Tíminn - 24.07.1986, Blaðsíða 6

Tíminn - 24.07.1986, Blaðsíða 6
6 Tíminn Tímirm MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjóri: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjóri: Aðstoðarf réttastjóri: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason NíelsÁrni Lund OddurÓlafsson Guðmundur Hermannsson Eggert Skúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306 Verð í lausasölu 45.- kr. og 50.- kr. um helgar. Áskrift 450.- Siðgæði og pólitísk ábyrgð í umræðuþætti í sjónvarpinu í fyrrakvöld um siðferði í stjórnmálum, vakti Jónatan Þórmundsson prófessor athygli á því hve íslendingum er gjarnt að leggja mikla áherslu á form, - lög og reglur. Petta voru vissulega athyglisverð ummæli og þarft að íhuga nánar hvað í þeim felst. Það er algeng skoðun, að unnt sé með lagafyrirmælum að ákveða marga þá hluti, sem í raun eru ekki þess eðlis að bein fyrirmæli geti komið í stað óskráðra siðareglna. í umræðunum kom margt fróðlegt í ljós, þótt mörgum grundvallarspurningum væri ekki svarað, eins og til dæmis þeirri, hvaða skilning stjórnmálamenn leggja í hugtök eins og pólitísk ábyrgð. Er pólitísk ábyrgð einungis í því fólgin að koma á fjögurra ára fresti til kjósenda og spyrja hvort þeir hafi eitthvað við það að athuga að kjósa viðkomandi aftur? Eða er ábyrgðin í því fólgin að stjórnmálamaðurinn ákveði sjálfur eða flokkur hans hvort athafnir hans samrýmast því markmiði, sem hann he/ur sett sér með starfi sínu í þágu almennings? Dæmið um Ove Rainer, dómsmálaráðherra Svía, sem varð að segja af sér ráðherraembætti er það fréttist að hann hefði „spilað á kerfið“ til þess að fá skatta sína lækkaða. Hann hafði ekki gert neitt „ólöglegt“ en leikur hans að skattakerfinu þótti ekki hæfa manni í starfi dómsmálaráðherra og því varð hann að víkja. í slíkum málum verður einstaklingurinn, og í vissum tilfellum flokkssystkini hans, að meta hvort gerðir viðkomandi séu siðferðilega réttlætanlegar. Miklar umræður hafa orðið um hagsmunatengsl og margs konar fyrirgreiðslu, sem viðgengst í samskiptum manna. í mörgum tilfellum er næsta erfitt að benda á ótvíræð dæmi um hvernig félög og stofnanir, eða þá einstaklingar, afla sér velvildar og jákvæðrar afgreiðslu á málum sínum með því að hygla valdamönnum, á hvaða sviði sem svo þau völd eru. Það eru að sjálfsögðu engin lög, sem banna fólki að vera hjálpsamt og enginn getur í krafti reglugerða meinað stjórnmálamanni eða opin- berum embættismanni að þiggja góðgerðir hjá efnuðum kaupsýslumönnum. En hver og einn, sem slík boð fær, verður að meta hvort hann geti þegið það vegna starfa síns eða þeirrar pólitísku ábyrgðar, sem hann ber sem fulltrúi almennings í stjórnmálastarfi eða embætti. f»að er góðra gjalda vert að setja lög um stjórnmála- flokka, og sjálfsagt er, að þeir njóti styrks af opinberri hálfu, svo nauðsynlegar stofnanir þeir eru lýðræðisskip- an landsins. En enginn skyldi halda að lög og reglugerðir geti komið í stað hinna óskráðu siðferðisreglna. Það er barnaskapur að halda að með því að breyta „kerfinu“ eins og talsmenn Bandalags jafnaðarmanna halda fram, muni allt hitt koma af sjálfu sér.