Tíminn - 24.07.1986, Blaðsíða 8

Tíminn - 24.07.1986, Blaðsíða 8
8 Tíminn Fimmtudagur 24. júlí 1986 - óverðtryggð lán á undanhaldi Þaö sem af er þessu ári hcfur fastcignaverð hækkað lítið. Undan- farið hcfur fasteignaverð farið lækk- andi reiknað á föstu verðlagi. í upphafi þessa árs hafði verð fjölbýl- ishúsa í Reykjavík lækkað um tæp- lega fjórðung á fimmtán mánuðum reiknað á þennan hátt. Á fyrri helmingi þessa árs hefur fastcigna- verð mælt á föstu verðlagi hinsvegar nær staðið í stað. bessar upplýsingar koma fram í fréttabréfi Risteigna- mats ríkisins. Ennfremur scgir að eftir að dró úr verðhólgu í kjölfar febrúarsamning- anna hafi næralvcgtekið fyrirhækk- anir í krónutölu. Meðalverð á fer- metra í fjölbýlishúsi í Reykjavík var aðeins lægra í júníbyrjun en í mars. I mars var söluverðið 26.244 krónur á fcrmetra en 26.051- króna í júní. Útborgunarhlutfall hcfur ekki breyst það scm af er árinu, en á hinn bóginn hcfur hlutfall verðtryggðra lána í fasteignaviðskiptum hækkað og voru komin upp í liðlega fjórtán prósent af söluverði í vor. Urn er að ræða mikla hækkun. Óverðtryggð lán voru á sama tíma óvenjulega lág, og voru til jafnaðar 13,8 prósent af söluverðinu á tíma- bilinu apríl til júní, en hafa oftast verið liðlcga sextán prósent af sölu- vcrðinu. í kjölfar minnkandi verðbólgti hækkuðu raunvextir af óverðtryggð- um lánum og eru nú hæstu löglcyfðir vextir og hafa ckki verið hærri í niörg ár, og er Ijóst að kaupendur taka verðtryggð lán fram yfir óverð- tryggð, í vaxandi mæli. Umferöaröngþveiti: Hverfisgata gerð að tví- stefnugötu? - miklar tafir strætisvagna á Laugavegi Síaukin umferð um Laugaveg, hefur orðið þess valdandi að leitað er eftir úrlausnum fyrir Strætisvagna Reykjavíkur. Uppi eru hugmyndir um aö Hverfisgatan verði breikkuð og umfcrð fólksbíla um Laugaveg verði bönnuð. Ekki hefurveriðtekin ákvörðun urn þcssi mál en líkur benda til þess að það geti orðið á haustmánuðum. Fleiri hugmyndir, cru til umræðu og hefur verið rætt um" að með breikkun Hverfisgötu væri hægt að veita umferð strætis- vagna niður Hverfisgötuna. Svo þung hefur umferöin orðið um Laugaveg, þegar há vcrslunar- tíminn fer í hönd undir lok vikunnar að strætisvagnabílstjórar hafa jafn- vel orðið að grípa til þess ráðs að aka Skúlagötuna í stað Laugavegar. Málið cr mjög viðkvæmt, og hafa kaupmenn lýst áhyggjum sínum vegna þessara hugmynda sem reifað- ar cru hér að ofan. Kaupmenn vilja halda sem fastast í alla umferð um Laugaveg, og vilja meina að hags- munir þeirra séu miklir í þessu máli. hm. Veiöarfæri dæmd ótryggð: Tölvuminni lagt til grundvallar dóminum - útilokað aö sanna að um móttöku gíróseðils hafi ekki verið að ræða þess að á móttakanda gíróseðils hvíli sönnunarbyrði um að hann hafi ekki fengið gíróseðilinn. „Sönnun þessa er að sjálfsögðu útilokuð“, segir í álykt- uninni. Gunnar segir ennfremur að hafí félagið ekki ætlað að hafa tryggingu viðkomandi í gildi, hefði það tæpast átt að senda út gíróseðil fyrir trygging- unni fyrir árið 1984 því með þvf sé verið að bjóða upp á áframhaldandi samning. baðan af síður hefði átt að senda vátryggingataka tvær ítrekanir fyrir vátryggingatímabilið 1984-’85 þegar hinir vátryggðu hagsmunir voru famir forgörðum. Að síðustu bendir