Tíminn - 24.07.1986, Blaðsíða 5

Tíminn - 24.07.1986, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 24. júlí 1986 Tíminn 5 ÚTLÖND Umsjón: Heimir Bergsson Bandaríkin: TalaðumTwain - Borgarar frá stórveldunum tveimur hittast - Ræða verk Twains og dulítið um frið Sértrúarhópur að verki? Stokkhólmur-Reuter Lögreglumenn þeir í Svíþjóð sem leita nú morðingja Olofs Palme fyrrum forsætisráðherra vinna nú eftir þeirri kenningu að lítill og nær óþekktur sértrúarhópur hafi staðið að baki morðinu. Þetta kom fram í blaðafrétt í gær. Aftonbladet, sem styður hinn ráð- andi Sósíaldemókrataflokk, hafði eftir ónefndum aðila í innsta hring lögreglunnar að grunur beindist nú að sértrúarflokk sem hefði álitið Palme hafa eyðilagt trúræknina í landinu. Frétt þessi virðist vera í samræmi við mjög bjartsýn tilsvör margra háttsettra lögreglumanna sem stjórna rannsókninni á morðinu á Palme sem skotinn var til bana á stræti Stokkhólmsborgar fyrir einum fimm mánuðum síðan. Morðvopnið sem notað var hinn 28. febrúar síðastliðinn hefur ekki enn fundist. Lögreglan hefur aftur á móti lýst því yfir að þeir vissu nú nokkurn veginn hvaða hvatir lágu að baki verknaðinum. „Það er nógu mikið brjálæði, hatur, öfgar og þrjóska innan þessa hópa tii að framkvæma slfkan verknað," hafði Aftonbladet eftir heimildaraðila sínum. Blaðið er þekkt fyrir að hafa góð sambönd innan lögreglunnar. Stóð sértrúarhópur að báki morðinu á Olof Palme heitnum? Morðiö á Palme: Washington-Reuter Austur er austur og vestur vestur en aðilar frá áttunum tveimur geta þó alltaf talað urn Twain. í þessum mánuði munu um tvö hundruð sovéskir og bandarískir ein- staklingar gera slíkt. Þeir munu fara á skipi niður Mississippifljótið fræga til að ræða um frið og skoða sögu- slóðir rithöfundarins Mark Twains, en verk hans eiga sér marga aðdá- endur í Sovétríkjunum. Howard Frazier, bandarískur friðarsinni og skipuleggjandi ferðar- innar, sagði fréttamönnum að til- gangur siglingarinnar væri að „kanna leiðir fyrir venjulegt fólk til að konta í veg fyrir eyðingu heimsins af völd- um kjarnorkustríðs, mikilvægasta málefni í heiminum". í ferðinni verða 130 bandarískir borgarar og 46 frá Sovétríkjunum og verður haldið af stað í hinurn venju- lega fljótabát frá St. Paul í Minnes- ota næstkomandi laugardag. Fcrð- inni lýkur þann 3. ágúst í St. Louis í Missourirtki. Vyacheslav Sluzhiv, þátttakandi í ferðinni og meðlimur sovéska friðar- ráðsins, sagði: „Við viljum sýna bandaríska fólkinu að við erum venjulegt fólk. að Rússar eru fólk líka, eins og við segjum stundum." William Mclinn fræðimaður um verk Twains sagði Sovétmenn dá rithöfundinn vegna hinnar skemmti- legu kímni sinnar og einnig vegna þess að Twain hjálpaði til árið 1906 við að safna féi er nota átti til að steypa rússneska keisaranum af stóli. Bandaríkin: Mál gegn Landis hafið Los Angcles-Reuter Bandaríski leikstjórinn John Landis og fjórir aðstoðarmenn hans komu fyrir rétt í vikunni sakaðir um manndráp fjórum árum eftir að leikarinn Vic Morrow og tvö börn létu lífið í þyrluslysi. Spaði þyrlunn- ar tætti í sundur Morrow og börnin tvö sem unnu við gerð myndarinnar „The Twilight Zone“ (Ljósaskipti). Málsmeðferðinni hefur verið frestað hvað eftir annað á síðustu fjórum árum en þetta mun vera í fyrsta sinn sem lcikstjóri er dreginn fyrir rétt vegna gerða sinna á upp- tökustað. Talið er líklegt að málið geti haft mikil áhrif á kvikmyndaiðn- að Hollywood sem eyðir milljónum dollara í sérstök „stórslysaatriði" eða önnur áhættuatriði. Morrow, 53 ára, og börnin tvö Myca Dinh Lee og Renee Chen létu lifið þegar þyrla féll til jarðar eftir að sprenging í einu áhættuatriðanna í myndtnni hafði eyðilagt stjórntæ hcnnar. Landis og aðstoðarmenn hans ei sakaðir um að hafa gengið of langi því að ná á filniu raunveruleikanu: og hægt hefði verið að afstýra slysir með öruggara