Tíminn - 16.09.1986, Blaðsíða 2

Tíminn - 16.09.1986, Blaðsíða 2
2 Tíminn Þriðjudagur 16. september 1986 Félag Sambandsfiskframleiöenda: Mæta harðari samkeppni með meiri tæknivæðingu „Það var einkum fjallað um hvcrn- ig bregðast skuli við þeim vandamál- um sem greinin stendur nú frammi fyrir, þ.e. hallarekstur, aukin sant- keppni umhráefniogvinnuafl. Sölu- starfsemi er sums staðar í hættu vegna hráefnisskorts, og síðast en ekki síst var kembt alveg tæknisviðið og kannað hvort einhvcrsstaðar er hægt að bæta tækni til þess að ná meiri árangri," sagði Arni Bene- diktsson framkvæmdastjóri Félags Sambandsfiskframleiðenda við Tím- ann þegar hann var spurður um helstu mál á fundi félagsins sem haldinn var á Höfn í Hornafirði fyrir helgina. Arni sagði að mestur tíminn á fundinum hafi farið í að ræða mögu- leika á frekari tæknivæðingu frysti- húsanna til þess að auka framleiðn- ina. „Faö er búið að skoða fjölmarga möguleika að undanförnu og þeir voru kynntir á fundinum, m.a. hug- myndir urn skurðarvélar, pökkunar- vélar og ormavélar," sagöi Árni ennfremur. Hann sagði að hér væru á ferðinni innlendar hugntyndir um það hvaða stefnu skuli taka og síöan leitað á markaði bæði hér heima og erlendis um tæknilega útfærslu á þessum hugmyndum. Hann bcnti á að sumar þeirra hugmynda sem orðið hafi til í Sjávarafurðadeild Sambandsins og Framleiðni sf., hefðu veriö færðar í búning hér innan lands, eins og tildæmis tilraun- ir með skurðarvél. Árni sagði að rekstrarvandi frysti- húsanna hefði ekki bcinlínis verið málefni þessa fundar, þó hann hafi vitanlcga borið á góma. Öllu heldur voru það framtíðaruppbygging og framtíðartækni sem voru í öndvegi. „Fað vantar fólk til þess að hægt sé að ná besta árangri í framleiðslu, og til þess að bæta úr því þarf aukna tækni," sagði Árni að lokum. -BG Mokveiði á loðnunni Mokveiði hefur verið á loðnu- miðunum síðan fyrir helgi og má segja að veiöin hafi byrjað aftur fyrir alvöru sl. fimmtudag, en þá var tilkynnt um 13000 tonn af 17 skipum. Á föstudag var tilkynnt um 5200 tonn, á laugardag um 4800, og á sunnudag 12500 tonn. Bátarnir eru nú á svipuðum slóðum og um síðustu helgi eða innan íslenskrar fiskveiðilögsögu um 150 mílur frá Siglufirði. - BG Bústaðakirkja: Þing framkvæmdanefndar Alþjóðakirkjuráðsins lJing framkvæmdanefndar Al- þjóðakirkjuráðsins var sett í gær í Bústaðakirkju. Pétur Sigurgeirs- son, biskup, opnaði samkomuna og bauð fulltrúa og gcsti velkomna. Kom fram í máli hans m.a. að Alþjóðakirkjuráðið var stofnað 1948 og eiga að því aðild 310 kirkjudeildir sem hafa innan sinna vébanda um 350 milljónir manna. Allar helstu kirkjudeildir hcims eru aðilar aö ráðinu að rómverk*- kaþólsku kirkjunni undanskilinni. .Auk biskups tóku þau sr. Auður Eir og Ólafur Skúlason dómpró- fastur til rnáls og buðu gcsti enn og aftur velkomna, cn síðan setti aðalritari ráðsins, sr. EmiloCastro þingið. Reifaði hann suttlega nokkur þau mál sem Alþjóðakirkjuráðið hcfur haft til meðferðar og verða þau sum hvcr a.m.k. rædd á þing- inu og gcfnar út ályktanir þar að lútandi. Meðal mála sem rædd verða má nefna ástandið í