Gunnar á leiðir til þess að koma í veg fyrir mál af þessu tagi. Hægt sé að senda ítrekanir og það sé ekki látið dragast og/eða nýta heimild 13. gr. laga nr. 20/1954 um að segja vátryggingarsamningi upp og þá með þeim hætti sem sannanlegur verður. Að öðrum kosti mun réttarstaða vátryggingaraðila velta á dómstólum þegar á reynir. ABS „Með dóminum er tölvan viður- kennd sem gild og fullnægjandi heimild um það, að gíróseðill hafi verið ritaður og að dagsetning lians sé rétt,“ segir Gunnar M. Guðmunds- son héraðsdómslögmaður í ályktun sinni sem birtist í Gjallarhorni Sam- vinnutrygginga nú nýlega. Tilefni umfjöllunar Gunnars er hæstaréttardómur sem féll Samvinnu- tryggingum í vil 2. júlí sl. og fjallaði um brunatryggingu á veiðarfærum. í byrjun september 1983 biður sjómaður um brunatryggingu á veið- arfærum hjá umboði Samvinnutrygg- inga á Þórshöfn. Iðgjald var ekki greitt þá, en útfyllt formleg beiðni um trygginguna og undirrituð af vátrygg- ingatakanum. Samið var um milli vátryggingataka og umboðsmanns Samvinnutrygginga að gíróseðill myndi fljótlega berast til greiðslu iðgjaldsins, en við yfirheyrslu kveðst vátryggingataki hafa viljað greiða ið- gjaldið strax en hitt hefði orðið niður- staðan. 1. janúar 1984 brenna síðan veiðar- færin sem vátryggð höfðu verið fyrir 500 þúsund krónur. Samvinnutrygg- ingar telja sig ekki bótaskyld þar sem við athugun kom í ljós að iðgjald hafi ekki verið greitt þegar tjónið varð. Vátryggingataki kveðst aldrei hafa fengið gíróseðil til að greiða iðgjaldið en hafi hins vegar fengið gíróseðil fyrir endurnýjunariðgjaldi frá 1. janúar og út árið 1984 með áreiknuð- um dráttarvöxtum fyrir ógreitt iðgjald frá sept. ’83 til jan. ’84. Héraðsdómur og sfðar Hæstiréttur sýknuðu Samvinnutryggingar af kröf- um vátryggingataka á þeim forsend- um að gíróseðill hafi verið nægileg krafa um iðgjald. Einn dómariHæsta- réttar skilaði sératkvæði og kemur þar fram að honum finnist óeðlilegt að tryggingarfélagið segði ekki trygg- ingunni upp ef það taldi iðgjaldið ekki greitt á réttum tíma auk þess sem endumýjun tryggingarinnar er mkk- uð ásamt gamla gjaldinu í byrjun árs 1984. Það sé því einkennilegt að tryggingin skuli ekki vera í gildi 1. janúar 1984. Gunnar segir í umfjöllun sinni að dómurinn hafi mikla þýðingu fyrir vátryggingaviðskipti, því að með hon- um sé verið að gefa til kynna að minni tölvunnar sé talið jafngilda samriti, þar sem gíróseðillinn hafi einungis verið í einriti. Það sé einnig ætlast til Fasteignamat ríksins: Fasteignaverð stendur í stað Innbrotsþjófur tekinn í Borgarfirði: Stal tvö hundruð þúsundum Viðamikil leit varð að manni í fyrrakvöld, á suðvestur horni landsins, þar sem grunur lék á að hann hefði í innbrotum í sumarbústaði í Grafningi stolið þrcmur bankabókum og tekið út af þeim tæpar tvö hundruð þús- und krónur. Maðurinn var handtekinn við Bifröst í Borgarfirði um klukkan 22 í fyrrakvöld og var hann þá búinn að eyða talsverðu af þeim peningum sem hann tók út af bókunum. Maðurinn hefur margoft orðið uppvís að innbrot- um f sumarbústaði. Áætlanir Strætisvagna Reykj avíkur hafa farið mjög úr skorðum vegna umferðarþunga á Laugavegi. Leitað er að leiðum til úrbóta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.