Tíminn - 11.07.1986, Síða 1

Tíminn - 11.07.1986, Síða 1
MBHH NART kallast mikil samnorræn menn- ingarhátíö sem stendur fyrir dyrum í Reykjavík nú á næstunni. Fá þar ýmsar listgreinar aö njóta sín, en hæst mun væntanlega bera málverkasýningu sem verður til húsa í risaskemmu við Sigtún. ÖKUMAÐUR var stöðvaöur á Hörgárbraut á Akureyri (gær, eftir að hafa ekið bifreið sinni á liðlega 100 km hraða um bæinn. Að sögn lögreglunnar var hann grunaður um ölvun við akstur. STJÓRN Sinfóníuhljómsveitar ís- lands hefur verið skipuð af menntamála- ráðherra. Eftirtaldir menn voru skipaðir í stjórnina. Jón Þórarinsson tónskáld, til- nefndur af Reykjavíkurborg, Hörður Sig- urgestsson forstjóri, tilnefnduraf fjármála- ráouneyti, Elfa Björk Gunnarsdóttir fram- kvæmdastjóri, tilnefnd af ríkisútvarpinu, Haukur Flosi Hannesson, tilnefndur af Starfsmannafélagi Sinfóníuhljómsveitar- innar og Ólafur B. Thors framkvæmda- stjóri skipaður án tilnefningar. Ölafur er jafnframt formaður stjórnarinnar. Skipun- artími stjórnarinnar er fjögur ár. COSSIGA Ítalíuforseti hefur beðið Giulio Andreotti úr flokki Kristilegra demó- krata að reyna að mynda ríkisstjórn en stjórnarkreppa hefur ríkt síðan ríkisstjórn Craxi sagði af sér þann 27. júní síðastlið- inn. Andreotti er gamall stjórnmálarefur, hefur verið fimm sinnum forsætisráð- herra. Hann var utanríkisráðherra í sam- steypustjórn Craxi. LE DUAN leiðtogi kommúnista- flokksins í Víetnam lést í Hanoi í gær 79 ára að aldri. Le Duan var hægri hönd leiðtoga Norður-Víetnams, Ho Chi Minhs heitins og barðist fyrir sjálfstæði lands síns í stríðinu við Frakka 1945-'53. Síðar hjálpaði hann Norður-Víetnömum í styr- jöldinni við nágranna sína í suðri og Bandaríkjamenn. Hann tók við æðsta embætti flokks síns árið 1969 að Ho Chi Minh látnum og hafði mikil völd þótt ekki bæri mikið á honum út á við. BHMR mun halda almennan félags- fund í dag kl. 14:00 á Hótel Sögu í Súlnasal. Þar verða úrslit Kjaradóms kynnt og ákvarðanir sem samninganefnd BHMR hefur tekið í framhaldi af þeim. í gær skoraði samráðsfundur samninga- nefnda aðildarfélaga BHMR og Launa- málaráðs á Launamálaráð að segja þegar í stað upp gildandi samningum og knýja á um fullan samningsrétt, jafnframt því að hvetja félagsmenn til að leita allra leiða í kjarabaráttunni. UNGMENNAFÉLAGIÐ Vaka í Villingaholtshreppi verður 50 ára hinn 19. júlí n.k. Félagið hefur haldið uppi öflugri félags- og íþróttastarfsemi síðan 1936. Á fimmta áratugnum var félagið t.d. þekkt fyrir mikla glímukappa. í dag er félagslíf enn með miklum blóma, skemmtanir og íþróttamót eru haldin ásamt námskeiðum í ýmsum efnum. Félagið hefur ákveðiö að halda upp á afmælið með því að bjóða hreppsbúum, vinum og vandamönnum til afmælishófs í Þjórsárveri kl. 21:00 að kvöldi afmælis- dagsins. Þar verður margt til skemmtunar og dansleikur um kvöldio. MADUR varð fyrir bíl á strætisvagna- skiptistöðinni í Kópavogi í aær. Hann var að flýta sér yfir götuna til ao ná strætó en gekk þá í veg fyrir bíl og lenti með fótinn undir afturhjóli bíls sem kom aðvífandi. Maðurinn var fluttur á slysadeild en meiðsli hans voru ekki talin alvarleg og hann fékk að fara heim að skoðun lokinni. KRUMMI Ég flýg alla vega dag... Kjaradeila flugvirkja og Arnarflugs seint í gærkvöldi: Allt bendir nú til lausnar gerðardóms Tilboð og gagntilboð ganga hér á milli, sagði Oddur Pálsson form. Flugvirkjafélags Islands „Það hafa gengið hérna á milli tilboð og gagntilboð og í þeim felst aðallega það, hvort deilunni verður vísað til gerðardóms, sem báðir aðilar sætta sig við. Úrskurður gerðardóms myndi sennilega koma eftir um mánaðartíma. Þetta er á hugmyndagrundvelli ennþá, því það hefur ekki verið samkomulag um hvað á að taka til grundvallar í gerðardómsákvörðuninni. í þeim efnum er ákveðinn ágreiningur. Það fór tilboð frá okkur um elleíu- leytið og þeir eru að skoða það núna,“ sagði Oddur Pálsson for- maður Flugvirkjafélags íslands í samtali viðTímann um kl. hálf tólf. „Ef botninn dettur úr þessum viðræðum, þá kemur náttúrlega til verkfalls á miðnætti, en það er alveg ómögulegt að