Tíminn - 16.09.1986, Blaðsíða 12

Tíminn - 16.09.1986, Blaðsíða 12
Félag framsóknarkvenna í Reykjavík Sumri hallar hausta fer heyriö konur snjallar nú, líf á fyrsta fundi er formáður á þig kallar. Félagskonur sjáumst í sólskinsskapi 15. september n.k. aö Hótel Hofi kl. 20.30. Fjölbreytt dagskrá. Stjórn FFK Framsóknarmenn Norðurlandskjördæmi eystra Dagana 20. sept. - 5. okt. fer fram skoðanakönnun á meðal flokksbundinna framsóknarmanna um val á framboðslista flokksins í komandi alþingiskosningum. Þeim framsóknarmönnum, sem ekki eru nú þegar félagar í einhverju framsóknarfélagi, er bent á aö innrita sig fyrir 15. sept. þannig aö þeir geti tekið þátt í fyrrnefndri könnun. Kjörnefnd K.F.N.E. Suðurlandskjördæmi Framboð til skoðanakönnunar Framsóknarfélaganna Framboö til skoöanakönnunar Framsóknarfélaganna í Suöurlands- kjördæmi, þurfa að berast í ábyrgöarpósti til formanns framboös- nefndar, Guöna Ágústssonar, Dælengi 18, 800 Selfoss, fyrir 20. september n.k., undirritaö minnst 10 nöfnum flokksfélaga. Framboðsnefnd. Framsóknarfélag Húsavíkur Heldur almennan félagsfund fimmtudaginn 18. september kl. 20.30 í Garðari. Dagskrá: 1. Inntaka nýrra félaga 3. Bæjarmálefni 2. Framboðsmál 4. Önnur mál Mætiö vel og takið meö ykkur nýja félaga. Framsóknarfélag Húsavíkur Aðalfundur Félags ungra framsóknarmanna Hafnarfirði Sumri hallar hausta fer heyriö félagar snjallir nú líf á fyrsta fundi er komið orku hlaönir allir. Veröur haldinn aö Hverfisgötu 25, 22. september kl. 8.30. Dagskrá. Inntaka nýrra félaga, stjórnarkosningar, önnur mál. Stjórnin STC K KStTYRi v ^ Kennara - Kennara Kennara vantar aö Grunnskólanum Stokkseyri. Æskilegar kennslugreinar íslenska, raungreinar, samfélagsgreinar. Upplýsingar hjá skólastjóra í síma 99-3263 eöa 99-6300 og formanni skólanefndar í síma 99- 3266. ALÞJÓÐLEG UNGMENNASKIPTI Árlega taka nokkur ungmenni víösvegar um heiminn mikilvægt skref í lífi sínu. Þau ákveöa aö koma til íslands í eitt ár sem skiptinemar. Þau sækjast eftir að kynnast íslenskri menningu inni á íslenskum heimilum, í íslenskum skólum, og á vinnustöðum um land allt. Alþjóðleg Ungmennaskipti - AUS - gefur þeim tækifæriö. Alþjóðleg Ungmennaskipti gefur ykkur tækifærið til að taka skrefið til móts við þau og taka skiptinema inn á heimili ykkar í 3 til 6 mánuði. Nánari upplýsingar og umsóknareyðubiöð fást á skrifstofu AUS, að Snorrabraut 60 eða í síma 24617, á milli kl. 13.00 og 16.00. 12 Tíminn illlllllllllllliiillllll DAGBÓK Þriðjudagur 16. september 1986 ' Stofnun Árna Magnússonar: Handritasýningu lokað Handrit;isýning hefur aö venju verið opin í Árnagaröi í sumar, og hefur aösókn veriö mjög góö. l>ar sem aðsókn fer mjög minnkandi meö haustinu er ætlunin aö hafa sýninguna opna almenn- ingi í síðasta sinn í dag. laugardag kl., 14-16. Sýningar verða þó settar upp fyrir skólanemendur og ferðamannahópa, eins og undanfarin ár, ef þcss cr óskaö mcö nægilegum fyrirvara. Listasafn Einars Jónssonar Nú hefur vcrið tekinn upp vetraropn- unartími í safni Einars Jónssonar. Safnið