11 Jón Gunnar Bergs, Selfoss . 9 | Ingi Björn Albertsson, FH . . 6 Andri Marteinsson, Víking . 9 átti hún fyrra heimsmetið sjálf. Meðal annarra úrslita má nefna að Marokkó-búinn Said Aouita sigr- aði í 10 km hlaupi karla á mjög góðum tíma. Aouita er heimsmeist- ari í 5 km hlaupi en sýndi að hann er engu síðri 10 km hlaupari. Tími hans varð 27:26,11 sem er besti tími á þessari vegalengd á þessu ári og fimmti besti tími frá upphafi. Bretinn Steve Cram vann mílu- hlaupið á Bislett er hann kom í mark á 3:48,31. Þá sigraði Bandaríkja- maðurinn Danny Harris í 400 m grind á góðum tíma 47,82 cn í 400 m grind kvenna missti heimsmethafinn Sabine Busch taktinn í hlaupinu og ástralska stúlkan Debbie Flintoff skaust framúr henni í markið og sigraði á 53,76 sek. Bandaríska stúlka Valerie Brisco-Hooks vann 200 m hlaup þrátt fyrir að nokkrar bestu spretthlaupskonur heimsins væru mcð. Hooks kom í markið á 22,59 sekúndum. í þrístökki tapaði Willie Banks frá Bandaríkjunum fyrir landa sínum 1 Charles Simpkins. Sá síðarncfndi svcif 17,42 en Banks komst aðeins 17,15. 1 100 m hlaupi karla sigraði Linford Christie frá Bretlandi á 10,26 en í 100 m hlaupi kvenna varð Hcika Drechsler hlutskörpust á 10,80. f 400 m hlaupi karla varð i Darren Clark fyrstur en Erlingur Jóhannsson frá lslandi varð í fimmta sæti á 49,19. ■ Þeir streyma frá Englandi sóknarmennirnir. Eins og kunn- ugt er þá hafa Lineker og Hughes fariö til Barcelona og Rush til Juventus. í fyrradag var síðan Tony Woodcock seldur frá Arscnal til Kölnar í V-Þýska- landi. Woodcock spilaði einmitt með Köln þar til fyrir fjórum árum að Arsenal keypti hann. Talið er að Köln greiði um 200 þúsund pund fyrir kappann sem nú er 30 ára að aldri. ■ Stjórn Knattspyrnusambands Italíu sagði af sér ■ einu lagi um hclgina og bað formann Ólympíunefndar landsins um að mynda nýja stjórn. Ástæðan fyrir afsögn allra meðlima stjórnarinn- ar er sú að ekki náðist samstaða um hvernig ætti að taka á málun- um varðandi mikið mútu- og svindlmál sem nú er verið að rannsaka af dómstólunum á Ítalíu. Yfir 80 leikir eru nú undir smásjá rannsóknarlögreglu landsins vegna meintra svika í þeim eða í kringum þá. Þá er litið á árangur landsliðs ítala á HM sem hneyksli og um daginn var formaður Roma dæmdur í bann frá leikjum á vegum UEFA vegna tilraunar til að múta dómara í Evrópuleik. Allt eru þetta alvarleg áföll fyrir stjórn Knattspyrnu- sambandsins og því sagði hún af sér. ■ Karl-Heinz Rummenigge, fyrirliði v-þýska knattspyrnu- landsliðsins hefur ákveðið að spila ekki fleiri landsleiki fyrír Þjóðverja. Hann segirfrá þessu ■ grein sem hann skrífaði í Welt Am Sontag blaðið í Þýskalandi. Rummenigge hefur spilað 95 landsleiki fyrir Þjóðverja á 10 árum en hann er nú 30 ára og spilar með ítalska liðinu Inter Mflanó. Hann segir að þessi ák- vörðun hafl verið tekin í bún- ingsklefanum eftir leik Þjóðverja og Argentínumanna ■ úrslitum HM sem Þjóðverjar töpuðu 2-3. Rummenigge skoraði í þeim lcik eina mark sitt ■ keppninni og þetta var eini leikurinn sem hann spilaði í fullar 90 mínútur. Fyrrum Valsmaður