Tíminn - 24.07.1986, Blaðsíða 16

Tíminn - 24.07.1986, Blaðsíða 16
Akureyrí Ferðist meðVISA Skagamenn og Framar- ar tryggöu sér sæti i undanúrslitum mjólkurbikarkeppni KSÍ í knattspyrnu í gærkvöldi í hörkuleikjum við Blikana og KR. Báðir leikirnir voru framlengdir og í Kópavogi unnu Skagamenn á vitaspyrnukeppni á síðustu stundu. Pétur Ormslev skoraði hinsvegar þrennu í sigri Framara og KR í vestur- bænum. í kvöld spila FH-ingar og Keflvíkingar í Krikanum. liminn Fimmtudagur 24. júlí 1986 Reglugerö um landbúnaöarframleiðsluna: Skipting búmarks og fullvirðisréttar - farið verður eftir flóknum skerðingarreglum í kindakjötsframleiðslu ef kjötinnlegg verður meira en heildarfullvirðisrétturinn Fullvirðisrétti mjólkur og sauð- fjárframleiðslu er skipt í tveimur áföngum, annars vegar milli bú- markssvæðanna 26 og hins vegar milli einstakra framleiðenda innan hvers svæðis. Fullvirðisréttur búmarkssvæðis til mjólkurframleiðslu fyrir komandi verðlagsár cr fundinn með því að heildarfullvirðisréttur allra mjólk- urframleiðenda sem fcngu úthlutað fullvirðisrétti vcrðlagsárið '85-'86 cr margfaldaður mcð hcildarfullvirðis- rétti til mjólkurframlciðslu vcrðlags- árið 1986-'87 og síðan dcilt í með heildarfullvirðisrétti allra mjólkur- framleiðenda scm úthlutað var skv. reglugerðum nr. 37 og 178 frá 1986. Fullvírðisréttur einstakra bænda er síðan fundinn út með því að margfalda fullvirðisrétt sem fram- leiðanda var reiknaður 1986 með heildarfullvirðisrétt til mjólkurfram- leiðslu '86-'87 sem síðan er deilt í með heildarfullvirðisrétti allra mjólkurframleiðenda '85-'86. Frá fullvirðisrétti búmarkssvæðis skal draga fullvirðisrétt sem úthlutað var til einstakra mjólkurframleið- enda á árinu '85-'86 en ekki reyndist þörf á að nýta á því verðlagsári. Ef mjólkurframleiðandi nýtir ekki full- virðisrétt sinn á verðlagsárinu fá aðrir framleiðendur það sem ónýtt er, og skiptist það hlutfallslega þann- ig að fyrst koma þeir sem fengu lægra hlutfall af búmarki en svarar til fullvirðismarks svæðisins, sem skipt er hlutfallslega á milli þeirra upp að fullvirðismarki. Næstir koma þeir sem fá úthlutað upp að búmarki á svæðinu og síðast þeir sem staðsett- ir eru á öðrum svæðum, en svipað er ástatt fyrir. Fullvirðisréttur búmarkssvæðis á sauðfjárafurðum fyrir verðlagsárið 1986-'87 er fundinn út með því að heildarfullvirðisréttur til framleiðslu kindakjöts er margfaldaður með grunntölu .búmarkssvæðis (sem er innvegið kindakjöt svæðisins verð- lagsárin 1984-'85 og 1985-'86. Það ár sem kjötmagnið er meira er valið semgrunntala). Samanlagðargrunn- Verið er að gera söluátak til að örva neyslu á lambakjöti. Fjallalambið er orðið vel þekkt og uú í kjölfar verðlækkunar vegna niðurgreiðslna verður lögð áhersla á pökkun og frágang dilkakjötsins. . . .. * . K i Tímamynd: - Sverrir. Niðurgreiðslur: Dilkakjöt lækkar um 20% í smásölu Niðurgreiðslur á dilkakjöti hafa nú verið auknar og með þeim kemur kjöt til með að lækka í smásölu um 20%. Niðurgreiðslur á hvert kíló í 1. flokki er nú 82,08 en var áður 40,78. Lækkun þessi gildir út söluárið, þ.e.a.s. á meðan kjötið verður til. Þetta er einhver mesta lækkun sem átt hefur sér stað í einu stökki á dilkakjöti og kemur það einkum til af því að niðurgreiðslur voru orðnar mjög lágar í hlutfalli við söluverð miðað við það sem oft hefur verið áður. Niðurgrciðslur þessar koma inn í vísitöluútreikninginn 