Tíminn - 08.07.1986, Qupperneq 15

Tíminn - 08.07.1986, Qupperneq 15
Tíminn 15 Þriðjudagur 8. júli 1986 ÚTVARP/SJÓNVARP Á hringveginum: ÍPapey ídag Ferð útvarpsmanna á hringveg- inum hefur gengið að óskum til þessa og samkvæmt áætlun. Nú er hafið ferðalag á Austurlandi og er Inga Rósa Þórðardóttir fararstjóri en aðstoðarmaður hennar er Örn Ragnarsson, kennari á Eiðum. Daglegar útsendingar eru eins og kunnugt er kl. 15.20. I gær höfðu þau viðkomu í Stafafelli í Lóni en í dag er ferðinni heitið til Djúpavogs og út í Papey ef veðurguðir hindra ekki för, en þeir hafa verið einkar blíðir þar á manninn undanfarið. í þessari viku verður líka farið til Fáskrúðsfjarð- ar og Eskifjarðar. Leitað verður efnis úr sögu og Ævar R. Kvaran segir frá dular- fullri nunnu í útvarpinu í kvöid kl 20.40. Útvarpsbíllinn er á hringferð um landið með útvarpsfólk innan borðs. Það lætur heyra í sér dag- lega kl. 15.20 frá þeim stað sem það er statt á þá stundina og nú er það einmitt statt á Austurlandi. (Tímamynd: Sverrir) umhverfi Austurlands og ræðst það af fólki og aðstæðum á hverjum stað. Þann 25. júlí lýkur útsending- um Ingu Rósu frá Austurlandi á Bakkafirði, en þá tekur við fulltrúi Norðurlands sem er Örn Ingi frá Akureyri. Sjónvarp kl. 21.25: M-hátíð á Akureyri Dagana 12.-16. júní sl. var svo- nefnd M(enningar)-hátíö haldin á Akureyri og verða svipmyndir frá henni sýndar í sjónvarpi í kvöld kl. 21.25. Menntamálaráðuneytið stóð að þessum menningardögum í sam- vinnu við Akureyrarbæ og sá Indr- iði G. Þorsteinsson únt skipulag þeirra f.h. ráðuneytisins, en af hálfu Akureyrarbæjar annaðist fjögurra manna nefnd undirbúning þeirra og framkvæmd. Á M-hátíð- inni var ntikið um að vera, listsýn- ingar, tónlistarflutningur og upp- lestur og koma þar við sögu lista- menn sem tengjast Akureyri og Norðurlandi, bæði lifandi oglátnir. I Sjónvarpinu í kvöld verður brugðið upp svipmyndum frá há- tíðinni eins og fyrr segir og talað við hátíðargesti. Umsjónarmaður er Ólafur H. Torfason. Ólafur H. Torfason hefur uinsjón með sjónvarpsdagskrá frá M-hátíð á Akureyri kl. 21.25 í kvöld. Dularfulla nunnan miskunnsama Ævar Kvaran segir frá í kvöld kl. 20.40 flytttr Ævar R. Kvaran frásögu í útvarpi sent heitir Dularfulla nunnan miskunnsama. Þar segir frá lítilli telpu úr fá- tækrahverfi í New York, sem verð- ur mjög veik og batnar ekki, en kemst síðan fyrir tilstilli félagsráð- gjafa burt úr mengun og örbirgð og upp í sveil. Hún dvelst um skeið á munaðarleysingjahæli sem nunnur reka og fær þar fullan bata. Þar er einkunt ein nunna sent oft kemur til hennar og hjálpar henni mikið, en telpan sér hana þó aldrei í fylgd með hinunt nunnununt. í ljós kem- ur síðan að hér er um að ræða barngóða nunnu, setn kölluð var hin miskunnsama, en hún hafði áður dvalið á hælinu og verið þar börnum sérlega góð... Þriðjudagur 8. júlí 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. 7.15 Morgunvaktin. 7.30 Fréttir. Tilkynningar. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. 8.15 Veðurfregnir. 