og Víkingur, Heimir Karlsson, reyndir hér að sækja að marki Reynismanna i þjálfari ÍR-inga. 3. deild. Heimir er nú leikmaður og Tímamynd-Pétur íslandsmótiö í knattspyrnu - 1. deild: Fallegt mark Sigurjóns - nánast það eina sem gladdi augað í sigri Valsmanna á Þór frá Akureyri Valsmenn halda áfram að hala inn stigin í 1. deildar keppninni í knattspyrnu. Ekki voru þó stigin þrjú sem þeir nældu sér í á sunnudagskvöldiö fengin með glæsibrag. Valsmenn sigruðu þá litlausa Þórsara 1-0 og þótt sigurmark Sigurjóns Kristjánssonar hefði verið hið fallegasta gleymist leikurinn sjálfsagt fljótlega enda yfir höfuð leiðinleg- ur. íslandsmótið 1. deild: Vajþór fékk rautt er ÍBK vann Blika Frá Frímanni Ólafssyni á Suðurncsjum: Leikur Keflvíkinga og Blika í 1. deild í Keflavík á sunnudagskvöldið fór rólega af stað fyrir framan rúmlega 600 áhorfendur. Síðan færðist fjör í leikmenn er líða tók á og sérstaklega eftir að Valþóri Sigþórssyni hafði verið vikið af velli. Þá tóku heimamenn við sér og unnu 1-0 með marki Skúla Rósantssonar. Það voru Blikar sem byrjuðu betur og fengu tvær hornspyrnur í upphafi. Síðan jafnaðist leikurinn og varð meira að miðju- þófi þar sem knötturinn gekk svipað og í kúluspili. Þegar fyrri hálfleik var rétt að Ijúka þá komast Blikar í hraðaupphlaup og Jón Þórir Jónsson var á auðum sjó. Valþór Sigþórsson braut þá mjög illa á honum og virtist rauða spjaldið ekki umflúið. Kjartan Ólafsson dómari gaf þó aðeins gult og lauk þar með fyrri hálfleik. Strax í upphafi síðari hálfleiks dró til tíðinda. Jón Þórir og Gunnar Oddsson voru þá að kljást um knöttinn og lauk þeirri viðureign með því að Jón Þórir féll við. Valþór var fyrir aftan hann er þetta gerðist og vildi Kjartan dómari meina að Valþór hefði brotið á Jóni. Eftir leikinn neitaði Valþór því staðfastlega. Hvað um það Valþór fékk að sjá rauða spjaldið hjá Kjartani. Við brottför Valþórs hresstust Keflvíkingar til muna og á 59. mínútu skoraði Skúli Rósantsson úr aukaspyrnu eftir að Sigurjón Sveinsson hafði rennt tuðrunni til hans. Örn Bjarnason, ágætur markvörður Blika, sá boltann seint og illa. Eftir þetta rann leiktíminn út en Blikum tókst ekki að nýta sér að vera fleiri. Þeir voru þó meira með knöttinn. Einar Ásbjörn og Sigurión voru góðir í liði Keflvíkinga en Örn, Ólafur Björnsson og Jón Þórir voru sprækastir Blika. Viðureignin byrjaði þó vel, sérstaklega af hálfu Valsmanna og var'tylagni Pétursson mest áberandi í spili heimaliðsins. Gott spil og að sjálfsögðu komu færin, Ámundi Sigmundsson framherji lét þrumu$kot vaða á 10. mínútu en Baldvin Guðmundsson varði vel. Ámundi var stuttu síðar aðgangs- harður við Þórsmarkið en gestirnir náðu að bægja hættunni frá. Þórsarar voru í varnarhlutverki til að byrja með en Kristján Kristjánsson komst þó inn fyrir vörn Vals strax á 5. mínútu eftir góða sendingu frá Jónasi Róbertssyni. Hann var fljótur að hugsa og reyndi að Iyfta yfir Guðmund Hreiðarsson í marki Vals en Guðmundur sá við honum. Er líða tók á fyrri hálfleikinn fóru Þórsarar að koma framar á völlinn og við það virtist spil Valsmanna