er opið laugardaga og sunnudaga kl. 13.30-16.00. Höggmyndagarðurinn erop- inn alla daga kl. 11-17. Studio Hallgerður Studio Hallgcrður hefur vcrið opnað 1 aó Grcnsásvcgi 5. Par cr vcitt öll hárþjón- usta enda heitir stofan í höfuðið á eiganda frægasta hárs íslandssögunnar. Par cr lögð áhcrsla á vandaða vinnu og rólegt andrúmsloft. Eigendur Studio Hallgcrður eru þau Guðjón Pór Guöjónsson (áður Saloon Ritz) og Halla Hjaltested (áður Hár- greiðslustofa Höllu). Tekið á móti tímapöntunum í síma 688110. (Tímamynd-Gísli Egill) leikar víða á höfuðborgarsvæðinu. Tvennir tónleikar voru haldnir í Félags- heimili Seltjarnarness síðastliðið vor. Starfseminni lauk með velheppnaðri söngför um Noröurland. Söngstjóri var Helgi R. Einarsson. Selkórinn mun æfa einu sinni til tvisvar í viku og hyggst bæta við sig söngfólki. Æfingar fara fram í húsakynnum Tónlist- arskóla Scltjarnarness. Formaður kórsins er Stefán Hermannsson. Aðalritari forsætis- nefndar Norður- landaráðs Forsætisnefnd Noröurlandaráös auglýsir lausa til umsóknar stöðu aðalritara forsætisnefndar Norðurlandaráðs. Norðurlandaráð er samstarfsvettvangur þjóðþinga og ríkisstjórna Norðurlanda og eru þar samþykkt tilmæli til ríkisstjórna landanna um málefni varð- andi samstarf þjóðanna. Milli þinga Norðurlandaráðs, sem að jafnaði eru haldin árlega, stýrir forsætisnefndin daglegum störfum þess og fara þau fram á skrifstofu forsætisnefndarinnar í Stokkhólmi, þar sem starfslið er 30 manns. Starfið þar fer fram á dönsku, norsku og sænsku. Skrifstofan hefur stöðu alþjóðlegrar stofnunar. Aðalritari forsætisnefndar er yfirmaður skrifstof- unnar og stýrir því starfi sem þar fer fram, bæði innan skrifstofunnar og gagnvart Norrænu ráð- herranefndinni, en í henni eiga sæti fulltrúar ríkisstjórna Norðurlanda. Aðalritarinn er ritari á fundum forsætisnefndar og formaður nefndar þeirrar, sem undirbýr fundi forsætisnefndarinnar. í undirbúningsnefndinni eiga sæti auk aðalritarans ritarar landsdeilda Norðurlandaráðs. Aðalritarinn erforsætisnefndinni til aðstoðar um erlend samskipti. Forsætisnefndin æskir þess að sem flest norræn lönd eigi fulltrúa meðal yfirmanna skrifstofu for- sætisnefndarinnar. Yfirmennirnir eru auk aðalritar- ans, sem nú er finnskur ríkisborgari, tveir aðstoð- arritarar, norskir og sænskir ríkisborgarar auk upplýsingastjóra, sem er danskur ríkisborgari. Um laun og kjör gilda sérstakar norrænar reglur, sem að hluta til eru samsvarandi þeim sem gilda um opinbera starfsmenn í Svíþjóð. Aðalritarastöð- unni fylgir embættisbústaður. Samningstíminn er fjögur ár og hefst 1. janúar 1987. Ríkisstarfsmenn eiga rétt á leyfi frá störfum meðan á samningstímanum stendur. Nánari upplýsingar veitir aðalritarinn llkka - Christian Björklund í síma 90468 143420 og Snjólaug Ólafsdóttir, ritari íslandsdeildar Norður- landaráðs, í síma Alþingis, 11560. Umsóknum skal beina til Nordiska rádets presidi- um, og skulu þær sendar til Nordiska rádets presidiesekretariat, Tyrgatan 7, (Box 10506) S- 10432 Stockholm, og hafa