í hvaða kerfi sem er verður hver og einn að beygja sig undir ákveðnar siðgæðiskröfur. Stjórnmálamenn verða að hafa þetta í huga er þeir taka á sig pólitíska ábyrgð. Fimmtudagur 24. júlí 1986 illllll GARRI Hvar fá nú almúgamenn lán? í ÞjóAviijanuin s.l. þriðjudag cr frétt á baksíðu um að lífeyrissjóðir launþegafélaganna í landinu muni brátt hii'ttu nieð öllu að vcita eigcndum sínum lán. Þessi lán hafa verið snar þáttur í starfsemi sjóð- anna og ómetanlcg stoð hinum almenna launþega sem gengið hef- ur erfiðlega að finna náð fyrir augliti bankastjóra. Þessi lán hafa verið veitt til sjóðsfélaga mcð 5% vöxtum umfram verðbólgu. Þetta eru váleg tíðindi fyrir flesta laun- þega, ekki síst hina yngri sem eru að koma sér fyrir. Heimild Þjóðviljans fyrir þessari frétt eru SAL-fréttir, fréttabréf Sumbunds almennu lífeyrissjóð- anna. í febrúar samkomulaginu var samið um húsnæðismál mcð þcini hætti að lífeyrissjóðirnir munu geta og ætla að fullnægja þessu skilyrði cnda annað óvcrjandi gagnvart sjóðfélögum. Ástæðan er þessi: í fréttabréfi lifeyrissjóðanna segir, að sjóðirnir geti fengið 15- 20% ávöxtun hjá hinum svoköll- uðu verðbréfamörkuðum og ávöxt- unarsjóðum. Sú er ástæðan fyrir því að eigendur sjóöanna fá ekki lengur lán úr eigin sjóðum. Stefnt er að því að 45% ráðstöfunarijár lifeyrissjóðanna verði ávaxtað hjá ávöxtunarsjóðunum! Innlend lánsfjárkreppa Hinar stórauknu innlendu lántökur ríkissjóös til fjármögnunar fjár- lagahallans hafa aukið nijög á spennuna á lánamarkaðnuni í land- inu. Menn skulu ekki halda að það fjárniagn, sem lagt er til ávöxtunar- sjóðanna, sé nýtt fundið fé. Þetta er sparifé, sem tekið er úr bönkum og fært til sjóðanna. Geta bank- Haraldur Blöndal: Okur nákvæmara orðalag en hag- stæð fjárfesting. anna til að þjóna viðskiptamönn- um sínuni, fyrirtækjum og einstakl- ingum minnkar að sama skapi. Ekki verður lengur sótt fé til lífeyr- issjóðanna til að lilaupa undir bagga múgamanna. En hverjir cru það, sem halda þessum ávöxtunarsjóðum gang- andi og gerir þeim kleift að borga 20% ársvexti umfram verðbólgu. Það eru þeir, sem fá ekki lán í bönkunum. Þeim Ijölgar samfara því að um ráðstöfunarfé bankanna sneiðist vegna sparífjár, sem frá þeim fer til ávöxtunarsjóðanna og veröbréfamarkaöanna. Fólk í neyð selur þessum sjóðuni l'asteigna- tryggð skuldabréf með gífurlegum afföllum. Okurstarfsemi í grein, seni Haraldur Blöndal, hæstaréttarlögmaður og varaborg- arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, skrifaði í Mbl. í fyrra mánuði og svarar þar grein Davíðs Björnsson- ar, dcildarstjóra verðbréfadeildar Kaupþings hf. segir hann m.a. uni eðli þessara verðbréfa viðskipta: „Ég stórefast um, að framboð og eftirspurn sé þar látin raða, heldur eru „kaupendur" á þessum mörkuðum sammála og samtaka um að þvinga fram eins mikil afföll af bréfum og mögulegt er. Davíð Björnsson kallar þessi verðbréfa- viðskipti hagstæða fjárfestingu, - mér finnst okur nákvæmara orða- lag." Ennfreinur segir Haraldur Blöndal: Þessi bréf lenda svo í vanskilum, enda eðlilegt, þegar afföllin eru eins og þau eru, - þá eru þau gjaldfelld, svo að afföll sem miðuð voru við 4 ár koma með fullum þunga strax á fyrsta ári. Þessi bréf eru íslenskum innhcimtulög- fræðingum vel kunn, svo og upp- boðshöldurum. Almúgafólk hefur glapist vcgna fagurgala í blöðum og útvarpi til þess að gefa út og selja svona bréf, þegar bankarnir geta ekki lánað því, og svo ræður enginn við neitt. Það skiptir cnda máli, hvort verið eraðgreiða 4-5% umfram verðbólgu eins og Seðla- bankinn leyfír, eða hvort menn verða að greiða 20 % eins og ávöxt- unarsjóðirnir ná með því að skipu- leggja afföllin." Siðlaus mannvonska Hér talar hæstaréttarlögmaður, sem veit af reynslu hvað hann er að segja og segir þaö tæpitungulaust. Á hann lof og þakkir skilið. Fjár- festingarmarkaðimir og ávöxtun- arsjóðimir hafa þagað þunnu hljóði og engu svarað þeim þungu ásökunum, sem á þá eru