Tíminn - 05.11.1986, Blaðsíða 20

Tíminn - 05.11.1986, Blaðsíða 20
 V I KVOLD veröa seinni leikirnir í 2. umferö Evrópu- keppninnar í knattspyrnu á dagskrá. Steua Búkarest þarf aö vinna upp 0-3 tap gegn Arnóri og Anderlecht en tveir aðrir Islendingar verða einnig í eld- línunni, Ásgeir Sigurvinsson oq Atli Eðvaldsson. SJÁ ÍMtÓTTffi BLS11. Borgarráð: ' ' T ökum á f íknief namynd fyrir unglinga frestað - búið að eyða langt umfram heimild Borgarráð ákvað á fundi sínum í gær að stöðva tökur á myndinni „Þitt er valið“, þar til könnun hefur farið fram á kostnaði við myndina, en samkvæmt nýrri fjárhagsáætlun er ljóst að kostnaður við hana tvöfald- ast frá því sem gert var ráð fyrir. Að sögn Sigrúnar Magnúsdóttur borg- arfulltrúa var þessi ákvörðun tekin einróma í borgarráði þar sem gerður hafi verið samningur við Tákn sf. eftir að farið hafði fram áður útboð um gerð kvikmyndahandrits. Samn- ingurinn hafi hljóðað upp á 1750 þúsund og kostnaður væri orðinn einar 4 milljónir og ekki hafi verið haft samráð við neinn. „Það er vitanlega ekki við það unandi að einhver eyði meira en helmingi meira en heimild er fyrir, einfaldlega í trausti þess að borgin borgi,“ sagði Sigrún. Myndin „Þitt er valið“ er gerð af Tákni sf. fyrir borgina og fjallar um fíkniefnavandamálið og unglinga og hefur verið hugsuð sem efni til sýningar í skólum landsins, en gerð myndarinnar er langt komin. Skipuð var sérstök nefnd til að hafa umsjón með verkinu en formaður hennar er Ómar Einarsson framkvæmdastjóri íþrótta- og tómstundaráðs. Ómar sagði í samtali við Tímann í gær að nefndin hefði komið saman þann 27. október og var það fyrsti fundur nefndarinnar síðan í vor. Á þessum fundi var lögð fram ný kostnaðar- áætlun þar sem fram kemur að myndin yrði þetta mikið dýrari en gert var ráð fyrir. „Skothandrit, sem kallað er var ekki lagt fram fyrr en 24. október, og það handrit var talsvert frábrugðið þeim drögum sem lögð voru fram í vor sem handritsgrunnur. Bæði er þetta öðruvísi og lengra," sagði Ómar Einarsson. Tökur á myndinni fóru í gang áður en þessi nýja kostnaðaráætlun hafði verið kynnt nefndinni og eftir að málið hafði verið borið undir borgarstjórann í Reykjavík fyrir- skipaði hann að tökum yrði frestað þar til málið hefði fengið umfjöllun íborgarráði. -BG GuðmundurG. Þórarinsson í prófkjör Guðntundur G. Þórarinsson hcfur nú bæst í hóp þeirra sem gcfa kost á sér í prófkjöri Fram- sóknarflokksins í Reykjavík. í viðtali við Timann sagðist Guðmundur hafa tekiö þessa á- kvörðun eftir vandlcga yfirvcgun. Það sem réð úrslitum voru áskoranir yfir fimm hundruð manna, sem cinstaklingar færðu Guðmundi á mánudaginn. Áður hafa tilkynnt þátttöku sfna í prófkjörinu þau Ásta Ragn- heiður Jóhannesdóttir, Finnur Ingólfsson, Haraldur Ólafsson og Helgi S. Guðmundsson, en fram- boðsfresturinn rennur út á mið- nætti. ÞÆÓ r*«í*87 Hér sjást þeir Gunnar M. Hansson, forstjóri IBM á íslandi og Þráinn Magnússon, forseti Skáksambands íslands bera á milli sín merki mótsins, sem bera mun enska heitið Super Chess Tournament '87. Verður þetta mikil hvalreki á fjörur skákáhugamanna, enda vcrður þetta sterkasta skákmótið sem hér hefur verið haldið og von á úrvals skákmeisturum. Tímamynd Svcrrír IBM og Skáksambandiö efna til stórmóts í febrúar: Sterkasta skákmótið hérlendis til þessa Fimm af tólf sterkustu skákmönnum heims keppa. Kasparov heimsmeistari kemur sennilega. Fyrirtækið IBM og Skáksam- band fslands efna í febrúar nk. til sterkasta skákmóts sem haldið hef- ur verið á landinu til þessa. Verður mótið í 14. styrkleikaflokki, sem þýðir að meðalskákstig keppenda verða 2588. Verða fimm af tólf sterkustu skákmönnum heims meðal keppenda auk fjögurra. ungra íslenskra stórmeistara. Gera aðstandendur