8.30 Fréttir á ensku 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Pétur Pan og Vanda“ eftir J. M. Barrie Sigríður Thorlacius þýddi. Heiödis Norð- fjörö les (10). 9.20 Morguntrimm. Tilkynningar. Tónleik- ar, þulur velur og kynnir. 9.45 Lesið úr forustugreinum dagblað- anna. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 „Ég man þá tíð“ Hermann Ragnar Stefánsson kynnir lög frá liönum árum. 11.00 Fréttir. 11.03 Samhljómur. Umsjón: Þórarinn Stefánsson. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.301 dagsins önn - Heilsuvernd. Umsjón: Jón Gunnar Grétarsson. 14.00 Miðdegissagan: „Katrin“ saga frá Álandseyjum eftir Sally Salminen Jón Helgason þýddi. Steinunn S. Sigurðar- dóttir les (6). 14.30 Tónlistarmaður vikunnar Pálmi Gunnarsson 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 15.20 Á hringveginum - Austurland Umsjón: Inga Rósa Þórðardóttir, Örn Ragnarsson og Ásta R. Jóhannesdóttir 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Divertimenti a. Divertimento i C-dúr eftir Joseph Haydn. Ton Koopman, Rein- hard Goebel, Alda Stuurop leika á fiðlur, selló og sembal. b. Divertimento í D-dúr eftir Johann Conrad Schlick. Elfriede Kunschak, Vinzenz Hladky og Maria Hinterleitner leika á mandólín og sembal. c. Divertimento nr. 1 í Es-dúr K.113 eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Mozarteum- hljómsveitin í Salzburg leikur; Bernhard Paumgartner stj. 17.00 Fréttir. 17.03 Barnaútvarpið. Stjórnandi: Kristín Helgadóttir. Aðstoðarmaður: Sigurlaug M. Jónasdóttir. 17.45 I loftinu Hallgrimur.Thorsteinssonog Guðlaug Maria Bjarnadóttir. Tilkynningar 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.40 Tilkynningar. 19.45 Daglegt mál Guömundur Sæmunds- son flytur þáttinn. 19.50 Fjölmiðlarabb Ólafur Þ. Harðarson talar. 20.00 Ekkert mál Sigurður Blöndal stjórnar þætti fyrir ungt fólk. Aðstoðarmaður: Bryndis Jónsdóttir. 20.40 Dularfulla nunnan miskunnsama Ævar R. Kvaran flytur erindi. 21.00Perlur Alfreö Clausen og Sigrún Jónsdóttir. 21.30 lltvarpssagan: „Njáls saga“ Einar Ólafur Sveinsson les (21). 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Leikrit: „Elsku María" eftir Odd Björnsson Leikstjóri: Oddur Björnsson. Leikendur: Árni Tryggvason, Inga Hildur Haraldsdóttir, Þóra Friðriksdóttir, Kristinn Hallsson, Steindór Hjörleifsson, Rúrik Haraldsson og Róbert Arnfinnsson. (Endurtekiö frá fimmtudagskvöldi). 23.35 Martin Giinther Förstemann leikur orgelverk eftir Johann Pachelbel, Dietrich Buxtehude og Johann Sebastian Bach. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. 9.00 Morgunþáttur Stjórnendur: Ásgeir Tómasson, Kristján Sigurjónsson og Gunnlaugur Helgason. Inn í þáttinn flétt- ast u.þ.b. fimmtán mínútna barnaefni kl. 10.05 sem Guðríður Haraldsdóttir annast. 12.00 Hlé 14.00 Blöndun á staðnum. Sigurður Þór Salvarsson. 16.00 Hringiðan Þáttur i umsjá Ólafs Más Björnssonar. 17.00 í gegnum tíðina Jón Ólafsson stjórn- ar þætti um íslenska dægurtónlist. 18.00 Dagskrárlok. Fréttir eru sagðar í þrjár mínútur kl. 9.00, 10.00,11.00, 15.00,16.00 og 17.00. Svæðisútvarp virka daga vikunnar frá mánudegi til föstudags. 