Tíminn - 24.10.1986, Qupperneq 11
SVONA GERUM VIÐ
Tíminn 11
Föstudagur 24. október 1986
llllllllllllllllllllllll BÆKUR
Alkóhólistar segja frá
Bókaútgáfan Forlagið hefur sent
frá sér bókina Og svo kom sólin upp.
Hún hefur að geyma frásagnir ís-
lenskra aikóhólista og aðstandenda
þeirra, sem segja frá í viðtölum við
Jónas Jónasson, rithöfund og út-
varpsmann.
Þau sem segja sögur úr lífi sínu
eru Anna Þorgrímsdóttir og Ragn-
heiður Guðnadóttir. sem báðar
gegna ábyrgðarstöðum á vettvangi
SAÁ, læknarnir Þórarinn Tyrfings-
son og Guðbrandur Kjartansson,
íþróttakappinn Gunnar Huseby,
Þórunn H. Felixdóttir kennari, Þrá-
inn Bertelsson, ritstjóri, séra Hall-
dór Gröndal, Jóhanna Birgisdóttir,
blaðamaður, Tómas Agnar Tómas-
son, iðnrekandi, Tómas Andrés
Tómasson, veitingamaður, Helga
Björnsdóttir kennari og tónlistar-
mennirnir Ólafur Gaukur, Pálmi
Gunnarsson og Sigfús Halldórsson.
Loks segir Jóhannes Bergsveinsson
læknir frá starfi sínu í þágu íslenskra
alkohólista.
1 upphafi bókarinnar segir Jónas
Jónasson m.a.: „Hér getur að lesa af
fólki sem barðist ogsigraði. Það lifði
í myrkri, vonleysi veikinda og ein-
semdar, það lifði í ótta. Af hverju á
þetta fólk erindi við þig? Það ætlar
ekki að segja þér ævisögu sína,
heldur brot úr sögu þegar dagar voru
dimmir.
Og svo kom sólin upp.
Þar sem er vilji, jíar er von.
Leitaðu ekki langt yfir skammt að
friði. Það eru til þekktar leiðir. - Það
góða fólk serri kom til að segja frá í
þessari bók sannar það. Eg virði
hugrekki þess og drengskap.
Á kápubaki bókarinnar segir
m.a.: Hér er áhrifamikil bók sem á
erindi við alla sem láta sig mannleg
örlög cinhverju varða. Hér er lýst
átakanlegri lífsreynslu, langri og
strangri baráttu fólks sem sigraði að
lokum. Einlægni þess oghispursleysi
snerta tilfinningar allra þeira sem
finna þörf til að lifa betra og auðugra
lífi - í sátt við sjálfa sig og aðra.
Og svo kom sólin upp er 202 bls.
Margrét Helgadóttir hannaði kápu.
Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði.
Jónas Jónasson.
Auglýsing
frá fjárveitinganefnd
Alþingis
Fjárveitinganefnd Alþingis mun sinna viðtölum
vegna afgreiðslu fjárlaga 1987 frá 27. okt. - 14.
nóv. nk. Beiðnum um viðtöl við nefndina þarf að
koma á framfæri við starfsmann nefndarinnar,
Runólf Birgi Leifsson, í síma 11560 eftir hádegi
eða skriflega eigi síðar en 7. nóvember nk.
Skrifleg erindi um fjárveitingabeiðnir á fjárlögum
1987 þurfa að berast skrifstofu Alþingis fyrir 14.
nóvember nk. ella er óvíst að hægt verði að sinna
þeim.
Fjárveitinganefnd Alþingis
Nei takk
ég er á
bílnum
*
3c{, 7*
’ii
Íl
■3V
IU. 'Í.iií
* i;»
is 6- l
<7lh
BAIIKURINN,
KJÖRBÓKIN OG
LANDSBANKINN
HJÁLPA ÞÉR
AÐNÁENDUNI
SAMAN
Þegar lítið fólk ræðst í stórar
fjárfestingar er gott að minnast
þess að margt smátt gerir eitt
stórt. Smámynt sem safnað er
í sparibauk og síðan lögð á
Kjörbók stækkar og ávaxt-
ast hraðar en þig grunar.
Bangsa baukurinn fæst í öllum
sparisjóðsdeildum Lands-
bankans. Þegar spariféð úr
honum er lagt inn er Kjörbók-
in vísasta leiðin að settu
marki. Barnið, baukurinn og
bankinn leggjast á eitt;
tölurnar hækka og að lokum
ná enda.r saman.
Kennum börnunum okkar að
spara peninga og ávaxta þá,
það er gott veganesti og
gagnlegt.
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna í 100 ár