mótsins sér vonir um að Gary Kasparov, heimsmeistari í skák verði meðal keppenda. Hefur ekki borist endanlegt svar um hvort hann verði meðal þátttakenda, en líkur eru taldar góðar á að svo verði. Aðrir keppendur verða þeir Viktor Kortsnoi, Sviss, Jan Timman frá Hollandi, Niegel Short, Eng- landi, Ljubomir Ljubojevic, Júg- óslavíu og Símon Adgestein frá Noregi. íslenskir keppendur verða stórmeistararnir Helgi Ólafsson, Jóhann Hjartarson, Jón L. Árna- son og Margeir Pétursson. Þá hafa mótshaldarar tryggt sér þátttöku Lajos Portisch, stórmeist- ara frá Ungverjalandi, fari svo að Kasparov heimsmeistari mæti ekki. Það er IBM á íslandi sem stend- ur l'yrir mótinu í tilefni af 20 ára afmæli fyrirtækisins hér á landi. Stendur það fyrir öllurn kostnaði af mótinu, þar á meðal verðlaunafé sem er um 1.2 milljónir kr., en Skáksambandið sér um alla framkvæmd. Þá mun Skáksam- bandið njóta aðgangseyris og mun það gefa út veglegt mótsblað. Mót- ið hefst hinn 19. febrúar og lýkur sunnudaginn l.mars. -phh Þungarásakanirum fjármálamisferli Stefán Benediktsson hættir við framboð „Rétt ákvörðun," segir Jón Baldvin Stefán Benediktson. þingmaður tilkynnti Jóni Baldvin Hannibals- syni, formanni Alþýðuflokksins í gær, að hann hygðist ekki gefa kost á sér í prófkjör Alþýðuflokksins. Ástæðan eru ásakanir um meint fjármálamisferli þingmannsins á ár- unum 1984 og 1985." í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi var vitnað í fyrrum liðsmcnn BJ, og haft eftir þeim að Stefán hefði fengið 200 þús. kr. lán úr sjóðum BJ og lagt á móti innistæðulausa ávísun. Auk þess hafi Stefán, um áramótin 1984- 85 tekið tvö ávísanablöð úr ávísana- hefti BJ og fyllt þau út að upphæð 100 þús. kr. Til þess hafi hann hins vegar ekki haft heimild. Stefán Benediktsson sagði í frétt- um Stöðvar 2 að öll málsatvik væru röng. Hann hafi fengið fé frá BJ á umræddu tímabili, en greitt það til baka með vöxtum. Hann hafi því ekki til saka unnið. Hins vegar væri erfitt að hreinsa sig af þessum róg- burði og ekki rétt að láta saklausa aðila gjalda þess. Því hefði hann ákveðið að gefa ekki kost á sér í prófkjör. Jón Baldvin Hannibalsson gaf í samtali við Tímann í gær, frá sér eftirfarandi yfirlýsingu um málið: „Það er ekki á mínu valdi að kveða upp úr um sekt eða sýknu varðandi sakargiftir Stöðvar 2 á hendur Stef- áni Benediktssyni. Það er annarra, enda er mér með öllu ókunnugt um fjármál BJ. Málsatvik koma Alþýðu- flokknum ekki við. Sakargiftir varða þann tíma þegar BJ var starfandi stjórnmálahreyfing á eigin reikning. Þetta mál verður því ekki með réttu notað Alþýðuflokknum til ófræging- ar. Þegar stjórnmálamaður er borinn svo þungum sökurn, er það eðli málsins samkvæmt, burtséð frá sekt eða sýknu, að traust hans bíður hnekki. Þess vegna er það rétt ákvörðun hjá Stefáni Benediktssyni að gefa ekki kost á sér til framboðs á vegum Alþýðuflokksins, meðan málið verður til lykta leitt. Þar með hefur hann brugðist við á réttan hátt, að láta ekki aðila sem hér bera enga sök, gjalda málsins að ósekju." Stefán Benediktsson, þingmaður hefur nú ákveðið að hætta við þátt- töku í prófkjöri Alþýðuflokksins, eftir að ásakanir á hendur honum um fjárntálamisferli voru birtar í gær. Hefur Stefán borið af sér allar sakargiftir og telur að unt rógsher- ferð á hendur sér sé að ræða. Aðspurður unt hvenær Stefán hefði tilkynnt honurn þá ákvörðun sína að fara ekki fram í prófkjöri, sagði Jón Baldvin að það hefði verið um tveim stundum áður en Stefán birtist á sjónvarpsskjá. Sagði Jón það ekki liggja Ijóst fyrir hver kæmi í stað Stefáns í fyrirhuguðu prófkjöri flokksins. Ekki tókst að ná í Stefán Bcne- diktsson í gærkvöldi til að tjá sig um málið. -phh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.