Tíminn - 16.09.1986, Blaðsíða 4

Tíminn - 16.09.1986, Blaðsíða 4
4 Tíminn Þriðjudagur 16. september 1986 Ástaratriði Barbra Streisand og Roberts Redford í „The Way We Were“ voru mjög sannfærandi, en þegar kvikmyndavélin sá ekki til vildu þau ekkert hafa af hvort öðru að segja. Fleiri karlleikarar hafa óskemmtilega reynslu af að vinna með Barbra. Yul Brynner og Steve McQueen börðust fyrir sameiginlegum mál- stað í „The Magnificent Seven“ en áttu lítið sameiginlegt þegar þeir voru ekki að sýnast. STJÖRNUSTRÍD Fátt gefur notalegri tilfinningu en að sitja í bíó og fylgjast með ástarsögu sem hefur farsælan endi. Áhorfendur samgleðjast elskend- um sem fá að njótast til eilífðar- nóns og eru sannfærðir um það að leikararnir séu ekki alveg lausir við að dragast hvor að öðrum í alvöru líka. En það sýnir líklega best hvað leikarar eru hæfileikaríkt fólk að geta talið áhorfendum trú um þetta, því að þess eru fjölmörg dæmi að einmitt þeir leikarar sem hvað best tekst upp í ástaratriðum, eiga í megnustu erfiðleikum með að umgangast utan kvik- myndaversins. Einhver hugljúf- ustu ástaratriði á hvíta tjaldinu er t.d. að finna milli þeirra Barbra Streisand og Roberts Redford í myndinni „The Way We Were“, en staðreyndin er sú að þau þoldu ekki hvort annað og hafa aldrei leikið saman í mynd síðan. Annar frægur karlleikari sem ekki féll fyrir töfrum Barbra Streis- and er Walter Matthau, sem lék á móti henni í Halló Dolly. Þá átti Barbra aðeins eina mynd að baki en var samt ófeimin við að láta ljós sitt skína og gefa góð ráð á báða bóga. Leikstjórinn Gene Kelly fór ekki varhluta af þessum góðu ráð- leggingum, en sá sem varð verst úti var hinn gamli góði Walter Matt- hau. Síðar meir lýsti hann sam- skiptum þeirra þannig, að hann ætti svo sem ekki í neinum deilum við Barbra Streisand. „Ég gat bara ekki þolað tilhneigingu hennar til stórmennskubrjálæðis!" Önnur kvenstjarna sem hefur lag á því að koma meðleikurum sínum í vont skap er Raquel Welch. James Mason lýsti henni þannig eftir samvinnu við myndina „The Last Of Sheila": „Hún er eigingjarnasta, ósiðaðasta og til- litslausasta leikkona sem ég hef nokkurn tíma orðið fyrir því óláni að þurfa að vinna með!“ Og fræg erusamskipti hennarogMae West, hinnar öldnu stórstjörnu þöglu myndanna. Þær léku saman í „Myra Breckinridge". Strax á fyrsta degi mætti Raquel til vinnu í svörtum kjól með hvítum pífum, vel vitandi að Mae hafði tryggt sér einkarétt á að bera þá liti. Raquel var rekin af vinnustað og sást ekki næstu 3 dagana. Þegar hún mætti aftur til vinnu var hún klætt svört- um kjól - með Ijósbláum pífum, svo ljósbláum að liturinn var varla greinanlegur! Þegar Gæjar og píur voru kvik- mynduð hreppti Marlon Brando hlutverk Sky Masterson, sem var þá óskahlutverk Franks Sinatra. Frank varð hins vegar að láta sér nægja hlutverk Nathans Detroit, Marlon Brando og Frank Sinatra léku saman í Gæjum og píum. En samkeppnin og öfundsýkin lék aðalhlutverkið í samskiptum þeirra og spillti vinnuandanum við upptökurnar. sem langt í frá fullnægði hugmynd- um hans um eigin stjörnuhæfileika. Samstarfsmenn þeirra urðu svo sannarlega varir við óvildina milli þessara tveggja hrokagikkja og þeir hafa aldrei