bornar, þ.e. að þeir stundi fjárplógsstarf- semi og okur á fólki í neyð vernd- aðir að lögum. Okurmálið, sem nú er í dómi, er óvera á við það, sem nú cr að gerast í þessum efnum. Þcssi viðskipti eru ekki aðeins siðlaus niannvonska hcldur eru þau koinin vel á veg með að velta í rúst fjármála- og bankakerfi landsins. Hér verður að stemma á að ósi áður en í enn verra er kontiö. Garri lllllllilllll VÍTT OG BREITT lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllillllll Landbúnaðarstefna Alþýðuflokksins Þinglóðs Alþýðuflokksins á Al- þingi íslendinga viðrar skoðanir sínar á landbúnaðarmálum í DV á mánudag. Þarkennirýmissagrasa, en hann skrifar meðal annars: „Vegna okurverðs á dilkakjöti, sem að verulegu leyti verður til í milliliða- og einokunarfyrirkomu- lagi SÍS-hringsins og margslungnu sjóðakerfi bændanna, hefur innan- landsneyslá stórlega dregist saman, með þeim afleiðingum að úr ríkis- sjóði þarf að greiða mörg hundruð milljónir til útflutningsbóta.“ Hann segir einnig: Það má vera að tilberarnir í „dentíð" hafi bara verið þjóðsaga, - en þau kvikindi stálu búnyt bóndans og skiluðu henni svo í annarra kirnur. í dag finnst mér þó að ég hafi þá fyrir augunum. Bændur horfa vonaraugum til útflutnings á kjöti og vilja láta á hann reyna áður en farið verður að „skera þá niður“ og innleiða þar með atvinnuleysi í fjölda kaup- staða á Iandinu." Og enn segir þinglóðsinn: „Umframframleiðsla okkar á dilkakjöti er þó ekki meiri en svo að ef hver íbúi í New York keypti einn lítinn kjötbita á ári - þá nægir hún ekki. En það þarf ekki að hafa áhyggjur af því vegna þess að greiðslur úr ríkissjóði eru SÍS- hringnum miklu öruggari tekjulind en kaupendur í N.Y. SÍS bregst því ætíð harkalega við þegar útflutning á kjöti ber á góma.“ Þar með hafa menn erkibiskups boðskap. Vegna stöðu höfundarins verða menn að ætla að hann sé hér að túlka landbúnaðarstefnu Al- Með feigðina í augunum þýðuflokksins. í þessum skrifum er tónn sem hefur svo sem heyrst áður, en hann einkennist af því að ráðist er með offorsi á samtök bænda, bæði félagsleg stéttarsam- tök þeirra og sölufélögin sem ann- ast afurðasöluna. Hins vegar er hlaupið yfir flest mikilvægustu atriðin, eins og þá einföldu staðreynd að fjöldamarg- ar tilraunir hafa verið gerðar til þess að selja íslenskt dilkakjöt til Bandaríkjanna. Sú síðasta var gerð nú í vetur leið. Eins og hinar fyrri strandaði hún á því að ekki tókst að fá þar nægilega hátt verð. Það var lægra heldur en það sem fæst á öðrum útflutningsmörkuðum, fyrst og fremst annars staðar á Norður- löndum. Háa verðið í Bandaríkj- unum lét sem sagt á sér standa. Líka kemur það ekki fram í þessari „stefnuyfirlýsingu" hvernig Alþýðuflokkurinn vill að bændur hagi sölumálum sínum í framtíð- inni. Og það vekur spurningar. Vill Alþýðuflokkurinn kannski að bændur hætti að láta samvinnu- félögin annast afurðasöluna? Ef svo er, hverjir eiga þá að sjá um hana? Vill Alþýðuflokkurinn að þeir setji hana í hendur einhverra spekúlanta? Bændastéttin stendur nú sam- eiginlega frammi fyrir umfangs- miklum framleiðsluvanda, og telur Alþýðuflokkurinn að lausnin á honum felist í því að brjóta niður stéttarlega og félagslega samstöðu bænda fremur en að þeir takist samðtginlega á við vandann líkt og þeir hafa gert undanfarin ár. Þetta eru aðalatriðin, en að þeim víkur talsmaður flokksins ekki. Bændur hafa það sem sagt nokkuð á hreinu samkvæmt þessu hver sé „landbúnaðarstefna" þeirra Al- þýðuflokksmanna. -esig.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.