hreinlega fara í lás. Ekki náðu þó Akureyringarnir að byggja upp hættulegar sóknaraðgerðir, Halldór Áskels- son var langt frá sínu besta og Kristján Kristjánsson náði ekki að spretta framúr hinum sterku varnarmönnum Vals, þeim Guðna Bergssyni, Þorgrími Þráinssyni og Ársæli Kristjánssyni. Síðari hálfleikur einkenndist af baráttu framan af sem fór nær eingöngu fram á miðju vallarins. Undir lokin leystist þó aðeins úr flækjunni, Baldvin varði skot af stuttu færi frá Sigurjóni Kristjánssyni og hinum megin varði Guðmundur skot Einars Arasonar eftir færi sem Halldór Áskelsson lagði upp. Sigurjón Kristjánsson skoraði svo á 86. mínútu, Magni skallaði fyrirgjöf til Sigur- jóns sem snéri baki í markið. Kappinn hirti þó lítið um slíkt, enda einn af leiknustu lejkmönnum íslenskrar knattspyrnu, upp í loftið fór hann og afgreiddi boltann í netið með iqdælli hjólhestaspyrnu óverjandi fyrir Baldvin, 1-0 og Valsmenn fögnuðu ákaft. Ekki erxhægt að hallmæla baráttu og varnarsamvinnu innan liðanna beggja. Hins- vegar fengu sóknarmennirnir, þeir Kristján Kristjánsson og Halldór Áskelsson hjá Þór og Ámundi Sigmundsspn og Sigurjón Kristj- ánsson hjá Val úr afar litlu að moða. Magni Pétursson var góður á miðjunni hjá Val svo og Ingvar Guðmundsson. Hjá Þór sýndi Baldvin Guðmundsson öryggi í markinu þegar á reyndi og Hlynur Birgisson'lék vel út á hægri væng. Sveinn fórst það vel íslandsmótið í sundi: Mörg íslandsmet að venj u - Systkinin úr Þorlákshöfn voru iðin við kolann og hirtu fjölda meta og verðlauna Það er víst orðin venja að þegar íslenska sundfólkið stingur sér í vatnið þá líta Islandsmet dagsins Ijös. Á Islandsmótinu í sundi sem fram fór í Laugardalslauginni um helgina var þessum vana viðhaldið. Sjö Islandsmet litu dagsins Ijós og vegna þátttöku Færeyinga á mótinu þá litu flmm færeysk met dagsins Ijós einnig. Það voru systkinin frá Þorláks- höfn, þau Bryndís, Magnús og Hug- rún sem voru í sviðsljósinu á mótinu ásamt Eðvarð Þór og Ingibjörgu Arnardóttur. Hugrún setti nú tvö Islandsmet. Fór 400m skriðsund á 4:36,85 og 400 m fjórsund á 5:21,96. Magnús Ólafsson, bróðir hennar, setti einnig tvö íslandsmet. Hann fór lOOm flug á 1:00,43 en 200m flug á 2:16,51. Þá setti Ingibjörg íslands- met í 800m skriði á 9.38,60. Tvö íslandsmet í boðsundum voru sett og var kvennasveit Ægis að verki í báðum. í 4xl00m skriði varð tíminn 4:27,64 en í 4xl00m fjórsundi varð íslandsmetið 4:56,95. Bryndis Ólafsdóttir hlaut Kol- brúnarbikarinn fyrir besta afrek á milli íslandsmóta. Hún hlaut bikarinn tyrir lOOm skrið sem hún fór á glæsilegu íslandsmeti 57,92. Eðvarð Þór Eðvarðsson vann besta afrek Islandsmótsins er hann fór lOOm baksund á 59,00 og hlaut hann að launum Pálsbikarinn en Eðvarðfékk einnig bikar frá SSÍ fyrir besta afrek á milli móta. Það var einnig í lOOm baksundi. Framfarir í sundi hér á landi á undanförnum árum eru með ólíkind- um og stefnir í að við eignumst mjög gott sundfólk jafnvel á Evrópu- og heimsmælikvarða. íslandsmótið í knattspyrnu - 3. deild: Leiftur óstöðvandi - Hafa forystu í B-riðli en Fylkir er efst