sjónarspili en því set olli þyrluhrapinu. Landis var einn af fjórum leil stjórum myndarinnar „The Twiligl Zone“ er sýnd var hér á landi síðastliðnu ári. Þetta hafðist allt Andrew og Sara gengu í hjónaband í gær Lundúnir-Reuter Andrew Bretaprins, annar elsti sonur Elísabetar drottningar, giftist Söru Ferguson í gær og fór athöfnin fram í Westminster dómkirkjunni í Lundúnum. Talið er að um 350 milljónir manna víða um heim hafi fylgst með athöfninni í sjónvarpi. Sá nýgifti var útnefndur hertoginn af Jórvík í tilefni dagsins og var það móðir hans sem það tilkynnti tveim- ur klukkustundum áður en hjóna- komin lofuðu hvort öðru ást og trú. Það táknar að Sara, sem starfar við bókaútgáfufyrirtæki í Lundúnum, verður framvegis hertogynjan af Jórvík. Þetta titlaverk allt saman ku vera siður er kóngafólk giftir sig. Mikið var um að vera í miðborg Lundúna þegar kóngafólkið ók til Westminster. Veður var ágætt, þó rigndi dulítið um morguninn en tugir þúsunda manna létu það ekki hafa áhrif á sig og fylgdust með öllum herlegheitunum standandi á strætum Lundúnaborgar. Öryggisgæsla var gífurleg og voru t.d. um fjögur þúsund lögrcglumenn og hermenn á leið þeirri sem Andrew og Sara fóru um. Ótti við hermdarverk reyndist ekki á rökum reistur. Sá eini sem illa fór út úr sýningunni allri var 25 ára gamall hestur, ncfndur Bugle boy, sem þoidi ekki álagið er hersingin hélt til Westminster og dó. Hjónakornin halda nú í brúð- kaupsferð og reyna að losa sig við blaðasnápa bresku blaðanna. Það gæti reynst þeim erfitt. Það hefur varla farið framhjá mörgum að þessi tvö giftu sig í gær. Bretland: Sviss: Orka sólar lýsir upp jarðgöng Bern-Reuter Bílgöng 110 metra löng í sviss- nesku Ölpunum munu verða upp- lýst með hjálp sólarorku í fram- tíðinni. Hér er um fyrstu jarð- göngin að ræða þar sem sólarorka lýsir upp veginn. Þetta kom fram í tilkynningu héraðsyfirvalda í vikunni. Samkvæmt upplýsingum frá héraðsstjórninni í hálöndunum við Bern munu sólarrafhlöður verða settar upp við göngin og mun orkusparnaður verða all- nokkur. Hugmyndin að þessari ráðstöf- un kom að nokkru upp í fyrra þegar hin árlega kappaksturskeppni bíla knúinna með hjálp sólarorku var haldin í Sviss. Feneyjar: Ekki mun borga sig að slæpast Feneyjar-Reuter Ferðamenn sem ráfa um á sund- fatnaði í Feneyjum, stinga sér oní einhvern vatnaskurðanna ellegar sofa á götum úti verða sektaðir á staðnum frá og með deginum í dag. Þetta kom fram í tilkynningu yfir- valda í þessari frægu ferðamanna- borg. Nereo Laroni borgarstjóri Fen- eyja hefur skrifað undir reglugerð sem koma á í veg fyrir að „túrhestar" vanvirði hina sögulegu borg. Ferðamenn sem ekki taka mark á viðvörunum um að sofa ekki á sjálfu Markúsartorgi ellegar á öðrum al- menningsstöðum, klæða sig í eða úr á almannafæri og ganga ekki í sundfötum geta átt von á að vera sektaðir um sem samsvarar rúmum sex hundruð krónum íslenskum. Um þessar mundir er verið að dreifa upplýsingarbæklingum um nýju reglurnar og þar er einnig bent á hvar best sé að fara um í Feneyj um. „Hin sögulega miðstöð má ekki verða að tjaldstæði," sagði einn embættismaður borgarinnar. Fólkið sem ekki vildi sjálfstæði Wellington-Reuter íbúar hinna litlu Tokelaueyja í Suður-Kyrrahafi hafa sagt sendi- nefnd frá Sameinuðu þjóðunum að þeir vilji ekki öðlast sjálfstæði frá Nýja-Sjálandi. Þetta var haft eftir einum sendimannanna í gær. Ammar Amari frá Túnis, sem er formaður þess hóps innan sjálf- stæðisnefndar SÞ er hugar að mál- efnum lítilla svæða, sagði frétta- mönnum að íbúar Tokelaueyja virt- ust vera hinir ánægðustu með að vera undir stjórn Nýja-Sjálands. Sendinefndin sem Amari fór fyrir var sex daga á þeim þremur kóraleyj- um sem mynda Tokelaueyjar. íbú- arnir á eyjunum eru alls 1600 og hafa þeir allir nýsjálenskan ríkisborgara- rétt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.