síðan komið saman fram í kvikmynd. Og þá var ekki vináttunni fyrir að fara milli Steve McQueen og Yul Brynner sem sýndu góðan samleik í „The Magnificent Seven“. Sumir kenndu því um að Yul Brynner væri ekki í essinu sínu í villta vestrinu og á hestbaki, en þar var Steve McQueen eins og heima hjá sér. En hvað þá með sígildar ástar- senur á borð við þær sem finna má í Casablanca milli Ingrid Bergman og Humprey Bogart? Þvf miður verður að viðurkennast að þau löðuðust ekki hvort að öðru. Löngu síðar sagði Ingrid: „Ég er oft spurð um Humphrey Bogart og ég verð alltaf að svara á sama hátt. Ég þekkti hann ekki neitt. Eg kyssti hann, en ég þekkti hann ekkert.“ Raquel Welch er fögur kona og veit vel af því. En samstarfsmenn minnast hennar ekki með hlýhug! í marga áratugi hafa áhorfendur hrifist af samspilinu milli Humprey Bogart og Ingrid Bergman í Casa- blanca. En þar var ekkert annað á ferðinni en góður leikur beggja. Illlllllllllllll ÚTLÖND llllllllllllllllll FRÉTTAYFIRLIT MUNCHEN - Lögreglan sagði sprengju þá er skemmdi skrifstofubyggingu í Munchen í fyrrinótt líklega hafa verið komið fyrir af vinstrisinnuðum skærulioum og beint að fram- leiðendum Tornado árásar- flugvélanna í Evrópu. SEOUL — Juan Antonio Samaranch forseti Alþjóða Ol- ympíunefndarinnar (IOC) sagðist vera fullviss um að Asíuleikarnir í Seoul myndu fara vel fram þrátt fyrir spreng- inguna á flugvelli Seoulborgar sem banaði fimm manns og meiddi þrjátíu aðra. JÓHANNESARBORG — Stjórn Suður-Afríku skipaði mann af indverskum uppruna sem sendifulltrúa sinn hjá Evr- ópubandalaginu og er það í fyrsta skipti sem stjórnvöld skipa litaðan mann í sendifull- trúaembætti. HELSINKI Hinn finnski stjórnandi friðargæslusveita Sameinuðu þjóðanna, sem Jacques Chirac forsætisráð- herra Frakklands gagnrýndi fyrir að taka sér leyfi er sveitir hans voru í hættu, mun snúa aftur til starfa nú þegar að því er hernaðaryfirvöld tilkynntu. JÓHANNESARBORG — Haröir bardagar brutust út milli baráttusinna gegn að- skilnaðarstefnu Suður-Afríku- stjórnar og Zúlúmanna. Átökin áttu sér stað í Soweto, stærstu svertingjabyggð Suður-Afríku, og tilkynnti fréttastofa landsins um alls fjórtán dauðsföll í skærunum. MANILA erinn á Filipps- eyjum var settur í viðbragðs- stöðu til að koma í veg fyrir allar hugsanlegar byltingatil- raunir á meðan á stendur átta daga heimsókn Corazonar Aq- uino forseta til Bandaríkjanna. PUNTA DEL ESTE, Ur- uguay - Ráðherrar f rá 74 lönd- um komu til ýtarlegra viðræðna um breytingar á verslunarsam- skiptum í heiminum. STOKKHÓLMUR - Full- trúar á afvopnunarráðstefn- unni í Stokkhólmi,. bjartsýnir á að ríki austurs og vesturs séu á góðri leið meo að minnka hættuna á að stríð brjótist út í Evrópu vegna mistaka, komu saman til áð ganga endanlega frá samkomulagi er verður að vera fullfrágengið fyrir næst- komandi föstudag. WASHINGTON - Reagan Bandaríkjaforseti hvatti til þjóðareiningar, svipaðrar og gerðist á stríðstimunum, í bar- áttunni gegn eiturlyfjavandan- um. Reagan sagði i sjónvárps- ræðu í fyrrinótt að hann myndi leiða baráttuna með tillögum ermiða að því aðdragaúrsölu og notkun ólöglegra vímuefna í Bandaríkjunum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.