S-Afríku en Alþjóðakirkjuráðið hefur lýst yfir stuðningi sínum með baráttu hins kúgaða meirihluta þar og andstöðu sinni við kynþáttaað- skilnaðarstefnu stjórnarinnar í Pretoriu. Þá verður væntanlega ákvcðið að vcita frelsishreyfingum í S-Afríku nokkurn fjárstuöning, en að sögn Emilio Castro hafa þær tillögur valdið heitum umræðum innan ráðsins. Fjallað verður um ástandið í Afrtku almennt og þær hörmungar sem yíir álfuna hafa gengið á undanförnum árurn og leitað lciða til að bæta það ástand. Staða kvenna innan kirkjunnar mun koma til umræðu en ráð innan alþjóðaráðsins hcfur haft þau mál til umfjöllunar og situr þar í forsæti Anna-Karin Hammar frá Svíþjóð. Þá verður AIDS, alnæmi, til umræðu og sagði Castro að kirkjan muni leggja á það áherslu að alnæmi sé sjúkdómur í engu frá- brugðinn öðrum hvað siðferðis- spurningar varðar, en sagði að kirkjan muni leggja áherslu á and- legt stuðningsstarf bæði fyrir þá sem sýkst hafa sem og lækna og hjúkrunarlið. Kjarnorkuváin hefur komið til umræðu og verður væntanlega um þau mál fjallað á ráðstefnunni. Sagðist Castro tclja eðlilegt að kirkjan tæki þessi mál tii um- fjöllunar enda væri hér urn líf eða dauða að ræða. Fjölmargt annað vcrður á dagskrá þingsins enda er Alþjóða- kirkjuráðið skipulagt í marga starfshópa eða deildir, sem fjalla t.d. um siðferðileg mál og undan- skilja þar ekki glasabörn né kjarn- orkumál, baráttuna gegn kynþátta- hatri, alþjóðahopsem fjallarmeðal annars um umsvif fjölþjóða fyrir- tækja í 3ja heiminum, menntun- armál o.fl. o.fl. phh Kynningarfundur Kynningarfundur verður haldinn miðviku- daginn 17. september kl. 20.30 að Síðu- múla 35, uppi. Allir velkomnir. ★ Námskeiðið getur hjálpað þér að: ★ Öðlast HUGREKKI og meira SJÁLFSTRAUST. ★ Láta í Ijósi SKOÐANIR þínar af meiri sannfæringarkrafti í samræðum og á fundum. ★ Stækka VINAHÓP þinn, ávinna þér VIRÐINGU og VIÐURKENNINGU. ★ Talið er að 85% af VELGENGNI þinni séu komin undir því, hvernig þér tekst að umgangast aðra. ★ Starfa af meiri LÍFSKRAFTI - heima og á vinnustað. ★ Halda ÁHYGGJUM í skefjum og draga úr kvíða. Fjárfesting í menntun gefur þér arð ævilangt. Innritun og upplýsingar í síma námskeiðið STJÓRIMUIMARSKÓLIIMIM </o Konráð Adolphsson. Einkaumboð fyrir Dale Carnegie namskeiðin iiiiiiiiniiiiíiin SKÁK Glæsisigur Kasparovs Garrí Kasparov svo gott sem gull- tryggði sigur sinn í einvíginu um heimsmeistaratitilinn er hann vann sextándu skákina í einvíginu við Anatoly Karpov í Leningrad í gær. Hann hcfur þar með náð þriggja vinninga forskoti, staðan er nú 9'/2:6!á. Skákin í gær varsú magnað- asta í einvíginu til þessa og minnir um margt á systur sína úr síðasta einvígi en þá vann Kasparov stór- glæsilegan sigur eftir miklar svipting- ar. Skákin í gær moraði í flækjum og mátti vart sjá hvor hefði betur. Karpov fórnaði peði í byrjuninni og virtist hafa ágætar bætur fyrir. Kasp- arov átti nokkra kóngssóknarmögu- leika og skyndilega og eins og hendi væri veifað var svo komið fyrir Karpov að hann átti engar varnir. 37. leikur Kasparovs d5-d6 gerði út um taflið, svartur tapaði drottningu sinni og meira liðstap fylgdi í kjölfar- ið. Mögnuð skák sem menn eiga lengi eftir að sundurgreina. 