17.03-18.15 Svæðisutvarp fyrir Reykjavík og nágrenni - FM 90,1 MHz. 17.03-18.30 Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni - FM 96,5 MHz. Þriðjudagur 8. júlí 19.00 Á framabraut (Fame 11-18) Banda- rískur myndaflokkur. Þýðandi Kristin Þórðardóttir. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Daginn sem veröldin breyttist (The Day the Universe Changed) 9. Bylgju- hreyfingar. Breskur heimildamynda- flokkur í tiu þáttum. Umsjónarmaður Jam- es Burke. I þessum þætti er fjallað um uppgötvanir á sviði rafmagnsfræði, hljóö- bylgjur og Ijósöldur. Þekkingu vísinda- manna á veröldinni og eðli hennar fleygir fram en um leið eykst óvissan. Þýðandi Jón O. Edvald. Þulur Sigurður Jónsson. 21.25 M-hátiðin á Akureyri. Svipmyndir frá menningardögum á Akureyri 12.-16. júni siðastliðinn ásamt viðtölum við há- tíðargesti. Á málverkasýningu i íþrótta- skemmunni voru sýnd verk norðlenskra myndlistarmanna en megin viðfangsefni hátíðarinnar var íslensk tunga. Á dagskrá voru ávörp, erindi, upplestur, söngur og tónlist. Umsjónarmaður Ólafur H. Torfa- son. 22.05 Kolkrabbinn (La Piovra II) Fimmti þáttur. ítalskur sakamálamyndaflokkur i sex þáttum. Þýðandi Steinar V.Árnason. 23.10 Fréttir í dagskrárlok. Laus staða Staða fulltrúa hjá Veðurstofu íslands er laus til umsóknar. Kunnátta í ensku og einu norðurlanda- máli æskileg. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist Samgönguráðuneytinu fyrir 21. júlí 1986. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Veður- stofu íslands. Veðurstofa íslands. Sveitarstjóri Staða sveitarstjóra í Kjalarneshreppi er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 20. júlí nk. Upplýsingar gefur Jón Ólafsson oddviti sími 666044. Sveitarstjórn Kjalarneshrepps Sveitarstjóri Staða sveitarstjóra Stokkseyrarhrepps er laus til umsóknar. Nánari upplýsingar veita sveitarstjóri í síma 99-3267 og oddviti í síma 99-3244. Umsókn- arfrestur er til 15. júlí n.k. Hreppsnefnd Stokkseyrarhrepps Hjálparkokkurinn sem þreytist aldrei á því að hafa hreint og fínt í kringum sig bara nothæf í eldhúsinu. Notaðu hana til að þrífa bílinn, bátinn eða taktu hana með þér í ferðalagið. Það er vissara að hafa Effco þurrkuna við hendina. Effco þurrkan er ómissandi viö eldhússtörfin. Hún hjálpar þér að halda eldhúsinu hreinu og fínu, sama á hverju gengur. Effco þurrk- an gerir öll leiðinlegustu eldhús- störfin að léttum og skemmti- legum leik. Það verður ekkert mál að ganga frá í eldhúsinu’eTfir elda- mennskuna, borðhaldið og upp- vaskið. En Effco þurrkan er ekki Effco-þurrkan fæst á betri bensínstöðvum og verslunum. Pemx>-purrlcan ftUUK 1 STERK FRAMTÆKNI s/f Skemmuveg 34 N Vélsmiðja 200 Kópavogur lceland Járnsmíði - Viðgerðir Tel. 91-641055 Vélaviðgerðir - Nýsmíði t Innilegar þakkir tærum við öllum sem sýnt hafa móður okkar tengdamóður, ömmu og langömmu Ragnhildi Jónsdóttur Leifsgötu 10 virðingu og okkur hlýhug vegna andláts hennar og útfarar. Sérstakar þakkir færum við læknum og öðru starfsfólki Landakots- spítala. Elísabet Ólafsdóttir Jón Stefánsson Jón Ólafsson Kjartan Olafsson Jóhanna Bjarnadóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.