í A-riðli Fylkismenn hafa tekið forystu í A-riðli 3. deildar eftir sigur sinn á Grindvíkingum á föstudag (sjá laug- ardagsblað). ÍK átti möguleika á að komast í toppsætið er liðið tók á móti Stjörnunni á Kópavogsvelli en mjög svo breytt lið Stjörnunnar setti ÍK-inga út af laginu með tveimur mörkum í fyrri hálfieik og einu í þeim síðari. Bjarni Benediktsson, Ragnar Gíslason og Rúnar Sigurðs- son skoruðu mörkin fyrir Garðbæ- inga sem eru að finna sig á ný. Þá léku IR-ingar og Reynismenn á gervimottunni í Laugardal og skildu liðin jöfn 1-1. Eggert Sverris- son skoraði fyrir ÍR en Pétur Bryn- jarsson fyrir Sandgerðinga. Fylkismenn eru efstir í deildinni með 13 stig eftir 6 leiki en ÍK hefur 12 og ÍR er með 11 einnig eftir 6 leiki. Síðan komaGrindavík, Stjarn- an og Reynir með 6 stig hvert en Ármenningar eru neðstir með 2 stig. I B-riðli halda Leiftursmenn frá Ólafsflrði forystu í riðlinum eftir góðan 2-0 sigur á Magna frá Greni- vík. Þeir Ólafur Björnsson og Óskar Ingimundarson skoruðu fyrir Ólafs- firðinga í sanngjörnum og öruggum sigri þeirra. Þá léku Tindastóll og Leiknir frá Fáskrúðsfirði og var ekki um jafnan baráttuleik að ræða. Sauðkrækingar höfðu yfirburði og unnu 6-0. Eyjólf- ur og bróðir hans Eiríkur Sverrissynir skoruðu tvö hvor en Birgir Rafnsson og Rúnar Björnsson skoruðu einnig. Reynir A gerði góða ferð á Eski- fjörð og vann 1-0 með marki Arnars Viðar Arnarssonar en Þróttur Nes gerði ekki síðri ferð á Reyðarfjörð og vann Val 2-1 með mörkum frá Ólafi Viggóssyni og Herði Jónssyni en Gústaf Ómarsson skoraði mark heimamanna. Leiftur er efstur með 17 stig en Tindastóll hefur 15 og Þróttur 13. Reynir Á er með 11 en önnur lið minna. ÖÞ Bryndís Ólafsdóttir úr Þorlákshöfn vann góða sigra á íslandsmótinu eins og hennar var von og vísa TínMmynd-Pé.ur íslandsmótið í knattspyrnu - 2. deild: Fyrsta tap Selfoss - Góðir Völsungar unnu þá í roki Opna-franska golfmótið: Ballesterossigraði Spánverjinn Severiano Ballester- os sigraði á Opna franska meistara- mótinu í golfi um helgina. Þetta var fjórði sigur hans á opnum mótum í Evrópu í röð. Hann hafði áður unnið Bresku masterkeppnina, öpna-írska og Monte Carlo-Opna c .- , n, meistaramotið. Þa var þetta 1 annað Svemsson dæmdi barattu eik oe . •- . .., „ ,, . ... ,. e anð 1 roð sem Ballesteros vinnur 'el ur hcndi. “ , , ,, . . , . „ Opna-franska. Hann a nu afar stutt í að vinna sér inn eina milljón punda á mótum í Evrópu en engum hefur áður tekist það. „Ég er ákaflega ánægður með þetta mót. Ég var fyrstur frá upphafi til enda eins og í fyrra og það hlýtur að vera met,“ sagði brosandi Ballest- eros. Þessi sigur hans var sá 48. á 10 árum sem er einstakt. Selfyssingar töpuðu sínum fyrsta leik í 2. deild íslandsmótsins í knatt- spyrnu um helgina. Þeir fengu þá gott lið Völsunga frá Húsavík í heimsókn á grasið á Selfossi og fóru gestirnir heim með öll stigin. Það var nú ekki knattspyrnuveður á Selfossi er leikurinn fór fram og réði Kári vindur meira um gang leiksins en leikmenn. Selfyssingar spiluðu und- an vindi í fyrri hálfleik og komust Völsungar þá