borist þangað eigi síðar en miðvikudaginn 1. október 1986. Selkórinn hefur vetrarstarfsemi Selkórinn á Seltjarnarnesi hefur senn vetrarstarfsemi sína. Selkórinn er blandaöur kór meö fjölbreytt lagaval. Á síöasta starfsári voru haldnir jólatón- Áhrif lífrænna leysiefna á líkama og heilsu Vinnueftirlit ríkisins hefur nýlega gefið út leiðbeiningabækling og veggspjald um lífræn leysiefni. í bæklingnum er lögð áhersla á að útskýra varasöm áhrif líf- rænna leysiefna á líkama og heilsu og leiðbcina um hvernig hægt er að varast þau. Á veggspjaldinu er einnig lögð áhersla á aövörun og varúðarráðstafanir. Helstu ástæður þess, að þetta efni er gefið út og dreift á vinnustaði, cru þær að skaðleg heilsufarsáhrif lífrænna leysiefna eru nú viðurkennd og hafa verið rannsök- uð og rædd um árabil erlendis. Efnin komast inn í líkamann við innöndun og sncrtingu. Sterk og langvarandi áhrifgeta valdið skcmmdum á hcila, taugakerfi og fleiri líffærum. Slík áhrif birtast í þreytu, sleni og gleymsku - stundum í höfuðverk og erfiðleikum við að einbeita sér. Danska Vinnueftirlitið hefur síðustu ár fengið yfir 1000 tilkynningar árlega um meintar heilaskemmdir á fólki sem hefur unnið með lífræn leysiefni og þeir skipta hundruðum þar í landi sem fá staðfest á ári hverju að þeir hafi hlotið heilsutjón af að vinna með þau. Vitað er að efnablöndur með lífrænum leysiefnum eru notaðar á mörgum vinnu- stöðum hér á landi, s.s. við málun, lökkun, límingu, litablöndun ogviðýmiss konar hreinsun og efnaframleiðslu og yfirborðsmcðferð á framleiðsluvörum. Hins vegar eru áhrif þeirra ekki nægilega kunn hér á landi og varúðarráðstafanir víða í molum. Fyrirtæki og félög iðnað- armanna og verkafólks, sem efni bækl- ingsins og veggspjaldsins varðar, fá hvort tveggja scnt næstu daga. Einnig öryggis- trúnaðarmenn og öryggisverðir í fyrir- tækjum. Vinnueftirlit ríkisins veitir leiðbeining- ar um hvernig draga má úr mengun andrúmslofts á vinnustöðum og holl- ustuháttadeild stofnunarinnar annast mengunarmælingar sé þess óskað. Minningarkort Kvenfélags Háteigssóknar eru seld á eftirtöldum stöðum: Bókin, Miklubraut 68 Kirkjuhúsið, Klapparstíg Austurborg, Stórholti 16 Guðrún Þorsteinsdóttir, Stangarholti 32. 12. september 1986 kl. 09.15 Kaup Sala Bandaríkjadollar......40,920 40,040 Sterlingspund.........59,7020 59,8770 Kanadadollar..........29,467 29,562 Dönsk króna........... 5,1480 5,1631 Norsk króna........... 5,4864 5,5024 Sænsk króna........... 5,8179 5,8349 Finnsktmark........... 8,1701 8,1941 Franskur franki....... 5,9628 5,9803 Belgískur franki BEC .. 0,9413 0,9440 Svissneskur franki....24,0000 24,0704 Hollensk gyllini......17,2819 17,3325 Vestur-þýskt mark.....19,4964 19,5536 ítölsk líra........... 0,02826 0,02834 Austurrískur sch...... 2,7733 2,7814 Portúg. escudo........ 0,2737 0,2745 Spánskur peseti....... 0,2980 0,2988 Japansktyen........... 0,26072 0,26149 írskt pund...........53,656 53,814 SDR (Sérstök dráttarr. ..48,9321 49,0767

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.