Tíminn - 11.07.1986, Side 15

Tíminn - 11.07.1986, Side 15
Tíminn 19 Föstudagur 11. júlí 1986 lllllllllllllllllHlllllllll HELGIN FRAMUNDAN llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Símon ívarsson frumflytur m.a. verk eftir John Speight á tónleikunum. Viktoría Spans er ættuð frá Patreks- fírði en er að konta þangað í fyrsta sinn þegar hún heldur þar tónleika nk. fímmtudag. Kaffi-konsertar íslensk-hollensk söngkona Vikt- oría Spans og gítarleikarinn Símon ívarsson hafa verið á tónleikaferða- lagi um Norðurland undanfarna daga. Síðustu tónleikar þeirra á Norðurlandi verða í Zontahúsinu á Akureyri laugardaginn 12. júlí kl. 15.30. en þaðan halda þau til Vest- fjarða. Fyrstu tónleikarnir þar verða mánudagskvöldið 14. júlí kl. 20.30 í sal Frímúrarahússins á ísafirði. Þess- ir tónleikar eru haldnir á vegum Tónlistarfélagsins og Listasafns ísa- fjarðar í tilefni 200 ára afmælis ísafjarðar. Næstu tónleikar Viktoríu og Símonar eru í Félagsheimilinu í Bolungarvík þriðjudagskvöldið 15. júlí kl. 20.30. Miðvikudagskvöldið 16. júlí kl. 20.30 leika þau í mötu- neyti Hjálms hf á Flateyri. Síðustu tónleikarnir á Vestfjörðum eru síðan á Patreksfirði fimmtudaginn 17. júlí kl. 20.30 í Félagsheimilinu. Fyrirkomulag og titill þessara tón- leika Viktoríu og Símonar er „Kaffi- konsert", en það er þannig að tón- leikagestir geta fengið sér Diletto- kaffi óg meðlæti í hléi og á eftir tónleikana ásamt flytjendum. Þetta fyrirkomulag er vinsælt í Hollandi, og er án efa til þess fallið að veita meiri fjölbreytni í mannlífið. Á efnisskránni eru íslensk og spænsk lög, meðal verka eru þjóðlög og lög eftir Pál ísólfsson, Emil Thoroddsen. Gunnar Reyni Sveins- son. Isaac Albeniz, Manuel de Falla o.fl. Sýning í Eden í Hverageröi: „Leikur að laufum“ Ingibjörg Ásgeirsdóttir sýnir myndir sínar í Eden í Hveragerði 1.-14. júlí. Myndirhennareru þurrk- uð og pressuð lauf, ýmist á silki, léreft og karton og eru unnar á sl. 2 árum. Ingibjörg er fædd og uppalin í Hafnarfirði. Hún stundaði nám í ensku í Cambridge í Englandi og síðan fór hún í leiklistarskóla í London. Hún giftist breskum leikara, Barry Andrews, og fór að stunda „leik að laufum'* - þ.e. að gera myndir sínar úr þurrkuðum og pressuðum laufum, þegar hún varð húsmóðir með 2 börn og sneri sér frá leiklistinni. Svavar Guðnason listmálari. Norræna húsið: Svavar Guðnason, næst- síðasta sýningarhelgi í Norræna húsinu stendur enn yfir sýning á verkum Svavars Guðnason- ar, en senn fer að styttast í, að henni ljúki. Sýningin, sem opnuð var 14. júní, gefur gott yfirlit um list Svavars, einkum áratuginn 1940-50. Þessi helgi er næstsíðasta sýningar- helgi, því að sýningunni lýkur sunnu- daginn 20. júlí og hún verður ekki framlengd. Aðsókn hefur verið góð allan sýningartímann. einkum um helgar og má því búast við nokkurri örtröð síðustu dagana. Það er því ráðlegt fyrir þá, sem ætla sér að sjá sýninguna að draga ekki of lengi að notfæra sér þetta einstaka tækifæri til þess að skoða úrval verka eftir Svavar Guðnason. Sýningineropindaglegakl. 14-19. Hana nú- gangan í Kópavogi Hin vikulega laugardagsganga Frístundahópsins Hana nú í Kópa- vogi verður á morgun, laugard. 12. júlí. Lagt afstað frá Digranesvegi 12 kl. 10.00. Rölt verður um bæinn í klukku-, tíma. Markmiðið er: Samvera, súr- efni, hreyfing. Allir aldurshópar. Athugið: Fyrri stórferð heildar- samtaka Hana nú verður einnig farin á morgun. Lagt af stað frá Digranesvegi 12 kl. 09.00. Farið verður til Borgarfjarðar og í Borg- arnes. Leiðin liggur um Þingvelli, Kaldadal, Húsafell, Barnafossa, Reykholt og Borg á Mýrum. Aðal- leiðsögumenn verða Jón Böðvarsson cand. mag. og Gylfi Þ. Einarsson jarðfræðingur, en heimamenn munu að venju taka á móti Hana nú félögum eins og venja er í slíkum ferðum. Rúturnar verða við Digranesveg 12 kl. 09.00. Sumarsýning Listasafns A.S.Í. Á morgun, laugardaginn 12. júlí, byrjar í Listasafni A.S.Í. „Sumar- sýning“ en þar verða sýnd 40 verk í eigu safnsins. Sýningin verður opin alla daga vikunnar kl. 14.00- 18.00 og henni lýkur sunnudaginn 24. ágúst. Árbæjarsafn Nýopnuð sýning í Prófessorshús- inu frá Kleppi er opin alla daga kl. 13.30-18. Lokuð á mánudögum. Sunnudaginn 13. júlí leikur gítar- leikarinn Þórarinn Sigurbergsson á gítar kl. 15-17 hér á staðnum. Upplyfting á Vestfjörðum I kvöld, föstudagskvöldið 11. júlí leikur hljómsveitin Upplyfting fyrir dansi á Flateyri kl. 23.00-03.00. Á morgun, laugardag, verður hljómsveitin í Félagsheimilinu í Hnífsdal og spilar á dansleik til 03.00 um nóttina. Hljómsveitarmeðlimir hafa hugs- að sér að hafa barnaskemmtun á Hnífsdal á laugardaginn kl. 17.00- 19.00. Leyndarmálið um langlífí mitt og háan aldur, - góður kokkur, nóg hvfld og nógir peningar. Skopteikningar úr New Yorker Magazine sýndar í Menningar- stofnun Bandaríkjanna Opnuð hefur verið sýning í Menn- ingarstofnun Bandaríkjanna á skop- teikningum, sem hafa birst í hinu þekkta ameríska tímariti The New Yorker Magazine sfðastliðin 60 ár. Sýningin er opin á fyrstu hæð í Menningarstofnun Bandaríkjanna, Neshaga 16, kl. 08.30-17.30daglega, nema á fimmtudögum kl. 08.30- 20.00. Allir eru velkomnir. Prófessorshúsið frá Kleppi í Árbæjarsafni hefur verið opnað almenningi til sýnis, (Tímamynd Pctar)

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.