16. einvígisskák: Hvítt: Garrí Kasparov Svart: Anatoly Karpov Spænskur lcikur 1. e4 (Kóngspeðið á hug Kasparovs allan um þessar mundir.) 1. ..e5. 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0-0 Be7 6. Hel b5 7. Bb3 d6 8. c3 0-0 9. h3 Bb7 10. d4 He8 11. Rbd2 Bf8 12. a4 h6 13. Bc2 exd4 14. cxd4 Rb4 15. Bbl c5 16. d5 Rd7 17. Ha3 c4 18. Rd4. (Fram að þessu hafa þeir fylgt 14. skákinni sem Kasparov vann eftir slaka taflmennsku Karpovs í mið- taflinu. Kasparov vill verða fyrr með endurbætur en leikurinn hefur sést áður í stórmeistarapraksís.) 18. ..Df6 20. axb5 axb5 19. R2f3 Rc5 21. Rxb5 Hxa3 22. Rxa3 Ba6 (Eins og í 14. skákinni fórnar Karpov peði og fyrir það hefur vissulega bætur, því riddarar hans Umsjón: Helgi Ólafsson stefna skónum á d3-reitinn.) 23. He3 Hb8 (Með hugmyndinni 24. Hc3? Rbd3 25. Rxc4? Dxc3! 26. bxc3 Hxbl og svartur vinnur. Nú losnar hinsvegar um kóngspeð Kasparovs.) 24. e5 dxe5 25. Rxe5 Rbd3 (Áfangastað er náð. Það er ekki að sjá annað en svartur megi vel við una en kóngsstaða hans er viðsjárverð.) 26. Rg4 Db6 27. Hg3 (27. Rxh6t varathyglisverðurmögu- leiki sem stenst ekki fyllilega: 27,- gxhó 28. Rxc4 Bxc4 29. Hg3- Bg7 30. Dg4 Df6! og svartur vinnur.) 27. .. g6 (Eftir 27. - Kh8 á hvítur möguleik- ann 28. Rxh6! gxh6 29. Rxc4 Bxc4 30. Dg4 Dg6 31. Dxc4 o.s.frx'. Karpov veikir kóngsstöðu sína en fær ýmis mótfæri á drottningar- vængnum.) 28. Bxh6 Dxb2 29. Df3 (Baráttan er stórskemmtileg og æsi- spennandi ekki síst vegna þess að menn hvíts á drottningarvængnum standa ekki traustum fótum. Hér fórnar Kasparov manni. Eftir 29. - Dxa3 á hvítur a.m.k. jafntefli með 30. Rf6t Kh8 31. Dh5! Hxblt 32. Kh2 Hhlt! 33. Khl Rxf2t 34. Kgl Dxg3 35. Bg7t! Kxg7 36. Re8t með þráskák.) 29. .. Rd7 (Karpov leggur áherslu á öryggið. Hann vill meina að hvítur komist ekki hjá því að tapa manni.) 30. Bxf8 Kxf8 31. Kh2! (Nákvæmur leikur sem forðar frá hugsanlegum skákum í borðinu.) 31. .. Hb3 (Enn kom 31. - Dxa3 til greina en hvítur virðist eiga vinnandi sókn með 32. Rh6 t.d. 32. - R7e5 33. Df6 Hxbl 34. d6 og vinnur.) 32. Bxd3 cxd3 (Það er alveg makalaust hvernig hvíta taflið gengur upp eftir þennan leik. Engu betra var 32. - Hxd3 33. Df4 Hxg3 34. Dd6t! Kg7 35. fxg3 o.s.frv.) 33. Df4 Dxa3 (Hvað annað? Eftir 33. d2 34 Rh6 Re5 35. Hxb3 Dxb3 36. Dxe5 dl (D) 37. d6! Vinnur hvítur) 34. Rh6! De7 35. Hxg6 (Það er eigi ólíklegt að Karpov hafi séð þessa stöðu fyrir en sést yfir 37. leik hvíts. En nú verður ekki aftur snúið.) 35. ..De5 36. Hg8t Ke7 11 I iWií [11 áui III! fiH11111 1 llllllllll í 11 III & ■10 £ 37. d6t! (Banvæn sending. Svartur tapar drottningu sinni hvernig svo sem hann fer í málin t.d. 37. - Dxd6 38 Rf5t eða 37. - Kxd6 38. Rxf7t) 37. ..Ke6 39. Hxe5t Rxe5 38. He8t Kd5 40. d7! Hb8 41. Rxf7 - og hér lagðt Karpov niður vopnin. Kynngimögnuð skák. Það var göldr- um líkast hvernig Kasparov töfraði fram vinning. Staðan: Kasparov 9l/5-Karpov 6'/1 Næsta skák verður tefld á miðvikudaginn og hefur Karpov hvítt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.