1. ágúst og koma til með að halda í við vísitöl- una um leið og sala ætti að örvast töluvert mikið, því hér er um mikla lækkun að ræða. ABS tölur allra búmarkssvæða landsins eru síðan notaðar til að deila í útkomuna úr hinu tvennu. Fullvirð- ismark svæðis er fundið út með því að deila samanlögðu sauðfjárbú- marki allra framleiðenda á svæðinu verðlagsárið 1984/'85 í fullvirðisrétt búmarkssvæðis til framleiðslu kinda- kjöts. Fullvirðisréttur hvers framleið- anda kindakjöts er reiknaður ef kjötinniegg reynist meira en heild- arfullvirðisrétturinn. Þá verður fylgt þeim reglum, að framleiðendum kindakjöts í þéttbýli verður út- hlutaður fullvirðisréttur sem nemur að hámarki 70% af búmarki þeirra, engum verður veittur meiri réttur en sem nemursauðfjárbúmarki lögbýlis hans, nema sérstaklega standi á. Þurfi að grípa til frekarí skerðingar á fullvirðisrétti en að framan greinir þá verður skert hjá þeim fram- leiðendum sem nýta meira af sauð- fjárbúmarki sínu en sem svarar til fullvirðismarks viðkomandi svæðis, um það sem innleggið '86-'87 er meira en árið 1984-'85 eða 1985-'86 eftir því hvort árið var meira lagt inn. Ef þessi skerðing dugir ekki til verður gripið til skerðingar fullvirð- isréttarfrá búmarki þannig að 95- 100% búmarks skerðist um 10% að hámarki, 90-95% búmarks skerðist um 7%, 85-90% búmarks skerðist um 5%, 80-85% búmarks skerðist um 3% og 75-80% búmarks skerðist um 1% Búnaðarsamböndum er þó heimilt að ákveða að aðilar sem uppfylla ákveðin skilyrði samkvæmt reglu- gerðinni verði undanþegnir þessum skerðingarákvæðum, en það eru einkum minnstu búin, þeir sem orðið hafa fyrir áföllum á árunum '84-'86, þeir sem teljast frumbýlingar og þeir sem stækkað hafa útihús eða stofnað hafa félagsbú. A-8** Mengun við Reykja- víkurhöfn Mengun við Reykjavíkurhöfn sést á þessari mynd sem prýðir forsíðu „Verktækni", blað Tækni- og verkfræðingafélags Islands. Myndin er tekin með fjölrófs- skanna á hita-innrauðasvæðinu. Myndin er úr tilraun með fjarkönn- un sem Landmælingar íslands og Upplýsinga- og merkjafræðistofa Háskóla fslands hafa staðið að. Prentist myndin vel í svart-hvítu má greina hversu mengunina legg- ur út frá ströndinni. Matvörur frá Austur-Evrópu: Innflutnings- banni aflétt? Höfð verður hliðsjón af nágrannalöndunum í því efni í athugun er að aflétta innflutn- ingsbanni á matvörum frá Póllandi, Ungverjalandi, Búlgaríu, Rúmen- íu og Tékkóslóvakíu. í framtíðinni yrði þá eingöngu innflutningsbann á matvörum frá Sovétríkjunum vegna kjarnorkuslyssins í Cherno- byl. Þetta er nú í athugun hjá Hollustuvernd, Geislavörnum ríkisins og heilbrigðisráðuneytinu. Að sögn Halldórs Runólfssonar deildardýralæknis hjá Hollustu- vernd hefur ekki fundist neitt ath- ugavert í matvælainnflutningi þess- um en þetta eftirlit mun verða áfram að einhverju leyti næsta ár. Frá þvt' kjarnorkuslysið í Chernobyl varð, hefur Hollustu- vernd veitt um 6 undanþágur til innflutnings matvara frá Austur- Evrópu. Þar er um að ræða sultur og niðursoðin ber sem Ó. Johnson & Kaaber, íslensk-erlenda og Karl og Birgir hafa flutt inn. Mata hf. hefur fengið undanþágu til að flytja inn kartöflur ög tveir rækjufarmar hafa verið fluttir inn. Annar farm- ' urinn var veiddur fyrir slysið en hinn var ekki ætlaður til neyslu innanlands heldur l'ullvinnslu og síðan sölu út úr landinu aftór. ABS í

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.