Tíminn - 16.09.1986, Blaðsíða 10

Tíminn - 16.09.1986, Blaðsíða 10
10 Tíminn ct ■> r ■> ’ . - Þriöjudagur 1ö. séptember 1986 Lokahóf 1. deildar: Sannkallað sstE ssísKssS-- Pétur Ormslev og Helga Möller dansa „bump“ af fullum krafti í paradanskeppni þar sem keppti eitt par frá hverju 1. deildarliði. Pétur og Helga voru að sjálfsögðu fulltrúar Islandsmeistaranna, Fram. Annar af dómurum keppninnar, Ásgeir Elíasson skemmtir sér greinilega vel við dómsstörfin. - Guðmundur Torfason kosinn besti maður mótsins og Gauti Laxdal sá efnilegasti kvöld Framarar fögnuðu ákaft þegar tilkynnt var hver hefði verið kosinn besti leikmaður 1. deildar 1986. Og glaðastur allra varð Guðmundur Torfason sem hér stendur á fætur til að taka við viðurkenningum þeim sem nafnbótinni fylgja. Tommy Docherty, fyrrverandi framkvæmdastjóri Manchester United afhenti Guðmundi Torfasyni Besta leikmanni 1. deildar 1986 horn sem er farandgripur er fylgir nafnbótinni, en einnig fylgir henni bikar til eignar. Lokahóf 1. deildar var haldið í veitingahúsinu Broadway síðast- liðið sunnudagskvöld. Knatt- spyrnumenn og makar söfnuðust saman við félagsheimili íslands- meistaranna, Fram, en síðan var ekið í rútum að Broadway. Þar biðu stúlkur klæddar búningum félaganna og lúðrasveit lék. Athygli vakti áletrun á rútu Eyja- manna en þar stóð: „fall er farar hcill. “ Að kvöldverði loknum tóku við ræður heiðursgestanna, Harðar Felixsonar knattspyrnumanns, Da- víðs Oddssonar borgarstjóra og Tommy Docherty fyrrum fram- kvæmdastjóra Manchester United. Er leikmennimir komu akandi í rútum að Broadway biðu þeirra stúlkur klæddar búningum félag- anna með fordrykk á bökkum og lúðrasveit lék meðan gestirnir gengu „í bæinn“. Efnilegasti leikmaður 1. deildar 1986, Gauti Laxdal.Fram gengur áleiðis upp á svið til að taka við verðlaunum sínum. Næst voru skemmtiatriði, m.a. danskeppni þar sem eitt par frá hverju félagi keppti. Dómarar voru þjálfarar ÍBK og Fram, Hólmbert Friðjónsson og Asgeir Elíasson og þóttu þeir standa sig vel, bestu pörin fengu einkunnina 17 en hæsta mögulega einkunn var 10! Hápunktur kvöldsins var krýn- ing efnilegasta og besta leikmanns fyrstu deildar 1986 sem fór fram á miðnætti. Mikil spenna ríkti í hús- inu er veislustjórarnir Ingólfur Hannesson og Samúel Örn Erlings- sontilkynntu valið,en þó fór eins og flestir höfðu átt von á, Guðmundur Torfason var kosinn besti leikmað- urinn og Gauti Laxdal sá efnileg- asti. Þeir eru báðir leikmenn í liði íslandsmeistaranna, Fram. FRAM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.