ekki framyfir miðju. Selfyssingum gekk hinsvegar mjög illa að skapa sér færi og eina markið í hálfleiknum skoraði Páll Guð- mundsson fyrir heimamenn beint úr hornspyrnu. í síðari hálfleik var sama uppá teningnum nema hvað Völsungar höfðu yfirhöndina og Kára í bakið. Þeim gekk betur við að skapa sér færi en jöfnuðu síðan úr engu færi. Þrumuskot Sveins Freyssonar af um 35-40m færi sveif óáreitt efst í mark- hornið. Svona skora menn einu sinni á æfinni. Wilhelm Fredriksen tryggði síðan Völsungum sigur er hann snéri skemmtilega af sér varnarmann inni teig og þrumaði í netið af stuttu færi, 1-2. Selfyssingar áttu síðan skot í stöng er þeir reyndu að jafna undir á Selfossi lok leiksins en það var eini lekinn á vörn Völsunga. Sé tekið mið af færum þá var sigur Völsunga sanngjarn. Einhcrjar frá Vopnafíröi, sem komu uppúr 3. deild með Selfyssing- um, hafa nú haslað sér völl í þriðja sæti annarrar deildar og koma meira og meira á óvart með hverjum leik. Einherjar fengu Siglfirðinga í heim- sókn á Vopnafjörð um helgina og þrátt fyrir að KS hafi náð forystunni strax á þriðju mínútu með marki Björns Ingimarssonar þá var það bárátta Einherjanna sem færði þeim sigur. Njáll Eiðsson jafnaði leikinn fyrir hlé og tíu mínútum fyrir leiks- lok skoraði varamaðurinn Hallgrím- ur Guðmundsson með kollspyrnu, sinni fyrstu í leiknum og tryggði hcimamönnum sigur. í Borgarnesi komu ísfírðingar til leiks gegn Sköllunum til að ná í stigin sín þrjú. Leikurinn var bara formsatriði og áður en yfir lauk voru mörkin orðin 5 hjá aðkomuliðinu. Guðmundur Jóhannsson skoraði tvívegis en Ólafur Petersen, Rúnar Guðmundsson og Örnólfur Oddsson bættu við mörkum. Léttur sigur þeirra að vestan. íslandsmótið 1. deild: Rokleikur í Eyjum - erEyjamennogKRskildujöfn Frá Sigfúsi Guðmundssyni í Eyjum: Það má með sanni segja að vindurinn Kári hafi átt leikinn er KR-ingar komu til Eyja á laugardaginn og öttu kappi við heimamenn í 1. deild. Leikurinn var nánast án færa og slakur eftir því. Eyjamenn voru undan rokinu f fyrri hálfleik en gekk ekkert gegn sterkri vörn KR. Það var frekar að KR-ingar ættu færi og úr einu slíku björguðu Eyjamenn á línu. I síðari hálfleik byrjaði Björn Rafns- son KR-ingur á því að labba í gegnum vörn Eyjamanna og skora 1-0. Eyja- menn jöfnuðu síðan eftir góðan undir- búning Elíasar Friðrikssonar. Hann óð upp og sendi á Berg Ágústsson sem skallaði yfir Stefán í markinu sem reyndi vafasamt úthlaup. Einn KR-ing- ur var á línunni en hann fraus og mark var ekki umflúið, 1-1 og allt búið. Gunnar Gíslason var skástur í mjög slöku KR-liði en Eyjaliðið var jafnt. RIAYOXT Kjörbókin er óbundin og örugg ávöxtunarleið. Hún ber háa vexti, sem leggjast við höfuðstól á 6 mánaða fresti. Til þess að tryggja að Kjörbókareigendur njóti ávallt hagstæðustu kjara er ávöxtun Kjörbókarinnar ársfjórðungslega borin saman við ávöxtun bundinna 6 mánaða vísitölutryggöra reikninga og hagstæóari leióin valin. Kjörbókin er góð bók fyrir bjarta framtíð. LandSbankl Islands L Banki allra iandsmanna

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.