segja til um það núna,“ sagði Oddur. Matthías A. Bjarnason sam- gönguráðherra sagðist ekki vilja segja neitt um það hvort ríkis- stjórnin setti bráðabirgðalög á verkfall flugvirkja hjá Arnarflugi ef sættir næðust ekki fyrir miðnætti þegar boðað verkfall skylli á. „Ég bíð alveg með slíkar ákvarðanir á meðan samningafundir standa yfir. Þeir hafa í nógu að snúast starfsmenn bifreiðaeftirlits- ins, ökutækjum hefur fjölgað mjög á undanförnum mánuð- um, og þeir eru víst ófáir sem fá grænan miða eða rauðan í stað þess hvíta. Hér er Krist- inn Karlsson að störfum. Tímamynd-Pétur Notaðir bílar: Einn af fjórum fær ekki hvítan miða Mikil fjölgun skráninga Af þeim 514 bifreiðum í landinu öllu, sem komu inn til skoðunar síðastliðinn þriðjudag, reyndist búnaði 98 bifreiða að einhverju leyti áfátt. Nýskráningar voru 75 af þcim 416 bifreiðum sem fengu hvítan miða. Fyrir utan glænýja bíla reyndist því tæplega fjórðung- ur bifrciða sem komu til skoðunar þennan dag ekki fullnægja kröfum bifreiðaeftirlitsins. Þessar upplýsingar komu fram þegar Tíminn ræddi við Lárus Sveinsson, verkstjóra hjá bifreiða- eftirlitinu í gær. Taldi Lárus þessar tölur gefa nokkuð rétta mynd af ástandi bílaflota landsmanna. Sagði Lárus að mjög mikil aukn- ing skráninga hefði orðið eftir að bílar lækkuðu í verði. Flesta daga kæmu á milli 40 og 50 nýir bílar til skráningar og á föstudögum væri fjöldinn milli 100-150. Ef með væru taldar eldri bifreiðar af- greiddu þeir um 260 bíla á dag, en síðasta föstudag hefðu komið inn 363 bílar. „Það er mikið vandamál að fólk kemur ekki með bílana til skoðun- ar á réttum tíma. Nú í júlí átti t.d. engin skoðun að vera en þó er yfirum að gera. Það má segja að við séum að skoða trassana. þá sem áttu að vera komnir inn, við skoðum enga í þessum mánuði sem hafa númer yfir R-60000." „Það er feikn mikið af gömlum, lélegum bílum á götunum núna,“ sagði Kristinn Karlsson, bifreiða- eftirlitsmaður. Hér eru sumarfrí og því ekki mannskapur til að fara út á göturnar, og sama gildir um lögregluna. En það vcrður bætt úr þessu fljótlega. Þeir sem fá hjá okkur grænan miða, fá tveggja vikna frest til að kippa málum í lag. Ef þeir koma ekki að þeim tíma liðnum tekur lögreglan þá þegar hún hefur færi á, og þeir eru settir í skoðun aftur. Yfirleitt er þeim gefinn frestur aftur til að bæta úr málunum. Það er lítið um að fólk kvarti við okkur, það er yfirleitt sann- gjarnt og við reynum að vera það líka. “ phh Ég er í nánu sambandi við sátta- semjara og vil engar yfirlýsingar gefa fyrr en samningaumleitanir , stranda. Það má búast við að samn- i.ngaviðræður standi fram eftir nóttu og þá er aldrei að vita nema semjist," sagði Matthías. Arnarflug hefur nú þegar samið við flugfreyjur og flugmenn og voru þeir samningar án gildistöku aftur í tímann. Flugvirkjar hafa hins vegar gert kröfu um aftur- virkni samninga til 1. janúar. Ef til verkfalls kemur, stöðvast ! öll starfsemi Arnarflugs um leið og verkfall skellur á. Vegna erfiðrar fjárhagsstöðu Arnarflugs er ekki fyrirsjáanlegt hvaða afleiðingar það hefði fyrir starfsemi Arnar- flugs til frambúðar. Margir hafa látið að því liggja að loforð um hlutafé í félagið verði drcgin til baka og hluthafafundi yrði frestað, ef reksturinn stöðvast. ABS Bandaríkjamenn af- panta angóraband: Vegna lít- illa gæða vörunnar - tólf mánaða starf unnið fyrir gýg Bandarískir kaupendur handprjónagarns úr angóra, frá Álafossi, hafa afpantað allar sínar pantanir, þar sem þeir telja vöruna ósöluhæfa, vegna lítilla gæða. Kaupendur setja fyrir sig að bandið er alsett hnökrum eða kúlum, vegna tvíklippinga. í frétt frá Álafossi segir að með þessu sé tólf mánaða starf unnið fyrir gýg, en jafnframt hyggur fyrirtækið á tilrauna- starf innan skamms, með nýja tegund af bandi úr angóra. Einnig er það ætlun fyrirtækis- ins að þjálfa betur sína menn í gæðaeftirliti með bandinu. Óvíst_ er hvort fyrirtækið get- ur tekið við meira af angóra- hári það sem eltir er ársins þar sem meira en nóg er til af þeim fyrir tilraunastarfsemina. -ES

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.